Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 64

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 64
64 VlSIR ellefu leytið, eða jafnvel fyr, og var þá svo þröngt, að' ef þrir unnu að ritstjórnarstörfum varð einn að standa, og varð þó annar þeirra, sem sæti hafði, iðulega að láta það eftir þeim, sem komu einhverra erinda og dokuðu við. Er þetta mikill munur frá þvi, sem síðar varð, en nú eru starfsskilyrði rit- stjórnarinnar hin bestu, síðan er hún féklc mestan hluta efstu hæðar Félagsprentsmiðjuhúss- ins til umráða. Áður höfðu þó vinnuskilyrðin verið bætt að nokkuru. En starfsstundirnar í kýtr- unni voru hinar ánægjulegustu, þrátt fyrir þrengslin, en á- nægjulegast er að minnast sam- . ræðustundanna, er lilé varð og tími til að rabba um heima og geima, en við alla þá samstarfs- menn mína, sem eg liefi að vik- ið, var gaman og fróðlegt að spjalla, ekki síst um bókment- ir og slík fræði, en Magnús hafði af iniklum fróðleik að miðla í sinni grein, náttúrufræðinni, og var margs spurður, og gaf hann jafnan greið og skýr svör og kom víða við. Baldur hafði lika mikinn áhuga fyrir náttúru- fræðilegum efnum. Einna minnisstæðastar sam- verustundir átti eg þó með Baldri, er við vorum „keppi- nautar“. Þannig atvikaðist, að sumarið 1924, þegar Banda- rikjaflugmennirnir komu hing- að, vann eg dálítinn tíma hjá Morgunblaðinu, en það sumarið urðum við blaðamennirnir að vaka marga nóttina, þvi að hvorttveggja var, að við þurft- um að'hafa vakandi auga á öllu fyrir blöðin hérna, og auk þess simuðum við flestir um þessa viðburði alla til erlendra blaða og fréttastofa. Vorum við Bald- ur saman marga vökunóttina, og var þá gott næði til þess að skrafa um beima og geima. Rúm leyfir eigi að minnast Baldurs heitins og starfs hans fyrir Vísi nánara, en eg hygg að hann liafi unnið blaðinu hið mesla gagn, aukið vinsældir þess og úlit sem, sannorðs, vand- aðs fréttablaðs. Verður starf slikra manna sem Baldurs heit- ins aldrei metið um of. Eins og vikið var að hér að framan var eg farinn að stunda ihlaupavinnu við Vísi, þegar Páll Steingrímsson gerðist rit- stjóri blaðsins. Atvikaðist þann- ig, að eg var að vinna með Baldri þann daginn, senx Páll tók við, og hófst þá í rauninni margra ára samstarf okkar Páls, þótt eg væri ekki orðinn fastur starfsmaður Vísis þá. Páll var lengur ritstjóri Vísis PÉTUR BENEDIKTSSQN var um nokkurra ára skeiö bla'öai maður við Visir; ýmist sem fast- ur starfsmaður eða sem „hjálp í viðlögum." en nokkur annar. Hann lét af störfum sínum í pósthúsinu til þess að taka við Vísi. Eg hefi aldrei spurt Pál eða aðra um, tildrög þess, að hann gierðist ritstjóri Vísis, ,en eg hefi talið víst, að miklu liafi um ráðið löngun til ritstarfa og áhugi fyrir þjóðmálum, en vafalaust mun haiin og liafa verið orðinn þreyttur á störfunum í póstliús- inu, sein voru illa launuð og bindandi, en hin. nýju störf frjálslegri og Páli betur að skapi. Samvinna okkar Páls var alla tíð hin besta, ekki síður en samstarf okkar Baldurs, og þeg- ar Baldur var fallinn frá tók Páll mig í hans stað. Lagði Páll alla tíð mikið á sig fyrir blaðið og vildi efla gengi þess á allan hált. Kom fram i því starfi öllu, að hann var þrekmaður að upp- lagi og þrautseigur, og mun sist of mælt, að hann liafi helgað blaðinu alla krafta sína, meðan hann var ritstjóri þess, og inti hann mikið starf af liöndum fyrir það, þrátt fyrir langvinn veikindi og erfið, svo að i raun- inni mátti segja, að hann gengi sjaldan heill til skógar. Páll skrifaði alia tíð mikið í blaðið, um margskonar efni, um stjórn- mál og bæjarmál og önnur mál, sem á döfinni voru, ævi- minningar, greinir bókmenta- legs efnis o. m. fl. Er Páll með ritfærustu mönnum, sem nú eru uppi á landi voru, og vand- aði hann ávalt mál sitt hið besta. Var hann svo gagnrýninn á sjálfs sín verk, að liann breytti iðulega í próförk, er honum þótti sýnt að betur færi, þótt í rauninni hefði verið þannig frá gengið, að óaðfinnanlegt virtist. Af greinum Páls eru mér minn- isstæðastar sumar æviminning- ar hans og greinar bókmenta- legs efnis. í stjórnmálastríðinu var liann tíðum þar, sem bar- daginn var harðastur og greidd eru þung högg og stór af beggja hálfu. Páll lagði einnig til mikið efni í Sunnudagsblað Vísis og jóla- blöðin, frumsamdar sögur, greinir um þjóðlegan fróðleik o. m. fl. Siðan er Páll liætti rit- stjórninni áefir bann látið blað- inu i té nokkrar greinir, aðal- lega æviminningar og greinir bókméntalegs efnjs. Hér skal því svo við bætt, að enn er ótaíinn sá maðurinn, sem, síst ber að gleyma, og markað hefir stefnu blaðsins öll jiessi ár, en það er Jakob Möller ráð- herra, sem allan þann tíma, sem að framan er um gelið og þar til er hann varð fjármálaráð- herra, skrífaði ritstjórnargrein- ar blaðsins. Þau störf eru svo kunn, að eigi er þörf að ræða, en eg vildi þó mega skjóta því inn í, að allar greinir Jakobs MöIIérs hafa verið skrifaðar á lipru og léttu máh, og eiga því allir þeir starfsmenn blaðsins, sem eg'hefi hér um rætt, það lof skilið, að þeir hafa verið sam- hendir um að vanda sem best til blaðsins. Þeir vildu allir, að það væri vandað blað að efni og frágangi, sannort fréttablað og álirifamikið á þjóðmálasviðinu. Það var alla tíð lögð mikil á- liersla á málvöndun, á því tíma- bih, sem hér um ræðir, og hygg eg, að ekkert íslenskt blað hafi gætt betur skyldu sinnar í þessu efni en Visir. Hins er að geta, að með breyttum tímum liefir reynst erfiðara að rækja þessar skyldur en áður var, vegna þess, að í nútíma blaðamensku verð- ur oft að hafa svo hraðan á, að nægur tími gefst elcki til yfir- lestuns |Og lagfæringar, þegar betur mætti fara. Hafa og blöð og útvarp sætt nokkurri gagn- rýni i seinni tíð af liálfu mál- vöndunarmanna, sem — a. m. k. sumir hverjir — „syndga“ þó eins og við blaðamenn og Áréttaritarar, jafnvel í aðfinslu- greinum við störf okkar, að- finslugreinum, sem þeir gátu legið yfir og vandað i næði. En öllum ber saman um, að skylt sé að vanda málið svo sem frek- ast er unt. En um þetta skal eigi fjölyrt að þessu simli. Við lifum nú á þeim tíma, er alt er tíðari breytingum undir- orpið en áður var. Dagblöðin, eins og önnur fyrirtæki, verða að tjylgjást með tímanum — þau verða að vera vel á verði og beita áhrifum sínum til þess, að á öllum sviðum sé stefnt í rétta átt. Þau eiga að beina liingað hollum straumum ,er- lendis frá, en bægja öðrum frá, og þau verða að vera tengd traustum taugum við almenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.