Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 18

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 18
18 VlSIR §. ÞEGAR ARNE BORG Arne Borg. boð viiiar síns, þá þótli honum það skemtilegra og mat það meira en að setja lieimsmet. I þau skifti, sem Arne Borg mætti, var liann ekki altaf vel fyrirkallaður. Hann var góður knattspyrnumaður, og það gat auðveldlega komið fyrir, að hann kepti fyrir félagið sitt í knattspyrnu síðustu klukku- stundina áður en liann ætlaði að hæla heimsmetið sitt. Hann gleymdi sér í liita og ákefð kappleiksins og kom sem lurk- um laminn á sundmótið. Ár- angurinn, sem þessi heimsfrægi sundgarpur náði þá, varð blátt áfram til athlægis, bæði utan FÓR TIL manns, og það þeim mun frem- ur sem hann hafði sátt að mæla. —- Það, sem hann sagði, var óhrekjanlegt. Svo var það dag nokkurn að Arne Borg fékk bréf frá her- stjórn lieimalandsins um að gegna lierþjónustu og uppfylla hernaðarlegar skyldur sínar við föðurlandið. ASTRALÍU EFTIR ÞORSTEIN JÓSEPSSON Þegar íslenskir sundknattleiksmenn keptu á móti Sví- um á Ólympíuleikunum síðustu, sat snyrtilegur, Ijóshærður maður á áhorfendapöllunum og brosti að yfirburðum Sví- anna, en lét sig þennan leilc að öðru leyti eklci miklu skifta. Þessi maður var þjálfari sænsku sundmannanna og hét Arne Borg. Hver einasti maður, sem fylgst hefir með afrekum er- lendra sundgarpa, mun kannast við þetta nafn. Og maður kannast við það fyrir þá sök, að Arne Borg var um eitt slceið frægasti sundmaður jarðarinnar — jafn frægur sund- maður sem Nurmi var frægur fyrir hlaup —, en hann var jafnframt einhver kærulausasti íþróttamaður og dutlunga- fylsti, sem sögur fara af. Það má vel vera, að sögurnar af Arne Borg séu að einhverju leyti ýktar og að nokkru leyti uppspunnar. Það verða óumflýjanleg örlög frægra manna, að um þá mynd- ast sanriar og lognar sögur — stundum tröllasögur. Oftast nær liggur samt einhver sannleikur á' bak við þær. Eg hefi hripað upp nokkurar af þeim sögum, sem ganga um Arne Borg, bæði í Svíþjóð og annarstaðar í heiminum, þar sem Arne er kunnur sem iþróttamaður eða persónuleiki. Arne Borg var sérvitringur. Hann þræddi sínar eigin göt- ur og tók ekki annað til greina en sína eigin dutlunga. Og dutlungarnir voru margir og óútreiknanlegir, en samt var kæruleysið enn ríkari þáttur í eðli hans og framkomu. Þetta varð stundum til óþæginda, jafnvel til alvarlegra árekslra milli hans og stjórna íþrótta- félaga og -sambanda, en gagn- vart einstaklingum var Arne prúðmenskan sjálf og hvers manns hugljúfi. Um það leyti, sem Arne Borg var á hátindi frægðar sinnar, sóttust sænsk sund- og íþrótta- félög mjög um það, að stofna til sundmóta, þar sem Arne Borg væri þátttakandi. Helst vildu mótanefndirnar fá leyfi hjá honum til að auglýsa, að hann ætlaði sér að bæta göm- ul met, jafnvel að setja ný heimsmet. Jú, Arne Borg var prúð- menskan sjálf. Hann hélt, að félögin mættu auglýsa hvað sem þau vildu, og vildi alt fyr- ir þau gera. í blöðunum birtust heilsíðu- auglýsingar. Þar stóð, að sund- garpurinn Arne Borg ætlaði að gera tilraun til að setja nýtt heimsmet á ákveðnum degi og ákveðinni stundu, og blöðin tiltóku þetta alt nánar. Þetta varð að vísu til þess, að hvert einasta sæti varð full- skipað og félögin rökuðu sam- an peningum. En flest þessara móta höfðu þánn leiða ágalla, að það vantaði á þau einn ó- missandi mann, og þessi ómiss- andi maður var höfuðpaurinn sjálfur — Arne Borg. Arne var samkvæmismaður, og væri honum boðið á dansleik eða í brúðkaupsveislu eða afmælis- og innan endimarka heima- landsins. Þetta framferði Arne Borgs vakti regin hneyksli i Svíþjóð. Þjálfarar, dómarar, forstöðu- menn sundmótanna og blaða- menn gátu ekki orða bundist og lieltu skömmum og sví- virðingum yfir þetta dæma- lausa framferði sundgarpsins. Þeir sögðu, að með þessu móti yrði Arne sér til ævarandi skammar, en það væri ekki það versta: þetta væri óíþrótta- mannslegt og það væri álits- hnekkir fyrir sænska íþrótta- menn og sænsku þjóðina í heild. Arne las og las. Hann safn- aði úrklippum af öllum þess- um skömmum um sig og límdi þær inn í bók. Bókin þyknaði með hverjmn dégi og þegar ekki komst meira í hana, svar- aði Arne Borg fyrir sig i einni stuttri blaðagrein. Svar hans var aðallega fólgið 1 fyrir- spurn, sem hann gerði til þess- ara manna, þar sem hann spyr þá, hvort hann liafi nokkuru sinni ráðið sig sem metavél í þágu sænsku þjóðarinnar. Sjálfur segist Arne Borg ekki vita til að svo sé, og hann seg- ir að sér sé heldur ekki kunn- ugt um það, að sænskir íþrótta- frömuðir eða blaðamenn hafi minstu vitund yfir sér að segja. Hann segist vera þeirrar skoð- unar, að liann sé sjálfráður gerða sinna, hann sé sjálfráð- ur Ipvenær hann setji met og hvenær ekki, og loks, að það sé sitt’ að dæma um það, í hvaða skyni hann iðki iþróttir. Arne Borg var óbetranleg sál. Svíarnir stóðu orðlausir af undrun yfir ósvífni þessa Arne hafði ímugust á öllum skyldum, en alveg sérstaklega á herskyldu. Það starf var ó- mannúðlegt í lians augum, og óskemtilegt hlaut það lika að vera. Daginn, sem Arne Borg skyldi mæta í herþjónustu, livarf hann skyndilega, og eng- inn vissi hvert. Viku seinna bárust símskeyti heim til Svi- þjóðar um glæsilega sigra, sem sundgarpurinn Arne Borg hafði hlolið suður á Spáni. Af tvennu illu, sagði hann, væri betra að setja ný heimsmet suður á Spáni en læra mann- dráp heima i Sviþjóð. Þegar Arne kom heim til ættjarðarinnar aftur biðu hans handjárn og fangelsi. Hann hafði brotið sænsk herlög og við því var fangelsishegning. Hann hafði ratað i ný æfintýri á suðurgöngu sinni, hann hafði svalað útþrá sinni og hann hafði drukkið í sig eld og á- striðumagn hins spanska þjóð- lífs. Hann lifði i endurminn- ingum um þessa fögru daga á meðan hann var í steininum; og sjálf dvölin þar var ekki annað en æfintýri, sérstætt og frábrugðið öllum öðr- um. Um þessar mundir bárust þau tíðindi sunnan frá Ástr- alíu, að þar væri kominn fram drenghnokki, 15 eða 16 ára að aldri, sem setti sundmet sér til dægrastyttingar. Og þessi met voru svo ískyggilega nálægt heimsmetum Arne Borgs, að sundsambandið sænska sá sér ekki annan lcost vænni, til að bjarga heiðri þjóðar sinnar, en senda Arne suður til Ástralíu, svo heimurinn gæti séð það svart á hvítu, að Svíar ættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.