Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 35

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 35
VlSIR 35 dregið hann upp. — „Ljóta draslið“, segir Steían nú, er hann segir mér söguna, og augun tindra við endurminninguna. Furðu lítið blotnar Stefán við dýfu þessai; er liann í yfir- höfn góðri, sem tekur við krapinu, það er liún nær. Halda þeir félagar nú áfram um hríð neðan ásanna meðfram Bjalllandsá. Álíta þeir, að áttin sé norðan. Frostið er afarliart og veður eftir því. Eftir nokkra stund koma þeir i annað gil allmikið, og vita þeir þá ekki lengur fyrir víst, hvar þeir eru staddir, og kveður Stefán þá þegar, að nú þýði ekki að lialda lengra, og verði. þeir að grafa sig í fönn, þar sem lientast sé, og láta þar fyrirberast það, sem eftir er nætur. Finna þeir góðan stað, þar sem þeir geta grafið sig inn i fönn, þannig að það verður eins og liús. Þetta tekur þá langan tíma í bylnum og náttmyrkrinu. Stefán er lieldur ekkert á- fram um að húsið verði fljótt tilbúið, heldur að þeir hafi sem lengst eitthvað fyrir stafni. En að lokum ganga þeir inn og loka að mestu, en halda opnu gati til þess að geta fylgst með veðri og að þá fenni ekki i kaf. Ekki liafa þeir lengi verið i snjóhúsinu, þegar setur að þeim kulda, og vill Þorsteinn leggjast fyrir og sofa. Stefán segir þá, að annaðhvort skuli þeir leggjast þar fyrir þegar, og sofna síðasta svefni eða berjast og halda i sér hita. Man hann nú eftir Hoffmannsdropunum og dreypa þeir á þeim öðru hvoru og verður gott af. Tekst þeim fyrir harðfylgi Stefáns að halda sér vakandi i snjóhúsinu alt til hádegis næsta dag, en þá rofar til um stund og kemur Stefán þá auga á hæsta tindinn á Hellisheiðarfjöll- um, milli Vopnafjarðar og Héraðs og kennir hann þegar. Treystist hann nú til að taka stefnu til hæja, og halda þeir þegar af stað. Föt þeirra* sem eru blaut, stokkfrjósa í einni svipan og verða þeir því stirðir til gangs. Vegurinn neðan fjallsins ligg- ur um skóglendi og laus fönnin fyllir kjarrið. Vart getur hugs- ast öllu verri vegur fyrir þá félaga í harðfrosnum fötunum. Skömmu fyrir myrkur koma þeir að Svínafelli í Hjalta- staðaþinghá. Verða þeir fegnir að ná til bæja, og biðjast gist- ingar. Er það að vísu falt, en aðkoma á bæ þenna er þeim félögum köld, svo þreyttum og þjökuðum, sem þeir eru, og er furðu lítið um þá sint. Ekkert eldfæri er til þess að ylja sér við eða þurka á föt. Ekkert fá þeir heitt að drekka, en inatur er borinn fram eftir langa liríð. Þá eru og föt þeirra tekin til þess að þurka þau. Er farið með fötin út i fjós og þau breidd á bölcin á kúnum til þerris! Þetta líst Stefáni afarilla á og kveður hest að fara frá þess- um bæ liið slcjótasta. Ákveður hann að fara að Kóreksstaða- gerði þá um kvöldið, til Halldórs bónda. Veit liann sér þar vísar góðar móttökur, Þar var og ágæt eldavél, sem gott var að þurka við föt. Að Kóreksstaðagerði koma þeir félagar á vökunni og er tekið tveim höndum. Eru þeir þar um nóttina í góðu yfirlæti. Morguninn eftir er enn sami bylur. Þorsteinn er lasinn og rís ekki úr rekkju. Ekki tjóar það, að Halldór bóndi vill halda Stefáni kyrrum. Snemma um daginn heldur hann af stað og fer sem leið liggur að bæ, sem heitir á Ósi, en skamt þaðan er lagt á fjallið. Veit Stefán, að þar sem lagt er á fjallið, eiga að vera vörð- ur nokkrar, en nú er svo dimt af byl og fönn svo djúp, að liann treystist ekki til að finna vörðurnar, en annarsstaðar er ekki fært upp. Fer hann nú og finnur Sigurð á Ósi, sem er að gefa í fjárhúsum, og biður um fylgd hans að vörðun- um. Tekur Sigurður því vel, en kveður þá fyrst muni koma heim og fá sér kaffi. Þekkist Stefán boð lians. En er þeir koma inn í bæ, aflæsir bóndi á eftir þeim með þeim ummæl- um, að fyrst Stefán sé ekki búinn að drepa sig, ætli liann ekki að bera ábyrgð á að hann geri það hér eftir. Verður Stefán að hýrast þar i koti hónda um nóttina, hvort sem hon- um likar betur eða ver. Næsta dag er Stefán snemma á fótum. Er þá sæmilegt veð- ur, en mikill snjor, Leggur hann nú leið sina skemstu leið yfir fjallið að Njarðvik; þar fær hann skiði, og verður ferð hans góð alla leið til Gríms einsetumanns i Breiðuvík, þann sama dag, en það var aðfangadagur jóla. GLEÐILEG JOL! SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. Matardeildin, Hafnarstræti. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Njálsgötu 87. Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Skólavörðustig 22. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár! * B. Cohen, Woollen Alerchant, 169 LORD STREET, FLEETWOOD, ENGLAND, óskar öllum vinum sínum og við- skiftamönnum gleðilegra jóla og góðs nýárs. Islendíngum er gefinn sérstakur 10% afsláttur af öllum kaupum í janúar n. k.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.