Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 19

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 19
VlSlR 19 A Frá einum kappleiknum, er Arne Borg sigraði i. Þúsundir áhoríenda voru í hvert sinn viðstaddir, þegar Arne kepti, því hann var ávalt reiðu- búinn a‘ð koma mönnum á óvart, annaðhvort með nýjum heimsmetum — eða þá óvæntum ósigrum. ennþá fljótasta sundmann jarðarinnar. Þann 18. nóv. 1923 var Arne sendur af stað suður til Ástra- líu. Hann fór þessa ferð af æf- intýraþrá og löngun til að sjá sig um i heiminum, en ekki til að geðjast sundsambandinu sænska né dagblaðinu „Dagens Nyheter", sem kostaði för hans að hálfu leyti. Skipið, sem sigldi með Arne Borg innanboitðs til liinnar fjarlægu heimsálfu hét S.s. Moldavia, lieljar skipsbákn, sem flutti auðkýfinga og fall- egar dætur þeirra austur um höf, þar sem þau nutu sumars á meðan veturinn ríkti á norð- urhveli jarðar. Arne var hálf einmana í þessum lióp. Hann vantaði nafn, eins og Englendingarnir kölluðu það. Þeir höfðu aldrei heyrt getið manns, sem kallaði sig bara Arne Borg — og rík- ur var hann auðsjáanlega ekki heldur. ! Það var ekki fyr en eiiihvers- staðar suður í Miðjarðarhafs- löndum, þar sem S.s. Moldavia kom í höfn, að farþegarnir lásu margra dálka greinar í dag- blöðunum, um frægasta 'sund- mann jarðarinnar, sem væri farþegi á S.s. Moldavia. Þetta var stórkostleg upp- götvun. Augu ungu stúlknanna, og pyngjur auðkýfinganna opnuðust i einni svi])an fyrir þessum glæsilega en lilédræga íþróttamanni. Nótt eftir nótt sat Arne i veislum, sem riku jnennirnir héldu honum til heiðurs. Hann drakk kampavín og dansaði i fanginu á fögrum konum. Nú var tilveran orðin einhvers virði í augum Arne Borg. Hann gleymdi bara einu veigamiklu atriði — erindinu til Ástraliu. Arne hinn sænski var blá- eygur, ljós — og hrokkinhærð- ur og dansaði með mjúkum, fj aðurmögnuðum hreyfingum, rétt eins og liann liefði aldrei gert neitt um æfina nema dansa.^Hann var eftirlætisgoð kvenfólksins og þess heitasta ósk var sú, að mega hvíla i faðminum á Arne Borg — helst fullum. Þann 5. desembermánaðar kom S.s. Moldavia til Port Said. I kringum skipið syntu negrar er sýndu sundlistir og köfuðu eftir myntum. Þá mundu ungu súlkurnar alt í einu eftir því, að meðal þeirra á þilfarinu stóð frægasti sundmaður jarðar og þær spurðu hver aðra að því, hvort hann myndi þora að synda á móti þessum eldfráu svertingjum. Þær fóru til Arne og báðu hann að reyna sig við þá. Hann afsagði það. „Þorið þér ekki?“ spurði ein- liver. Jú, Arne þorði að synda. En hann var skíthræddur við hákarla og kveið þeirri tilveru ákaflega, að lenda í hákarls- maga. Hann þorði samt ekki að láta þenna ótta sinn i ljós, lieldur klæddi sig úr og kast- aði sér tit sunds i liið grængol- andi haf. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir til að koma svertingjunum i skilning um, að iiann vildi þreyta við þá kappsund, tókst það ekki. Þeir skildu ekki Arne og vissu ekki hvað þessi hviti fugl var að erinda niður í sjó- inn til þeirra. Þá fann Arne Borg upp á- gætt ráð. Hann kaffærði einn svertingjann og hélt honum í kafi eins lengi og hann þorði. Þetta dugði. Þegar svertingjan- um skaut upp, var hann úttútn- aður af reiði. Hann kallaði á félaga sína sér til hjálpar og nú hófst hamslaus og látlaus eltingarleikur alt í kringum skipið. En Svíinn smaug altaf undan, og fallegu konurnar á þilfarinu klöppuðu lionum ó- spart lof i lófa, á meðan hann lék sér að svertingjunum cins og köttur í kringum mýs. Það, sem Arne sjálfuin fanst mest um vert var, að það gleypti hann ekki neinn hákarl. — Heiðri hans var horgið og hann var eftir sem áður hinn dáði dýrlingur allra farþega á S.s. Moldavia. Á eynni Ceylon uppgötvar Árni i bænum Colombo litla sundhöll, og þar æfir hann sig. Sundhallarforstjórinn var mesti sundgarpur eyjar- skeggja; liann rekur upp stór augu, þegar hann sér þenna sel, sem þýtur eins og örskot gegn'- um laugina, og honum kemur strax til hugar, að við þennan dóna þurfi liann að reyna sig. Hann fer til Arne og spyr hann að því hvort liann vilji þreyta við sig sund. Arne er fús til þess og þeir reyna með sér. En enda þótt að Arne synti síðasta fjórðung leiðarinnar með fótunum ein- um, verður hann samt spotta- korn á undan. Þá varð sá inn- fæddi fyrst undrandi fyrir al- vöru. „Þér kunnið að synda,“ sagði liann fullur aðdáunar, þegar hann var búinn að kasta mestu mæðinni. „Hvaðan eruð þér?“ „Frá Svíþjóð,“ svaraði Arne. „Jú, það er landið þarna norður við heimsskaut, þar sem Arne Borg á heima.“ „Alveg rétt.“ „Hafið þér aldrei kept við hann?“ „Nei.“ „En samt tekið þátt í kepni?“ „Jú,“ Arne har ekki á móti þvi. „Og máske hlotið verðlaun?“ Því gat Arne heldur ekki neitað. Þegar þeir skildu, bað sund- hallarforstjórinn hann að skrifa nafnið sitl og heimilis- fang i vasabókina sina. Hann sagði, að sig langaði til að eiga rithönd einhvers manns frá íandi Arne Boi*g, það var mað- urinn, sem hann kvaðst dá mest allra jarðarbúa. Arne Borg skrifaði nafnið sitt og heimilisfang í vasabók- ina, og hann bælli því við til gamans, að hann væri metliafi sjö heimsmeta í sundi. Sundhallarforstjórinn gapli, liann stamaði eitthvað, sem ekki skildist, og starði eins og tröll á heiðrikju á þenna ítur- vaxna Svía. En um borð i S.s. Moldavia var dansleikur að byrja. Arne þurfti að flýta sér og þess vegna kvaddi hann í skyndi og fór. Dansleikurinn var skemtileg- ur og konurnar broslu, en samt var Arne áhyggjufullur þetta kvöld. Áhyggjurnar vöknuðu i sundhöllinni um daginn og hann gat einhvern veginn ekki vikið þeim á hrott. Hann liafði fundið það í sundhöllinni, að þrátt fyrir yfirburði sína yfir svertingjunum i Port Said og sundhallarforstjóranum á Col- ombo, var þó eitthvað öðru vísi en það átti að vera. Það var eitthvað í ólagi, — og Arne fann að sig skorti liina léttu leikni, sem var honum annars eiginleg. Þegar dansleikurinn var bú- inn um kvöldið, laumaðist Arne niður i baðklefa og klæddi sig úr hverri spjör. Ilann gerði það ekki í þeim til- gangi, að iðka skriðshnd í bað- kerinu, heldur var i einu horni baðldefans vog, og þangað stefndi Arne Borg rakleitt, án þess að líta til hægri eða vinstri. Ilann sté upp á vogina og honum brá. Ilann hafði þyngst á leiðinni um 8 kíló. Arne Borg er fagnað — eftir nýafstaðinn glæsilegan sigúr með heimsmetsárangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.