Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 14
14 VÍSIR SAGA FRA HALSNESI fyr en hann mætti gömlum vini, hermanninum von Örne- clou. Og von Örneclou, sem ferðaðist um alt árið og þekti livern einasta bóndabæ í Vermalandi, ga'f hoinum gotl ráð: „Farðu að Hálsnesi og lieilsaðu upp á Vestblað fána- junkara," sagði hann við of- urstann; „þú getur reitl þig á það, vinur, að ég þekki engan EFTIR SELMU LAGERLÖF Einliversstaðar út með veg- inum var fyrrum gamall bóndabær sem hét Hálsnes. Skógarjaðarinn lá fast upp að bænum, sem var rauðmál- aður með lágum veggjum. Við hliðina á íbúðarhúsinu greri stór heggur og af honum hrundu svört ber niður á þak- ið, sem var úr rauðum skíf- um, en undir sérstöku þaki á peningshúsagaflinum iiékk stóreflis bjalla. Rétt fyrir utan eldhúsdyrn- ar hékk dúfnahús, með fallegu skrauti í kringum flugopið, en utan á skrifstofuveggnum hékk íkornabúr með stóru stálvírs- skjóli handa íkornunum til að leika sér að; og undir stóra sýrenugerðinu var heil röð af barkþöktum bíkúpum. Til bæjarins heyrði lítill stöðupollur fullur af fiski og froskum og við hliðið heim að bænum stóð hundahús. Við trjágöngin út að matjurtagarð- inum voru snjóhvítar grindur í hliðinu. Uppi á lianabjálkaloíti voru geymdir æfagamlir hermanna- búningar og hundrað ára gamlir kvenhattar — og þar voru kistur fullar af silkisjöl- um og slaghörpur, fiðlur, gít- arar og blásturshljóðfæri. Handskrifuð kvæði og nótur og gömul, gulnuð bréf lágu á hillum í skápunum, en á veggj- unum í anddyrinu héngu gamlar veiðibyssur, skamm- byssur og veiðitöskur úr leðri og á gólfinu voru ábreiður, ofnar úr gömlum silkiklæðum og útslitnum gluggatjöldum. Yfir anddyrinu var stór kvistur og á því voru stórar gular hurðir, senj var lokað með klinku og slagbrandi. Á gólfið var stráð einihrísi og i gluggunum voru margar smá- ar rúður. Eitt sumar kom gamli of- urstinn, hann Beerencreutz, einmitt á þennan bæ. Það hlýt- ur að liafa verið rétt á eftir að liann hafði flutt frá Eika- hæ. Um það leyti hafði liann fengið leigt húsnæði á göml- um bóndabæ í Svartsjö og það bar sjaldan við, að hann færi í ferðalag. Hestinn og litla vagninn átti hann að vísu enn þá, en þeir fengu að hvila sig meiri hluta ársins. Hann sagði altaf að nú væri hann farinn að eldast fyrir alvöru og að gömlu fólki hentaði best að vera heima. Beerenciyeulz átti líka erfitt með að fara frá verkinu, sem hann hafði sett sér fyrir. Hann var sem sé að vefa ábreiður í herbergin sín tvö, stórar, marglitar áhreiður með marg- hrotnu furðulegu skrauti. Þetta tók óhemju tíma, fyrst og fremst af því, að hann óf þær upp á\sinn eigin máta. Ilann notaði sem sé engan vefstól, en þandi garnið þvers yfir ann- að herbergið, milli veggjanna. Þetta gerði hann til að geta séð alla ábreiðuna i einu — en að þeyta skyttunni og slá vefinn, það var engan veginn létt verk. Og svo var það skrautið, sem hann liugsaði út sjálfur og litirnir, sem þurfti að stilla saman. Þetta tók of- urstann lengri tíma en nokkur skyldi trúa. Á meðan Beerencreutz var að vinna að því, að fá mynd- ina á ábreiðunni lil að koma út eins og hann vildi, þá sat hann oft og hugsaði um Guð, sinn Herra. Hann myndi víst sitja við stærri vefstól og hann liefði sjálfsagt undursamlegri myndir til að vefa eftir. Og of- urstanum var ljóst, að það myndu vera bæði ljósir og dökkir litir í þeirri ábreiðu, til þess að hún fengi að njóta sín. Beerencreutz sat stundum svo lengi og hugsaði um þetta, að honum fanst, að hann sæi sina eigin æfi, og æfi þeirra manna, sem hann hafði þekt, mynda dálítinn hluta af hinni miklu ábreiðu Guðs og hann sá þenn- an hluta svo greinilega, að hann sá bæði liti og línur. Og ef maður lxefði spurt Beeren- creutz ítarlega um þetta, þá hefði hann orðið að viður- kenna, að hann var að vefa sína eigin æfi og æfi vina sinna i ábreiðuna — þó það væri nú aðeins^ f atækleg eftirlíking af þeim myndum, sem liann hafði séð i hinni miklu voð himnaföðursins. En þó að ofurstinn ætti nú svona annríkt, þá var hann vanur að fara í smávegis ferða- lag til gamalla vina á liverju ári þegar sumri tók að halla. Af gömlum vana þótti honum best að ferðast um landið um það leyti; á meðan smárinn angaði á engjunum og hin hláu og gulu blóm stóðu meðfram þjóðveginum i tveim löngum óslitnum röðum. í þetta sinn liafði ofurstinn varla komist út á þjóðveginn, bæ í öllu Vermalandi, þar sem ég þrífst betur.“ „Hvaða Vestblað ertu að tala um,“ sagði ofurstinn, „þú meinar þó ekki vitlausa fána- junkarann, sem majórsfrúin á Eikabæ rak í burtu?“ „Jú, einmitt; hann er það, sem ég á við,“ sagði Örneclou, „en hann er ekki sá sami, sem hann var áður. Hann er nii giftur fínni fröken, reglulega duglegum og ágætum kven- manni, sem hefir gert mann úr honum. Það var óvænt gæfa -r- og lieppni fyrir Vestblað, að slík ágætiskona skyldi verða lirifin af honum. Hún var að vísu lcomin af æskuárunum — en Vestblað var nú ekki ung- ur heldur. — Þú ættir, vinur, að fara að Hálsnesi og sjá þar ^iraftaverk ástarinnar.“ Og svo fór ofurstinn að Háls- nesi, til að komast að raun um hvort von Örneclou hefði sagt satf. Hann hafði oft furðað sig á því, hvað hefði orðið af Vesl- hlað. í æsku hafði hann verið svo mikill óróaseggur, að ekki einu sinni majórsfrúin á Eika- hæ gat ráðið neitt við hann. Hún gat ekki haft hann á Eika- bæ nema um tveggja ára skeið, en svo neyddist hún til að reka liann burtu. Vestblað liafði ver- ið svo drykkfeldur, að enginn af kavalerunum vildi eiga neitt saman við hann að sælda. Og. nú uppástóð Örneclou, að hann væri orðinn jarðeigandi og væri kvæntur mentaðri og ágætri konu. — Svo fór ofurstinn að Háls- nesi og sá undir eins, að þetta var reglulega gamall herra- garður. Hann sá það undir eins á hirkitrjágöngunum, með innskornu nöfnunum á hinum háu, greinóttu trjám. Aldrei hafði hann séð slík tré, nema á gömlum og virðulegum stöð- um. Ofurstinn ók í hægðum sinum heim að bænum og með hverju augnabliki sem leið varð liann ánægðari. Þarna voru lindi- gerði af hinni réttu tegund, svo þétt, að það liefði mátt ganga ofan á þeim, og þarna voru steinþrep svo gömul, að það var eins og þau væru grafin niður í jörðina. Þegar ofurstinn ók fram hjá stöðupollinum, þá gat hann greint svarta hakugga í hinu gulleita vatni. Dúfurnar flugu með snörpum vængjatökum upp af veginum, íkorninn stöðvaðist í vírhjólinu sínu, hlekkjahundurinn lá kyr með nefið á frarplöppunum og urr- aði, en dinglaði rófunni uin leið. Uppi við anddyrið sá ofurst- inn mauraþúfu, þar sem maur- arnir fóru leiðar sinnar fram og aflur, án þess að verða fyr- ir nokkru ónæði. Og hann horfði á blómin i grasinu. Þarna uxu allar gömlu tegund- irnar; páskalilja, morgun- stjarna, þaldaukur og liin sí- græna vinca. Og i túiijaðrin- um uxu litlir hvítir bellisar, sem voru komnir svo til ára sinna, að þeir sáðu sér sjálf- ir og voru kallaðir illgresi. Beerencreutz dáðist að þessu öllu. Þetta var reglulegur herragarður. Hér hlutu jurtir, dýr og menn að þrifast upp á sitt allra besta. Þegar liann, loksins, var kominn heim að aðaldyrunum, þá var tekið eins vel á móti honum og liann gat óskað sér, og undir eins og hann hafði hurstað ferðarykið af sér, var maturinn til. Og þar var á borðinu mikið af góðum gam- aldags mat og seinni rétturinn voru „kramarhús“, alveg eins og móðir hans hafði verið vön að gefa honum, þegar hann kom heim í jólafríið, úr skól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.