Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 25

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 25
VlSIR 25 H- T S> Hjörtur Halldórsson: Hjörtur Halldórsson ,er meðal hinna yngstu rithöfunda vorra. Hann er fæddur 1908, lauk stúdentsprófi og hefir dvalið langvistum í Dan- mörku. f Vínarborg var hann um eins árs skeið og loks ferðaðist hann í fyrra um Bandaríkin. — Fjölmargar sögur hafa birst eftir Hjört í Norðurlandablöðum og tímaritum, einkum dönskum, ennfrem- ur í þýskum og svissneskum tímaritum. Nokkur útvarpserindi flutti hann, á þýsku í útvarpið í Vínarborg árið 1935. — Hér heima hefir komið út smásögusafnið „Hraun og malbik“ (1936), en margar smá- sögur aðrar hafa birst eftir Hjört í íslenskum blöðum, þ. á m, í Sunnudagsblaði Vísis. SJÁLFS SÍN / AÐ er nú tiægrá sagt en gert, að eiga alt í einu að fara að verða sjálfum sér ráðandi um sjötugt, þegar maður hefir verið kúskaður nótt og nýtan dag í nærfelt fimmtíu ár. Þá getur það vafist fyrir manni, að gerast húsbóndi á sinu heimili og liæstráðandi til sjós og lands, þ.e.a.s. yfir kettinum og kúnni og sex rollu- skjátum, sem ganga í fjörunni frá sumarmálum til jóla — og sjálfum sér, sem er hið erfið- ast af öllu. Nei, Pétur gamli i Efstahúsi fann ekki til neinnar upplyft- ingar i hjarta sínu við það, að vérða sjálfs sin lierra einung- is til upplausnar og efa. Það var auðn í kringum hann og innan í lionum og alls- staðar, og það var eins og tilveran liefði týnt öllum rökum og raungildi. Það var nefnilega svo langt síðan að hann hafði lagt henni nokkra aðra merkingu en þá, að fram- fylgja óskum og ákvörðunum Jóku konu sinnar til liins ýtr- asta, og það hafði smátt og smátt orðið honum jafn eðlileg- -----og það hafði smátt og smátt orðiSi'honum jafn eðlilegur hlut- ur, eins og aö hleypa kettinum út á kvöldin 0g signa sig átSur en hann fór í hreina skyrtu. ur og sjálfsagður hlutur, eins og að hleypa kettinum út á kvöldin og signa sig áður en hann fór í hreina skyrtu. Pétur var ódrottnunargjarn með af- brigðum og laus við nlla bylt- ingarnáttúru. En Jóka liafði þá lika annast lilutverk yfirboðarans með hæfileikum og dugnaði, sem gáfu lilýðnisgáfu Péturs að sínu leyti ekkert eftir. Þegar hún birtist í dyragætt- inni á Efstahúsi og sneri sér að rollunum niðri i fjörunni — púdda-púdda-púdd galaði hún með skerandi þjalarhljóði, — þá komu þær strax röltandi og jarmandi allar sex, og fengu saltsíld og súrsuð fiskbein. Eða þegar hún að kvöldlagi ávarp- aði kúna uppi í liliðinni með ýlfrandi gælutónum — kuss- kuss-Branda-kuss, þá brást ekki svarið. — Möö-öh — sagði Branda, hlítt og innilega og lall- aði af stað heim, þvi hún var góðlynd og eftirlát kýr, og kunni skömmum Jóku jafn illa og Pétur. Og kæmi það fyrir, að Jóka hreytti út úr sér ónot- um, þó hengdi hún kþllóttan hausinn, og stóru, svörtu augun fyltust bljúgri iðrun og undir- gefni. Gagnvart Pétri voru aftur á móti ekki viðhafðir neinir tón- listartöfrar. Þá var rómurinn einna likaslur þeim, sem liðs- foringjar temja sér i heræfir^- um og áhlaupum, og skírskot- aði beint til hlýðnisgáfunnar. Og ef henni fanst hann drolla íof lengi niðri í kaupstaðnum eða annarsstaðar, þar sem hann var úr kallfæri, þá hengdi liún bara gamla, rauða milli- pilsið sitt á brunnvinduna, og' allir vissu hvað það þýddi. Það kom oft fyrir, að Pétur fékk íhlaupavinnu í kaupstaðn- um, í pakkhúsunum eða við bátana, en um það var einnig við Jóku að eága, Samkiyæmt geðslagi sínu og öllu innræti tók hún nánast fjandsamlega af- stöðu gagnvart nábúum sínum yfirleitt, og lá ávalt i beinum ófriði við einlivern af „kaup- staðarpakkinu“, eins og hún orðaði það, og þá kom ekki til mála að Pétur fengi að vinna fyrir það „liyslu“, tsem Jóku þóknaðist að fjandskapast við þá stundina. Pétur þorði þvi aldrei að takast neitt á hendur, án þess að leita leyfis Jóku fyrst og fá yfirlýsingu hennar um að viðkomandi væri i tölu hlut- lausra ríkja. Það var því venju- legast, að menn sneru sér beint til Jóku, ef á Pétri þurfti að halda, enda kunni hún þvi best. Bestu stundir Péturs voru þær, þegar hann gat skroppið til að heimsækja fornvin sinn, Jónka Jaklv, í beituskúrnum, og hjálpa honum við að gera að netum og færum og beita lóð- irnar. Þá gat hann sagt yngri mönnunum frá liðnum dögum, þegar þeir lágu á opnum áttær- ingum úti við Andraskej- og drógu hákarl á þumlungsdigrar járnhneifar með dragúldið hrossaket og hvalgarnir í beitu. Það var harður leikur fyrir hrausta karla. Skræfum og löð- urmennum var ekki vært á þeim miðum — eða þá lyktin, piltar! Þeir, sem ekki voru gamlir í stríðinu, tóku fyrir nef- ið á stundum! Hojá! Þessar frásagnir voru balsam fyrir hjartað. Karlmenska og harðfylgi æskuáranna rumsk- uðu á ný í brjósti hins kúgaða. Jafnvel gigtin slakaði á klónni um stund og Pétur varð beinni i baki. En hvað stoðaði það, þegar krakkaormarnir, sem- ó- látuðust fyrir utan, lustu upp ópum og óhljóðum: — Jóka flaggar! Jóka flagg- ar! Og það héldu þau áfram að æpa með fábjánalegum rím- klíningi: Jóka-póka flaggar-gaggar, flaggar-gaggar Jóka-póka!! Það þýddi, aðnúblaktigamla rauða og upplitaða millipils- ræksnið við hún á brunnstöng- inni á Efstaliúsi, eins og neyð- armerki skipbrotsmanna. Það i ..... 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.