Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 10

Vísir - 24.12.1940, Blaðsíða 10
10 VlSIR Gyí5a litla sagSi frá systur sinni, sem lægi í fótbroti og langaSi til aS reyna aö búa til blóm. vist aldrei til að eg búi til blóm eða annað til að selja í hús- um.“ „Þú ættir samt að föndra við eitthvað, svo að þér leiðist síð- ur,“ sagði mamma blíðlega og strauk þrútinn vanga Öldu. —-------Þótt Alda teldi það fráleitt, að hún gæfi sig að blómsturiðnaði í ágóðaskyni, varð henni þó þráfaldlega hugsað til þess, að ef henni tækist að búa til falleg blóm, gæti liún ef til vill komið þeim í j>eninga og lagt ofurlítinn skerf til jólagleðinnar heima. Eftir allmikil heilabrot ákvað hún að gera tilraun og Gyða litla systir hennar var send af stað til að kaupa sína ögnina af hverju, pappir, grænum blöðum og vír. --------Frú Rannveig, eig- andi blómavei’slunarinnar „Sólvangur“, raðaði skraut- kerum í sýningarskáp. Ebba Gran, norskur sérfræðingur i blómaskreytingu og blómagerð leiðbeindi búðarstúlkunni við að skreyta jólakörfur. Þær höfðu ánægju af vei’kinu, töl- uðu hátt og glaðlega saman, norsk og íslensk orð hljómuðu hvað innan um annað. Það var engin ös í búðinni svo snemma, dags, og því talsvert hægt að vinna með afgreiðslunni, enda margt aðkallandi. Inni i bak- herberginu gat að líta allskon- ar jólaskraut, fullgert eða á- hyrjað. Ennþá var ekki veru- leg sala á því, en það var nauð- synlegt, að setja kraft á franx- leiðslu þess áður en eftirspurn- in ykist. Verst vai*, að varla var liægt að bæta við stúlku, vegna þess, hve vinnuherberg- ið var lítið. Frú Rannveig ósk- aði þess, að hún þekti ein- hverja laghenta stúlku, sem gæti tekið vinnu heim til sín. Hún mundi þá láta Iiana fá verkefni og biðja Ebbu Gran að segja henni til. Vitanlega hefði verið hyggilegt af lxenrfi að taka lærling, meðan Ehba Gran var við verslunina, því að henni var ekki gi’unlausl um, að Soffia, búðarstúlkan, væri trúlofuð, og þá var hæp- ið, að verslunin nyti hennar lengi. Frúin sneri sér að búðai’- borðinu og ætlaði að fara að afgreiða litla telpu, en Soffía varð fljótari til. „Við seljum þau ekki,“ sagði hún við telpuna. „Hvað er hún að biðja um?“ spurði frúin. „Græn blöð.“ „Hvað ætlarðu að gera við græn blöð?“ Gyða iítla sagði frá systur sinni, sem lægi í fótbroti og langaði til að reyna að bxia til blóm. „Er það telpan, sem var ný- komin i búðina hjá Jóni & Co.? Hvernig líður henni, aumingj- anum?“ „Henni er að batna.“ „Það er gott. Eg lield, að eg verði að láta liana fá ögn af blöðum, og ef það er eitthvað fleira, sem hana vanhagar um í blómin sín. En það verður aldrei svo mikið, að hún geti keþt við okkur,“ sagði frúin í spaugi. -----— Þegar búið var að loka búðinni um kvöldið, kom Soffía til frú Rannveigar. Hún sat enn við vinnu sína i bak- hexJxerginu. Það leyndi sér ekki,að Soffiu var talsvert niðri f}TÍr. „Mér þykir réttara að segja þér frá því strax, frú Rann- veig, ef "það kæmi sér betur fyrir þig að vita það hcldur fyrr en sjðar, að eg geri ráð fyi’ir að hætta starfinu hér i vor.“ „Hvað erlu að segja,- Soffia min? Geturðu fengið af þér að yfirgefa mig? Þú ætlar auð- vitað að fara að gifta þig?“ „Já, Rannveig, og Svein lang- ar til að eg annist heimilið sjálf. Annars hefði eg ekkert haft á móti þvi að halda á- fram að vinna hjá þér, þó að eg væri gift.“ „Það er ekki nema eðlilegt, að hann langi til þess og á- nægjulegast fvrir sjálfa þig. En það verð tg að segja, að fyrir mig eru þeíita ekki góðar frétt- ir, það Vtírður vandfengin stúlka í þinn stað. En hvað er um það að fiala. Eg óska þér mnilega íil namingju, Soffía mín.“ — -------Fx'ú Rannveig var venju fremur þungbúin og á- hyggjufull á svipinn á leiðinni heim til sin þetta kvöld. Það var fyrirkvíðanlegt, að rnissa þær báðar, Ebbu og Soffíu. Einkum yrði það þó tilfinnan- legt með Soffíu, sem var öllu nákunnug, er að versluninni laut, og hafði oft veitt henni forstöðu dögum sainan, þegar Rannveig var fjarverandi. Hún gat ekki gefið sig óskipta við versluninni vegna heimilis síns, föðurlausu drengjanna sinna. Hún vissi það undur vel, að hún var þeim minna en þurf liefði að vera, störf hennar dreifðu um of orku hennar. Hún var orðin þreytt á öllum þeim vanda og vinnu, sem á liana lilóðst, og fann að svo búið mátti ekki standa. Hún hugleiddi þann möguleika, að taka sér verslunarfélaga, sem létti af henni störfum og á- hyggjum og tæki hlutdeild í ábyrgð og ágóða, en sá félagi, sem hún gerði sig fyllilega á- nægða með, yrði vandfundinn. og þar að auki langaði hana til að reka verslunina ein eins og óður. Það var enn ánægjulegra nú, eftir að hún hafði lært svo margt nýtt af Ebbu Gran. En gæti hún fengið góða og mynd- arlega konu, sem sæi samvisku- samlega um heimilið fyrir liana, væri miklu af henni létt. Hún þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur og umsvif vegna dag- legrar hússtjórnar, en gæti sint drengjunum sínum meira en áður. Þegar hún kom í námunda við heimili sitt, mintist hún þess, að stúlkan hennar átti fri. Hún roðnaði, svo mjög blygð- aðist hún sín fyrir að láta drengina sína bíða eftir kvöld- matnum, og ef til vill vantaði bæði mjólk og brauð. Hún flýtti sér inn í eldhúsið. Þar var eldri sonur hennar, Már, önnum kafinn við að búa út máltíð, tevatnið sauð. „Altaf ertu jafn hjálpsamur og vænn, vinurinn,“ sagði liún þakklát. „Hefirðu líka keypt það, sem vantaði?“ „Eg atliugaði það ekki nógu snemma, svo að eg varð að taka ítil lárfs,“ svaraði hann. Jú, jú, það var segin saga. Rannveigí blómabúðinni hagn- aðist á Vörunum, sem hún seldi, en það henti hana -að taka til láns hjá nágrönnunum, smjörklípu og brauðögn, svo að hún og drengirnir hennar fengju lífsnæringu. Nei, þetta dugði ekki, hún yrði að fá stúlku, sem ekki gleymdi því, seni hún átti að gera og liægt var að trúa fyrir heimiiiro Yngri drengurinn liennar, Óttar, lá á gólfinu í dagstof- unni og lék sér að járnbraut. „Var gaman í skólanum í dag?“ spurði mamma lians. „Já,“ svaraðí hann hiklaust, án þess að líta upp. Var það aðeins grunur henn- ar, að hann hefði roðnað og gæti ekki horft í augu iiennar? Hún tók liöfuð hans milli handa sinna og neyddi hann til að horfast í augu við sig. „Þú hefir ekki farið i skól- ann í dag.“ Þá gugnaði hann og jáíaði á sig sökina, orWði ekki að skrökva að henni mömmu sinni. Tak liennar mýktist, hún hallaði drengnum að brjosti sér. Fórst henni að ásalca hann? Hvers var að vænta, þegar liann skorti bæði aðhald og eftirlit? Rörn eru ekki fær um að stjórna sér sjálf. Ösk hennar eftir góðri hjálp á heimilið, varð að heitri bæn. Dyrabjallan hringdi. Már gegndi hringingunni og kallaði inn til ftiömmu sinnar: „Það er liérna lítil telpa að bjóða blóm til sölu. Ætlarðu að kaupa af henni?“ „Bjóða blóirf,“ tók Rannveig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.