Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 5

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ VlSIS 5 Hervarður hafði bú- iS svo sem bezt mátti vera um brúðurina, og nú sátu þau og röbbuðu saman. ar. Hún jafnaði sig nú fljótlega og hélt áfram athöfninni. — Ásamt brúðarmeyjunum rétti hún mönnum bikarana. Er að Hervarði kom ákvað hann að kanna hug hennar enn frekar. Önn- ur brúðarmeyjanna rétti honum bikarinn, en hann neitaði með hárri röddu að taka við honum nema úr hendi brúðarinnar. Allra athygli beindist að honum og menn tóku að æpa að honum ákúr- Ur vegna ókurteisi hans. Brúðurin gekk liinsvegar virðulega tii hans og rétti honum bikarinn. Hervarður tólc við bikarnum prúðmannlega og reyndi um leið að láta henni skiljast með augunum að engin væri ástæða til að ör- vænta. Augun tala oft orðum betur, og vesalings stúlkan hefh’ skilið til hlitar hvað hann var að fara. Hún gekk nær honum, dró gull af hendi sér og varpaði til hans. Hervarður efaðist ekki lengur og ákvað nú að láta skríða til skarar. Brúðurin varð hinsvegar að gefa á þessu einhverja slcýringu, ef einhver skyldi hafa séð það og mælti hún þvi hárri röddu og kvaðsl vilja veita farandmanni þess- um þær viðtökur er sæmdu Cornwallbúum. Allir klöppuðu iof i lófa að hirðskáldinu undanskildu. Það neitaði að slá hörpu sína meðan Hervarður væri þar nærri. Hervarður tók hana bros- andi, sló hörpuna af mikilli list og söng hina fegurstu söngva, en félagar hans þrír tóku undir að írskum sið. Lögin og söngurinn heilluðu alla, og klöppuðu menn ákaft lof í lófa, og var Hervarði látin i té gjöf, sem ætluð var bezta söngvaranum, — skikkja er brúðurin afhenti sjálf. Er svo tókst til hugkvæmdist Hervarði að bera fram þá erinda- gerð, sem vel gat orðið honum að fótakefli. Hann ávarpaði föður brúðarinnar, gat þess að honum væri um það vel kunnugt, að fjörutíu írskir fangar lægju nú niðri i dýflissu kastalans, og fór þess á leit að þeim yrði gefið frelsi að nýju i tilefni brúðkaups Þessa- , \\JC Lávarðurinn ygldist mjög á svip og lét brúnir síga, og duldist Hervarði ekki að hér hafði honum orðið svo á, að með öllu hafði hann nú glatað vinsemd þeirri, sem hann hafði áður unnið. Hann taldi því ráðlegast að fást ekki um þetta frekar og bíða ekki eftir svari. Gaf hann félögum sinum bendingu, þaflnig að þeir skyldu hverfa í hópinn og leita dyranna sem skjótast. Öllum varð þeim undankomu auðið. Lokaþáttur brúðkaupsins, sem var jafnfi’amt meginuppistaða þess, átti að fara fram daginn eftir, en þá skyldi brúðurinni fylgt í skrúðgöngu til hins nýja heimkynnis. Allt frá dagrenningu var múgur manns á strætunum, og allir vildu fá bezta stæðið til þess að sjá skrúðgönguna. Sveitafólk hafði komið úr öllu nágrenninu til þess að bera fram kveðjur og árnað- aróskir brúðurinni til handa. Útlendingarnir 4 höfðu ekki sézt eftir atburðinn í kastalan um, og menn liöfðu gleymt þeim að heita mátti. A tilsettri stundu voru hlið kastalahs opnuð. vængj unum slegið upp og varðmenn tóku sér þar stöðu. Fremst var farið með ættarmerki brúðar og brúðguma. Brúðurin sjálf var ímynd fegurðarinn- ar og í hinum skraut- legustu klæðum. Fað- ir hennar gekk við hlið hennar ánægður með hvernig komið var málum. Næst á eftir fóru ættingjai* i hóp, en óvenjuleg fylk- ing fór þar á eftir. Lávarðurinn hafði auðsjáanlega efnt til sigur- farar í rómverskum stíl og liafði svo fyrir mælt, að irsku fangarn- ir allir skyldu leiddir með i böndum. Öllum var starsýnt á fylk- ingu þessa, sem bar vott um völd og hroka lávarðarins, en Hervarð- ur hafði tekið sér stöðu við bugðu á veginum, sem brúðarfylgdin fór um. I námunda við hann höfðu félagar hans slegizt í hóp sveita- mannanna. Er brúðurin nálgaðist var einum áhorfandanum hrundið beint á lávarðinn og féllu þeir báðir við. Meðan þeir voru að brölta upp hófu sterkir armar brúðurina upp. Hervarður hélt henni það hátt á lofti að ldæði liennar skyldu ekki verða honum til tafar, og hljóp þvínæst með hana um strætin að stað þeim er hestur hans beið söðlaður. Skammri stundu síðar kváðu við hófaskellir á stein- um slrætisins, sem hljóðnuðu svo í fjarska. Upphlaup hafði orðið annarstaðar í fylkingunni og fólk þusti um óttaslegið og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þar áttu fé- lagar Hervarðar hlut að máli að skipun hans. Þeir höfðu ráðist að varðmönnum íranna, og hrópað jafnframt til þeirra á móðurmáli sinu, að i’yðjast á brott sem skjótast og dreifa sér. Þeir mættu óveruleg'ri mótstöðu, og er áhorfendurnir höfðu áttað sig á hverju fram fór voru þeir horfnir út i veður og vind. Yiti sinu fjær af bræði hélt lávarðurinn til kastala síns og bauð út öllum vopnfærum mönnum. Hestar allir, sem völ var. á, voru söðlaðir í skyndi, og þeim því næst lileypt svo hart sem mátti til þess að bjarga hinni brottnumdu brúður, og ná böðli hennar dauðum eða lifandi. Leitað var í skógum og hæðurn i öllu ná- grenni, en árangurslaust. Cti við sjóndeildarhringinn mátti sjá segl á skipi er byrinn þandi, en blár og heiður liiminn hvolfdist yfir. Það rumdi i rám og reiða en báturinn stefndi til írlandssunds. í skinnum og púð- um i skutnum hvíldi horfna brúðurin, sem ennþá bar brúðar- skart sitt, föl af geðshræringu vegna atburðanna, en yfir sig hamingjusöm. Hervarður hafði gert henni allt til þæginda vegna sjóferðarinn- ar, og lá nú hjá henni og ræddi við hana, með sömu ró sem fyr á ytra þorði, en þó hreykinn með sjálfum sér yfir árangri far- arinnar. Brottnumda brúðurin gat varla trúað því, að eftir alla biðina, óhöppin og jafnvel eftir að hafa staðið framan við altarið, væri hún loks á leiðinni til mannsins, sem hún elskaði, en hélt að henni myndi aldrei verða auðið að njóta. Hvað eftir annað spurði hún frelsara sinn: „Hvernig get eg launað þér, allt sem þú hefir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.