Vísir - 24.12.1941, Side 14

Vísir - 24.12.1941, Side 14
14 JÓLABLAÐ VlSIS Jólasveinninn, Kölski <* *, Kristur Luis Trenker UPPI í fjalldoíunum hjá okkur ,er það forn siður að börnin fá heimsókn bæði frá himnaríki og helviíi hálfum mánuði fyrir jól. Frá himnaríki kemur jóla- sveinninn góði, gráskeggjaður og góðlegur og sér til aðstoðar og hjálpar hefir liann anzi geðugan engil, sem heldur á tága- körfu fylltri allskonar sælgæti, einkum hnetum, fíkjum, döðl- um og súkkulaði. En þriðji gesturinn sem kemur i heímsókn kemur beina leið frá helvíti; það er djöfullinn í eigin persónu, svartur, loðinn og ljótur. Þegar þessir þremenningar heimsóttu okkur, risu hárin á höfðinu á mér, svo hræddur var eg við þenna urrandi og ófrýni- lega lúsifer. Mér var meinilla við hornin á hausnum á honum, langa skottið og skröltandi hlekkina, en miklu ver var mér þó slökkt og flesfir gluggar myrkir. Mér er ljóst að þelta er kveðju- stund: Eg verð aldrei oftar jól í Oslo! Eg uni hér ekki, heim- þráin blandar galli í hverja gleði, og nú fer eg bráðum heim. Visa, sem eg las einu sinni i „Skinfaxa“ rifjast upp fyrir mér: • „Nú vil eg lieim þegar vorar, það vermir huga minn. Áttundi tekur enda útlegðarveturinn. Nú vil eg heim þegar vorar; eg veit að mín biða þar örendar æskuvonir, og andskotans þúfurnar!“ Mínir útlegðarvetur eru orðnir miklu fleiri en átta, og mér hefir lengi leiðst í Oslo. En samt þykir mér vænt um þessa borg og þetta land, það finn eg bezt nú, á kveðjustundinni. Mér er sem allt það bezta, er eg hef notið hér og kynnst, sé um mig í þessari virðulegu og mildu þögn: allt hið góða og geð- þekka í fari hinnar stoltu og drenglyndu norsku þjóðar, og hin margþætta fegurð og stemning landsins. Eg finn hér enn á ný þá góðlyndu ró og festu, dirfsku og þrótt, sem einkennir Noreg. Sál landsins vakir yfir hinni sofandi borg, styrk og Ijúf í kyrrð hinnar heilögu nætur. Eftir Luis Trenker, við stóru heykörfuna sem hann bar á bakinu. Niður i liana lét Iiann alla óþekka krakka. Eg gægðist óttasleginn fram á bak við pils móður minnar og eg sá greinilega tvenna krakkaskó standa upp úr körfunni. Það lék ekki minnsti vafi á því, að þessi skrölt- andi skratti, tróð óþekkum krökkum á böfuðið niður í körfuna. Og hann hoppaði og lét svo dólgslega, að við krakkarnir þorð- um ekki annað en skriða undir pilsfaldinn hennar mömmu. Ilún verndaði okkur eins og ástrík hæna unga sina gegn óvætt- ínum. Jólasveinninn var mjög alvarlegur og bað kölska með bæna- lestri að begða sér betur, en þegar það kom ekki að neinum notum, tók hann umsvifalaust í hnakkadrambið á honum og þeytti honum út úr dyrunum. Hræðsla okkar breyttist í hrifn- ingarrikan hlátur, en rótt varð okkur ekki innanbrjósts fyrr en þeir voru allir farnir, jólasveinninn og engillinn líka. Yið vorum illa að okkur í dagatalinu, við vissum það eitt, að frelsarinn var fæddur einhverntíma í desembermánuði. Og áð- ur en okkur varði, voru jólin komin í öllu sinu skarti. PabM og mamma stóðu lijá jólatrénu og við stóðum með galopna munnana af einskærri gleði, undrun, auðmýkt og hrifningu. Það lagði kertaþef og angan af barrnálum og brunnum greni- könglum að vitum okkar. Við stóðum sem steini lostin. Svo krupum við niður og lásum Faðir vorið með innilegum fjálg- leik og lögðum stamar hendurnar í bænastellingu á brjóstið. Og bráðum hvarf svo liik okkar og feimni. Við fengum gjaf- irnar okkar og máttum leika okkur og matast. Seinna sofnuðum við hamingjusöm uppi í litla þaklierberg- inu og dreymdi með súkkulaðisbrúna munna um dyr himna- ríkis, um engla og grenitré með Iogandi ljósum. * X RIN liðu og við þroskuðumst. Við litum jólin í öðru ljósi en áður. Eg var orðínn sextán ára að aldi’i og íhugull strákur, en samt hlakkaði mig ekki síður til jólanna en áður. Eg var aðeins orð- inn meiri efnishyggjumaður, ekki eins stilltur og dreymandi og þegar eg var lítill. Mig langaði ekki framar í fljúgandi engla, heldur í skíði, bindingar, skíðastafi, sterka skó og mat og drykk. Það var langt á milli gagnfræðáskólans í Innsbruck og heim- ilis míns i Grödnerdalnum. Þegar eg kom heim í leyfumun, sagði eg stoltur frá öllu því sem eg lærði í skólanum, „sló mn mig“ með flatarmálsfræði og stærðfræði og naut þess af miklum innileik þegar fólkið sló á læri sér af undrun yfir lærdómi mín- um. Til þess að njóta belgidaganna sem allra bezt, tróð eg i mig eins mikið og mér var unnt af jólamatnum heima og hélt svo beina leið til Leos frænda. Þar var gaman að vera. Við lék- um og sungum, og Leo frændi sem 'var fjörugastur og liressi- legaslur okkar allra, gaf mér aftur gnægð af mat og víni. Með þungt höfuð og fylltan maga lagði eg svo af stað til Jo- harins frænda, þar sem ekki varð heldur komizt lijá þvi að bæta á sig Týrólarkökum. Á báðum stöðunum varð eg að losa um buxna- strenginn. Frá Jólianni frænda ákvað eg að fara til þriðja frænda míns. sem Vinzenz hét. Þar varð eg, vegna ásigkomulags míns, að sitja eins og dauðadæmdur á stól og það var með mestu erfiðis- munum að eg'gat orðið við nokkurum hinna vinsamlegu til- mæla um að „gjöra svo vel“. Svitinn spratt út á enninu á mér (ög kvöldið helga tók að verða helzt til strembið. Þegar mér var ómögulegt að koma einum einasta munnbita niður til viðbótar, brölti eg heim á leið vfir marrandi snjóinn og skreið, mettur á líkama og sál, upp á þakherbergið mitt. Eg lagðist ánægður til svefns. * /TMMANUM fleygði áfram. Heimsstyrjöldin brauzt út og við héldum jólin hátíðleg í Galiziu, við Isonzo, í Dolomítun- um og í Efri-Gurgl, þangað sem mér var skipað að fara sem skiðakennari 11. herfylkisins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.