Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 51

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 51
J ÓLABLAÐ VlSIS 51 Tréskuröarmyndirnar eru eftir Nínu Tryggva- dóttur listmálara. tautaði. Hún gat livort eð var ekki hugsað til, að hringsóla og lioppa i þessum þrönga helli hcðan af, þó það væri gaman að því, svona rétt í svip. — Til himnarikis — til liimnarikis, — kvað við í huga hennar. Færi svo illa, að Jesú Máríuson gerði hana afturreka, þá liafði hún þó alltaf gert tilraunina. Utan við sig af eftirvæntingu og fögnuði, skaust hún upp i hellisrjáfrið og hringsnerist þar noklcra stund, eins og lnin vildi með þvi sann- færa sjálfa sig um, að henni væru allir vegir færir. Svo skaust hún út úr hellinum. — II. Leiðin til himnarikis varð lengri en hún hafði hugsað scr þegar hún lagði af stað. Henni var hálft i hvoru farið að detla i hug að liún væri á rangri leið, þegar hreimskær klukkna- Jdjómur barst henni til eyrna úr fjarska. Þá greikkaði hún för- ina. Nú vissi tröllkonan úr Von- arskarði að hún var á réttri leið. Klukknahl j ómurinn varð bjartari og styrkari, eftir þvi sem hún nálgaðist uppruna hans. Innan skamms sá hún heiðblá fjöll og hrímkrýnda jökla, rísa handan við sólgull- inn skýjasæ. Gagnlekin fögn- uði hraðaði liún för sinni hálfu meir en áður. Við rönd skýjahafsins nam hún staðar örskamma stund og litaðist um. Rétt hjá landi lá lílill bálur við stjóra. Aldraður maður sat á miðþóftu hans og dorgaði á handfæri en í austur- rúminu sprikluðu nokkrar ýs- ur með silfurgljáandi hreistur og gullna ugga. Tröllkonan úr Vonarskarði sá fljótt, að lítið lið mundi henni að bátskel þeirri til farar yfir hafið. Hún gat sem bezt borið hana undir hönd sér. Ætti hún að lcomast yfir þetla skýjaliaf varð hún að freista þess að vaða; slikt ægði henni elcki svo mjög, þvi niðri á jarðriki hafði hún oftsinnis öslað jökulsár i bullandi vexti og hvergi lmikáð. En, — liversvegna var hún að hugsa til að vaða? — Hafði hún gleymt þvi, að hún var dauð ög gat svifið yfir hvað sem fyrir var?-------— Hún hóf sig liratt út yfir liaf- ið og sveif lágt yfir sólgullnum gárunum. Von bráðar sá hún strönd himnarikis skammt und- an; hún lækkaði svifið unz fæt- ur hennar snertu dúnmjúkan, silfraðan sand. Klukknahljóm- urinn fagxá var öllu lágværari hér, en hinum megin skýjahafs- ins, —- hann sveif í loftinu yfir liöfði hennar eins og þytur af vængjablaki villisvana. Nú heyrði hún fótatak að baki sér, og er hún vatt sér við til að gæta að liverju það sætti, sá hún tígulegan öldung með sítt, grátt liár og skegg, standa andspænis sér. Svipur lians var mildur, augu hans björt og vakandi. —- Komdu sæl, — ávarpaði hann tröllkonuna. — Ilvaðan ber þig að? — Tröllkonunni vafðist tunga um tönn. Alúðin og hlýjan í rómi og fasi öldungsins gex-ði liana feimna. — Þannig höfðu tröllin ekki tekið gestum, — jafnvel ekki þó að velkomnir væru. — 'Ojæja, heillin, — lxélt öld- ungurinn áfram. — Eg þylcist sjá, að þú munir ekki enn liafa áttað þig til fulls. En það lagast. Þú ert ekki ein um, að vei’a dá- lítið utan við þig, fyrst eftir hingaðkomuna, — en, sem eg segi, — það lagast. — Eg held að við ættum að labba okkur heim að bænum. Tröllkonuuni var eiginlega slcapi næst, að segja öldungi þessum, að við liann ætti hún engin erindi. En það var eitt- hvað i svip hans og framkomu, sem hafði áþekk áhrif á hana og klukknahljómurinn niðri, á' jai’ðríki hafði haft, — seiddi hugann og batt viljann. Hún gekk því þögul við lxlið hans og lét hann xáða ferðinni. — Jú, það er sizt að undra, þó að menn ringlist svolítið i kollinum. — Þetta eru snögg umskipti, — liélt öldungurinn áfram. — Sumir hafa, meira að segja, verið svo ruglaðir, er þeir komu hingað, að þeir hafa lengi vel, ekki getað gizkað á hver eg er. — Það var ekki laust við að móðgunarlireim brygði fyrir í rödd hans, og tröllkonan kveið því með sjálfri sér, að liún vrði þá og þegar einnig sér til minnkunnar. — -----Hún hafði ekki minnstu hugmynd um, hver þessi öldungui: í raun og veru var. — — — Ef til vill var það sjálfur Jesús Máríuson. — Eg liélt þó, að flestir myndu hafa heyrt hans Sanlcti- Péturs getið, — sagði öldungur- inn. Það var engu líkara en hann læsi liugsanir hennar. En hvei’ju var hún nær? — Hún var að því komin að segja, að hún hefði aldi’ei lieyrt nafn það nefnt með tröllum, en hætti þó við. Það gat móðgað hann, og lienni var farið, hálft í livoru, að verða þannig við liann, að hún kæi’ði sig ekki um það. Þau höfðu nú gengið kipp- korn upp frá sandinum, eftir harðlendisbökkum, þöktum lágyöxnu, þéttu grængresi, en mura og sóley blöktu hér og þar á þúfnakollunum. Skammt frá, í brattri hlíðai’bi’ekku vafinni ilmreyr og blágx’esi, blasli við lágreistur en þó þokkalegur bær með hvítum þiljum og grasi gi’ónum þökum. Þangað héldu þau. — Já, hér á maður nú heima, sagði Sankti-Pétur, er þau héldu á brekkuna, og var auðheyrt á róm hans, að lionum þótti eng- in vansæmd að heimili sínu. Þetta er ekki svo óþægilegt kot, þó jarðnæði sé i það þrengsta og hlunnindin mættu gjarna vera meiri. Það er jú, æðarvarp- ið og annað ekki, — silungs- veiðin er tæplega leljandi. En þér að segja, konan góð, 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.