Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 53

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 53
JÖLABLAÐ VÍSIS 53 geta svifið, — þessvegna biðja þeir ferju.--------En hvert er nafn þitt, kona góð? Tröllkonunni varð ógreitt um svör. — Já, hvað hún hét, ---------nú var svo langt um liðið frá því hún hafði heyrt sig ávarpaða með nafni. Þar að auki hafði hið vingjarnlega við- mót Sankti-Péturs lamandi ó- hrif á hugsanir hennar. — Eg — — — eg hefi víst gleymt þvi, — stnndi hún lágt. Mildri gremju brá fyrir i svip Sankti-Péturs. — Það er nú lakara, — sagði hann. — En við því er ekkert að gera i bili; það rifjast vonandi upp.----------- Hvar áttir þú heima? — — í Vonarskarði. — — Vonarskarði, — já einmitt það. Aldrei hefi eg heyrt það hæjarnafn fyr. Er sá bær sunn- an lands eða norðan?----------- — Hvorugt, — svaraði tröll- konan. — Vonarskarð er í miðju iandi. — — í miðju landi! — sagði Sankti-Pétur og var ekki lausl við að efalireim brygði fyrir í rödd hans. — Þar hélt eg vera öræfi ein og óbyggðir. — — Já, svaraði tröllkonan. — Það er á milli jökla. — Sankti-Pétur leit snöggt tii tröllkonunnar, björtu augun hans urðu hvöss og tortryggn- islegum svip brá á hið vingjarn- lega andlit hans. En er hann sá liversu einlæg og einfeldnisleg lnin var, urðu augu hans brátt mild og björt á ný og tortryggn- in þokaði úr svip hans fyrir nokkrum undrunar og óþolin- mæðisblæ. — Ojæja, — þetta lagast von- andi. En þú skildir þó víst ekki muna hvað þú varst í lifanda lifi, — eg á við, — hvaða starfa þú hafðir með höndum? — Varst þú húsmóðir, — vinnu- kona, — eða--------— og Sankti- Pétur hrosti kankvíslega. — Eða kannslce heimasæta? — — Eg —----------eg var tröll- kona. — Sankti-Pétur glápti á liana, orðlaus af undrun. — Tröll .... hvað ?------- — Tröllkona, — tröllkonan í Vonarskarði. — Sankli-Pétur skellti aftur kólfskinnu. Á svip hans mátti sjá, að nú finndist honum farið yfir þau takmörk, sem afsaka mætti með hugarróti því, er hinir snöggu flutningar, milli jarðríkis og himnaríkis kynnu . að orsaka. Hann hneppti að sér varðmálsjakkanum, steig stuttu skrefi nær henni og mælti þung- um rómi: — Lízt þér þann veg á mig, kona góð, að eg muni liklegur til að ti’úa hvaða þvættingi, sem vera skal? — Tröllkonan reis á fætur. Hún kunni því illa að orð hennar væru dregin í efa, og tók því skap hennar að hitna. Hvað vildi þessi gráskeggjaði karl- væskill vera að derra sig móti henni, — tröllkonunni? Enn einu sinni gleymdi hún með öllu að hún var dauð og naut ekki lengur líkamskrafta sinna. —- Já, tröllkona var eg og er eg, svaraði hún með slíkum áherzl- um, að Sankti-Pétri fór ekki að hlast á blikuna. — Tröllkona,--------ja, hvað heyri eg, sagði hann vandræða- legur, og klóraði sér í gráhærð- um kollinum. — Já, — þú verð- ur að afsaka, þó það komi nokk- uð flatt upp á mig. Þó að margs- konar gesti liafi hér að garði borið, þá liafa þó tröll eða tröll- konur aldrei lieimsótt okkur fyr. — Hann gekk aftur að púltinu og tók að fletta í bók- inni. — Eg er líka smeykur við að ekki sé búist við slíkum gest- um. — Að minnsta lcosti er enginn dálkur þeim ætlaður í þessari hók. ■—- Ja, þú ert vist á leið til himnaríkis ? — —- Já, þangað ætla eg mér, svaraði tröllkonan og lét engan hilbug á sér finna. — Já, hm.----------Það hlýtur að vera einhver misskilningur í þessu, kona góð. Eg hefi fengið strangar fyrirskipanir, sem eg . hlýt að framfylgja út i æsar. Á * leið til himnaríkis má eg elcki hleypa neinum, nema nafn hans sé áður skráð í þessa bók.------ Og eins og eg sagði, þá er þar enginn dálkur, — — — eg meina,----------það htur helzt út fyrir að ykkur hafi alsendis verið gleymt. — Því miður. — — Og er þá tilællunin að gera mig afturreka af þeim sökum? — sjiurði tröllkonan, og reyndi nú ekki lengur að leyna þykkju sinni. — Já, livað skal gera, — svar- aði Sankti-Pétur og var nú hinn ástúðlegasti. — Eg viðurkenni að þetta er leiðinlegur og slæm- ur formgalli; V en eg hefi mín- ar ströngu fyrirskipanir. — Því miður. —• Nú gaf tröllkonan skapi sínu alla tauma lausa. Henni svall móður, líkt og þegar hún á æskuárum þreytti fang við hamslausar frosthriðar. — Já, einmitt það.----------Þú ætlar að meina mér leið til himna- ríkis! — En mönnunum, — þessum velsælu vanþakklátu krílum, þeim eru ekki lagðar neinar hindranir í braul, þó þeir svo meti elcki allt það góða, sem Jesús Máríuson hefir fyrir LAUGAVEG 34. SÍMI 1300. Stofnsett 1921. Um jólin verða allir að vera hreinir og vel til fara. Send- ið okkur því fatnað yðar til kemiskrar hreins- unar, þá eruð þér viss um að fá vandaða vinnu. Hrein og vel pressuð föt auka ánæg.ju yðar og vellíðan. Sendum um land allt gegn póstkröfu. **V . »> Sækjum. Sími: 1300. Sendum. Höfum fyrir liggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvara frá Englandi og Ameríku: Til bygginga: Linoleum, gúmmídúka og filtpappa. Til húsgagnabólstrunar: Áklæði, sængurdúk, léreft, f jaðrir, saum, borða, hessían, bindigarn, saum- garn, krullhár, vatt, viðarull, leðurlíkingu, snúrur. Ennfremur: Gólfteppi, gólfdregla, flauel, saum* tvinna, vaxdúk, leðurlíkingu til bókbands, hessían til fiskumbúða, og annarra umbúða einnig strigapoka allar stærðir og gerðir o. fl. o. fl.------ ðfecMe^ ^6Í\ 6. V. .léll l\\SSO\ A Co. P. O, Box 655 — Reykjavík. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.