Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 47

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 47
4? JÓLABtAÐ vísís Loftur Ouðmimdsson: Tröllkonan og Sankti-Pétur I. Tröllkonan í Vonarskarði var dauð. í fyrstu ótti hún örðugt ineð, að átta sig á, að svo væri hag hennar komið. Það eru líka ó- neitanlega snögg viðbrigði, að flytja þannig á einu vetfangi úr einni tilveru, sem verið hefir viðkomandi lífveru eill og alll um hartnær hundrað alda skeið, og yfir í aðra tilveru, sem hún hafði aðeins óljósan grun um, að ef til vill mundi vera til. Tröllkonan hafði auðvitað allt- af gengið að þvi se'm vísu, að hún yrði ekki eilif i Vonar- skarði; þrátt fyrir það eyddi hún litlum tíma i að hugsa um það, sem við myndi taka er hún kveddi helli sinn að fullu. Hún þóttist nefnilega sjá fram á, að hún mundi litlu nær um annað líf, þó hún færi að gera sér ein- hvérjar hugmyndir þar að lút- andi, og þess vegna átti hún ekkert við það. Eðli trölla er ekki þann veg farið, að þau séu að eyða ævi sinni til einskis- nýtra heilabrota. Sé ekki hægt að eyða honum til að afla sér lífsviðurværis; veiða silung eða týna fjallagrös, þá telja þau honum betur varið til svefns en hugsana. En nú var hún dauð. Þannig var það þá, að vera dauð. Já, það var óneitanJega nokkuð einkennilegt. Því fylgdi undursamlegur, svifkenndur léttleiki og óhamið frjálsræði. í einu vetfangi gat hún þotið frá hellisgólfinu og upp i iiæstu þakrjáfur lians; svifið þar á milli hraunnibbanna og dropa- steinsdröngla, óháð öllum eðlis- lögniálum, sem i tifinu fylgja líkama trölls sem manns. Hún gat jafnvel gægst inn í örmjóstu hraunskorurnar, —- skqrui', sem Iiún í lifanda lifi álti örðugt með að pota inn í með naglarroddun- um á litlufingrum sínum. Hún varð gripin ærslaþrung- inni kæti yfir þessu ótakmark- aða frjáisræði. Flughratt sveifl- aði liún sér milli klettasilln- anna; þaut sem örskot ofan úr hellisrjáfri og niður á gólf og síðan á sama augnabliki upp i hellisrjáfur aftur. Þar skauzt hún og smaug um skorur og smugur; sentist liringinn í kring um dropasteinsdrönglana, likt og kótur hvolpur, sem árangurs- laust eltir sitt eigið skott. Síðan þaut hún og dansaði inn i alla kima og afhella og þaðan enn einu sinni upp í hellisrjáfrið og hóf þar leiki sína á ný. Aldrei áður hafði hún verið svona kát og ærslaftill. — Það var dásam- legt, að vera dauð. A mosaþöklum hrísbyng i einu hellishorninu lá einhver form- laus hrúga. Þegar lienni varð lit- ið þangað, átti hún -örðugt með að trúa, að þar lægi liold það, sem verið liafði lifandi líkami liennar í hartnær hundrað aldir. En hún gaf sér engan tíma til að liugsa nánar um það, heldur hélt áfram leik sínum. Að síðustu varð hún þó leið á þessu tilgangslausa hoppi og hringsnúningum. Það var eins gott að hvíla sig örlitla stund, — hún gat hafið leik sinn að nýju, er hana lysti. Nú var ekkert, sem liamlaði sjálfræði hennar; nú var hún laus við skrokk sinn og allt það amstur og stjan, sem fylgdi því að þurfa si og æ að sinna þörfum hans og þró- kvabbi. — Nú var hún dauð. Hún settist í því horni hellis- ins, sem fjarst var því, sem skrokkur hennar lá. Fyrst naut hún þess um alllanga stund, að sitja kyr og livíla sig. Siðan fór hún að hugsa. í lifanda lífi hafði henni verið ýmislegt betur gefið óg nú komst hún brátt að raun um, að sízt hafði henni aukizt sá hæfileiki við að deyja. Um hvað átti hún eiginlega að hugsa? — Áður hafði hún aðeins hugsað um hvernig hún ætti að fá full- nægt þörfum likamans með sem hægustu móti; nú var hún dauð og þar með var það við- fangsefni úr sögunni að fullu og öllu. Um hvað átti hún þá að hugsa. Ilún gat ekki fundið neitt, sem þörf væri á að brjóta heilann um. Það var sennilega bezl fyrir liana, að fá sér enn einn snúning uppi í hellisrjáfr- inu. Á næsta augnabliki var hún komin upp í rjáfrið og tekin að hx-ingsnúast þar kring um dropasteinsdrönglana. En hún þreyttist samt fljótt og fyr en hún vissi af var hún sezt fyrir aftur og í þetta skiptið valdi hún sér sæti á mosaþakta hrís- byngnum við hlið hinnar form- lausu hrúgu. líkamans, sem áður hafði verið helsi hennar. Hún gat eiginlega ekki gert sér grein fyrir, hversvegna hún valdi sér þar sæti. Henni hafði orðið það á, —- einhvern veginn ósjálfrátt. Og nú varð hún þess vör, að hún gat hugsað. Hægt og rólega streymdu minningarnar fram í hug hennar. — Minningar fx'á hinni löngu æfi, sem hún hafði lifað á þeim slóðum, sem hún nú hafði að nokkuru leyti vfirgefið. Langur var sá spölur, — já, það var hann. í barnæsku henn- ar og á unglingsárum voru tröllin ein um landið. Þá voru dásamlegir dagar. Þá máttu þau öskra svo hátt, sem þau lysli. Þá gátu þau hlegið, æpt, gaspr- að og gi-enjað svo undir tók í fjöllum og fellum og framið öll sín feidegu tröllalæti. í þá tið var þróttur þeirra að öllu óham- inn. Með hlýjum fögnuði ril'jaði hún upp fyrir sér ýmsa atburði fi-á þeim árum, er hún dvaldi í föðurgax-ði, ásamt þrem gjaf- vaxta systrum, er sízt stóðú henni að baki að fjöri og gáska. Það hafði verið þeirra bezta skemmtun á vetrum, að renna sér fótskriðu niður svellgljáandi jökulbungurnar, vaða íshröngl skriðjöklanna að hné og kasl- ast á klakastykkjum. Þegar norðanstormurinn æddi milli hnjúka og tinda og þyrlaði upp frostkaldri mjöllinni, hlupu þær hlæjandi á móti hríðinni og reyndu róm sinn við öskur stormsins. Stundum köstuðu þær sér niður í fanndyngjurnar, rótuðu snjónum yfir höfuð sér og hlóu við, tryllt og lengi.- Já, þá var dásamlega gaman að lifa og vera tröll með tröllum. En, — svo komu mennirnir, þessar örsmáu skopmjndir tröllanna, þar sem allir drættir voru mildaðix', fágaðir og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.