Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ YÍSIS ......-...■■■■■■ ■ .„n.lli— allir staðar á svellinu, glaumurinn og hév.aðinn hljóðna, og þögn færist yfir, alger þögn, þó hringingin aukizt í sifellu, þangað til ómurinn fyllir dalinn. Klukkan er sex, og nú eru heilög jól hringd inn um gervallan Noreg. Skautafólkið heldur af stað Jieim til sín í smáhópum. „God jol!“ er kallað úr öllum áttum; i röddunum er mildur hátíðleiki. „God jol!“ Ég fylgist með tveimur ungum piltum, bræðrum, sem liafa hoðið mér lieim til sín á jólakvöldið. Bærinn þeirra stendur nokkuð hátl uppi í hlíðinni, og er gamall, byggður úr dígrum trjástofnum. En allt er þar hreint og fágað innan dyra, gólfið hvitþvegið og stráð grenigreinum sem fylla lnisið af barrilmi. Stofan er uppljójnuð, og logar þar glatt á arni — „Peis“, — sem stendur i einu horninu. Bóndinn ris úr sæti sínu og býður mig velkominn. Hann réttir mér heljarmikla rósamálaða ölkollu, eflir að hafa sopið aðeins á henni. í henni er kjallarakalt heima- hruggað öl, sterkt og bi'agðgott. „Súptu hraustlega á, íslending- ur! Og guð gefi þér gleðileg jól.“ Litlu síðar er sezt að borði, Ijlöðnu jólaréttum. Aðalmatminn er jifjasteik, en fleira góðgæti er þar einnig. Ekki er breimivín liaft um hönd þarna, en nóg er af ölinu. Á undan ináltíð les húsbónd- inn al-langa borðbæn, en fólk hans, heldur að sér höndum á með- an. Síðan er etið og það hraustlega. Er glatt yfir borðum og fólkið, auk bræðranna tveggja, húsfreyja, heimasæta og vinnukona, er kátt og alúðlegt. I>að snarkar i bjai’kabútunum á arinbálinu. Og matnum er lialdið að gestinum þangað til hann stendur á blisiri! Þegar borðhaldi er lokið, þakkar bóndi guði fyrir matinn. Norskir bændur eru trúhneigðari miklu en vér Islendingar, og sumir þeirra um of, að mér finnst. Síðar er gengið kringum jólatréð og sálmarl'sungnir, gjöfum úldeilt og kaffi drukkið. Ekki er eins mikið um kökur með kaff- inu þarna, eins og lieima á Fróni. En húsfreyjan veitir ávexti, epli og perur, sem vaxið hafa i hennar eigin garði, og plómuvín, sem hún hefir búið til sjálf. Snemma er gengið til rekkju á aðfangadagskvöld, en farið á fælur fyrir allar aldir á jóladagsmorguninn. — Gegningar og fjósverk þurfa að klárast í skvndi, því nú ætla allir til kirkju. En kirkjusókn er mjög almenn i Noregi, einkum þó vestanfjalls. Gestinum er fæi'jSur í rúniið morgunverður, sem nægja myndi átta manns! Hundruð manna streyma til Vangskirkju. Harðlegt og alvöru- gefið sveitafólk, en mildi jólahelginnar þýðir svipinn. Konurnar halda á sálmabókum. Stemningin á kirkjuvellinum minnir talsvert á samskonar atburði í íslenzkri sveit í ungdæmi mínu. 1>Ó er guðshúsið reisulegra, og flestir gestanna koma akandi á sleðum. Margir eru i þjóðhúning-v um Vossmanna, sem er skrautleg- ur og gerður af þjálfuðum smekk. Karlmennirnir á silfurhnepptum treyjum, stuttbuxum, með glitofin sokkabönd og á silfurspenntum skóm. — \reður er bjart, og him- ininn lieiðríkur, en tutlugu stiga frost, mælt á celsíus. En kirkjan er upphituð, og brátt hljómar sálmasöngurinn. Allir syngja með. Fólkið tekur virkan þátt í guðsþjónustunni, sem er svo inni- leg, að jafnvel kaldrifjaður útlend- ingurinn hrífst með. Hvergi í lúterskum löndum hefi eg séð jafn heita trúareinlægni skína úr svip fólksins undir messu, eins og' í Vestur-Noregi. En Norðmenn kunna líka ve! að meta gæði þessa lífs, og mið- degisverðurinn. sem bíður okkar jiegai’ heim kemur, ber bess Ijós- ah vott! Um kvöldið, þegar liður á vök- una, ber einkennilega gesti að garði. — Þegar eg var lítill, átti eg bók sem nefnist Harmonía, eð- ur Guðspjallanna samhljóðan“. Mylidir voru í henni, og þar á rneðal ein af fjandanum. — Og þetta kvöld, þegar eg er oi’ðinn vel hýr af plómuvíni húsfreyjunn- ar, verður mér litið út í gluggann. Og hver haldið þið að standi þar, með smettið klesst þétt að rúðunni, annar en sjálfur And- skotinn úr gömlu „Harmoníu". Eg mun hafa gefið eitthvert hljóð frá mér, sem ekki bar voll um hugprýði beinlínis, því húsbóndinn og strákar hans lilóu hjartanlega. „Mor!“ lirópaði bóndi til konu sinnar. „Julebukkene er der ute!“ Og skipaði henni að færa þeim öl. Að „gaa julebukk", er forn siður. Unglingar sveitarinnar ldæð- ast í allskonar tuskur og skinn, líma á sig geitarskegg, og festa horn á höfuð sér, ganga síðan bæ frá bæ og heimta góðgerðir, einkum öl. Er siður að laka þeim vel, og þykir svíðingsháttur að veita þeim ekki höfðinglega. HEDEMARKEN:— OKÝJAÐUR hiininn, logn og mugga. Sleðinn okkar þýtur á ^ fleygiferð, með tveimur eldisliestum fyrir, gegnum enda- lausa mjallhvíta skóga. Bjöllurnar á aktýgjunum hringja i sí- fellu, og úr fjarska lieyrist kirkjuklukknaliljómur. Á báðar hend- ur ris óendanleg þyrping af risavöxnum jólatrjám, sem náttúran sjálf hefir skreytt. Stór snjókorn falla mjúklega á loðfeldina, sem breiddir eru yfir sleðann, og á makka hestanna. Alll er færl i hvitt mjallskrúð, því nú eru jól. Við komum út úr skóginum og ökum inn í breið trjágöng, en fyrir enda þeirra er stórt hús, allt uppljómað, æfintýrahöll í hvítri mörkinni. Sleðinn nemur staðar fyrir framan breiðar tröppur og við stigum út. Vingjarnlegar hendur tína af okkur dúðann og^jrosandi andlit óska okkúr velkomin, með þeirri ein- stöku alúð, sem auðkennir gestrisni Upplandabúa. Þetta er stór búgarður, fornfrægur fyrir höfðingsskap og rausn. Hér er nýtt og gamallt hlandað, en ávallt með öruggri smekkvisi. í forsaln- um eru eldgamlar rósamálaðar og útskornar kistur, skatthol og önnur forn norsk húsgögn, innan um franska og sænska húsmuni frá ýmsum stíltímabilum. Þar er okkur veittur „kokkteill", í fögrum, fornum krystallsglösum frá Bæheimi. I borðstofunni lýsir dýrðleg venesíönsk ljósakróna yfir borði, sem vel gæti verið frá dögum majórsfrúarinnar á Eikabæ. (Það er ekki langt til sænsku landamæranna frá þessum búgarði!) Dam- ask, gamalt silfur, gamall krystall, bæbeimskir bikarar, sem eru þunga síns verðir í gulli, og stolar, prýddir „gyllinileðri“. Miklir dökkir skápar, sem lengi hafa erfst í ættinni, standa út við vegg- inn, en á þeim ljóma þungar silfurskálar og ómetanlegir postu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.