Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 11

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ VÍSIS 11 Jólasnjór í Noregi. svínsfætur, og eru þeir ávallt snæddir kaldir. Mikið er um þá á jólunum, og þykir hæfilegt að fá sér þrjá „dramma“ með hverj- um fæti! Eins og eg gat um hér að ofan, er rifjasteik algengasli jólarétl- urinn, — horðuð heit á aðfangadagskvöldið, en köld næstu daga, i morgunverð og hádegisverð. Heilsteikt smásvín, sem er eigin- lega rússneskur réttur, hefi eg einnig oft séð framreidd á jólum. Þá er og mikið borðað af reyktum svínslærum. Gamall og góður norskur jólaréttur, sem þó mun heldur fátíður orðinn á seinni 'árum, er „Loppesuppe“. Hún er búin til úr fínskornu káli og kúmeni; flýtur kúmenið gjarna ofan á, og dregur súpan nafn sitt af því! Flatbrauðið norska er vist lítið þekkt hér. Það eru næfurþunnar og harðar kökur, allt að áttatíu centimetrum i þver- mál, og eru notuð af því býsnin öll, einnig með ýmsum hátiða- mat. — Auðvitað er hvert jólaborð hlaðið allskonar ávöxtum; það þætti lélegl jólaborð án þeirra. Jólahald í borgum Noregs er eðlilega nokkuð keimljkt og í borgum annara nálægra landa. Til þess að finna það sérstæða, er helzt að leita út i sveitirnar. En segja má að jólasiðum svipi mjög saman allstaðar á Norðurlöndum, og revndar víðar. Mis- munurinn er aðallega falinn i lyndiseinkunnum þjóðanna, og þeirri stenmingu sem landsliættir og ýnisar aðstæður skapa. Eg vil því reyna að krota á pappirinn nokkurar slíkar „stemn- ingar“ frá Noregi, ef ske kvnni að þær gæfu lesendum minum einhverja hugmynd um nörsk jól. VOSS: _ jþ AÐ er farið að dimma á aðfangadaginn, en tunglsljós er, og spegilsléttur is á vatninu, sem liggur eftir endilöngum daln- um. Á ísnum er glaumur mikill og gleði, því f jöldi ungra manna eru að leika sér þar á skautum. Til beggja handa rísa brattar hvít- ar hlíðar, og brúnir fjallanna bera við dimmheiðan hiriiinn. A Vossevangen, sem er lítill kaupstaður fyrir austurenda vatnsins, er ljósadýrð mikil, og Jjós skína i gluggum bændabýlanna á báð- um ströndum. Sum beirra standa allbátt' j hliðum. Skautasvellið er afburða gott, og hér er á hverju kvöldi margt sveina og meyja á vatninu. En nú eru flestar ungu stúlkurnar heima að aðstoða mæður sínar í hátíðaumstanginu. Helgin nálgast óðum. Alstirnd- ur himinn hvelfist yfir vatninu og stjörnurnar speglast í ísnum. Allt i eimi kveður við klukknahringing úr fjarska. Þá nema MÉR hefir verið falið að skrifa eitlhvað um jólin i Noregi, og að vísu er mér ávalt Ijúft að minnast þcss lands í ræðu og rili. En mikið hefir verið uni þelta efni skrif- að, og liklega örðugt að bæta þar nokkuru nýju við. Það, sem mér dettur fyrst í hug, í sambandi við norsk jól, eru bækur! Mestur hluti allra þeirra bóka, sem út eru gefnar þar i landi, koma út í október—desember. Norðmenn lesa ákaflega mikið, og útgáfustarfsemin setur svip á daglega lífið þrjá síðustu mánuði ársins. Útvarp og blöð flytja daglega mesta fjölda af rit- dómum og auglýsingum um bækur. Og í gluggum bókaverzlan- anna, sem eru mýmargar, eru dag hvern viðhafnarmiklar sýn- ingar á nýjustu verkum skáldanna. Öll þjóðin talar um bækur, les bækur og lcaupir bækur þenna tima. Bók er algengasta jóla- gjöfin. Þeir, sem eru vinmargir, geta eignast laglegl lítið safn á einum einustu jólum! — Síðustu dagana fyrir jólin „stár Oslo i bokens tegn,“ eins og það er orðað þar. Auðvitað eykst öll verzlun gifurlega fyrir hátíðina, í Oslo eins og annarsstaðar, en það ber langsamlega mest á bókunum. Næst þeim að hylli og ínelum, í jólaumstanginu, myndh^era — svinið! Rifjasteik er algengasti jólarétturinn, og það er varla til svo aumur kotbóndi i sveitum Noregs, að hann ali ekki jóla- grís handa sér og sínum. Er stundum allmikið kapp milli ná- granna, að fita grísina sem mest, og margar gamansögur lil um það efni. Úr því að maturinn er kominn á dagskrá, er rétt að gera hon- um betri skil. í Noregi eru ýmsir þjóðlegir réttir, sem hér eru lítt þekktir, og nokkurir þeirra einkum hafðir á jólum. Skal fyrst frægan lelja: „Rakaure“, en það er silungur, verkaður á svipaðan liált og hákarlinn hjá okkur. Það er góður og gamall siður að borða hann á aðfangadagskvöld, ásamt hrisgrjónagraut. En sumir nota „Lútfisk“, i stað þessa silungs, og er hann dýrindisínatur, þegar maður er búinn að venjast honum. „Rakaure“ er ekki ókeimlík- ur rammstækri skötu, en þó er lyktin af skötunni hreinasti blóma- ilmur, samanborið við þef silungsins! Sjaldgæft mun vera að öðrum fallizt á hann en þeim, sem eru honum vanir frá blautu barnsbeini. Aftur á móti þykir flestum „Griselabben“ góður. Það eru Norsk jól JEftir Kristmann Gudmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.