Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 52

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 52
52 JÓLABLAÐ VÍSIS JJIN ódauðlega saga af Mjallhvít og dvergunum sjö er nú komin út í Disney-útgáfunni, sem sýnd vai* liér í Gamla Bíó nýlega og þótti einstætt listavei-k í sögu kvikmyndalist- arinnar. Hefir Tómas Guðmundsson sett jietta gamla, liugð- næma ævintýri í Ijóð. Tómasi lætur vel að tala við börnin ekki síður en aðra. — Jafnskrautleg hók mun ekki liafa verið prentuð hér; er hún í 7 litum. — Hér eru tvö erindi úr kvæði Tómasarr Því ástin, sem áttu í hjarta til alls, sem lifir og grær, mun leiða þig miklu lengra en lymska og öfund nær. Hún gefur þér þrek til að ganga í gegnum hinn myrka skóg, og traust þitt mun vinna’ á þeim vopnum, sem vonzkan úr slíðrum dró. Því hrelldu pg þreyttu hjarta er hvílurúmið jafn kært þó húsið hxeyki sér ekki hærra en því er fært. Ög ef til vill dreymir þig drauma, þó dvergarekkjan sé lág, sem bera þig hærra til himins en hallir og turnar ná. Það er varla ofmælt, að þessi nýja Mjallhvit Tómasar geri börnin að betri börnum, og það væri vissulega leitt, ef hvert einasta barn gæti ekki eignast hana og lesið. En bókin kostar kr. 15.00 — eins og eðlilegt er. $eAnA. 'Pat&hsen Reykjavík SÍMNEFNI: BERNHARDO. SlMI 1570 (TVÆR LÍNUR). ALLAR TEGUNDIR AF LÝSI, TÓM STÁLFÖT, SlLDARTUNNUR OG EIKARFÖT. og nú lækkaði hann róminn, eins og liann ætlaði sér að gera tröllkonuna meðvitanda merki- legs leyndarmáls, — þá þykist eg frekar liafa bætt hér, en nítt, — að minnsta kosti er einhver munur á, að Jíta hér heim nú, á móts við það sem var. — Þau gengu nú heim hlaðið, það var sópað niður i liellur og livergi sáust þar ónýt amboð eða leifar úr sér genginna bús- áhalda. Heimalningur, hvítur að lit, skaust til móts við þau fyrir skemmuhornið; hann nuddaði kollinum vingjarnlega við fót- leggi Sankti-Péturs, en er hann varð tröllkonunnar var, beið hann þar til hún var komin fram hjá honum; — þá rann hann á eftir henni og hnyllti Iiana ákaft i hnésbæturnar. Uppi i einu veggjasundinu, lá seppi og bakaði móflekkóttan feld sinn í sólskininu. Hann reisli sem snöggvast upp eyrun, sem hann væri að athuga hvort ómaksvert væri fyrir hann að standa á fætur og Iieilsa gest- inum með gelti og urri, eins og hverjum sæmilega siðuðum rakka myndi skylt að gera. En, það fór svo dæmalaust vel um liann, þar sem hann lá og það var alltaf nokkru amstri og snúningum bundið, að koma sér eins vel fyrir aftur. Hann lét því, sem hann á augnablikinu myndi ekki hundsskyldur sínar til fulls, lét nægja að líta ástúð- lega til húsbónda síns með öðru auganu og dilla skoltinu hæ- versklega' nokkrum sinnum. Tröllkonuna, — gestinn, — þóttist hann alls ekki sjá. — Gerðu svo vel og gakktu í bæinn, —- sagði Sankti-Pétur, um leið og hann lauk upp lág- um bæjardyrum. Tröllkonan hikaði við, — sem snöggvast flaug henni i hug, að hér mundi heldur skammt til þaks fyrir sig, — en svo mundi liún sam- stundis hversu komið var; hún var dauð og hafði gelað smogið inn í örmjóstu hraunrifurnar í hellisrjáfrinu heima. Hún hélt þvi ótrauð inn bæjargöngin á eftir Sankti-Pétri. Þau komu nú inn í baðslof- una; hún var lítil en vistleg. — Þú verður að taka liúsakynnin eins og þau eru, — sagði Sankti- Pétur. — Eg hefi stundum verið að hugsa um, að byggja upp hérua, eu eg Jiefi átt svo lengi heirna í þessum bæjarhúsum, að eg er alls ekki viss um að eg kynni jafh vel við inig i stein- húsi. Eg kynni þó að geta hrófl- að því upp efnanna vegna, — ekki samt svo að skilja, að eg eigi einhver kynnstur af gulli í kistilhandraðanum, Þó að þetta sé þægilegt kot, þá safnar hér enginn auðæfum. — En gerðu svo vel og tylltu þér á skákina. Hann vísaði henni til sætis að uppbúnu rúmi, er stóð út við súðvegginn. Tröllkonan virti það fyrir sér um fáein augna- blik; það var með hvítskúruð- um sængurstokk og háum rúm- mörum en yfir það var breidd glitofin ábreiða. Skildi það nú þola þyngsli hennar,------Nei. — hún var dauð, þvi var henni ennþá svo gjarnt að gleyma! Hún hlammaði sér á rúmið, — helzt til harkalega, því liún hafði ekki búist við svo mjúk- um sessi og var næstum þvi fallin á bak aftur. Einhver raunur var á hvílunni þeirri arna og hrisbingnum í hellinum heima í Vonarskarði! Einn stafngluggi var á bað- stofunni. Fyrir utan liann sáusl fíflar og sóleyjar teygja gula kolla úr hávöxnu grasinu í djúpri gluggatóftinni, — sum þeirra náðu hærra en móts við miðjar neðstu rúður. Á bað- stofugólfinu, undir stafnglugg- anum, stóð brúnmálað skrif- púlt. Við það hafði Sankti-Pét- ur staðnæmst. Nú opnaði hann það og lók úr því bók eina mikla og allforna, bundna í kálfskinn og skreytta látúnsspennum. Síðan lagði hann aftur púltið, lét bókina á lok þess, opnaði liana með virðulegum handa- hreyfingum og tók síðan að fletta blöðum hennar, þögull og að því er virtist djúpt hugsandi. Á meðan notaði tröllkonan tímann, til að svipast frekar um i baðstofunni. Allur viður var hreinn og fágaður, þó liann væri nokkuð tekinn að gulna. Milli sperrubálka og neðstu borða skarsúðarinnar, var sumstaðar stungið álftafjöðrum og öðru dóti. Tröllkonan bar ekki kennsl á neitt af þvi, — nema álfta- fjaðrirnar. Þær þekkli hún vel frá öræfunum og heiðavötnun- um, og án þess Iiún vissi sjálf af, var hún farin að kinnka kolli til þessa kunningja. Já, — sagði nú Sankti-Pétur, án þess að hann þó liti upp frá bók sinni hinni miklu. — Það eru hér fáein formsatriði, sem ganga þarf frá, áður en þér levfist að halda för þinni lengra. Eg skal reyna, að tefja þig ekki lengi. Þú átt langa leið fyrir höndurn; þau di'aga til sín, fjöll- hi hérna. Þaj* hefir rnargur niaðiu* tafist, sem ofþungar byrðar hafði bundið sér að heiman. En þú baðst ekki ferju yfir skýjahal'ið. Það er þér góðs viti. Þeir, sem enn eru jarð- bundnir um of, er þangað lcem- ur, gleyma því venjulega að þeir j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.