Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 7
.ÍÓLABLAÐ VÍSIS 7 'fk Hafursfell. sveitastörfum, störfum sem drengir á lians reki sinna ævinlega. Hann sótti liesta og kýr, fór sendiferðir og rak yfirleitt öll þau erindi sem honum var sagt, og liann gat af liendi leyst. Frá foreldrum sinum fékk liann ekki aðra örvun en þá, að faðir iians sagði einliverju sinni: „Þú ættir að verða málari, strákur!“ Þegar faðir Ásgríms mælti þessum orðum til sonar síns, fannsl syninum ekkert athyglisvert við þau, enda þótt honum finnisl það nú, þegar liann minnist þessara spámannlegu orða föðursins. En þá, þegar orðin voru töluð, skildi Ásgrímur ekki mikilleik þeirra, liann vissi naumast hvað það var, að vera listmálari, og á þeim aldrei liafði Iiann ekki löngun til neins sérstaks. Tilfinningin yfir því að vera til var honum nóg. Honum fannst gaman að leika sér, og óneitanlega var það alveg sérstaklega skemmtilegur leikur að mála. Hvernig sem á þvi mun hafa staðið, veitti séra Jón Steingríms- son, er þá var prestur i Gaulverjabæ, Ásgrími alveg sérstaka at- hygli, tók hann raunverulega undir verndarvæng sinn og var hon- um vinveittari en öðrum drengjum á Ásgríms reki. Síra Jón var óvenju mikilhæfur og gáfaður maður, og mjög sennilegt að hann liafi fundið hjá Ásgrimi eitlhvað það, sem benti til glæsilegra hæfileika. Fimmtán ára að aldri hvarf Ásgrímur að heiman. Dvaldi hann þá um þriggja ára skeið á Eyrarbakka við allskonar snúninga, svo sem hestavörzlu og margt fleira. Þótt þessi breyting ylli eklci neinum straumhvörfum hið ytra í lífi piltsins, því störfin voru að miklu leyti liin sömu og áður, þá kynntist hann þessi árin ýmsu því, sem hann hafði ekki áður haft möguleika á að kynnast. Þá sá hann t. d. í fyrsta sinn myndir af góðum lislaverkum og með þvi opnaðist honum nýr heimur, fullur af töfrum og dásemdum. Það má í raun og veru segja, að þetta hafi verið lykillinn að þeim hul- iðsheim, sem hugur Ásgríms hafði frá öndverðu beinst að, þó hon- um hafi ekki verið það ljóst fyrr en nú. Því má lieldur ekki gleyma, að þarna á Eyrarbakka kvnntisl Ásgrímur í fyrsta sinn hafinu. Og þó hann hafi fyrst og fremst verið málari f jallanna, hinna miklu, voldugu droltna íslenzks lands, hafði særinn sín áhrif á listamannsefnið. Þar kynntist það hamfara og óstjórnlega ægimögnuðu náltúruafli, hlindri orku, sem var hvorltveggja í senn tiguleg og hræðileg, og fegurst þegar ham- farirnar voru vilttastar og æðisgengnastar. Þessu kynntist Ásgrím- ur þó enn betur þegar hann fór fiá Eyrarbakka, því þá gerðist hann sjómaður og stundaði þá sjómennsku frá Reykjavík. Sjómaður var Ásgrímur ekki nema eitt ár. Þá fluttist hann til Bíldudals í Arnarfirði, og þar dvaldi hann á þriðja ár. Arnarfjörð- ur er fallegur og breiður, fjöllum girtur fjörður norðanvert við Breiðaf jörð. Þar hefir gömul þjóðtrú, fornir hættir og gamlar sagn- ir lifað lengur með fólkinu en viðast hvar annarstaðar hér á landi. Það er ekki ósennileg't, að einmilt þarna hafi Ásgrímur orðið fyrir varanlegum áhrifum af þjóðlegri menningu og þangað eigi ást hans til þjóðsagna og þjóðlegra fræða að einhverju leyti rót sína að rekja. Á Bíldudal stundaði Ásgrímur í fyrstu ein eða önnur almenn störf, án þess að leggja nokkuð sérstakt fyrir sig. Þó konnist hús- bændur hans von bráðar að þvi, að honum lét betur að mála, en önnur störf, og upp frá því fékkst hann nær eingöngu við húsa- málningu, unz hann tók þá veigamiklu ákvörðun að sigla til mynd- listarnáms. m Það þarf naumast að taka það fram, að Ásgrimur var bláfátæk- ur og vann baki hrotnu fyrir litlu kaupi, sem hann reyndi ár frá ári að draga saman í ofúrlitla fjárhæð, er hann gæti nolfært sér li! að framkvæma hina einu mikilvægu lífshugsjón sína, þá að læra að mála. Að henni hafði líann stefnl frá því hann komst nokk- uð á Icgg, og i hverri einustu frístund sinni tók hann til að mála og teikna, eftir því sem hann bezt kunni. Hafi Ásgrímur verið fátækur áður en hann sigldi, þá varð hann j)að fyrst fyrir alvöru cr liann kom til Kaupmannahafnar. Til þess að geta lifað, varð liann að vinna fyrir sér á málningarvinnustofu, en kvöldin nolaði Ásgrímur lil að læra. Fyi’st lærði hann í teikni- skóla, en seinna á Akademíinu. Hafnarár Ásgríms er saga fátæktarbasls og erfiðleika. Lista- maðurinn unjý átti ekkert til að lifa af, en hann átti volduga hug- sjón lil að lifa fyrir. Það var þessi hugsjón, sem hélt honum uppi ])egar fálæktin var allra átakanlegust og hugurinn reikaði heim, þar sem hann hefði j)ó gelað setið í upphitaðri stofu að afloknu dagsverki, og þar hefði hann líka getað borðað sig mettan af sæmi- lega góðum mat. En öllum þvílikum hvarflandi hugsunum vísaði Ásgrimur á hug, hann hafði sett sér ákveðið mark og stefndi að þvi með óhifandi viljafestu, sama hversu mikla erfiðleika það kostaði. Þrátl fyrir fálæktina og margskonar erfiðleika, sem steðjuðu að hinum unga listamanni er liann kom til Ivaupmannahafnar, var þó hinsvegar hamingjudraumur hans rættur, að því leyti, að héðan af varð ckki aftur snúið. Hin erfiða listamannsbraut vár þar mcð niörkuð, og hálfnað er verk j)á liafið er. Þarna úti sá Ásgrímur í fyrsta sinn listaverk erlendra meistara, og það þarf ekki að lýsa þvi, hve mjög þau höfðu áhrif á hina opnu og hrifnæmu listamannssál. t fyrstunni voru það hollenzku mál- ararnir klassisku, sem dróu að sér athygli Ásgrims og heilluðu hann, en seinna voru j>að þó frönsku málararnir, sem varanleg- ust áhrif höfðu á Ásgrím og unnu æ meir hug og hjarta hans. í fimm ár samfleytt dvaldi Ásgrímur í Ilöfn, og síðan alla velur lil 1908, en á sumrin dvaldi liann hér heima og málaði. Árið 1903 fór Ásgrímur í kynningarferð víða um Þýzkaland og skoðaði söfn i öllum helztu listaborgum Þýzkalands. Árið eftir fór liann aftur lil Þýzkalands i samskonar erindum. Þessi ferðalög liöfðu mikil og varanleg áhrif á Ásgrím, listaferil hans og stefnu. Þetta var einskonar vakning eftir langa kyrrstöðu, j>vi þarna opnuðust honum ný viðhorf bæði i málaralist samtíðar og fortiðar. Þó liafði ferð, sem liam'i fór til ítaliu árið 1908 enn djúptækári áhrif á Ásgrím, listþróun hans og listferil. Svo var mál með vexti, að konungskomuárið 1907, hlaut Ás- grímur ríflegan fjárstyrk. Fór oi-ðstír hans j)á vaxandi með hverju ári sem leið. Var Ásgrimi veittur 3000 króna fararstyrkur suður til Ítalíu. Fór Iiann víða um landið, dvaldi j)ó mest í Flórenz, Feneyjum og Róm, þar sem úrval af myndum klassisku meistaranna frá endurvakn- ingartimabilinu eru gcymd. Vetursetu hafði Ásgrimur i Róm, en vorið eftir hélt hann norður um aftur og alla leið til íslands. HérTiefir hann átt heima siðan, og dvalið hér i Revkjavik. Sið- astliðin tiu ár hefir hann haft vinnustofu í lnisinu nr. 70 við Berg- Botnssúlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.