Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 43
JÓLABLAÐ VÍSIS
43
lögin höguðu því svo, að hinir
deyjandi - menn háðu síðustu
magnvana baráttu sina við
dauðann í algeru myrkri, þar
sem ekkert mannlegt auga fékk
að vera vitni þessa átakanlega
harmleiks, sem háður var í ógn-
þrungnu byltandi æði hafsins.
ÞEGAR „HILDA“
LAGÐI ÚR HÖFN.
Að tuttugu og átta klukku-
slundum liðnuin gátu mennirn-
ir, sem björguðust, loks skýrl
nánar frá tildrögum slyssins og
einstökum atriðum þess. Til að
byrja með var frásögn þeirra
slitrótt og sundurlaus, en því
meir sem þeir komu til sjálfs
sín aflur, því betur skýrðust at-
vikin fyrir hugskotssjónum
þeirra. En þeir áttu lengi vel
erfitt með mál, það fór krampa-
kenndur titringur um andlit
þeirra, og augnaráð þeirra var
sljótt og framandi, eins og þeir
horfðu yfir í annan heim, hand-
an við það, sem mannlegt vit og
þekking náði.
„Hilda“ liafði lagt úr höfn í
Englandi á föstudagskvöldi, en
vegna þoku hafði skipið létt
akkerum og beðið undan South-
ampton og ekki farið framhjá
Needles Point fyrr en um sex-
leytið á laugardagsmorguninn.
Því sóttist ferðin seint og rok
og úfinn sjór hrölctu það jafn-
harðan til haka, svo það fæ.rð-
ist naumast úr stað. Fjallháar
öidur risu upp og ógnuðu skip-
inu, en það varðist allra álaga
og brotsjóa. Stundum kom
skuturinn upp úr og skrúfan
skrölti i lausu lofti. En það var-
ði ekki nema augnablik, skrúf-
an greip aftur'í, aldan fjarlægð-
ist og skipið brunaði með fullri
ferð áfram.
Svo komu nýjar gnæfandi
öldur og hröktu „IIilda“ til
baka.
1200 FIIANKAR
í SKÍRA GULLI.
Klukkan var langt gengin tíu
um kvöldið, þegar „Hilda“ —
með 127 farþega og 60 manna
áhöfn, fór framhjá Fréhelhöfð-
anum. Fannkoma var mikil og
rokið virtist fara vaxandi, en
þrátt fyrir það ríkti ánægja og
gleði um borð. Það var með
naumindum að skipverjarnir
fengju aftrað farþegunum að
fai'a upp á þilfar. Heimkoman.
virtist évo asstri, að baö kom
e&gum til hugar, að leggja sig
til svefns. Eftir kvöldmatinn
kepptust allir við að taka saman
pjönkur sínar, raða þeim niður
í töskur og læsa töskunum. I
samkvæmissalnum sátu menn
og konur i yfirhöfnum sínuin
tilbúið til landgöngu, þégar
komið væri í höfn. Þó voru
laukkaupmennirnir frá Roscoff
— 65 að tölu — enn rólegir og
létu fara vel uin sig. Þeir voru
auðþekktir á stuttu, fóðruðu
vestunum, svokölluðum Kan-
adavestum, sem þeir voru i, og
af leðurpyngjunum, sem dingl-
uðu troðfullar við -belti þeirra.
Verzlunin liafði gengið að ósk-
um, og seinna kom í Ijós, að
hver kaupmannanna bar á sér
1200 franka í skíru gulli. Sæmi-
leg fjárliæð og sæmilegur
þungi!
SKIPIÐ STRANDAR.
Gregory skipstjóri, sem nú
var að fara þúsundustu, og síð-
ustu, för sína á „Hilda“, var hinn
rólegasti. Hann hafði að vísu séð
fiskiskipin frá Cancale hrekj-
ast undan veðri og sjónum á
meðan bjart var um daginn, en
„Hilda“ var betra skip og hann
dró það ekkert í efa, að hann
myndi gisla Saint-Malo næstu
nótt. Samt stóð hann sjálfur á
stjórnpalli, því honum þótti
tryggara að hafa stjórn skips-
ins i eigin hendi.
Þeir voru konmir alveg upp
að vitanum, þar sem állinn var
allra mjóstur, þegar skipið tók
allt i einu að beygja. í sömti
andrá kom stýrimaðurinn ótta-
sleginn inn til skipstjórans,
fórnaði höndum til himins i
örvæntingu sinni og öskraði, að
stýrið væri brotið. Það skipti
ekki neinum togum, því á sama
augnabliki varð hræðilegur á-
rekstur, svo að skipið nötraði,
og það hrikti í hverju einasta
tré. Það var strandað. Kolsvart-
ur, ófrýnn kyndari kom hlaup-
andi upp á stjórnpafl og til-
kynnti, að vatn fossaði inn i
vélarúmið. Það var óðara gripið
til björgunarráðstafana og
hverjum einum fengið björgun-
arbelti. Að því loknu lél skip-
stjórinn senda neyðarmerki.
Nokkurar mínútur ótta og
skelfingar liðu. Þá kom svar úr
landi, neyðarmerkin höfðu sést
og það var ekki útlit fyrir ann-
að, en mennirnir i landi hefðu
skilið við hvað var átt. Svo
hættu inerkin að sjást. Farþeg-
arnir þustu upp á þilfar, þeir
þyrptust saman frammi á skip-
inu. Skuturinn byrjaði að
sökkva. Börn grstu hástöfum.
konur kjokruöu
„Hilda!£ gaf að nýju fra ser
neyðarmerki. Þeim var svarað
úr landi. En svo liættu þau. Það
sást ekkert nema myrkur —-
endalaust myrkur,
GLEÐILEG JÓL!
Sverrir Bernhöft h.f.
GLEÐILEG JÓL!
Sjóklædagerð Íslands h.f.
GLEÐILEG JÓL!
Eygló.
GLEÐILEG JÓL!