Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 39

Vísir - 24.12.1941, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ VlSIS 39 ÞEQAR HILDA FÓRST. ÖHUGNANLEG SÝN. Það bar við að morgni dags* iiins 20. janúar 1906, að toll- vörður nokkur, Mével að nafni og til heimilis í Saint-Cast á Bre- tagneskaganum, gekk fram með klettóttri strandlengjunni, eins og hann var vanur. Það var hyrjað að lýsa af degi og göngu- maðurinn horfði út til hafs, sem lá grátt og eyðilegl fyrir fótum hans, svo grátt og kyrrt, sem það er stundum á undan roki og fárviðrum. Allt í einu nam hann staðar. Hvaða skuggar voru þetta, sem bærðust þarna á öldunum? Það lýsj^ æ meir af degi. Mínútum saman stóð hann eins og negldur við jörðina og liorfði á þessa dularfullu sýn. Og allt í einu varð honum ljóst, að það sem hann sá þarna hreyf- ast fyrir framan sig, var það hræðilegasta, sem einn xnaður gat yfir liöfuð litið. Það var hópur dauðra manna með gal- opin starandi augu, og rennhlauta hárlokka, er lágu eins og þeir væru límdir niður á enni og liáls. Búkarnir stóðu uppréttir upp úr sjónum. en höfuðin ýnxist lotin fram á hringu eða reigð aftur á bak. Mével var orðinn fölur sem nár, hann rak upp skerandi neyðar- óp og fJýði sem fætur toguðu til þorpsins. Fólkið þyi’ptist út úr húsum. sinum, horfði óttaslegið á hlaupandi tollvörðinu og hlustaði undrandi á hræðsluóp lians. Það var öllum Ijóst, að maðurinn var orðinn vitlaus. Það var farið með hann heim til hans. Þar stamaði hann því upp, er hann hafði séð. Tveir menn voru skildir eftir til að gæla hins brjálaða manns, á meðan þorpshúarnir streymdu út með strandlengjunni til að vita, livers þeir yrðu vísari. Vofurnar í’ak til lands, fimrn og sex í lióp, en þegar þær konnx á grynningarnar, námu þæf staðar og höfuðin veltust til og fi’á eflir ölduganginum. Þessir vofuhópar komu æ fleiri utan af hafi, þeir sáust koma svo langt sem augað eygði. Lík- in vögguðu liægt og rólega und- an öldufallinu, likast sofandi manneskjum sem dotta, andlit- in voru föl og kinnfiskasogin, auguu iiinfallin, munnurinn hálfopiiln og varirnar blóðlaus- ar. Hendurnar héngu utan yfir kork fy 11 tum b j örgunarhrin g j - nnum, máttlausar niður með síðunum. En hvaðan har þá að, þessa einkennilegu fei’ðalanga? jOr hvaða dularfullu fei’ð komu þeir ? BORG SJÓRÆNINGJANNA. Boi’gin Saint Malo myndar þríhyrning, sem skerst út í haf- ið og varnar því, að það æði ó- hindrað leið sína. Gangi maður eftir einhverri af hinum þröngu götum horgarinnar, kernur manni ósjálfrátt til hugar, að einmitt þessi horg liafi verið tilvalinn staður fyrir sjóræn- ingja. Og mann grunar, að svo liafi einnig verið, þegar maður sér hin rikulegu liús og glæstu hallir, sem sjálfboðaliðar franska flotans hyggðu á veld- istímlim sinum. Þær eru reistar úr granít á háum hömrum eða klettasillum og niður i bergið eru grafin rammger skotvígi, svo að það gei’ði sér enginn leik að því, að sækja virkisbúa heim með ófrið í hug. Margar þess- ara gnæfandi halla geyma minn- ingu dæmafárra hetjudáða og margra göfugra, tápmikilla drengja. Varnarvirki eru hlaðin beggja megin með sjó fram, en yfir þá æddi grenjandi særok á stormasömum nóttum. UNDIRBÚNINGUR UNDIR JÓLIN. fbúarnir í Saint Malo voru i óða önn að búa sig undir jóla- hátiðina, því að 24. desember var kominn með öllu því amsti’i, ákafa og önnum. seni þessum degi er ævinlega samfara. Fólk- ið hraðaði sér venju fremur eft- ir götunum, því bráðum dimrndi, bi’áðum safnaðist fólk inni i húsuhi sinum umhverfis jólatréð og minntist fæðingar Jesú Krists fyrir rúmlega nítján öldum. Jafnvel iskalt særokið, sem hvitfyssaði inn yfir brim- garðinn og hvirfilbyljirnir, sem skullu snarpir en ói-eglulegir á húsaþökunum og soguðust íxið- ur í göturnai’, megnuðu ekki að tefja fei’ðir fólksins né liamla jólaönnum, þess. Vegfax’endur hnipruðu sig saman, beittu liöfði og herðum í vindinn og spyrntu sér móti veðrinu. Þeir vöfðu yfii’liöfninni að sér, liéldu i liöfuðföt sín, svo þau fykju ekki hurt og fikruðu sig áfram i skjóli við hrimgai’ðinn og hús- ið. Göturnar voru dimmar og umferðin var mikil. Öðru hvoru heyrðust glaðleg köll og rétl á eftir heyi’ðist svarað álíka hátt, en vindurinn feykti spurningum og svörum, út til hafsins, út í myi’krið og óendanleikann. Ó- tölulegur fjöldi fólks streymdi þctla kvöld heim lil notalegra heimkynna, heim i fögnuð og gleði jólanna. VEÐUR VERSNAR. Það var ekkert, sem skyggði né skvggt gat á jólagleði fólks- ins i Saint Malo. Veðrið var revndar vont, en það gerði ekk- ert til. Skuggaleg ský hafði drif- ið upp á himininn snennna um morguninn. Seinna um daginn hrevttist vindstaðan, vindurinn jókst og skýin lirönnuðust i þunga óveðurshoðandi hólslra. Blágrænar krappar öldur brotn- uðu á brimgöi’ðunum, en grá þokan grúfði sig yfir granít- klöppunum. Þrátt fyrir það lék ánægjubros um andlit fólksins og allir voru glaðir og ánægðir við vinnu sina. Frakklending- arnii’, sem unnu i þjónustu enska úlgerðarfélagsins „South- ern Raihvay", og meira að Ilrœðilegt sjóslys a jólunum fyrir 35 arum. Eftir Pierre Guillain de Benonville. segja Menguy, fyrrverandi skip- stjóri og núverandi hafnsögu-’ maður undruðust elcki neitt, þó Jxeir hefðu elcki orðið varir neinna ljósmerkja fi’á vitanum þess efnis, að Hilda væi’i að koma. Það var ofur skiljanlegt, að skipinu seinkaði eitthvað vegna þess, hve veðrið var vont, enda þótt þetta gamla trausla skijx, sem hélt uppi reglubundn- um ferðum á milli Southamp- ton og Sáinl Malo, hefði átt að vera komið í höfn þegar í dög- un um moi’guninn. En fólk ótl- aðist ekki um, það af þeirri á- stæðu, að því hafði aldrei lilckkst neill á, og það har traust lil Gregorv, sem Iiafði vex’ið skipstjóri á því undanfarin 35 ár. Það undraði sig ekki nokkur sála á því, þótt Menguy hafn- sögumaður gengi fram og aftur á hafnaihakkanum í þungum þönkum, þvi hann var vanur að flýja þangað undan konunni sinni, og nú hættisl grátt ofan á svarl, því að eiginkonur lauk- kaupmannanna frá Roscoff, er væntanlegir voru mcð „Hildu“, voru komnar heim til lians og hiðu þar masandi eftir mönn- um sínum. GLEÐILEG JÓL. Laukkaupmennirnir frá Ros- colf voru vanir því að fara hálf- um mánuði fyrir jól norður til Englands með laulcuppskeru sína og það var líka gömul venja, að lcoma úr þeirri fei’ð á aðfangadag jóla. Þegar eigin- konur lauksalanna væntu manna sinna, fóru þær i hóp- um niður til Saint Malo til að taka ú móti þeim. 1 lcvöld ætl- uðu þær, eins og venja var til, að halda jólin hátíðleg með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.