Vísir - 24.12.1941, Side 53

Vísir - 24.12.1941, Side 53
JÖLABLAÐ VÍSIS 53 geta svifið, — þessvegna biðja þeir ferju.--------En hvert er nafn þitt, kona góð? Tröllkonunni varð ógreitt um svör. — Já, hvað hún hét, ---------nú var svo langt um liðið frá því hún hafði heyrt sig ávarpaða með nafni. Þar að auki hafði hið vingjarnlega við- mót Sankti-Péturs lamandi ó- hrif á hugsanir hennar. — Eg — — — eg hefi víst gleymt þvi, — stnndi hún lágt. Mildri gremju brá fyrir i svip Sankti-Péturs. — Það er nú lakara, — sagði hann. — En við því er ekkert að gera i bili; það rifjast vonandi upp.----------- Hvar áttir þú heima? — — í Vonarskarði. — — Vonarskarði, — já einmitt það. Aldrei hefi eg heyrt það hæjarnafn fyr. Er sá bær sunn- an lands eða norðan?----------- — Hvorugt, — svaraði tröll- konan. — Vonarskarð er í miðju iandi. — — í miðju landi! — sagði Sankti-Pétur og var ekki lausl við að efalireim brygði fyrir í rödd hans. — Þar hélt eg vera öræfi ein og óbyggðir. — — Já, svaraði tröllkonan. — Það er á milli jökla. — Sankti-Pétur leit snöggt tii tröllkonunnar, björtu augun hans urðu hvöss og tortryggn- islegum svip brá á hið vingjarn- lega andlit hans. En er hann sá liversu einlæg og einfeldnisleg lnin var, urðu augu hans brátt mild og björt á ný og tortryggn- in þokaði úr svip hans fyrir nokkrum undrunar og óþolin- mæðisblæ. — Ojæja, — þetta lagast von- andi. En þú skildir þó víst ekki muna hvað þú varst í lifanda lifi, — eg á við, — hvaða starfa þú hafðir með höndum? — Varst þú húsmóðir, — vinnu- kona, — eða--------— og Sankti- Pétur hrosti kankvíslega. — Eða kannslce heimasæta? — — Eg —----------eg var tröll- kona. — Sankti-Pétur glápti á liana, orðlaus af undrun. — Tröll .... hvað ?------- — Tröllkona, — tröllkonan í Vonarskarði. — Sankli-Pétur skellti aftur kólfskinnu. Á svip hans mátti sjá, að nú finndist honum farið yfir þau takmörk, sem afsaka mætti með hugarróti því, er hinir snöggu flutningar, milli jarðríkis og himnaríkis kynnu . að orsaka. Hann hneppti að sér varðmálsjakkanum, steig stuttu skrefi nær henni og mælti þung- um rómi: — Lízt þér þann veg á mig, kona góð, að eg muni liklegur til að ti’úa hvaða þvættingi, sem vera skal? — Tröllkonan reis á fætur. Hún kunni því illa að orð hennar væru dregin í efa, og tók því skap hennar að hitna. Hvað vildi þessi gráskeggjaði karl- væskill vera að derra sig móti henni, — tröllkonunni? Enn einu sinni gleymdi hún með öllu að hún var dauð og naut ekki lengur líkamskrafta sinna. —- Já, tröllkona var eg og er eg, svaraði hún með slíkum áherzl- um, að Sankti-Pétri fór ekki að hlast á blikuna. — Tröllkona,--------ja, hvað heyri eg, sagði hann vandræða- legur, og klóraði sér í gráhærð- um kollinum. — Já, — þú verð- ur að afsaka, þó það komi nokk- uð flatt upp á mig. Þó að margs- konar gesti liafi hér að garði borið, þá liafa þó tröll eða tröll- konur aldrei lieimsótt okkur fyr. — Hann gekk aftur að púltinu og tók að fletta í bók- inni. — Eg er líka smeykur við að ekki sé búist við slíkum gest- um. — Að minnsta lcosti er enginn dálkur þeim ætlaður í þessari hók. ■—- Ja, þú ert vist á leið til himnaríkis ? — —- Já, þangað ætla eg mér, svaraði tröllkonan og lét engan hilbug á sér finna. — Já, hm.----------Það hlýtur að vera einhver misskilningur í þessu, kona góð. Eg hefi fengið strangar fyrirskipanir, sem eg . hlýt að framfylgja út i æsar. Á * leið til himnaríkis má eg elcki hleypa neinum, nema nafn hans sé áður skráð í þessa bók.------ Og eins og eg sagði, þá er þar enginn dálkur, — — — eg meina,----------það htur helzt út fyrir að ykkur hafi alsendis verið gleymt. — Því miður. — — Og er þá tilællunin að gera mig afturreka af þeim sökum? — sjiurði tröllkonan, og reyndi nú ekki lengur að leyna þykkju sinni. — Já, livað skal gera, — svar- aði Sankti-Pétur og var nú hinn ástúðlegasti. — Eg viðurkenni að þetta er leiðinlegur og slæm- ur formgalli; V en eg hefi mín- ar ströngu fyrirskipanir. — Því miður. —• Nú gaf tröllkonan skapi sínu alla tauma lausa. Henni svall móður, líkt og þegar hún á æskuárum þreytti fang við hamslausar frosthriðar. — Já, einmitt það.----------Þú ætlar að meina mér leið til himna- ríkis! — En mönnunum, — þessum velsælu vanþakklátu krílum, þeim eru ekki lagðar neinar hindranir í braul, þó þeir svo meti elcki allt það góða, sem Jesús Máríuson hefir fyrir LAUGAVEG 34. SÍMI 1300. Stofnsett 1921. Um jólin verða allir að vera hreinir og vel til fara. Send- ið okkur því fatnað yðar til kemiskrar hreins- unar, þá eruð þér viss um að fá vandaða vinnu. Hrein og vel pressuð föt auka ánæg.ju yðar og vellíðan. Sendum um land allt gegn póstkröfu. **V . »> Sækjum. Sími: 1300. Sendum. Höfum fyrir liggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvara frá Englandi og Ameríku: Til bygginga: Linoleum, gúmmídúka og filtpappa. Til húsgagnabólstrunar: Áklæði, sængurdúk, léreft, f jaðrir, saum, borða, hessían, bindigarn, saum- garn, krullhár, vatt, viðarull, leðurlíkingu, snúrur. Ennfremur: Gólfteppi, gólfdregla, flauel, saum* tvinna, vaxdúk, leðurlíkingu til bókbands, hessían til fiskumbúða, og annarra umbúða einnig strigapoka allar stærðir og gerðir o. fl. o. fl.------ ðfecMe^ ^6Í\ 6. V. .léll l\\SSO\ A Co. P. O, Box 655 — Reykjavík. 14

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.