Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 2
r
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974
r
U tvarpsumr æður
Jón Árnason:
Færum út í 200 mílur
I RÆÐU sinni í útvarpsumræðunum í gærkvöldi vék Jón Árna-
son að landhelgismálinu og sagði m.a., að enginn ágreiningur
væri um 50 mflna fiskveiðilögsöguna. „í dag talar enginn um 50
mílur,“ sagði ræðumaður, „margar þjóðir hafa fært út í 200 mílur
og væntanlega bætast Islendingar í hóp þeirra fyrir árslok.
Lúðvik Jósepsson segir, að það sé ekki tfmabært, af því að Bretar
hafi ekki lokið sínum samningstíma. Þetta er rangt. Margar þjóðir
beina nú flota sínum í vaxandi mæli á íslenzk fiskimið, samanber
austur-þýzka verksmiðjuflotann.
I þessum kosningum er um tvennt að velja, styrka stjórn
sjálfstæðismanna eða glundroða vinstri aflanna. Valið er auð-
velt.“ _____, , t___
Geirþrúður H. Bernhöft:
Lífeyrir aldraðs fólks og öryrkja
1 RÆÐU sinni f útvarpsumræðunum f gærkvöldi lagði Geirþrúð-
ur Hildur Bernhöft áherzlu á eftirfarandi: ! dreifibréfi Magnús-
ar Kjartanssonar til ellilffeyrisþega er farið rangt með staðreynd-
ir. Hámarkslffeyrir einstaklings var 9.800 kr. og hjóna 19.640 kr.
þegar vinstri stjórnin tók við af Viðreisnarstjórn en ekki 4.900
kr. fyrir einstakling og 8.820 kr. fyrir hjón eins og ráðherrann
heldur fram. Sfðan sagði Geirþrúður: t bréfi hæstvirts ráðherra
stendur ennfremur: Fyrsta verk núverandi rfkisstjórnar var að
heimila mér að gefa út bráðabirgðalög, þar sem bætur einstakl-
ings voru hækkaðar f 7.000 kr. og hjóna f 12.600 kr.
Hér er Magnús Kjartansson að eigna sér lög um tekjutrygg-
ingu. Það eru þau lög, sem samþykkt voru f ársbyrjun 1971 f tfð
Viðreisnarstjórnarinnar — áður en vinstri stjórnin tók við völd-
um. Tekjutryggingfn átti að koma til framkvæmda þann 1. janúar
1972, þegar tryggt væri, að fé væri fyrir hendi til að greiða þessar
Iffeyrishækkanir. En vinstri stjórnin tók við svo blómlegu búi að
eigin mati, að hún taldi enga ástæðu til að bfða og ákvað að hefja
greiðslur samkvæmt þessum lögum þann 1. ágúst 1971.“
Guðmundur H. Garðarsson:
Kjaraskerðing vinstri stjórnar
í RÆÐU sinni í útvarpsumræðunum gerði Guðmundur H.
Garðarsson grein fyrir sviknum loforðum vinstri stjórnar um
kjarabætur til handa launþegum og kjaraskérðingaraðgerðum
framsóknarmanna og kommúnista. Guðmundur sagði: „Forsætis
ráðherra hafði á vinstri stjórnar tímanum aðeins samband við
forystumenn kommúnista í verkalýðshreyfingunni, við aðra tal-
aði hann varla í 2'/í ár, eða þar til í sjónvarpinu fyrir skömmu, en
þá voru hann og Alþýðubandalagsráðherrarnir búnir að koma sér
saman um: að taka kaupgjaldsvfsitöluna úr sambandi, að skera
kaupgjaldsvísitöluna niður um 7'A stig, að ráðast að yfirráðarétti
sjóðfélaga lífeyrissjóðanna yfir 35% af ráðstöfunarfé sjóðanna,
að gengið skyldi lækka, að skera niður kauphækkanir umfram
20%, hvort sem það var hjá láglaunafólki eða öðrum. Allt eru
þetta atriði, sem Alþýðubandalagsráðherrarnir hafa fordæmt hjá
öðrum ríkisstjórnum, sem hafa átt við efnahagsvandamál að
glfma. Allt eru þetta kjaraskerðingaratriði, sem brjóta f bága við
frjálsan samningsrétt."
Geir Hallgrímsson:
Víðtæk þjóðarsamstaða
að baki styrkri stjórn
1 RÆÐU sinni f útvarpsumræðunum í gærkvöldi sagði Geir
Hallgrfmsson formaður Sjálfstæðisflokksins m.a.: „Sundruð
vinstri öfl, sem eru samsek um að koma hættuástandi á, eru ekki
megnug að leysa vandann... Eingöngu vfðtæk þjóðarsamstaða að
baki styrkri stjórn megnar að koma Islendingum út úr öngþveiti
vinstri stjórnar, tryggja fulla atvinnu og Iffskjör fólksins og
leggjagrundvöll að framfarasókn til bættra lffskjara og fyllra lffs
einstakiings sem þjóðarheildar. Sem eina heilsteypta stjórnmála-
aflið á Islandi er Sjálfstæðisflokkurinn einn megnungur að veita
þá forystu og sýna þá festu, sem nú er Iffsnauðsyn. Við leitum þvf
eftir stuðningi ykkar til þess að gegna þessu hlutverki f trausti
þess að við eigum samleið.
Við erum ein af fáum þjóðum f heimi, sem rétt hafa til að
ganga að kjörborðinu og velja okkur stjórn og stefnu. Neytum
atkvæðisréttar okkar þannig, að við treystum þennan rétt o’k'kar,
stjórnarfarslegt sjálfstæði, efnahagslegt öryggi, lýðræði og ein-
staklingsfrelsi.“
Ingólfur Jónsson:
Atvinna fyrir alla
í UTVARPSUMRÆÐUNUM í gærkvöldi sagði Ingólfur Jónsson
m.a.: „A árunum 1967 og 1968 missti þjóðin 50% af útflutnings-
tekjum sínum vegna geysilegs verðfalls á sjávarafurðum og
minnkandi sjávarafla. Þá voru erfiðleikar, þá var nokkurt at-
vinnuleysi og menn spyrja, hvað hefði núverandi stjórn gert
undir þeim kringumstæðum, þegar hún gefst upp f góðærinu?
Viðreisnarstjórnin gerði viðeigandi ráðstafanir til þess að bjarga
þjóðarbúskapnum og atvinnuvegunum. Og seinni hluta árs 1969
og 1970 og 1971 var atvinnulífið aftur í blóma, atvinnuvegirnir
stóðu traustum fótum og atvinna var fyrir alla. Það var aðeins á
Framhald á bls. 43
Samningur Magnúsar Kjartanssonar við Tékka:
Lagarfljótsvirkjun 100
millj. dýrari en þurfti
SU STEFNA Magnúsar Kjartans-
sonar iðnaðarráðherra að semja
fyrst og fremst við vélaframleið-
endur og verktaka frá löndum
Austur-Evrópu við virkjunar-
framkvæmdir hefur nú leitt til
þess, að Lagarfljótsvirkjun
verður a.m.k. 100 milljónum
króna dýrari en raun hefði orðið
á miðað við hagstæðustu tilboð
vestrænna fyrirtækja. Ef tekið
hefði verið tilboðum vestrænu
fyrirtækjanna, hefði virkjunar-
framkvæmdum verið lokið um
sfðustu áramót. Nú er hins vegar
fyrirsjáanlegt, að framkvæmdum
verður ekki lokið fyrr en um
næstu áramót eða 12 mánuðum
seinna en unnt var.
Tilboð f Lagarfljótsvirkjun
voru opnuð í október 1971. Miðað
við það hefði verið unnt að taka
ákvarðanir um hagstæðustu til-
boð í nóvembermánuði það ár.
Það var hins vegar ekki gert.
Ákvörðun um það efni var ekki
tekin fyrr en i byrjun febrúar
1972. Niðurstaðan var sú, að
ákveðið var að semja við
tékkneska verktaka um vélakaup.
Vestrænu verktakafyrirtækin,
sem jafnframt buðust til að
annast þessar framkvæmdir voru
frá Frakklandi, Spáni, Italíu,
Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkj-
Framhald á bls. 43
93% landsmanna
TÆP 93% landsmanna eru
félagar i þjóðkirkjunni, skv. skrá
yfir trúarsöfnuði 1. des. sl., sem
finna má í skýrslu, er lögð var
fyrir prestastefnuna nýlega. I
þjóðkirkjunni eru 197.436, en í
KARTÖFLUR
HÆKKA UM
67—75%
SMÁSÖLUVERÐ á kartöflum
hækkaði f sfðustu viku um hvorki
meira né minna en 75,5% sé mið-
að við 5 kg pakkningu.Hvert kg af
kartöflum kostaði áður f slfkri
pakkningu 9 krónur, en kostar nú
15,80 krónur. Var hins vegar
pakkningin helmingi minni, 2,5
kg, kostaði hvert kg áður 9,60
krónur, en kostar nú 16 krónur.
Hækkun hvers kg f 2,5 kg pakkn-
ingu er þvf tæplega 67%.
Þessar nýju og dýru kartöflur
eru nýjar ítalskar og sagði Þorgils
Steinþórsson hjá Grænmetisverzl-
un landbúnaðarins, að ástæðan
fyrir því, að þær væru dýrari,
væri, að þær væru nýjar. Kartöfl-
urnar, sem áður voru til sölu,
voru pólskar og eru þær nú upp-
seldar. ítölsku kartöflurnar eru
dýrari í innkaupi, en niður-
greiðsla á kartöflum hefur ekki
breytzt. Þorgils sagðist ekki hafa
nákvæmar upplýsingar um
krónutölu niðurgreiðslunnar á
hvert kg. en kvaðst ætla að hún
væri um það bil 20 krónur.
Eyjamenn í
Reykjavík!
VESTMANNAEYINGUM, sem
staddir eru f Reykjavfk, en eru á
kjörskrá f Suðurlandskjördæmi,
er bent á, að þeir geta greitt at-
kvæði utankjörstaðar f Hafnar-
búðum. Kjörstaður er opinn f dag
kl. 10—12, 14—18 og 20—22.
í þjóðkirkjunni
næststærsta söfnuði landsmanna,
Fríkirkjunni í Reykjavík, eru
6824. 1 fríkirkjusöfnuðinum í
Hafnarfirði eru 1779, 1555 eru f
Öháða söfnuðinum en 1309 í
kaþólska söfnuðinum. Aðrir
söfnuðir hafa mun færri félags-
menn. Aðventistar eru 635, hvíta-
sunnumenn 613 og vottar Jehóva
251. I Sjónarhæð á Akureyri eru
59 og jafnmargir eru i Bahaí
söfnuðinum. Fæstir eru í ása-
trúarsöfnuðinum eða 58. í öðrum
trúfélögum eru 204, en utan trú-
félaga eru 2288.
Tapaði launa-
umslagi sínu
UNGUR piltur tapaði í gær launa-
umslagi sínu með 7 þúsund krón-
um í, er hann var á leið úr vestur-
bænum að Orku við Laugaveg.
Nafn hans var á launaumslaginu.
Finnandi er vinsamlega beðinn
um að skila umslaginu á lögreglu-
stöðina.
„Nixon bað
fyrir kveðjur”
MYNDIN hér að ofan var
tekin við undirritun Ottawa-
yfirlýsingar NATO-rfkjanna f
Brússel á dögunum. Þar var
margt fyrirmanna saman
komið eins og sjá má á mynd-
inni, en af tslands hálfu sat
Pétur Thorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri, þennan fund f
f jarveru fslenzkra ráðherra.
„Já, við köllum hana gjarn-
an „fjölskyldumyndina", sagði
Pétur Thorsteinsson um hana f
viðtali við Morgunblaðið f gær.
„Myndatökunni var hespað af
strax eftir að yfirlýsingin
hafði verið undirrituð, þvf að
menn voru á hraðferð f veizlu
til drottningar. Maður hafðí
þess vegna ekki mikið af þess-
um þjóðarleiðtogum öllum að
segja, nema hvað Nixon kom
að máli við mig, minntist Is-
landsdvalarinnar hér f fyrra,
sem hann kvaðst hafa haft
mikla ánægju af og bað fyrir
kveðjur heim.“
Yfirlýsing frá
Gunnari Thoroddsen
UT AF fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu um væntan-
legan úrskurð Alþjóðadómstólsins í fiskveiðideilunni um 10. júlí
og æsiskrifum Tfmans og Þjóðviljans f morgun, vil ég taka þetta
fram:
1. Ég tel mjög ólíklegt, að á næstunni verði kveðinn upp
efnisdómur í málinu, en hugsanlegt, að dómstóllinn láti eitthvað
heyra frá sér um málsmeðferðina.
2. Ef dómur gengur okkur í óhag, yrði það fyrst og fremst að
kenna þeim óafsakanlegu afglöpum stjórnarflokkanna að van-
rækja að skýra og flytja málstað okkar.
3. Færi svb, sem ég tel samt afarólfklegt, að dómurinn gengi á
móti okkur, tel ég, að viðbrögð okkar ættu að vera þau, að lýsa
strax yfir 200 mílna landhelgi.
28. júní 1974.
Gunnar Thoroddsen.
)