Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 33 Finnbjörn Hjartarson, prentari: Arásin á íslenzka lýðveld- ið og rússneska hýenan Árás sú, sem nú er gerð á ís- lenzka lýðveldið, er ólfk öllum fyrri tilraunum til glundroða og skemmdarstarfs í islenzku þjóð- lífi, að því leyti, að henni er beint að börnum með meiri þunga en nokkru sinni áður. Og eru það Alþýðubandalagsmenn með lang- timamarkmið í huga, sem þar eru i fararbroddi. Bendir allt til„ að þessi ógeðfellda starfsemi sé kom- in frá aðalhugmyndasmið kommúnista og mesta hrímþurs íslenzkra stjórnmála fyrr og síð®.r, Magnúsi Kjartanssyni. Þráðurinn að ofan I gamalli lestrarbók er saga um könguló, sem spann sig niður úr háum kletti og óf vef sinn niður við jörð. Hafði hún þráðinn að ofan sem aðaluppistöðu og átti þar sitt bú. Eitt sinn löngu seinna, er hún fór um vefinn til lagfæringa, kom hún að þræðinum að ofan og gat ekki betur séð en hann lægi beint upp í himininn. Köngulóin sá ekki, að þessi þráður gerði neitt gagn og klippti því á þráðinn að ofan. En í sömu andrá lá heimili hennar í rústum. Hún hafði gleymt, hvaða hlutverki hann gegndi. Þessi dæmisaga er um okkar eigið þjóðfélag í hnotskurn. Og sá þráður, sem heldur þjóðfélagi okkar er kristnin, siðfræði hennar, og með henni lýðræðið og sjálfstæðið. Þetta er sá þráður, sem heldur uppi þjóðfélagskerfi okkar. Þetta þjóðfélagsform ætlumst við til, að standi um alla framtíð, og þá þýð- ir ekki að hampa þeim mönnum, sem ætla að leggja það í rúst, vilja lýðræðið feigt. Eða eins og for- maður kommúnista, og puntu- drengur þeirra Ragnar Arnalds sagði ekki alls fyrir löngu, að það væri engin launung á því, að þeir berðust fyrir því, að komið yrði á sósíalisma á íslandi. Þetta jafn- gildir því, að lagt yrði til við bændur, að fluttir yrðu inn úlfar til aðgæta sauða þeirra. Komúnistar gera iðulega grín af þeim stjórnmálamönnum, sem vitna til Biblíunnar og sækja þangað fróðleik og vizku. En þeg- ar óbreyttir fylgismenn kommún- ista tala um þekkingu „hrímþurs- ins“ á ritningunni, þá stirnir á augun og hann talinn svo „ákaf- Iega og fjarskalega" vel lesin í Biblíunni. Þá er ekki gert grin að vizkunni þaðan. Nú vita allir Is- lendingar, sem á annað borð fylgjast með stjórnmálum, að áð- urnefnd persóna er vel lesin í Biblíunni og notfærir sér hana til framdráttar sér. En gera menn sér ljóst til hvers hann notar þekkingu sína? Það er nú að koma í ljós. Hann ætlar að nota hana til að klippa á þráðinn að ofan. Og hann ætlar að nota börnin sem verkfæri. Það á að villa svo um fyrir börnunum, að þau gleymi þræðinum að ofan, og f fyllingu tímans klippi sjálf á þráðinn, óvitandi um hlutverk hans. Skátahreyfingin fer ekki einu sinni varhluta af áróðri kommún- ista. Þar mun vera í athugun að leggja niður skátaheitið, þvf að þar er minnst á Guð og skyldur við ættjörðina, og hætta sameigin- legum kirkjuferðum. En svo að börn og unglingar fari ekki á mis við trúarbrögð og trúarathafnir, hefir Magnús Kjartansson með aðstöðu sinni sem ráðherra komið á fót heiðingjatrúflokki. Það sakar ekki að geta þess, að nú í vor hélt Dagur Þorleifsson, blm. á Þjóð- viljanum, erindi um trúarbrögð f útvarpið, þar sem Kristur var ekkert meira metinn en hug- myndasmiðirnir Thao og Búdda, nema síður væri. Dagur er einn aðalmaðurinn f Ásatrúarsöfnuð- inum og skósveinn Magnúsar á Þjóðviljanum. 1 þessari iðju sinni er Magnús Kjartansson dyggilega studdur af rússnesku fréttastofunni Novosti. Þarf ekki annað en að fletta síð- ustu tölublöðum barnablaðsins Æskunnar til að sannfærast um það. Inn í það er lætt grein eftir grein um ágæti uppeldisaðferð Rússa og hve rússnesk börn eiga mikið flokknum að þakka. Einnig hafa þeir komizt með boðskap sinn í útvarpið. A þessum velli eru Rússar góðir, þar sem fyrir- staðan er minnst, hjá ungviðinu. Rússadindlar f sjónvarpinu Arni Bergmann átti nýlega viðtal við rússaagent f sjónvarp- inu. Sá lýsti ágætlega vinnubrögð- um Rússa, líkti Rússum óbeint við hýenur. Aðspurður um sambúðina við Kína sagði hann, að strfð milli sósfalskra rfkja væri óhugsanlegt. Þetta er hrein og klár lygi. Um það vitna dæmin frá Berlín, Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu. Rússar þora bara hreinlega ekki að ráðast á Kína. Vita sem er, að mótstaðan þar er of mikil og Kín- verjar eru vopnuð þjóð. Hinar þjóðirnar voru það ekki, og það eina, sem það fólk gat gert, var að brenna sig til bana. Á þeim velli voru Rússar góðir, þar sem veikburða þjóðir börðust fyrir auknu frelsi. Sjá menn ekki líkinguna? Hýenan ræðst aðeins á lasburða og sjúk dýr og svo ungviðið, sem dregst aftur úr. Og líklega sjá Rússar og Magnús Kjartansson, að síðustu þrjú ár hafa Islending- ar verið að dragast aftur úr, og innan skamms verði Island orðið meðfærileg bráð. VEL HEPPNUÐ BÆNDAFÖR NÝLOKIÐ er vel heppnaðri ferð bænda og kvenna þeirra til Norðurlandanna. Með ( förinni voru 142, þar af tæplega 60 hjón. I ferðínni voru bændur af öllum landshornum, en flestir þó frá Suðurlandi og f förinni var hópur kartöflubænda úr Þykkvabænum, sem voru að endurgjalda heim- sókn frá Noregi f fyrra. Alls stóð ferðin f 12 daga og voru móttökur alls staðar mjög góðar að sögn Agnars Guðnasonar búnaðarráðu- nauts, sem var fararstjóri. Ferðin hófst í Osló, en þaðan var farið um ýmis héruð í Noregi og Svíþjóð og endað f Kaup- mannahöfn. Gafst mönnum vfða kostur á að skoða sig um og sáu bændur m.a. nýtízku sláturhús, mjólkurbú, grænmetismóttöku og kjötiðnaðarstöð. Þá fór nokkur hópur á landbúnaðarsýningu í Óð- insvéum í Danmörku, en aðrir nutu gestrisni íslenzku sendi- herrahjónanna í Kaupmanna- höfn, Sigurðar Bjarnasonar og frú Ólafar Pálsdóttur. Ferðir sem þessi eru nú orðnar fastur þáttur í starfi Búnaðarfé- lagsins og er jafnan mikil eftir- spurn eftir því að komast í þær. Erlendar bækur Eg heiti Asher Lev eftir Chaim Potok, bandariskan rithöfund af Gyðingaættum. Bókin er einnig að koma út hjá Penguin á Bretlandi og hafði áður fengið geysilega góðar móttökur í Bandarfkjunum og þótt hin merkasta. Þama er les- andinn leiddur inn f heim strangtrúaðra Gyðinga í Banda- ríkjunum, sem halda f heiðri öllum gyðinglegum siðum. Sögupersónan Asher Lev er ungur dregnur þegar sagan hefst, faðir hans er á sffelldum ferðalögum fyrir rabbfninn, sem erhæstráðandinnf hverju máli, móðir drengsins verð- ur sinnisveik við sviplegt frá- fall bróður síns og þeir feðgar verða að standa saman f veik- indum hennar. Af henni bráir og föður drengsins býðst vinna f þágu Gyðingasamtaka í Evrópu, en vegna andúðar drengsins fer faðirinn sfðar einn. I ljós kemur, að drengurinn er gæddur hæfileikum til að teikna og mála og það fær vafa- saman hljómgrunn hjá strang- trúuðum Gyðingum og faðir hans telur það hina mestu bölv- un, sem yfir sig hafi gengið, að hæfileikar drengsins skuli beinast í þá áttina. Ekki nóg með það, hann sýnir áhuga á að teikna myndir á sérstæðan hátt og til að kóróna allt fer hann að gera myndir eftir frægum myndum af Jesú Kristi, en „veiztu það drengur minn, hversu miklu Gyðingablóði hef- ur verið úthellt í nafni þess manns“ eins og faðir hans orðar það. Móðir hans, sem hefur náð heilsu, leggur fyrir sig nám til að aðstoða eiginmann sinn f starfi, og hún er eins og milli steins og sleggju. Hún skilur löngun sonar síns og hvetur Bilde av et eftir Kristi Blom Sjur, tvítuga norska stúlku, og er þetta frum- raun hennar sem rithöfundar. Kom bókin út á forlagi Aschehaugs seint f s.l. ári. Hún segir sjálf, að þetta sé „sjálfsævisögulegt ævintýri." Hún kveðst hafa byrjað að skrifa til að átta sig á sjálfri sér og umhverfi sínu. Aðalper- sónan í bókinni er stúlka, sem sér framundan beinan, breiðan veg: „Veg eins og ég hafði alltaf ímyndað mér að lægi til himnaríkis. Bjartan og breiðan og glampandi í heitu sólskini." Á leið sinni um þennan veg hittir hún fyrir fólk af ýmsu tagi og af samskiptum við þetta fólk, ungt sem gamalt, breytist hann, en hún skilur einnig for- dæmandi afstöðu manns síns og reynir að lægja öldurnar, með litlum árangri þó. Drengurinn fer í Iistnám hjá þekktum mál- ara, sem er einnig af Gyðinga- ættum og hefur brotið allar brýr að baki sér gagnvart sam- félagi Gyðinga með því að leggja stund á málaralist. Asher Lev fer síðar til Evrópu, en heldur sýningar f Bandaríkj- unum við mikinn orðstír. En myndir hans „Brooklynkross- festingarnar" vekja mikla at- hygli og þegar bókinni lýkur er Asher Lev á förum aftur frá Bandarfkjunum. Landar hans hafa fordæmt list hans, aðrir hampa honum, hann getur ekki sætt sig við þær hömlur, sem trú og siðir feðra hans setja honum, „hann málar góðar myndir og veldur sfnum nán- ustu sársauka". En köllun hans sem listamanns verður öðru sterkari og enda þótt hann geri sér útskúfun sfna ljósa, togar í hann afl öðru sterkara og hann heldur á braut. Bókin er ekki aðeins mjög skemmtileg aflestrar, hún leið- ir lesandi inn í nýjan heim, þar sem lifað er og hugsað og hrærzt á allt annan hátt en hjá kristnum mönnum. Bókin lýs- ir á sannfærandi hátt baráttu Ashers Lev til að ná árangri á listasviðinu og mjög sann- ferðuglega er frá því sagt, þeg- ar hann heldur á brott frá heimkynnum sínum, alfarinn að öllum lfkindum til að þjóna því eina, sem skiptir hann máli í lífinu. Þessi bók er gefin út hjá for- lagi Ashehaug & Co í Noregi og um þýðingu á norsku sáu Anders og Inger Hagerup og fæ ég ekki annað séð en hún sé bæði lipur og litrík. menneske hún — að nokkru leyti með- vitað — og verður fær um að slíta sig lausa frá allri yfir- stjórn og stirðnuðu kynjamis- rétti. Mér skilst að bókin hafi fengið góða dóma í Noregi og þótt gefa bendingu um hæfi- leika hinnar ungu skáldkonu. Hún er í bland Ijóðræn, en stundum full áreynslukennd og kannski dálftið þreytandi á köflum. Vandvirkni Kristi Blom Sjur þarf ekki að draga f efa. Hún er lofsverð, en hefur einnig þær afleiðingar, að ég hafði á tilfinningunni að fersk- leiki bókarinnar hefði að nokkru leyti farið forgörðum í öllu nostrinu. h.k. Hver ræður yfir Björgu og Unni? Eftir Liv Költzow Þetta er önnur bók Liv Kölzows. Sú fyrri hét „Öyet i træet“ og kom út fyrir fjórum árum. Þótt útkoma þeirrar bók- ar hinn merkasti viðburður og enginn byrjendabragur á henni. Þessi nýjasta bók henn- ar er einnig mjög haglega skrif- uð. Sögupersónurnar eru tvær ungar konur, Björg og Unnur. önnur er gift hin ógift móðir. Þær hafa báðar við sín vanda- mál að glfma. þótt þau virðist af ólíkum toga spunnin við fyrstu sín. Ákveðnar framkvæmdir i hverfinu, sem þær eiga heima í, gera þeim ljóst, að hópur kvenna, giftar eða ekki, eiga við sama vandann að etja. Deil- ur innan heimilisins, gremja yf- ir karlmönnum, sem sífellt þurfa að masa um stjórnmál, víkur fyrir gleggri skilningi á því, hversu mjög einmitt pólitíkin grípur inn í þeirra eig- ið lff. Þetta er ekki „rauðsokka- bók“,en aftur á móti lýsir hún á mjög skýran og lipurlegan hátt hversdagslegri baráttu tveggja kvénna — sem eru reyndar samnefnari fyrir fleiri kynsyst- ur sínar — og eru báðar dálftið að brjóta heilann um lffið og tilveruna og sjálfar sig og þar af leiðandi er bókin — fyrir utan að vera skemmtileg af- lestrar ágætt innlegg f jafnrétt- indamál kynjanna. Það er Aschehoug & Co., sem gefur bókina út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.