Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 dagsmorgni, því að kassarnir úr Austur-Skaftafellssýslu verða þá vart komnir til Seyðisfjarðar, þar sem talið verður, fyrr en undir morgun. Um 7000 manns eru á kjörskrá í Austurlandskjördæmi. Suðurlandskjördæmi. Talning atkvæða í Suðurlands- kjördæmi fer fram á Hvolsvelli. Páll Hallgrímsson á Selfossi for- maður yfirkjörstjórnar Suður- landskjördæmis sagði Mbl., að flogið yrði með atkvæðin úr Eyj- um og ætti talning að geta hafizt um nóttina, en í kjördæminu eru um 40 kjördeildir. Fámennasta kjördeildin í kjördæminu er i Sel- vogshreppi, þar sem búa um 25 manns og atkvæði greiða um 15 manns. Talningu miðaði síðast mjög hægt í Suðurlandskjördæmi og bárust lokatölur þaðan síðast allra kjördæma. Að sögn Páls Hallgrfmssonar verður nú allt gert til að slíkt endurtaki sig ekki. „Við reynum að strekkja ekki eins taugarnar í fólki og við gerð- um síðast, þegar talningin dróst á langinn," sagði Páll. Reykjaneskjördæmi. Atkvæði úr Reykjaneskjör- dæmi verða að vanda talin f Lækjarskólanum í Hafnarfirði. Guðjón Steingrímsson í Hafnar- firði, sem sæti á í yfirkjörstjórn kjördæmisins, sagði Mbl., að talning ætti að geta hafizt um kl. hálf eitt, þegar öll atkvæði hefðu borizt til Hafnarfjarðar. Lögreglubílar verða í Kjós og á Suðurnesjum og munu flytja at- kvæðakassana til Hafnarfjarðar jafnskjótt og kjörfundi lýkur. Reykjavfk. Talning atkvæða í Reykjavík fer fram í leikfimisal Austur- bæjarskólans eins og venja er. Fer talningin fram með venjuleg- um hætti, að sögn Hjartar Torfa- sonar, sem sæti á í yfirkjörstjórn Reykjavíkur. Kössum verður safnað saman í skólum borgar- innar milli kl. 6 og 7 og ekið í Austurbæjarskólann, þar sem talning hefst um kl. 7. Fyrstu tölur úr Reykjavík ættu að berast strax upp úr kl. 11 og talningu ætti að vera lokið, ef vel gengur, um kl. 3—3.30. Fornleifarannsóknir á elzta bæjarstæði Reykjavfkur eru nú hafnar á ný. Það er sænski fornleifafræðingurinn Else Nordahl, sem stjórnar rann- sóknunum og er þetta fjórða sumarið, sem hún kemur hing- að til að hafa umsjón með þessu verki. 1 ár verður ein- göngu grafið f Suðurgötu, en f fyrrasumar var grafinn þar upp helmingur skálabygging- ar og sumarið 1972 fundust þar leifar eldstæðis af fornri gerð. Miðar uppgröfturinn f sumar að framhaldsrannsókn- um á þessu tvennu. Af þeim svæðum, sem könn- uð hafa verið í Reykjavík, hef- ur Suðurgata reynzt hafa mest- ar menjar um búsetu frá ýms- um skeiðum, allt frá landnáms- öld fram til loka 15. aldar. í fyrra fannst þar glerperla, sem talin er vera frá víkingaöld, og járnöxi með leifum af tréskafti frá 10. öld. Þá hafa þar verið grafnar upp tvær smiðjur, sem báðar eru eldri en Kötlugos í lok 15. aldar. í fyrrasumar fannst einnig torfveggur með landnámsösku í, sem Else og aðstoðarfólk hennar telja lík- legt, að sé annar gaflinn úr húsinu með eldstæðinu, sem fannst sumarið ’72. 1 fyrra var ekki unnt að halda áfram rannsóknum á eldstæðinu og skálanum þar er hvort hveggja lá undir lóðina að Suðurgötu 3, en tilskilin leyfi til framkvæmda þar voru þá ekki fyrir hendi. Nú hefur hins vegar fengizt leyfi til framkvæmda á lóðinni og í stað hrörlegra kofa, sem þar stóðu áður, er nú komin mynd- arleg hola og Else og aðstoðar- fólk hennar geta nú óáreitt haldið áfram rannsóknum sín- um þar sem frá var horfið. Rannsóknum í Aðalstræti lauk að fullu í fyrra og virðast allar líkur benda til, að elztu mann- vistarleifar f Reykjavfk sé að finna, þar sem rannsóknir standa nú yfir í Suðurgötu. Else Nordahl við eldstæðið forna í Suðurgötu. flogið með kassa frá Stranda- sýslu, Barðastrandarsýslu og Inndjúpi ef veður leyfir, en annars verður að aka með kassana og tefst þá talningin eitt- hvað. Víða eru fámennar kjör- deildir í Vestfjarðakjördæmi, 17 manns eru á kjörskrá í Djúpa- víkurhreppi, 18 i Mýrarhreppi á Ingjaldssandi, 18 í Bakkakjör- deild i Ketildælahreppi (þar sem Hannibal Valdimarsson býr). í Flatey greiða 28 manns atkvæði, en þaðan verður að flytja at- kvæðin sjóleiðis. AIls er kosið á 39 stöðum I Vestfjarðakjördæmi, en kjördeildir eru nokkru fleiri, á Isafirði eru t.d. fjórar deildir. i siðustu alþingiskosningum var búið að telja öll atkvæði úr kjör- dæminu siðdegis á mánudegi og sagði Guðmundur Marinósson, að vart mætti búast við úrslitum miklu fyrr nú en þá, enda þótt allt yrði gert til að flýta fyrir, sem hægt er. Norðurlandskjördæmi vestra Jóhann Salberg formaður yfir- kjörstjórnar Norðurlandskjör- dæmis vestra sagði, að talning í sínu kjördæmi hæfist strax um nóttina eftir kosningarnar og yrðu allir atkvæðakassar sendir tafarlaust til Sauðárkróks, þar sem talið yrði. Alls eru 38 kjör- deildir í kjördæminu, en lengst er að fara með atkvæðakassana úr Staðarkjördeild I V-Húnavatns- sýslu. Öllum kössunum verður ekið með bílum, en þó er notkun flugvélar f athugun. Að sögn Jóhanns verður reynt að ljúka talningunni strax um nóttina, en um 6100 manns eru á kjörskrá i kjördæminu. Norðurlandskjördæmi eystra Um 13400 manns greiða at- kvæði í Norðurlandskjördæmi eystra í 44 kjördeildum. Fyrir- hugað er að nota flugvélar við söfnun atkvæðakassa frá Grímsey og kauptúnunum f austurhluta kjördæmisins, Þórshöfn, Raufar- höfn og Kópaskeri og jafnvel einnig frá Húsavfk. Talið verður í Oddeyrarskólanum á Akureyri og gerði Ragnar Steinbergsson for- maður yfirkjörstjórnar kjör- dæmisins ráð fyrir, að hægt yrði að byrja að telja skömmu eftir að kjörfundi lyki, kl. 11. Ef ekki verður flugfært til Grímseyjar má gera ráð fyrir, að varðskip verði notað til að sækja atkvæðin þangað, en þar greiða 42 kjósendur atkvæði. Fámennasta kjördeildin er Fjalla- hreppur, þar sem 20 manns eru á kjörskrá. I síðustu kosningum voru öll atkvæði komin til Akur- eyrar um kl. 1.30 og talningu lokið um kl. 4 og sagðist Ragnar vonast til, að henni lyki ekki síðar nú. Ef ekkert yrði hægt að nota flugvélar mætti þó búast við, að úrslit lægju ekki fyrir fyrr en um kl. 7 að morgni. Austurlandskjördæmi. Fámennasta kjördeildin á landinu er vafalaust Grundar- kjördeild í Mjóafjarðarhreppi, en þar greiða atkvæði vitavörðurinn á Dalatanga og fjölskylda, samtals fjórir. í Austurlandskjördæmi er kosið á 36 stöðum og verða notaðar flugvélar ef flugveður verður til að sækja atkvæðin lengst að, úr Austur-Skaftafells- sýslu, Vopnafirði og e.t.v. vfðar, að sögn Erlends Björnssonar for- manns yrfirkjörstjórnar kjör- dæmisins. Ef allt gengur eins og bezt verður á kosið ætti talningin að geta hafizt milli kl. þrjú og fjögur og ætti þá að vera lokið milli klukkan fimm og átta að morgni. Ef ekki verður hægt að fljúga verður sennilega ekki byrjað að telja fyrr en á mánu- Talningu í öllum kjördæmum landsins verður flýtt svo sem kostur er að loknum kosningunum nk. sunnudag. Ef veður leyfir verða flugvélar notaðar í nokkrum kjör- dæmum til að koma atkvæðakössum frá afskekktum stöðum, þangað sem talið verður, en jafnframt verður notazt við bíla og báta. Kjörstjórnir í öllum kjördæmum hafa að undanförnu unnið markvisst að undirbúningi kosninganna og Mbl. hafði samband við fulltrúa í kjör- stjórnum allra kjördæma til að spyrjast fyrir um at- kvæðatalninguna. Vesturlandskjördæmi í Vesturlandskjördæmi verður talið í Borgarnesi og hefst talning um leið og öll kjörgögn hafa borizt kjörstjórninni. AUs eru um 40 kjördeildir í Vesturlandskjör- dæmi, þar af tvær á Akranesi. Um 7900 manns eru á kjörskrá í kjör- dæminu, en fámennasta kjör- deildin mun vera í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, þar sem 24 eru á kjörskrá. Síðast lauk talningu í Vesturlandskjördæmi kl. rúmlega 9 á mánudagsmorgni, en að sögn Stefáns Sigurðssonar á Akranesi formanns yfirkjörstjórnar í kjör- dæminu verður allt gert til að hraða talningunni sem mest, þannig að ef vel gengur ættu loka- tölur nú að berast úr Borgarnesi síðari hlutar nætur. Eins og annars staðar annast lögreglan söfnun kjörkassanna úr kjör- deildunum og kemur þeim i Borgarnes. Ekki er gert ráð fyrir notkun flugvéla við flutning at- kvæðakassa í þessu kjördæmi. Vestfjarðakjördæmi Atkvæði úr Vestfjarðakjör- dæmi verða talin í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Að sögn Guðmundar Marinóssonar formanns yfirkjör- stjórnar í kjördæminu verður 800 nemendur í Hagaskóla Atta hundruð nemendur voru í Hagaskóla sl. vetur, en skólanum var slitið 31. maf. 208 nemendur luku prófi úr 1. bekk. Hæstu einkunn hlaut Sigrfður Kristjánsdóttir, 9.20. Að þessu sinni tóku 230 nemendur unglingapróf og hæstu einkunn hlaut Ingibjörg Skúladóttir, 9,28. I þriðja bekk tóku 228 nemendur próf, þar af 114 í landsprófsdeild. í almennri bóknámsdeild og verzlunardeild gengu 94 nemendur til prófs — 87 stóðust prófið. Hæstu einkunn hlaut Guðjón Ríkhárðsson, 8.25. 20 nemendur tóku próf í framhaldsdeild og af þeim náðu 12 inngöngu í 4. bekk. 114 nemendur tóku landspróf miðskóla. 81 hlaut framhaldseinkunn í fyrstu atrennu, en 15 að auki hafa heimild til að endurtaka próf að hluta eða ljúka sjúkraprófum. Hæstu einkunnir hlutu Finnur Svein- björnsson og Ásgeir Jónsson, 9,2, í landsprófsgreinum. Gagnfræðapróf þreyttu 123, en alls stóðust 115 prófið. Þar hlaut hæstu einkunn Anna Steinunn Ölafsdóttir, 8.35. ingur æf ður EINS OG komið hefur fram f fréttum hefur verið ákveðið að senda póst frá Reykjavfk til Skagafjarðar með sérstakri ferð á hestum f tilefni þjóðhátfðarársins. Verður farið frá gamla póst- húsinu f Reykjavík 3. júlf og komið að Vindheimamelum f Skagafirði 13. júlf. Farið verur með eitt tonn af pósti á 20 hestum, en 3 hestar munu bera útbúnað póstmanna og aðrir tveir hafðir til taks, ef á þarf að halda. Leiðangursmenn, sem verða sex, munu sfðan hafa þrjá hesta hver til reiðar. Nýlega var haldin æfing á þessum flutningum, þar sem athuguð voru viðbrögð hestanna við því að bera póstkassa. Var með- fylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Á myndinni eru Sigurður Björnsson frá hestamannafélaginu Gust, Sigurður Kjartansson frá sama félagi og Þorlákur Ottesen frá Fák, en hann verður leiðangursstjóri norður. Aðrir f ferðinni verða Magnús Þórðarson frá Fák, Kristinn Þorgeirsson frá Herði og Þórður Jónsson frá Herði. Fólk getur komið bréfum með þessari ferð hvert á land sem er, en hér er um að ræða ábyrgðarpóst og kostar 200 krónur undir hvert bréf og verður að frímerkja bréfin þeirri upphæð. Bréf sendist pósthúsinu merkt „hestapóstur.” Talningu alls staðar Hring urinn Hestapóstflutn- hraðað sem kostur er Fámennasta kjördeildin með 4 kjósendur þrengist um Ingólf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.