Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 3 Geir Hallgrímsson í sjónvarpsumræðum; „Ég mundi ekki lilíta uppkvaðningu dóms alþjóðadómstóls á móti okkur” 1 SJÖNVARPSÞÆTTI sl. mið- vikudagskvöld lýsti Geir Hail- grfmsson formaður Sjálfstæðis- flokksins yfir þvf, að hann mundi ekki hlfta uppkvaðningu dðms al- þjóðadómstóisins f Haag á móti okkur varðandi 50 mflna útfærsl- una. Geir Hallgrfmsson lýsti jafn- framt ábyrgð á hendur núverandi ríkisstjórn, ef dómur yrði kveð- inn upp okkur f óhag, þar sem rfkisstjórnin hefði ekki látið flytja mál okkar fyrir dómnum. Orðrétt sagði Geir Hallgrímsson í sjónvarpsumræðunum sl. mið- vikudagskvöld í svari við fyrir- spurn frá Lúðvík Jósepssyni varð- andi það, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn vildi hlíta dómi al- þjóðadómstóls, ef hann gengi Enn ein póli- tísk embætta- veiting Ólafs SAMKVÆMT áreiðanlegum upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, hefur Ölafur Jóhannes- son, dómsmálaráðherra, ákveðið að veita Sigurði Gizurarsyni, lög- manni, embætti sýslumanns f Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta á Húsavfk. Hins vegar ætlaði ráðherrann sér að fela þessa embættaveitingu þar til eftir kosningar og er þetta enn eitt dæmi um, hvernig Ölafur Jóhannesson beitir valdi sfnu til þess að upphefja pólitfska gæð- inga f embættaveitingum, þar sem fjölmargir aðrir umsækj- endur höfðu lengri starfsaldur og starfsreynslu að baki en fram- sóknarmaðurinn Sigurður Gizurarson. Umsækjendur um sýslumanns- embætti þetta voru sjö: Andrés Valdimarsson sýslumaður, Björn Friðfinnsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Frið- geir Björnsson mótframbjóðandi Ölafs í Norðurlandskjördæmi vestra, Guðmundur Jóhannesson fulltrúi bæjarfógetans í Hafnar- firði, Sigurður Hallur Stefánsson, fulltrúi bæjarfógetans f Hafnar- firði og Sveinn Haukur Valdi- marsson hæstaréttarlögmaður. I þessum hópi umsækjenda eru a.m.k. þrír menn, sem eiga að baki áralangt starf f þjónustu hins opinbera þ.e. Andrés Valdi- marsson, Sigurður Hallur Stefánsson og Guðmundur Jóhannesson en Sigurður Gizurarson hefur aðeins starfað Rafvirkjar mótmæla vísitölu- skerðingu Á AÐALFUNDI Félags íslenzkra rafvirkja, sem haldinn var hinn 27. júní sl., var gerð svofelld ályktun: „Aðalfundur Félags ís- lenzkra rafvirkja haldinn 27. júní 1974 mótmælir harðlega því, að vísitölustig, sem til greiðslu áttu að koma 1. júnf, hafa verið felld niður. Fundurinn hvetur önnur verkalýðsfélög til að gera slíkt hið sama og^bendir á, að kjarabætur verða ekki taldar upp úr köss- unum heldur einungis með virkri baráttu verkalýðsins." mjög stuttan tíma hjá hinu opin- bera. Hafi hins vegar sjónarmið dómsmálaráðherra verið það að skipa í þetta embætti mann með reynslu í lögmannsstörfum er ljóst, að Sveinn Haukur Valdi- marsson, hrl. hefur miklu lengri starfsaldur og starfsreynslu að baki á þeim vettvangi en Sigurður Gizurarson. Að framansögðu er því alveg ljóst, að hér er um enn eina póli- tiska embættisveitingu að ræða hjá Ölafi Jóhannessyni og er riú skammt stórra högga á milli, skemmst að minnast þess, er framsóknarmaðurinn Friðjón Guðröðarson var skipaður lögreglustjóri á Höfn í Horna- firði. gegn okkur. Geir Hallgrímsson sagði: „Varðandi fyrirspurn hans um 50 mílurnar, þá er hann að mála grýlu á vegginn, sem er al- veg ástæðulaust. Hann er að tala um alþjóðadómstólinn, sem ég á ekki von á að kveði upp úrskurð í máli íslendinga og Breta úr því sem komið er. Hann hlýtur að bíða eftir þeirri öru þróun, sem er á hafréttarráðstefnunni og sýnir það og sannar, að 200 mílur eru á dagskrá en ekki 50 mílur. Þess vegna er liðin tfð að tala um, hvort við eigum, þegar búið er að dómtaka málið, að mæta þar og flytja málið. Ég var þeirrar skoð- unar, að við hefðum átt að flytja málið, af því að ég hef þá trú á málstað okkar, að við hefðum unnið það. Og ef nokkur hætta hefði verið talin á, að við hefðum tapað þvf, þá var aðstaða fyrir okkur að fresta dómsuppkvaðn- ingu þangað til sigur okkar var þar öruggur. Og ég lýsi ábyrgð á hendur núverandi rfkisstjórn, ef dómur verður kveðinn upp af al- þjóðadómstólnum okkur f óhag. Ég tel, að til þess komi ekki, en þá er ábyrgðin líka ríkisstjórnarinn- ar, ef af verður." Um það, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn teldi Islendinga bundna af samkomulaginu frá 1961, sagði Geir Hallgrímsson: „Við vorum á móti þvf að segja samningnum upp, en eftir að samningnum er sagt upp, þá auð- vitað eru tslendingar ekki bundn- ir af honum. En ég tel þetta ekki bindingu. Ég mundi ekki hlfta uppkvaðningu dóms alþjóðadóm- stólsins á móti okkur varðandi 50 mflna útfærsluna. Ég er sammála Gylfa Þ. Gíslasyni í þvi efni þegar af þeirri ástæðu, að við höfum ekki haft tækifæri til að flytja mál okkar fyrir þessum dómstól, og þessi dómstóll hefur ekki þess vegna aðstöðu til þess að kveða upp réttan úrskurð.“ Kjósið fyrir helgarferðina Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins hefur beint þeim sérstöku tilmælum til fólks, sem hyggst fara f helgarferðir á laugardag eða sunnudag, að kjósa utan kjör- fundar f Hafnarbúðum í Reykjavfk, áður en það heldur af stað. Búizt er við, að fjöldi fólks fari út úr borginni um helgina. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálf- stæðisflokksins að Laufásvegi 47 hvetur fólk eindregið til þess að kjósa f Hafnarbúðum áður en það heldur f helgar- ferðina. Utankjörstaðaskrifstofan f Hafnarbúðum er opin f dag, laugardag, frá kl. 10 til 12 ár- degis og frá kl. 14 til 18 sfð- degis og loks frá kl. 20 til 22 f kvöld. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir kjósendum allar nánari upp- lýsingar. Framsókn bauð Magn- úsi Torfa þingsæti! ÞÆR athyglisverðu upplýsingar koma fram f blaði einu, Vestra, sem gefið er út af SFV á Vest- fjörðum að um miðjan maí YFIRLYSING I TILEFNI af yfirlýsingu 152 manna, þar á meðal nokkurra samstarfsmanna okkar við Há- skólann, lýsum við undirritaðir hryggð okkar yfir því, að finnast skuli svo margir ein- staklingar, sem telja ósannindi, rógburð og svívirðingar sjálf- sögð og eðlileg vopn í þjóðmála- baráttu á Islandi og vilja meina samborgurum sínum að njóta þeirrar verndar, sem íslenzk lög leyfa gegn slfkum ófögnuði. Jónatan Þormundsson Ragnar Ingimarsson Þór Vilhjálmsson Þorsteinn Sæmundsson. sl. höfðu framsóknarmenn á Vest fjörðum boðið Magnúsi Torfa Ólafssyni menntamálaráðherra 2. sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins f Vestfjarðakjördæmi. Mun þetta tilboð hafa verið gert með bréfi, dagsettu 16. maf og undirritað af nokkrum vinstri sinnuðum framsóknarmönnum f Barðastrandarsýslu. Tilboðið kemur fram eftir að Magnús Torfi Ólafsson hafði neitað að ganga út úr rfkisstjórn eins og honum bar, samkvæmt ákvörðun þingflokks SFV og hefur þvf sýni- lega verið ætlunin að umbuna honum unnin störf f þágu Fram- sóknarflokksins. Ráðherrann tók hins vegar ekki boðinu. Mísnotkun vinstra valds Misnotkun valds er eitt höf- uðeinkenni vinstri flokka hvar- vetna, þar sem þeir komast til áhrifa f þjóðfélaginu. Þriggja ára valdaferill núverandi rfkis- stjórnar ber þessu vinstra ein- kenni órækan vott. Hér skulu nefnd örfá dæmi: Hannes til Moskvu Sennilega hefur engin ríkis- stjórn á Islandi staðið að jafn pólitfskum embættisveitingum og vinstri stjórnin. A skömmum tíma hafa ráðuneytin verið fyllt af flokksmönnum ráðherranna. Borið hefur við, að sami maður- inn hafi á einum degi verið skipaður formaður f þremur nefndum. Þannig umbunaði Magnús Kjartansson Þresti Ólafssyni. Dómarastörf hefur Ólafur Jóhannesson aðeins veitt framsóknarmönnum með einni undantekningu. Nú hefur Einar Ágústsson f hyggju að kóróna þennan feril með því að skipa Hannes Jóns- son blaðafulltrúa sendiherra f Moskvu! tJtvarpið fyrir ríkisstjórnina Ein fyrsta yfirlýsing Njarðar P. Njarðvíks formanns útvarps- ráðs f því embætti var sú, að rfkisútvarpið ætti að reka menningarpólitík rfkisstjórn- arinnar. Það hefur vissulega verið gert. Fáeinum dögum fyrir kosn- ingar er sérstakur fréttaauki með Magnúsi Kjartanssyni í skjóli fréttatilkynningar, sem Þjóðviljinn sá jafnvel ekki ástæðu til að gera veður út af. Þjóðviljinn gat að sjálfsögðu sparað sér ómakið, þar sem ráð- herrann átti hauk f horni á fréttastofunni. Vinnustöðvun fyrir Alþýðubandaiagið Eðvarð Sigurðsson veitir Eimskipafélaginu leyfi til þess að láta verkamenn við höfnina vinna yfirvinnu. Slfkt leyfi hafði verið veitt sl. þriðjudag. Sfðan var það skyndilega aftur- kallað vegna þess, að Eðvarð átti að tala á fundi hjá Alþýðu- bandalaginu. Lýst var yfir yfir- vinnubanni þetta eina kvöld til þess að Alþýðubandalagið gæti smalað áhangendum sínum til fundarins. Þannig eru verka- lýðsfélögin notuð f flokksþágu. Frambjóðendur SFV nota ríkisflugvélar Fyrir skömmu þurftu fram- bjóðendur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna að komast til Reykjavíkur vestan af Fjörðum til þátttöku í sjón- varpsþætti. Magnús Torfi Ólafsson samgönguráðherra sendi flugvél Flugmálastjórnar eftir frambjóðendunum. Stúdentar skyldir að kosta Alþýðu- bandalagsmálgagn Engir fá nú að stunda nám við Háskóla Islands, nema þeir greiði hluta af kostnaði við biað vinstri meirihluta Stúdenta- ráðs, sem styður kommúnista. Vinstri meirihluti Stúdenta- ráðs óskaði eftir þvi við Magnús Torfa Ólafsson menntamálaráð- herra, að hann gæfi út reglu- gerð um þetta efni. Magnús varð að sjálfsögðu við bóninni. Og fær nú enginn að stunda nám f Háskóla íslands, sem skorast undan þvi að taka þátt i herkostnaði við mánaðarlega útgáfu af málgagni kommún- ista. Thor mengunar- fulltrúi hjá S.Þ. Margir handgengir menn hafa verið sendir erlendis á vegum ríkisstjórnarinnar af margvfslegu tilefni. Ferðir Jónasar Árnasonar eru al- kunnar. Svava Jakobsdóttir fær greiddar ferðir til Bretlands til þess að sækja þing brezka verkamannaflokksins. Og þeg- ar Thor Vilhjálmsson rithöf- undur þurfti að komast til Bandaríkjanna var hann um- svifalaust skipaður af sjálfum Magnúsi Kjartanssyni til þess að vera sérfræðingur islenzku sendinefndarinnar hjá Samein- uðu þjóðunum um mengunar- og umhverfismálefni!!! , i S2L ^ / \ £ h Ólafur Njörður P. Eðvarð Karvel Magnús Torfi Magnús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.