Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1974 | ílililímFliílTlli MOHGBWBLAflSIMS LtNURNAR f Heimsmeistara- keppninni f knattspyrnu ættu að skýrast mikið um helgina, en þá fara fram fjórir ieikir f 8-liða úrslitunum. Hollendingar hafa undanfarna daga vaxið mjög f áliti hjá knattspyrnusérfræðing- um, og þeir eru af mörgum taldir lfklegir til að mæta VÞjóðverj- um f úrslitaleik. Þessi ljón hafa þó ekki enn allar hindranir að baki sér. Hollendingar eiga t.d. eftir að mæta heimsmeisturum Brasilfu og Þjóðverjarnir eiga eftir að leika gegn Júgóslövum. Aður en lengra er haldið, er rétt að lfta á Ieiki þá, sem fram fara um helgina. Brasilfa — Argentfna Brasilíumenn eru af. flestum taldir öruggir sigurvegarar í þess- um leik. Rétt er þó að taka tillit til þess, að Argentínumennirnir gjörþekkja brasilísku leikmenn- ina og úr fjölmörgum landsleikj- um þessara þjóða hafa Argentínu- mennirnir vinninginn. Argentína tapaði fyrir Hollandi 0:4 á mið- vikudaginn og eiga því litla mögu- leika á því að sigra í riðlinum. Þessar staðreyndir hafa að sögn þjappað Argentínumönnunum saman og þeir ákveðnari en fyrr í því að sigra erkióvininn frá Brasilíu. Góður dagur kylf- inga 1 Grafarholti ÞAÐ VAR ekki amalegt að leika golf á Grafarholtsvellinum f sumarblfðunni á fimmtudaginn. Veðrið eins og bezt varð á kosið, völlurinn sumargrænn og flatirnar rennisléttar. U.þ.b. 60 beztu kylfingar landsins hófu þá Coka Cola keppnina, en það er opið mót, sem gefur stig til landsliðs. Leikið var á fimmtudag og föstudag, 18 holur hvorn dag, og f dag hefst keppnin klukkan 10. Þá halda aðeins þeir beztu áfram f 36 holu keppni, sem lýkur sfðdegis f dag. Það er ýmislegt annað um að vera hjá kylfingum um helgina. Toyota-keppnin, sem er öldungakeppni, fer fram á Hvaleyrar- vellinum um helgina. Þjóðhátfðarmót f öllum flokkum verður f Grafarholti á morgun og innanfélagsmót hjá GN. Loftur Ólafsson, fyrrverandi Islandsmeistari, var meðal kepp- enda f Coka Cola keppninni og meðfylgjandi mynd sýnir hann undirbúa „púttið“. Framundan blasir eggslétt flötin við og holan „sakfeysið uppmálað“, en samt.... Holland — A-Þýzkaland Hollendingar ættu að vera öruggir sigurvegarar í leiknum og hlutföllin eru þeim mjög í vil hjá veðbönkum. Leiki Holland svip- aða knattsþyrnu og gegn Argen- tínu þarf ekki að spyrja um úrslit heldur aðeins hve munurinn hafi orðið mikill. Svíþjóð — Vestu r-Þýzkal and Ekki eru Svíarnir taldir eiga mikla möguleika í þessum leik og eiga tæpast mikið erindi í hend- urnar á V-Þjóðverjum. Blöð í V- Þýzkalandi hafa mikið rætt um þennan leik. „Bild“ gekk svo langt að skýra út fyrir Schön, þýzka landsliðseinvaldinum hvernig hann ætti að fara að því Keppt í mörgum greinum á íþróttahátíð EINS OG frá hefur verið greint í fjölmiðlum verður mikið um að vcra á fþróttasviðinu f Reykjavfk um helgina. Er það f tilefni þjóð- hátfðar f Reykjavfk, að haldin er mikil fþróttahátfð. Hefst hún f dag og lýkur á miðvikudaginn f næstu viku. Keppt verður f öllum þeim greinum fþrótta, sem iðk- aðar eru hér á landi, og dagskráin fyrstu þrjá dagana verður sem hér segir: Laugardaginn 29. júnf: Laugardalsvöllur kl. 14.00 Setning: Ulfar Þórðarson, for- maður ÍBR. Frjálsar íþróttir: Drengir og stúlkur frá Reykjavík, Kjalarnes- þingi, Hafnarfirði og úr Héraðs- sambandinu Skarphéðni. Skerjaf jörður kl. 14.00 Siglingar: Þátttakendur úr Sigl- ingaklúbbnum Brokey og Sigl- ingasambandi Islands. Kaupmannahafnarúrvalið Kaupmannahafnarúrvalið sem á að keppa við Reykjavfkurúrval- ið f knattspyrrtu á Laugardalsvell- inum 4. ágúst n.k. hefur nú verið valið. Er það skipað eftirtöldum leikmönnum: Per Poulsen, Hero Ole Quist, KB Flemming Mortensen, Frem Mogens Westergaard, VIF Anders Sörensen, KB Sören Petersen, B 1903 Henrik Bernburg, KB Keld Kristensen, B 1903 Jan Höjland, B 93 Jan Petterson, VIF Niels Chr. Holmström, B 1903 Bjarne Pettersson, VIF Jens Kolding, B 93 I hópi þessum eru nokkrir landsliðsmenn Dana og var upp- haflega ætlað, að liðið færi til Grænlands og léki þar við heima- menn. Frá því var þó horfið, þar sem talið var, að sú ferð gæti um of tafið 1. deildar keppnina í Dan- mörku. Laugardalshöll kl. 16.45 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Fimleikasýning: Piltar úr Ár- manni. Laugardalshöll kl. 17.30 Lyftingar: Keppnin verður með forgjafarsniði og taka beztu lyft- ingamenn þátt f mótinu. Júdó: Sveitakeppni unglinga 15—17 ára með þátttöku sveita frá Reykjavík, Keflavík og Grindavík. Laugardalshöll kl. 18.30 Sveitaglíma: Reykjavík — Landið. SUNNUDAGUR 30. júnf Laugardalsvöllur kl. 14.00 Knattspyrna: Reykjavfk — Landið Sundlaugarnar kl. 16.00 Sundmót með þátttöku sund- fólks frá Stokkhólmi. MÁNUDAGUR 1. júlf Laugardalshöll kl. 17.00 Badminton: Reykjavík — Þórs- höfn Borðtennis: Reykjavfk — Þórs- höfn Laugardalshöll kl. 20.00 Körfuknattleikur: Reykjavík — Helsinki Handknattleikur: Reykjavík Osló Mœður með börn í FRÍ-skokkinu ÞÁTTTAKAN í FRl skokkinu -hefur verið nokkuð góð þann stutta tíma, sem það hefur staðið yfir. Eins og frá hefur verið greint, er hægt að „FRl-skokka“ hér í Reykjavík á Ármanns- og KR-svæðunum frá klukkan 17.30—19.30 á þriðjudögum og fimmtudögum og við Árbæjar- stffluna á sömu dögum milli kl. 20 og 21. Þessar tvær mæður hittum við á Skotar til Þróttar UM helgina er væntanlegt hingað til lands skozkt unglingalið frá Drumchapel f boði Þróttar. Mun liöið leika hérna nokkra leiki og fer sá fyrsti fram á mánudaginn. Leika Skotarnir þá gegn 3. flokki Þróttar, nýbökuðum Reykjavíkur- meisturum. Fer leikurinn fram á Þróttarvellinum og hefst klukkan 20.30. Konugolf í Grafarholti GOLFKEPPNI fyrir konur fer fram ( Grafarholti hjá GR næsta þriðjudag og hefst keppnin kl. 17.00. Leiknar verða 12 holur. Leiðrétting SÁ misskilningur kom fram f Morgunblaðinu f gær, að ungl- inganefnd KSl hefði beðizt lausn- ar að lokinni þátttöku unglinga- Iandsliðsins í Evrópukeppninni. Hið rétta er að nefndarmenn tóku að sér að starfa í nefndinni þar til þátttöku í fyrrnefndu móti væri lokið. Ármannssvæðinu í fyrradag, þær eru Dagmar og Steinunn Kaldal—dóttir og tengdadóttir Jóns Kaldal hins kunna hlaupara, sem gerði garðinn frægan upp úr 1920. Þær eru að ljúka við FRÍ- skokkið ásamt börnum sínum og frændfólki. Kristinn Björns- son í landsliðið EINUM leíkmanni hefur nú verið bætt við þann 14 manna hóp, sem f fyrradag var valinn til aó leika landsleikinn gegn Færeyingum. Er það Valsmaðurinn ungi, Kríst- inn Björnsson. Tony Knapp þjálf- ari landsliðsins sagði f viðtali við Morgunblaðið f gær, að eftir að hafa fylgzt með þessum unga leik- manni f sfðustu leikjum Vals, væri tæpast hægt að ganga fram- hjá honum. Þrjú met á 10 dögum! RAGNHILDUR Pálsdóttir hlaupakona úr Stjörnunni f Garðahreppi keppti á móti á Bislett leikvanginum f Osló á fimmtudag. Tók Ragnhildur þátt f 800 metra hlaupi, sigraði og setti nýtt Islandsmet, 2:15.9. Eldra metið var sett á Bislett fyr- ir fjórum dögum af Lilju Guð- mundsdóttur, það var 2:16.5 mfn. Það er skammt stórra högga á milli hjá stúfkunum, t.d. var þetta þriðja met Ragnhildar á 10 dögum, en hún á nú tslandsmetin í öllum lengri hlaupunum. að sigra Svfana og eftir skilgrein- ingu blaðsins ætti það ekki að verða erfitt. Um suma leikmenn Svíanna sagði blaðið, að þeir væru algjörir byrjendur og aðrir fituhlunkar. Júgóslavía — Pólland Þessi leikur er f rauninni sá eini um helgina, sem ætti að bjóða upp á virkilega spennu. Liðin eru talin áþekk að styrkleika, en Pól- verjarnir þó heldur sterkari. Það þarf þó ekki að þýða, að þeir sigri í leiknum. Þjóðverjar prúðastir Vestur-'Þjóðverjar hafa enn sem komið er verið „prúðasta" liðið í HM. Fyrir hvern leik fá liðin ákveðin stig og síðan eru aðvaranir og brottvfsanir metnar f stigum og dregnar frá upphaf- legu tölunni. Eftir þessum út- reikningi hafa V-Þjóðverjar 18 stig, Pólverjar og Sviar 16, Hol- land og Brasilía 14, Argentfna 13, Júgóslavfa og A-Þýzkaland 11. Fjórir leikir í HM á morgun og línurnar ættu að skýrast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.