Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 25 Ur Dagblaði alþýðunnar: Marx ogMao gegn Beethoven og Schubert 1 BERLINSKE Weekendavis birt- ist fyrir nokkru löng yfirlýsing, sem er dæmigerð fyrir það nýja stig, sem kfnverska menningar- byltingin hefur færzt á sfðustu mánuði, undir slagorðinu „Gagn- rýnum Lin Piao og Konfúsfus og bætum vinnuhagræðinguna.“ Er þetta boðskapur til Kfnverja um að hafa sem fyrr hugsanir Mao Tse-tungs og hvatningarorð hans að leiðarljósi, ekki hvað sfzt, þeg- ar hlýtt er á tónlist. Kínverjum er sagt, að þeir geti ekki notið tón- listarinnar vegna hennar einnar. Þeir skulu vita, að öll tónlist hef- ur f sér pólitfska boðun, einnig hinn hreini tónn, þvf að öll tón- skáld endurspegli samtfð sfna og samfélag f verkum sfnum. Þvf verða Kfnverjar að gæta sfn á þvf að kyngja ekki hugsunarlaust hinni borgaralegu tónlist og þar á meðal er átt við tónverk Beethov- ens og Schuberts. Þegar þessi boðskapur, sem er eftir Chao Huas, prófessor, birtist í Dagblaði alþýðunnar í Peking túlkuðu erlendir sérfræðingar hana sem bendingu um aftur- hvarf til óvina menningarbylting- arinnar, og að nokkru árás á þá opnu utanríkisstefnu, sem Chou- En-lai hefur fylgt. Hafi grein pró- fessorsins verið ætluð til að þjóna þeim tilgangi hefur hún verið áhrifalaus, þar sem Kínverjar hafa ekki breytt stefnu sinni í utanríkismálum. Kannski er sönnu nær að lesa þessa grein með það í hug, að innanríkis- stefna landsins er óbreytt og hef- ur ekki orðið fyrir neinum áhrif- um af breiðari stefnu í utanríkis- málum. Greinin fer hér á eftir í laus- legri þýðingu og allmikið stytt. Hreyfingunni fyrir því, að halda uppi gagnrýni á Lin Piao og Konfúsíus og sem miðast einnig við að auka vinnuhagræðingu, vex mjög fiskur um hrygg. Nýir sigrar f allri yfirstjórn vinnast stöðugt, og segja má, að ástandið sem rfkir í landinu sé mjög já- kvætt. En stéttabaráttan og hin tvíþætta barátta, sem háð er á hinu menningarlega og listræna sviði er þó enn mjög flókin og stendur enn yfir. Það er furðuleg staðhæfing, sem hefur verið sett fram, að tónlist tildæmis eigi ekki að hafa neitt félagslegt innihald — hún eigi aðeins að túlka breyti- leg geðhrif. Er þetta tvfmælalaust merki um afturhvarf til endur- skoðunarstefnu f listum og bók- menntum. Á að afhjúpa þetta endurskoð- unarsinnaða eóli og þessa röngu afstöðu eða ekki? Þetta er megin- spurning, og snýst um, hvað sé rangt og hvað rétt. Við getum ekki leyft okkur að fjalla um hana á fyrirborðskenndan hátt. Þarna blandast og inn í spurningar um, hvort kenningar marx-Ieninisma um stéttabaráttuna skuli viður- kenndar sem alheimssannleikur eða ekki, hvort alræði öreiganna Beethoven: Tónlist hans gegnsýrð af hugmyndum borgarastéttar- innar. Schubert: Boðberi borgarastéttar- innar. skuli iðkað einnig á hugmynda- fræðilega sviðinu eða ekki, og hvort hinni marxfsku gagnrýni skuli beitt gagnvart hinni borg- aralegu list. Eða hitt: á að fram- kvæma hana samkvæmt ráðlegg- ingum villuráfandi endurskoðun- arsinna á borð við Chou Yang og fleiri af sama sauðahúsi. I þessu felst einnig spurningin um, hvort bylting öreiganna í listum og bók- menntum verði farsællega til lykta leidd. TÓNLIST OG FÉLAGSLEGT INNIHALD Þegar talað er um „absólúta" tónlist er átt við verk, sem eru án titils er gefi til kynna stef hennar. Eins og til dæmis: Sinfónía í F- dúr. Konsert í C-moll. Largo. Allegro, og svo framvegis. Hinir borgaralegu fræðimenn hafa lengi haldið því fram, að slfk tónlist sé hrein og hafi ekki í sér félagslega boðun né heldur stétt- arlegt eðli. Ranglega er því haldið fram, að tónlist sé „hugarflug, en ekki raunveruleiki, að tónli'st sé tónlist og ekkert annað.“ Endur- skoðunarsinnarnir, hræsna stöð- ugt um tengsl tónlistarinnar við hið félagslega lff, en samtímis þurrka þeir út hinn stéttarlega aðskilnað milli öreigatónlistar og borgaralegrar tónlistar með þvf að lýsa „absólút" tónlist sem þjóð- legri, raunsærri og þar fram eftir götunum. Hvernig skyldi standa á því að bæði borgarastéttin og endur- skoðunarsinnarnir klekja út öll- um mögulegum rökum með það fyrir augum aó hylja stéttarlegt eðli tónlistarinnar. Sennilega vegna þess að hugmyndafræði borgarastéttarinnar, þar á meðal einnig listir og bókmenntir eiga að styrkja hið kapítalfska kerfi. Þeir þora ekki að viðurkenna op- inberlega, að eðli forréttindastétt- anna má finna í listum. Þess í stað láta þeir sem öll þjóðin sé að baki þeim og reyna á þann veg að slá glýju f augu hinna vinnandi stétta. HÆTTAN VIÐ TILLITSLAUSA TÓNLIST Marx-leninistar staðhæfa, að öll tónverk séu til orðin við endur- speglun í mannsheilanum á því lífi, sem lifað er í samfélaginu. Tónlist sem er án titils og lýsir því ekki stefi eða innihaldi verksins er alls ekki „hrein tónlist eða æfingar". Með þvi að láta hjá lfða að gefa tónverkum lýsandi titil, er haft í frammi bragð til að breiða yfir stéttarlegt innihald verksins. Tónskáldið gerir sér fullkomlega grein fyrir þvf, sem fyrir honum vakir, hvað hann vill vegsama og hvað hann vill fordæma í verki sfnu, og hvaða áhrifum hann ósk- ar að koma áleiðis, þegar hann semur verk án titils. Þegar hið borgaralega, þýzka tónskáld Beethoven (1770—1827) var spurður um tilganginn með píanósónötu sinni nr. 17, en það verk hefur ekki titil sagði hann: „Vinsamlegast lesið „Storminn" eftir Shakespeare.“ Og við vitum enda að það verk kyndir undir boðunina um hið borgaralega eðli. Tónlistin getur leitað til fleiri tjáningarforma sér til stuðnings en bókmenntanna. I tónlistinni er beitt ýmsum aðferðum til að laða fram áhrif segja sögu eða koma á framfæri tilfinningum. Og í tón- verki kemur fram — beint eða óbeint — afstaða tónskáldsins til heimsmála, hugsanir hans og kenndir. Sú félagslega boðun, sem er þannig fram sett, getur aldrei verið óhlutlægt hugarfóst- ur, þvf að hana má skilja með því að nota fræðikenningar marxism- ans til skilnings á stéttagreining- unni. SCHUBERT OG STÉTTATIL- FINNINGIN Við getum tekið eitt talandi dæmi um einmitt þetta, þar sem er sinfónía í H-moll (Ófullgerða sinfónían) eftir Schubert. Hann var austurrískur borgaralegur tónsmiður, sem fylgdi rómantísku stefnunni. Stéttarleg afstaða hans og félagsleg viðhorf koma glögg- lega fram í sinfóníunni, enda þótt hún beri ekki neinn titil. Þessi’ sinfónfa var samin árið 1822, þeg- ar Austurríki var í þýzku ríkja- samsteypunni og hinir endurskoð- unarsinnuðu valdhafar f Austur- rfki arðrændu alþýðuna miskunn- arlaust, kúguðu bændur og verka- menn og ofsóttu einnig mennta- menn. En smáborgaralegir menntamenn á borð við Schubert sáu enga leið frá hinni pólitísku og efnahagslegu kyrrstöðu og vegna veiklyndis og kjarkleysis létu þeir undan þunglyndi, og óstöðuglyndi og flýðu frá raun- veruleikanum til draumsins um frelsið. Verk Schuberts túlka þvi þessar stéttarlegu tilfinningar og félagslegu aðstæður. Upphafið er drungalegt og síðar dregur sízt úr þunglyndislegum tón verksins: Það er uppfullt af smáborgara- legri svartsýni og einmanakennd. A stöku stöðum þrengir draumur- inn um frelsið sér f gegn, en mátt- vana og aðeins í örstutum köflum. GEGNSÝRT AF BORGARA- LEGU EÐLI Sú tónlist sem var samin í Evrópu á 18. og 19. öld er afsprengi hins kapftalfska evrópska samfélags og höfð til framdráttar hagsmunum borgara- stéttarinnar. Þessi tónlist er gegn- sýrð af borgaralegum boðunum. Marx sagði að auðmagnið kæmi í heiminn með blóð og svita frá hvirfli til ilja úr hverri svitaholu. Og það er þetta blóð og þessi sviti, sem hin borgaralega tónlist hefur til vegs og virðingar. Enda þótt stöku tónskáld hafi verið fram- farasinnar f ákveðnu tilliti, þá birtist ekki í verkum þeirra sá Glamuryrði um að tónlistin sé alþjóðlegt mál fá ekki staðizt andi öreigastéttarinnar, tilfinn- ingar hennar og hugsjónir, sem voru farin að gera vart við sig um þessar mundir. Og enn erfiðara er að samræma nútfmatónverk hinu sósfalfska kerfi, þar sem auð- valdsskipulagið er alls ráðandi f tónlistinni víða um heiminn. Og þó eru þeir menn til, sem vilja að unga kynslóðin hlýði á þessi verk, án nokkurrar hugsunar og án nokkurrar gagnrýni. Inn á hvaða brautir gæti slíkt ábyrgðarleysi ekki teymt hina ungu upprenn- andi kynslóð okkar? TILFINNINGAR OG STÉTTA- MUNUR Sumir þeirra, sem aðhyllast borgaralega tónlist reyna oft að breiða yfir hió stéttarlega eðli hennar með innantómum orðum og benda á andstæður, sem fram komi og breytileg geðhrif í þess- um verkum. Þetta er viðhorf end- urskoðunarsinnanna og sótt f kenningu borgarastéttarinnar um sameiginlegt mannseðli, hvað sem öllum stéttamun lfður. Lu Hsun fordæmdi miskunnarlaust það borgaralega kjaftæði, að í öllum mannverum felist hinar sömu til- finningar. Hann sagði: „Það er sjálfsögð hlið í hinu mannlega eðli að finna til gleði, reiði og sorgar, en hinir fátæku hafa ald- Marx: Og fylgjum orðum hans f einu og öllu. Mao formaður: Að þróa hugsanir hans er meginmáliðk rei áhyggjur af því, hvort þeir tapa á verðbréfamarkaðnum, og olfuauðjöfur mun aldrei geta skil- ið hvað bærist með gamalli konu, sem safnar kolum í húsaportum í Peking og á hvorki í sig né á. Sú kona mun sjálfsagt ekki finna hjá sér hvöt til að fara að rækta orki- deur, eins og gamlir auðmenn". Síðar skilgreinir höfundur f greininni þau hugtök, sem að of- an eru nefnd: reiðina, sorgina, gleðina og fer þar að sjálfsögðu eftir kenningum Marx og víkur sfðan að hinu fánýta glamri um „.glaðlegaog uppbyggilega tónlist“ heimsvaldasinnaðra tónskálda, sem að sjálfsögðu skortir allt inni- hald og allan boðskap. Hann seg- ir: „Það kann vel að vera, að borgarastéttin trúi því að þau tón- verk, sem hinn austurríski borg- aralegi tónsmiður Mozart samdi beri vott um „gleði“ og „upp- byggilegar hugrenningar". En við vitum það frá hinum vinnandi stéttum, að ekki er hægt að bera þessa tónlist saman við þau Framhald á bls. 31 Titillaus tónlist er hættuleg og gegnsýrð af hugmyndum borgarastéttarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.