Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 1
44 SIÐUR 110. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. Hafréttarráðstefnan: Bretar hallast að 200 mílum Caracas 28. júntNTB. SAMTÖK brezkra togaramanna eru einhuga í þvf að ná samkomu- lagi við Noreg um að löndin veiti hvort öðru gagnkvæm veiðirétt- indi, Norðmenn fái að veiða sfld f Norðursjó, gegn sams konar rétt- indum Breta varðandi þorskveið- ar á norskum miðum. Myndi slfkt verða til að leysa ýmis fiskveiði- vandamál, sem upp koma þegar mörkin meðfram ströndum skulu dregin, að tilhlutan og tillögu haf- réttarráðstefnunnar. Frá þessu segir fréttaritari NTB f kvöld. Hann segir, að brezka sendi- nefndin hafi bersýnilega komið til ráðstefnunnar með það fyrir augum að fylgja sveigjanlegri stefnu og það eigi einnig við þessi vandamál og svo um hugsanlega stækkaða efnahagslögsögu. Geti þvf vel komið til mála að Bretar fallist á 200 mílna efnahagslög- sögu. Hafa Samtök togaramanna í Bretlandi farið fram á það, og meðal annars vegna þess, að búizt er við, að íslendingar og Norð- menn muni lýsa yfir 200 mílna efnahagslögsögu. Þyki Bretum það vænlegra að sýna lit á sam- komulagsvilja og geti það komið sér vel að þeir taki sér stóra lög- sögu á brezkum miðum. Slfkt myndi koma einna fyrst niður á norskum sjómönnum, sem veiða margar físktegundir á þeim svæð- um, er myndu falla undir lögsögu Breta. Vonast Bretar til, að Norð- menn muni sýna nægilega mikinn áhuga a að veiða innan brezkrar lögsögu til að fallast á að veita einnig brezkum togurum ákveðin réttindi á Noregsmiðum. Fréttaritari NTB segir, að ástæðan til að Samtök togara- manna krefjist 200 mílna. sé sú Nixon vel fagnað: Moskvu 28. júní AP.NTB. ★ VIÐRÆÐUR Nixons Banda- ríkjaforseta og Brezhnevs, flokks- leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fóru i dag með nokkrum hvíldum, voru mjög hreinskilnislegar og vinsamlegar og þar var ekkert baktjaldamakk á ferðinni, að sögn talsmanna forystumannanna í kvöld. Virtist ríkja með þeim hið ágætasta samkomulag, og gerðu þeir óspart að gamni sfnu milli þess, sem þeir sátu á fundum og ræddu þýðingarmikil alþjóðamál. if Þeir leiðtogarnir undirrituðu í dag þrjá nýja samninga milli landanna þar sem kveðið er á um samvinnu um nýjar aðferðir í húsbyggingum, samvinnu á sviði orkumála og gerð gervihjarta. if Meðal annarra efna, sem rædd voru í dag, má nefna tak- mörkun framleiðslu gagneld- flauga og sömuleiðis takmarkanir tilrauna með kjarnorkuvopn. 1 býtið í morgun þegar Nixon hafði lagt blómsveig á minnis- merki óþekkta hermannsins og var á leið til Kremlar til fundar við Brezhnev, lét hann stöðva bfl sinn, stökk út og heilsaði með handabandi ýmsum, sem höfðu safnazt saman til að hylla hann. Kallaði fólk til Bandarfkjaforseta og sagði m.a., að hann ætti að koma sem fyrst aftur til Sovét- rfkjanna og sem oftast og að borgarar Sovétrfkjanna vildu ekki fleiri styrjaldir, heldur frið milli allra þjóða. Tók Naxon undir það og sagði, að þjóðir Bandarfkjanna og Sovétrfkjanna óskuðu einskis fremur en að friður gæti haldizt f heiminum. A morgun, laugardag, var ætlunin að Nixon héldi til eeim- Framhald á bls. 4.‘l skoðun, að réttindi strandríkis verði undir öllum kringumstæð- um aukin verulega og að fiskveið- ar I framtíðinni hljóti því að byggjast á gagnkvæmum samn- ingum og kvótafyrirkomulagi. Brezk fiskimið eru því með í Framhald á bls. 43 Nixon Bandarfkjaforseti sté út úr bifreið sinni á Moskvutorgi til að heilsa ýmsum þeirra borgara, sem safnazt höfðu saman. Hylltu menn forsetann og kölluðu til hans velviljuð hvatningarorð. „Þetta er elskulegt og gott fólk, sem þráir af einlægni að friður haldist," sagði forsetinn, þegar hann hélt áfram ökuferð sinni til fundar við Brezhnev. „KOMDU SEM OFTAST TIL SOVÉTRlKJANNA” O HARÐRI kosninga- baráttu er að Ijúka. Línurnar í þessum kosningum eru skýr- ar. Valið stendur á milli Sjálfstæðis- flokksins og sundraðr- ar vinstri fylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur, samhentur og traustur flokkur. Vinstri fylkingin hef- ur splundrazt í a.m.k. 10 flokka og flokks- brot. Slfkur er glundroðinn, óeining- in og sundrungin á vinstri væng fslenzkra stjórnmála. □ Kjósendur hafa þriggja ára reynslu af vinstri stjórn. Á morg- un fá þeir tækifæri til að kveða upp dóm sinn yfir störfum þessarar stjórnar. Hún tók við góðu búi. Hún naut einstaks góðæris til sjávar og sveita. En hver er niðurstaðan af valdaferli hennar? At- vinnuvegirnir eru að stöðvast. Lífskjör al- mennings hafa farið versnandi með mán- uði hverjum að undan- förnu. Rfkissjóður er rekinn með gífurleg- um halla. Gjaldeyris- varasjóður lands- manna er að tæmast. Fjárfestingarsjóðirnir eru tómir. Ríkisfyrir- tæki eru fjárhagslega á heljarþröm. Hvar- vetna blasa við vanda- mál, sem næsta ótrú- legt er, að skuli vera til staðar f slfku ár- ferði. □ Þeir, sem þannig hafa haldið á málum, eru ekki trausts verð- ir. Samt er það fastur ásetningur þeirra að gera tilraun til mynd- unar nýrrar vinstri stjórnar að kosning- um loknum. Þá ætla þeir að starfa saman, framsóknarmenn og Möðruvellingar, sem skildu að skiptum fyr- ir nokkrum vikum. Þá ætla þeir að starfa saman framsóknar- menn og kommúnist- ar, sem hafa valið hver öðrum hin verstu hrakyrði sfðustu vik- ur. Þá ætla sumir þeirra, sem lýstu van- trausti á vinstri stjórn í byrjun maí að ganga inn í nýja vinstri stjórn tveimur mánuð- um seinna. Þessi glundroðaöfl eru ófær um að takast á við þann vanda, sem við blasir. □ Sjálfstæðisflokkur- inn vann mikinn sigur í byggðakosningun- um. Sá sigur var í senn traustsyfirlýsing til Sjálfstæðisflokks- ins og vantraustsdóm- ur yfir vinstri stjórn. En sá sigur var aðeins áfangi á þeirri braut að víkja burt vinstri stjórn. Á morgun verða úrslitin ráðin. Mikill og afdráttar- laus sigur Sjálfstæð- isflokksins tryggir tvennt: vinstri stjórn verður ekki mynduð á ný og ísland verður áfram varið land. Þetta eru þeir tveir kostir, sem kjósendur standa frammi fyrir. Á morgun er valdið í ykkar höndum og þið kveðið upp ykkar dóm. Sá dómur verður að vera afdráttarlaus og skýr: Víkjum burt vinstri stjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.