Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974
14
Þór Vilhiálmsson prófessor:
Þriú bótamál
UNDANFARNA daga hefur mátt
lesa í Þjóðviljanum mörg stór orð
um, að 12 af forgöngumönnum
VARINS LANDS hafa höfðað mál
vegna margs konar móðgana og
aðdróttana. M.a. hefur verið
kvartað undan því, að gerðar
væru háar fjárkröfur. Alls eru
mál þessi 13, og er 11 mönnum
stefnt. í einu málanna er Svavari
Gestssyni ábyrgðarmanni Þjóð-
viljans stefnt fyrir 70 ummæli í
14 tölublöðum. Krafizt er 150.000
kr. miskabóta til hvers af
stefnendum. í máli gegn Hjalta
Kristgeirssyni hagfræðingi og
blaðamanni er krafizt 100.000 kr.
miskabóta til hvers af stefnend-
um vegna 24 ummæla, og sömu
bóta er krafizt í málum gegn Degi
blaðamanni Þorleifssyni og Ulfari
Þormóðssyni rithöfundi og blaða-
manni. Miskabótakröfurnar í hin-
um málunum eru ýmist um
greiðslu á 20.000 kr., 25.000 kr.,
30.000 kr. eða 50.000 kr. til hvers
stefnanda. I Morgunblaðinu í gær
gat ég þess, að stefnur þessar
væru gerðar úr garði með venju-
legum hætti. Til að leggja áherzlu
á það skal hér sagt frá þremur
nýlegum dómsmálum. 1 tveimur
þeirra voru stefnendur menn,
sem ritað hafa síðustu dága í
Þjóðviljann gegn Vörðu landi,
þeir Þorgeir Þorgeirsson og Sig-
urður A. Magnússon. Þriðja málið
sýnir viðhorfin 1 hópi vinstri stúd-
enta, en þeir hafa komið við sögu
undanfarið vegna mála gegn
tveimur ritstjórum Stúdenta-
blaðsins.
Mál Þorgeirs
Þorgeirssonar
Nýlega gekk dómur á bæjar-
þingi Reykjavíkur í máli, sem
Þorgeir Þorgeirsson höfðaði gegn
ritstjórum Morgunblaðsins vegna
ummæla í blaðinu 21. nóvember
1972 um kvikmynd Þorgeirs,
„RÖÐUR“. Dómkröfur Þorgeirs
voru: ómerking ummæla, „að
stefndu verði dæmdir 1 þyngstu
refsingu, sem lög leyfa, fyrir birt-
ingu ummælanna", að Þorgeir
fengi bætur fyrir miska og fjár-
tjón, alls 500.000 krónur, að dóm-
ur yrði birtur í Morgunblaðinu,
að Þorgeir fengi einnig 25.000 kr.
í birtingarkostnað og að hann
fengi greiddan málskostnað.
Hér gerir Þorgeir Þorgeirsson
miklu hærri fjárkröfu fyrir smá-
grein f Morgunblaðinu en nokkur
af forgöngumönnum Varins lands
gerir á hendur Svavari Gestssyni
fyrir tugi af ummælum í Þjóð-
viljanum, sem birtust á mörgum
vikum. — Þorgeir Þorgeirsson
hefur um árabil verið þjóðkunnur
kvikmyndastjóri, og á sl. vetri gaf
hann út skáldsögu, sem vfsaði
honum á næstfremsta bekk
íslenzkra rithöfunda, við hlið
þeirra Thors Vilhjálmssonar og
Einars Braga. Er líklegt, að
bækur Þorgeirs muni hér eftir
njóta sömu vinsælda með þjóð-
inni og rit þessara kunnu höf-
unda. Er því skiljanlegt, að hann
bregðist hart við ærumeiðingum.
— Þorgeir vildi fá hálfa milljón
króna í bætur. Þó að forgöngu-
menn Varins lands séu hvorki
kvikmynda- né sagnaskáld, á
Þjóðviljamáli aðeins „kana-
mellur“, ætti Þorgeiri að vera
skiljanlegt eftir atvikum, að þeim
finnist 20.000 til 150.000 krónur
hugsanlegar bætur til sín.
Mál það, sem hér hefur verið
sagt frá var dæmt á bæjarþingi
Reykjavfkur 23. desember sl.
Ekki fékk Þorgeir Þorgeirsson
sér dæmdar neinar bætur, en um-
mæli voru ómerkt og ritstjórar
Morgunblaðsins voru dæmdir til
að birta dóminn og greiða 20.000
kr. f málskostnað.
Mál Sigurðar A.
Magnússonar
Hinn 26. marz sl. var kveðinn
upp dómur f Hæstarétti í máli
Sigurðar A. Magnússonar rithöf-
undar, formanns hinna nýstofn-
uðu heildarsamtaka fslenzkra rit-
höfunda, gegn fjármálaráðherra
og saksóknara rfkisins f.h. ríkis-
sjóðs. Þetta var ekki meiðyrðamál
heldur mál til heimtu miskabóta
af öðrum sökum. Félag róttækra
stúdenta og Æskulýðsfylkingin
héldu fund í Tjarnarbúð 21.
desember 1968 um Víetnam, en
að honum loknum átti að ganga
að sendiráði Bandaríkjanna.
Lögreglan vildi ekki leyfa göngu-
mönnum að fara um Austurstræti
og aðrar miklar umferðargötur og
urðu af þessu ólæti milli Tjarnar-
búðar og Austurvallar. Sigurður
var á fundinum, en að honum
loknum ætlaði hann beint heim
að eigin sögn. Var það ekki ætlun
hans að taka þátt í göngunni.
Engu að síður var hann stöðvaður
af lögreglunni og fór svo, að hon-
um var haldið í um 80 mfnútur í
lögreglubifreið og lögreglustöð-
inni við Síðumúla. Vegna þessa
krafðist Sigurður 150.000 króna f
miskabætur. Þetta er sama fjár-
hæð og forgöngumenn Varins
lands krefjast af Svavari Gests-
syni íyrir margra vikna óhróður í
Þjóðviljanum. Að visu hefur Sig-
urður valið okkur þau orð, sbr.
Þjóðviljann á þriðjudaginn, að við
séum hinir „þýlyndu og þjóðvilltu
tólfmenningar, sem þykjast vera
að verja æru, sem þeir hafa að
dómi þjóðhollra Islendinga týnt“.
Fyrst hann lítur svona á málin
kann að vera, að honum sé
óskiljanlegt, að við gerum jafn-
háa kröfu og hann. — Sigurður
fékk ekki miskabætur. Þrír
hæstaréttardómarar höfnuðu
kröfum hans, en tveir vildu dæma
honum 20.000 krónur. 1 Þjóðvilja-
greininni á þriðjudaginn lætur
Sigurður þess getið, að meirihluti
Hæstaréttar sé „skipaður þrem
kerfisþrælum".
Mál hátíðarnefndar
stúdenta 1971
Hinn 28. desember 1971 birtist í
dálki Velvakanda í Morgunblað-
inu illyrt klausa um samkomu
háskólastúdenta 1. desember og
af því tilefni höfðuðu 7 menn í
hátíðarnefndinni meiðyrðamál.
Dómkröfurnar voru um ómerk-
ingu ummælanna, „þyngstu refs-
ingu, sem lög standa til“, 350.000
kr. f bætur, birtingu dóms, 30.000
kr. til að fá dóm birtan annars
staðar en í Morgunblaðinu og loks
um málskostnað.
Meðal stefnenda í þessu meið-
yrðamáli stúdenta er enginn
þeirra, sem eiga nú aðild að mál-
um vegna ummæla um Varið
land. Hins vegar var í stefnenda-
hópnum Jóhann Tómasson lækna-
nemi, sem kom fram í sjónvarps-
þætti um varnarmálin í vor. Vildi
hann, að því er virtist, telja
skammaryrði Þjóðviljans um for-
göngumenn Varins lands verjan-
leg vegna þeirra orða í dálki Vel-
vakanda í desember 1971, sem
nefnd voru hér á undan. Auðvitað
eru þessi orð Vörðu landi með
öllu óviðkomandi. En hér skiptir
annað máli. Stefnendur voru 7
talsins, krafa þeirra var 350.000
kr., eða 50.000 kr. á hvern mann.
Og svo hamast Þjóðviljinn við að
reyna að fá menn til að trúa því,
að það séu ofsóknir gegn stúdent-
um að gera sömu kröfur á menn
úr þeirra hópi. Rétt er að taka
fram, að mér er ekki kunnugt um,
að búið sé að dæma í þessu meið-
yrðamáli.
Hér hafa verið nefnd þrjú
dæmi þess, að andstæðingum Var-
ins lands er af sumum talið það
heimilt, sem forgöngumenn
undirskriftasöfnunarinnar eru
hrakyrtir fyrir. Mætti almenn-
ingur f landinu íhuga þennan
hugsunarhátt og draga af honum
lærdóma. Líka mætti hafa í huga,
hve miklu harðari þær árásir
voru, sem forgöngumenn Varins
lands vilja ekki una en þau atvik,
sem liggja til grundvallar þeim
þremur málum, sem hér hafa
verið rakin með örfáum orðum.
Baldur Hermannsson:
Um tjáningarfrelsi
og sorpblaðamennsku
BANDASRlSKA dagblaðið Was-
hington Post hefur undanfarin ár
getið sér orð fyrir harðsnúna
blaðamennsku. Stjórnendur þess
kappkosta að fletta ofan af kaun-
um spillingar og svika í þjóðlífinu
og veita almenningi innsýn f mál-
efni, sem venjulega eru myrkri
hulin. Þekkt er frammistaða
þeirra í Watergate-hneykslinu.
Þessarar skeleggu stefnu gætir
nú víða f blaðaheimi Vesturlanda,
og það er vel. Hún veitir valdhöf-
unum aðhald og stuðlar að heiðar-
legra þjóðlífi.
Af allt öðru sauðahúsi er sú
sorpblaðamennska, sem stjórnast
af pólitískum og fjárhagslegum
gróðasjónarmiðum. Hú'n höfðar
til frumstæðra einstaklinga og
stuðlar að menningarlegri og
félagslegri úrkynjun.
Aftonbladet og Expressen f SvÞ
þjóð, Extrabladet í Danmörku og
Dre Bild í Þýzkalandi, svo dæmi
séu tekin, velta sér upp úr glæpa-
málum og klámi. Fjallað er um
þjóðmál og menningarmál á yfir-
borðskenndan hátt. Lýðskrumið
situr alls staðar í fyrirrúmi. And-
stæðingar, einkum á stjórnmála-
sviðinu, eru einlægt hrakyrtir á
viðbjóðslegan hátt.
Þessi tegund blaðamennsku
hefur þvf miður færzt í aukana
sfðastliðin ár og jafnvel náð að
skjóta rótum hér á landi. Nokkur
íslenzk vikublöð eru brennd
marki sorpblaðamennskunnar og
eitt dagblaðanna virðist hafa gert
klúryrði og bölv að skyldunáms-
grein starfsmanna sinna.
Varið land
í byrjun þessa árs notfærðu
55.522 Islendingar tjáningar- og
skoðanafrelsi sitt til að hvetja þá-
verandi rikisstjórn til varfærni í
utanríkismálum. Hið málefnalega
inntak yfirlýsingar nær helmings
atkvæðisbærra landsmanna var
ekki sundurgréint og rætt af and-
stæðingum þeirra, heldur voru
frumkvöðlar undirskriftasöfnun-
arinnar rægðir og svívirtir opin-
berlega á viðbjóðslegan hátt.
Þessar persónuárásir birtust
einkum í Þjóðviljanum og eru
óhikað einhver ruddalegasta árás
á tjáningar- og skoðanafrelsi vort,
sem um getur á þessari öld.
Frumkvöðlar undirskriftasöfn-
unarinnar hófu nýlega málsslókn
á hendur árásarmönnunum. Þessi
málshöfðun er geysilega mikils-
verð. Hún miðar að því tvennu að
hefta útbreiðslu sorpblaða-
mennsku á tslandi og staðfesta
hinsvegar tjáningar- og skoðana-
frelsi landsmanna og rétt þeirra
til myndunar pólitfskra samtaka.
Málshöfðunin er lofsvert fram-
tak, sem verðskuldar aðdáun og
stuðning. Það er ekkert gaman-
mál að standa í illkynjuðum mála-
ferlum. Sektarfénu hyggjast
stefnendjr verja til góðgerða-
starfssemi.
I vetur tóku 55.522 Islendingar
undir hina yfirlætislausu áskorun
stefnenda. Það leikur ekki á
tveim tungum, að þeir njóta sam-
úðar og stuðnings yfirgnæfandi
meirihluta landsmanna í þeirri
rimmu, sem nú fer í hönd.
Skáld á
refilsstigum
Einn sakborninga er Einar
Bragi rithöfundur. Einar hefur
um langt skeið látið að sér sópa í
bókmenntum íslendinga. Hann
stjórnaði um árabil útgáfu Birt-
ings, atkvæðamesta menningar-
rits okkar. Hann hefur þýtt og
gefið út fjölda ritverka. Hann er
sjálfur prýðilegt ljóðskáld og hef-
ur á allan hátt verið lifandi, list-
rænt afl í menningu þjóðarinnar.
Það hefur verið þung raun að
horfa upp á afskipti Einars Braga
af undirskriftasöfnuninni og við-
brögð hans við málshöfðuninni.
Að þessu sinni hefur bamaskap-
ur, rökleysur og skætingur seytl-
að úr liprum penna hans.
Flestir sakborninga, þar á með-
al Einar Bragi, eru krafðir um
sömu upphæð í miskabætur,
50.000.00 krónur á stefnanda.
Þetta er vitanlega aðeins lög-
fræðilegt formsatriði. Það fellur í
hlut dómstólanna að vega og meta
málstað hinna ákærðu og ákveða
sanngjarna refsingu.
Rithöfundar —
heilagar kýr?
Persónulega býst ég við því, að
Einar Bragi fái vægastan dóm
sakborninga. Það haggar þó ekki
þeim beizka sannleik, að fall hans
er hæst. Hinir eru engan veginn
jafnokar hans að mannvirðingu
og raunar tlmi til kominn, að rétt-
vísin tukti suma þeirra. Okkur,
sem virðum og dáum menningar-
frömuðinn, skáldið og ljúfmennið
Einar Braga, hrýs hugur við að
sjá hann á bekk með mönnum á
borð við Árna Björnsson, Dag
Þorleifsson og Ulfar Þormóðsson.
Einar hefur sent Rithöfunda-
sambandi Islands bón um liðsinni
gegn dómstólum landsins. Þetta
er ekki stórmannlega gert. Eru
fslenzkir rithöfundar orðnir
heilagar kýr? Gilda ekki lengur
sömu lög um þá og aðra menn?
Einar hefur svívirt tjáningar-
Baldur Hermannsson.
skoðanafrelsi annarra einstakl-
inga og verður nú að sætta sig við
úrskurð löglegra dómstóla.
Kæri Einar! Afskipti þín af
undirskriftasöfnun Varins lands
hafa orðið þér til vansæmdar. I
nafni þeirra, sem meta og þakka
menningarstarf þitt á liðnum
árum og vænta sér áfram góðs af
gáfum þínum og hæfieikum,
skora ég á þig að draga I land,
áður en það er um seinan. Ég
skora á þig sem drengskapar-
mann að rétta fram höndina til
sátta og biðja opinberlega afsök-
unar þá menn, sem þú hefur
veitzt að.
Stefnendur hafa allir sem einn
sýnt hófsemi og stillingu undir
hinum lúalegu árásum, og ég er
ekki f vafa um, að þeir munu
bregðast stórmannlega við afsök-
unarbeiðni þinni og forða þér
þannig frá frekari vansæmd.