Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 13 treyju. Það má nefna fleiri dæmi um það, að ríkisvaldið styður ekki kirkjuna sem skyldi. Til dæmis verða prófastar að bæta prófasts- störfum á prestsstörfin sem fyrir eru án allrar aðstoðar. Þannig hefur prófasturinn í Reykjavík enga skrifstofu, ekkert starfslið, og verður að sinna þeim störfum í viðbót við erilsamt prestsstarf. Þetta er hliðstætt því, að einhver skólastjórinn væri látinn gegna embætti fræðslustjóra í Reykja- vfk í aukavinnu eða einhver lækn- ir við Borgarspítalann væri látinn gegna stöðu borgarlæknis í hjá- verkum. — Hvað getur þú sagt meira um fjárhag safnaðanna? „Eins og ég hef áður bent á eru margir söfnuðir févana, ekki sízt í Reykjavík. Má nefna sem dæmi, að jafn gamall og rótgróinn söfnuður og Dómkirkjusöfnuður- inn hefur ekki bolmagn til að greiða nema nauðsynlegustu út- gjöld hvað þá til að fitja upp á nýjungum. Söfnuðirnir hafa margsinnis leitað úrbóta hjá kirkjumálaráðherra, en hann hef- ur lítið getað leiðrétt hlut safnað- anna. Slíkt á einnig við um fyrir- rennara hans. Fjárhagsástand safnaðanna batnar ekki fyrr en sóknargjöld hafa fengizt hækkuð í samræmi við aðrar hækkanir og brýnar þarfir." — Og að lokum Ingólfur, ef við snúum okkur að Prestastefnunni, hvað vilt þú um hana seeia? „Min skoðun er sú, að þau mál, sem þar voru til umræðu, þarfnist vandlegrar skoðunar og að ekki sé vegur að afgreiða þau á aðeins þriggja daga stefnu. Enda hef ég þá trú, að þeim verði visað til nefnda og þau síðan tekin fyrir á næstu Prestastefnu, sem haldin verður að ári. Þar verða þessi mál, sem varða skipulag og breytta starfshætti kirkjunnar, væntanlega afgreidd. Þá langar mig að geta erinda Niðarós- biskups, sem mér þóttu afar fróð- leg og tímabær." Sr. Ingólfur Guðmundsson. 30 ár á Suðureyri — nú í Reykholti SR. JÓHANNES Pálmason er nú prestur í Reykholti I Borgarfirði, en áður var hann sóknarprestur á Suðureyri við Súgandafjörð I um 30 ár, sem að hans sögn voru mjög fljÓt að ifða. Hann hefur setið á mörgum prestastefnum og sagði, að þær hefðu breytzt talsvert að formi til undanfarin ár, nú væri málin meira rædd I umræðuhóp- um en áður og auk þess ættu fleiri prestar nú þess kost að koma á ráðstefnuna vegna greiðari samgangna. Mbl. spurði sr. Jóhannes, hvort einhver munur væri á þvf að vera prestur í sjávarplássi á Vestfjörðum eða í sveitum Borgarf jarðar. — Já, það er dálítið frábrugðið þótt eðli starfsins sé hið sama. Hugsunarháttur er nokkur annar við sjávarsfðuna en meðal bænda, en þó hvorki verri né betri í sjálfu sér. Ég hef á báðum stöðunum verið innan um prýðisgott fólk, sem á þessum stöðum býr, það er höfuðatriðið að fólkið sé gott. — Hvernig gengur að halda uppi kirkjulegri starfsemi í sveit- um? — Það gengur vel. Auðvelt hefur verið að fá fólk til starfa, sérstaklega ungt fólk. Nýlega vann stór hópur sjálfboðaliða við að snyrta til í kringum kirkjuna f Reykholti og dytta að henni og gekk það starf vel. I Reykholti er skóli og gott samstarf hefur verið við þá, sem þar ráða, unglingarnir koma oft í kirkjuna og fylla hana. Ég hef einnig farið í skólann og haft þar helgistundir þannig, að ég held, að trúaráhugi ungs fólks sé sfzt minni nú en oft áður, jafn- vel meiri. Þessi aukni áhugi hefur svo auðvitað áhrif á prestana, sem ættu að verða meira lifandi vegna hans. — Hefur þú gert einhverjar breytingar á messuhaldi? — Nei, ég hef engan áhuga á breyttum helgisiðum eða messu- formi. Ég er mjög gamaldags í öllum hugsunarhætti og hef meira að segja verið stimplaður íhaldsmaður í þeim efnum. En ég er síður en svo á móti því að aðrir prestar reyni að finna það form, sem þeim hentar bezt til að ná til Sr. Jóhannes Pálmason. fólksins með boðskap sinn, því að öllum lætur ekki sama formið til þess. Forðast ber einangr- un prestsins í starfi Sr. Sváfnir Svernbjarnarson SÉRA Sváfnir Sveinbjarnarson er prestur á Breiðabólsstað f Fljótshlfð og jafnframt settur prófastur I Rangárvallaprófast- dæmi. Blaðamaður innti hann fyrst eftir þvf, hvort kirkjulff væri ekki blómlegt f prófastdæmi hans. „Það má segja, að kirkjulíf standi þar á gömlum merg og það hefur verið blómlegt allra siðustu ár. Langar mig f því sambandi að nefna stóraukið æskulýðsstarf sem ungir og áhugasamir prestar í prófastdæminu hafa haft for- göngu um undir stjórn sr. Sig- urðar S. Haukdal fyrrverandi prófasts. Hann beitti sér fyrir því að leitað var til sveitarfélaga og safnaða um fjárframlög til þessa starfs og fékk sú málaleitun góðar undirtektir. Bendir þetta til auk- ins skilnings á þörfinni fyrir starf kirkjunnar. Einnig má nefna, að allmargar af kirkjum prófast- dæmisins hafa verið endurbyggð- ar og aðrar endurbættar, og er ástandið í þeim efnum mjög gott.“ Hafa prestar prófastdæmisins verið með eitthvað sérstakt á prjónunum vegna þjóðhátíðarárs- ins? „Rangæingar héldu sfna þjóð- hátíð í tilefni 1100 ára búsetu f landinu um síðustu helgi að Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Einn aðalliður þessarar þjóðhátfðar var guðsþjónusta undir berum himni, og tóku allir prestar prófast- dæmisins þátt í henni. Þetta var áhrifamikil stund, og í heild var þjóðhátíðin ákaflega vel heppnuð, enda veður eins fagurt og hægt er að hugsa sér, og ekki spillti staðurinn fyrir. Hátfðin var eins og fram hefur komið í fréttum afar vel sótt. Mig langar f þessu sambandi að geta sérstaklega um þátt kirkjukóra prófastdæmisins í guðþjónustu hátfðarinnar og öðrum liðum, en þeir lögðu fram mikið og óeigingiarnt starf oe settu svip á hátíðina. Þeir áttu ekki sízt þátt i þvi, hve vel hún heppnaðist." — Nú hefur verið drepið á fjár- mál kirkjunnar hér á Prestastefn- unni. Hvað getur þú sagt um það mál? „Það er mikil nauðsyn á því að afla kirkjunni fjár með því að hækka sóknargjöld og leita ýmissa leiða til tekjuöflunar. Nú- verandi tekjur safnaða hrökkva tæplega fyrir daglegum rekstri. Einnig er mikið átak fyrir fá- menna söfnuði að byggja og fram- kvæma viðgerðir á kirkjunum, því að tekjur eru ekki ætlaðar til þess og lán Kirkjubyggingarsjóðs ónóg. Er mikil nauðsyn á því að efla þann sjóð.“ — Nú var umræðuefni stefn- unnar, Kirkjan og samtíðin, mjög vfðtækt, er ekki svo? „Jú, þetta mál er svo viðamikið, að ekki vinnst tími til að gera því skil á þremur dögum. Þvf er gert ráð fyrir, að það komi fyrir Prestastefnuna, sem haldin verður að ári, og verður þá von- andi betur undirbúið og full- mótaðar tillögur að virkara starfi kirkjunnar í þjóðfélaginu. Umræður hafa verið mjög frjóar og margar athyglfsverðar tillögur komið fram. Ég vil koma því hér á framfæri, að það er mitt álit, að forðast beri einangrun prestsins i starfi þannig, að hann láti sér ekkert vera óviðkomandi. Ég tel að hann eigi að vasast í flestu, ef nota má slíkt orðalag því þá nær hann til sem flestra. Starfi kirkj- unnar má líkja við ræktunar- og uppbyggingarstarf og til þess að slfkt starf beri árangur, má áveituvatnið ekki renna f einum farvegi. heldur sem víðast og fara niður í jörðina, því að það kemur síðar fram hreint aftur.“ — Hvert telur þú gildi Presta- stefnunnar? „Ég tel Prestastefnuna mjög nauðsynlega og þarflega. Hún gerir hvort tveggja að fjalla um kirkjunnar mál frá sem flestum hliðum og mótar heildarstefnu, og einnig er hún mikilvæg að því leyti, að hún eykur kynni og sam- heldni kirkjunnar manna. Það er uppbyggjandi og sálarbætandi að hitta starfsbræður og rifja upp gömul kynni.“ Þegar þú kýst.. 15 heilrœöi til ungra kjósenda 0 Þu mátt kjösa. ef þú ert 20 ára 30. juni 1974. á kjörda« 0 Þú kýst á þeim stað. sem þú áttir lögheimili á 1 desember sl 0 Þú kýst i skólanum i þínu hverfi 0 Þú kýst i þeirri skúlastotu. þar sem kjórdeild þinnai í»ötu er 0 Þú seRtr fyrst heimilisfanK þitt ok siðan til nafns. þe^ar þú kemur inn i kjördeildina. 0 Þu færö kjörseðilinn afhentan af kjörsljórn 0 Þú Kreiðir atkvæði þitt mni í öðrum hvorum kjörklefanum i stof- unrti. 0 Þú setur x framan við bókstáf þess lista. sem þú ætlar að styðja 0 Þú mátt breyta röð frambjóðenda á þinum lista með þvi að setja tölustafina 1.2. 3 fvrir framan nöfn þeirra 0 Þú mátt strika yfir einn eða fleiri frambjóðendur á þinum lista 0 Þú skall ekki strika vfir nafn á einum lista o*» setja x á annan. með þvi ÓKÍldir þú atkvæði þitt. 0 Þú brýtur seðil þinn einu sinni samaii ok setur hann í mnsiKlaðan kjörkassann 0 Þú færð ailar frekari uppiýsinKar hjá kosnmKaskiifstofum stjórn fenálaflokkanna 0 Þú skalt neyta atkvæðisréttar þins. þvi þanniK hefur þú áhrif á stjórn málefna byKKðar þinnar. 0 Þú skalt kjösa þann stjórnmálaflokk. sem tr\KKt»' öruKKa framtið þina (>k þmna X Reykjavík 1974 íþróttir 29. júní — 3. júlí Laugardagur 29. júní Laugardalsvölf ur kl. 1 4.00 Frjálsar íþróttir. Skerjafjörður kl. 1 4.00 Siglingar Laugardalshöll kl. 16.45 Fimleikasýning. Kl. 1 7.30 Lyftingar og júdó. Kl. 18.30 Sveitaglíma: Reykjavík — Landið. Sunnudagur 30. júní Grafarholt Kl. 10.00 Golf. Laugardalsvöllur Kl. 14.00 Knattspyrna: Reykjavík Landið. Sundlaugarnar í Laugardal Kl. 16.00 Sundmót með þátttöku sundfólks frá Stokkhólmi Mánudagur 1. júlí Laugardalshöll Kl. 1 7.00 Badminton: Reykjavik _ Þórshöfn. Borðtennis: Reykjavik — Þórshöfn. Kl. 20.00 Körfuknattleikur: Reykjavik — Helsinki. Kl. "21.15 Handknattleikur: Reykjavík — Osló. Þriðjudagur 2. júlí Sundlaugar, Laugardal Kl. 19.00 Sundmót (gestir frá Stokkhólmi). Laugardalshöll Kl. 18.30 Blak: Reykjavík —- Landið. Kl. 20.30 Körfuknattleikur: Reykjavík — Landið. Kl. 20.30 Körfuknattleikur: Reykjavík — Helsinki Kl. 21.15 Handknattleikur: Reykjavík — Osló. Sömu lið oq á mánudag. Miðvikudagur 3. júlí Laugardalvöllur Kl. 19.00 Knattspyrna: Reykjavík — Landslið (2.fl.). ÞRR ER EITTHURfl FVRIR HLLR HLor0jmiiInt>áí> mnRGFHLDRR mÖGULEIKR VÐRR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.