Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 Rœtt við Matthías A. Mathiesen, efsta mann á lista Sjálfstœðis- flokksins í Reykjaneskjördœmi Reisum efni lífið úr rúst og tryggjun öryggi land Matthfas Á. Mathiesen skipar nú sem í undan- förnum þingkosningum fyrsta sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Matthfas er Hafnfirðingur, lögfræðingur að mennt, en var um langt skeið sparisjóðsstjðri f Hafnarfirði. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Hafnfirðinga í júní 1959, og hefur verið þingmaður Reyknesinga frá því um haustið 1959. Á sfðasta kjörtfmabili hefur Matthías átt sæti í fjárhags- og viðskiptanefnd Alþingis, svo og utanrfkisnefnd og verið einn helzti talsmaður flokksins f þeim málefnum. Auk þess hefur hann sem fulltrúi Alþingis tekið þátt f störfum Norðurlandaráðs og þingmannasambands NATO. í viðtalinu hér meðfylgjandi ræðir Matthfas einkum um ástandið f efnahagsmálum þjóðarinnar og viðhorfin í öryggis- og varnar- málunum. — Matthfas, ef við vfkjum fyrst að Reykjaneskjördæmi, hvaða mál telur þú þar efst á baugi? „Að mínum dómi er hitaveitu- málið mesta hagsmunamál íbúa Reykjaneskjördæmis um þessar mundir — sjálfsögðu að frátöld- um þeim allsherjarvandamálum, sem nú steðja að og koma ekki hvað sízt niður á Reyknesingum, þ.e. yfirvofandi stöðvun atvinnu- veganna. Nú eru loks hafnar framkvæmdir við lagningu hita- veitu í Kópavog, Garðahrepp og Hafnarfjörð. Meginviðfangsefnið á næstunni verður að tryggja Suðurnesjabúum — þeim tug þúsunda íbúa, sem þar búa — sömu aðstöðu til húshitunnar. Reykjavfkurborg hefur staðið vel að þessu máli gagnvart nágranna- byggðunum, en þar sem sveitar- félögin þurfa á aðstoð rfkisins að halda í þessum efnum, horfa málin öðru vísi við. Mikið hefur skort á forustu iðnaðarráðherra í þessu mikla hagsbótamáli. Magnús Kjartansson barist fyrir rafhitun í stað jarðvarmahitunar vegna rangrar stefnu hans f stór- virkjunarmálum, sem landsmenn þekkja. Það var ekki fyrr en olíu- kreppan var skollin á, að iðnaðar- ráðherra sá sig tilneyddan að láta undan síga, enda þrýstu forustu- menn þessara byggðarlaga á með þunga og studdu dyggilega þá þingmenn sína, sem jafnan hafa haldið hitaveitumálinu vakandi. Það er kannski dæmigert, að þar sem sveitarfélag þarf ekki á neinn hátt undir rikið að sækja til að koma á hitaveitu, þar er enginn dráttur og framkvæmdir til fyrirmyndar. Á ég þar við Seltjarnarnesið og hitaveituna þar. En þegar rætt er um málefni Reykjaneskjördæmis sérstaklega vil ég gjarnan vekja athygli á vaxandi misrétti íbúa kjördæmis- ins varðandi val fulltúa þeirra á löggjafarsamkomu þjóðarinnar — Alþingi. Ég tel nauðsynlegt, að þessi mál verði tekin til með- ferðar og þess freistað að finna á því réttláta lausn, þannig þó, að sérstaða landsbyggðarinnar verði ekki fyrir borð borin.“ — Nú jók Sjálfstæðisflokk- urinn verulega fylgi sitt hér í Reykjaneskjördæmi við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Telur þú, að stefna flokksins í varnar- málunum hafi haft áhrif á úrslit- in? „Já, það tel ég. Að vísu er það nú svo um byggðakosningar, að þær eru mjög stað- og persónu- bundnar í kjördæmi eins og Reykjaneskjördæmi, þar sem eru 15 sveitarfélög — 5 kaupstaðir og 10 hreppar. Hitt er eins víst, að stefna Sjálfstæðisflokksins í öryggis- og varnarmálunum jók enn á strauminn yfir til okkar, og ég fyrir mitt leyti er sannfærður um, að þetta mál verður í brenni- denli í kosningunum nú og að þá komi í Ijós ótvíræður vilji fólksins að landið sé varið. Það er verðugt umhugsunar- efni fyrir þá, sem ekkert vilja á sig leggja til þess að tryggja varnir og þar með öryggi lands- ins, að það fólk, sem næst varnar- stöðinni býr, metur aðstæðurnar svo, að ýmis óþægindi, sem dvöl varnarliðsin&fylgja, séu smámun- ir samanborið við óvarið land.“ — Hversu mikil áhrif hafa aðrar þjóðir innan Atlantshafs- bandalagsins á ákvörðunartöku okkar f öryggis- og varnarmálum? „Island er veigamikill hlekkur i öryggis- og varnarkeðju vest- rænna lýðræðisþjóða. Um leið og við ákvörðum okkar eigin öryggis- og varnarráðstafanir hljótum við að skoða vel og meta með hvaða hætti við getum sem bezt tryggt öryggi okkar og sámstarfsþjóða okkar. Sú öryggisstarfsemi, sem fram fer á íslandi, hlýtur vegna legu landsins að hafa mikla þýðingu fyrir næstu nágranna okkar og við erum þess vegna ætfð reiðubúnir að hlusta á og meta skoðanir þeirra í þessum málum. Auk þess lft ég svo á, að það sé frumskilyrði okkar sem sjálfstæðrar þjóðar að fylgjast með ferðum hertækja annarra þjóða í kringum okkar eigið land.„ — Nú hefur þú átt sæti f utan- rfkisnefnd Alþingis þar sem mörg stórmálin hafa verið til meðferðar? „Varnarmálin og landhelgis- málið hafa verið meginviðfangs- efni utanrfkisnefndar. Vissulega 21 höfum við fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þar lent á öndverðum meiði við nefndarmenn stjórnar- liðsins. Núverandi stjórnarherrar hafa þótzt ætla að reka „sjálf- stæða utanríkisstefnu" og lagt slíkt ofurkapp á þetta óljósa markmið, að þeir virðast reiðu- búnir að leggja frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar í sölurnar. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfum í framhaldi af stefnu flokksins frá öndverðu lagt megináherzlu á, að utanríkis- stefnu landsins yrði hagað þannig, að við misstum aldrei sjónar á grundvallaratriðum frelsis- og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þannig höfum við reynt að skapa sterkt mótvægi gegn ábyrgri stefnu stjórnar- innar. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur líka hlotið hljómgrunn meðal þjóðarinnar, eins og undir- skriftasöfnun Varins lands sann- ar bezt.“ — En hitt meginmálið — land- helgin. Hvað viltu segja um stöð- una I þvf um þessar mundir? „Staðan, sem upp er komin í landhelgismálinu, sýnir einmitt, að hávaðinn í kringum landh^lg- ina fyrir síðustu kosningar var fyrst og fremst af pólitískum toga spunninn. Það var fyrirfram ljóst hvernig þróunin yrði á alþjóða- vettvangi og þar eru nú 200 mílurnar á næsta leiti. En þá bregður svo við, að fulltrúar stjórnarliðsins eru komnir í and- stöðu við málið og mega helzt ekki heyra á 200 mflurnar minnzt. Sjó- menn og útgerðarmenn á Reykja- nesi furða sig á afstöðu þessara manna, stefna okkar sjálfstæðis- manna nýtur stuðnings þeirra og þeim er nú ljóst orðið hið pólitíska moldviðri, sem þyrlað var upp vegna þessa máls. Við munum að sjálfsögðu fylgja eftir ákvörðun okkar um 200 mílna landhelgi. Það er f fullu samræma við fyrri frumkvæði Sjálfstæðis- flokksins í þessu stórmáli þjóðar- innar, þvf að hvernig sem menn deila um einstakar ákvörðunar- tökur í því máli er það vissa mfn, að sagnfræðingar sfðari tfma munu kveða upp úr um, að allur undirbúningur og allur fram- gangur landhelgismálsins hafi fyrst og fremst verið fyrir til- stilli Sjálfstæðisflokksins." — En landsmálin almennt — hvað viltu segja um horfurnar þar? „Brýnasta verkefnið, sem kemur tii með að bíða úrlausnar næsta þings og ríkisstjórnar, er tvímæla- laust alhliða uppbygging atvinnu- lífsins og endurreisn efnahags- málanna. Það er eftirtektarvert, að þegar rfkisstjórn, sem kennir sig við hinar vinnandi stéttir, hef- ur setið við völd í um þrjú ár, þá vofir ætfð yfir stöðvun atvinnu- veganna og atvinnuleysi er fram undan, þrátt fyrir góðæri, góðan afla og einstaklega hagstætt markaðsverð á helztu útflutnings- afurðum okkar." — Hverjar telur þú helztu ástæðurnar fyrir þvf hvernig komið er f þessum efnum? „Það þolir ekkert atvinnulíf algjört stjórnleysi i fjármálum rfkisins og efnahagslffinu almennt. Verðbólga, sem nemur 44% á 12 mánuðum, hlýtur að leggjast svo þungt á atvinnuveg- ina að þeir stöðvast. En þótt ástandið sé svart um þessar mundir, má kannski hughreysta landsmenn með því að rifja upp hvernig það hefur áður gerzt, að' vinstri stjórn hefur kollsiglt þjóð- arskútunni en þá tókst að koma henni á réttan kjöl aftur með því að þjóðin fól Sjálfstæðisflokknum forustuna á ný. Ég er þess full- viss, að með traustri og einhuga ríkisstjórn má í áföngum reisa efnahagslífið úr þeim rústum, sem nú blasa við. Reynslan sýnir, að það er unnt að bæta fyrir glappaskotin í efnahagsmálunum en vanhugsaðar aðgerðir á öryggis- og varnarmálunum verða ekki aftur teknar. Staðreyndirnar blasa við f ýmsum þjóðlöndum bæði nær og fjær og það skyldu Islendingar ekki sfður hafa hug- fast, er þeir ganga nú að kjörborð- inu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.