Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 Dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl.: Mistökin í landhelgismálinu MORGUNBLAÐIÐ sér ekki ástæðu til að meina dr. Gunnlaugi Þórðarsyni birtingu þessarar grein- ar, þótt blaðið sé ósam- mála ýmsum efnisatrið- um hennar og ómaklega sé veitzt að Hans G. Andersen, sem hefur unnið manna mest að fiskveiðilögsögumálum tslendinga. Ritstj. I grein hér í blaðí 8. des. s.l. var þeirri spurningu varpað fram, hvort utanríkisráðherra hefði rækt starf sitt sem skyldi. Var þá átt við meðferð landhelgismáls- ins, en ekki rætt um varnarmálin. í afstöðu sinni til varnarmála hefur Framsóknarflokkurinn borið kápuna á báðum öxlum og ekki vitað í hvorn fótinn hann átti að stíga vegna flokkshagsmuna. Varnarmálin væru vissulega til- efni til þrotlausra skrifa og aðvar- ana, en hér verður hins vegar fjallað um frammistöðu utanrfkis- ráðherrans í landhelgismálinu og þátt sérfræðings ríkisstjórnar- innar í því máli. GÖÐ FYRIRHEIT Skömmu eftir valdatöku ríkis- stjórnar Ölafs Jóhannessonar, nánar tiltekið f nóv. 1971, kom utanríkisráðherra á fund hjá Samtökum um vestræna sam- vinnu og Varðbergi. Fundarmenn voru um 70, og var all góður rómur gerður að ræðu ráðherrans. Þrátt fyrir þann tvískinnungshátt, sem þá þegar var kominn fram í málinu hjá ráðherranum, var ræðan athyglis- verð að því leyti, að í henni voru skýr fyrirheit, hversu mikils virði sem þau kunna nú að vera, um, að engar ráðstafanir yrðu gerðar í varnarmálum án samráðs við Alþingi. Undirritaður benti á fundinum á nauðsyn þess, að varnarmál landsins yrðu ekki bendluð við landhelgismálið, og færði rök að nauðsyn á þvf, að þessum málum yrði haldið aðgreindum, sem óþarft mun vera að rekja hér. Einnig, að þegar til útfærslunnar kæmi, yrði allt gert til þess að vinna málinu lið og þar yrði hlut- verk utanrikisráðuneytisins sér- staklega mikilvægt. Ráðherrann taldi umræddar ábendingar at- hyglisverðar og eftir atvikum réttmætar og sagði, að þegar að útfærslunni kæmi, myndi ekkert til sparað til að vinna málstað Islands fylgi. Utanríkisráðherra viðurkenndi sem sagt á þessum fundi, að þegar að því kæmi bæri nauðsyn til, að utanríkisráðuneytið legði sig í lfma við kynningu á málstað Is- lendinga í landhelgismálinu og aflaði viðurkenningar á henni hjá sem flestum þjóðum heims. Fullyrða má, að hver einasti maður, sem orðið hefði utanríkis- ráðherra, hefði talið slíkt höfuð- skyldu sína. LITLAR EFNDIR Þegar á hólminn kom lét ráð- herrann sig samt hafa það að van- rækja þá hlið landhelgismálsins, sem vikið er hér að ofan þannig, að í því efni var lítið sem ekkert að gert, svo sem kom fram f um- ræðum á Alþingi (sjá Alþt. 1973, III, 171). í sömu heimildum kom og fram, að horfið hafði verið frá því ráði að leggja áherzlu á sér- stöðu Islendinga í landhelgismál- um, sem til þessa hafði verið undirstöðuatriði í baráttu þjóðar- innar fyrir rétti sínum. Þrátt fyrir aðgerðaleysi utan- ríkisráðuneytisins lýstu ýmsaf ríkisstjórnir yfir þvf, að þær viðurkenndu 50 sjómílna land- helgi íslands, svo sem stærsta þjóð heims, Kínverjar, Finnar o.fl. Þá var og ljóst, að flestar þjóðir Suður- og Mið-Amerfku myndu viðurkenna 50 sjómílna landhelgi islands. Síðar leiddi þátttaka íslendinga í ráðstefnu Afríkuþjóða í ljós, að allar þjóðir Afríku voru reiðubúnar að viður- kenna 50 sjóm. landhelgi tslands. HVAÐ HEFÐI ORÐIÐ? Sú skoðun kom fram í áður- nefndri blaðagrein minni, að ef eftir hefði verið leitað, hefðu flestar þjóðir heims verið reiðu- búnar að viðurkenna 50 sjóm. landhelgi islands, ef þess hefði verið óskað á sfnum tíma, og þó sérstaklega áður en við óvirtum Alþjóðadómstólinn. Til þess að færa rök að þessu áliti mínu gerði ég mér ferð til Austurlanda í þeim tilgangi að kynna mér afstöðu embættis- manna og lögfræðinga í nokkrum löndum par til aðgerða íslendinga í landhelgismálinu. Spurningar mfnar snerust um þrennt; sem sé hvort ætla mætti, að 50 sjóm. landhelgi islands hefði verið viðurkennd m.a. á sögulegum grundvelli, ef þess hefði verið óskað á sínum tíma; álit á þeirri framkomu fslenzkra stjórnvalda að óvirða Alþjóða- dómstólinn og hverjar sigurvonir íslendinga hefðu verið, ef við hefðum lagt t.d. viðurkenningu 70% þjóða heims á borðið hjá Alþjóðadómstólnum. I fyrstu virtist ferð mín ætla að verða árangurslítil, því að þeir embættismenn, sem ég ræddi fyrst við bæði íranskir og pake- stanskir, voru mjög tregir til að láta í ljós álit á þessu efni, en samt kom fram, að þeir töldu, að þar eð lönd þeirrahefðu jafnstóra eða víðáttumeiri fiskveiðíland- helgi, þá hefði komið til mála, að fiskveiðilandhelgi, sem ekki væri víðáttumeiri en Iands þeirra yrði viðurkennd. Eftir þetta var mér ljóst, að tilganslítið væri að tala við embættismenn í ráðuneytum eða sendiráðum og leitaði þess í stað uppi fremstu lögfræðinga og þá helzt þjóðréttarfræðinga með hverri þjóð. Svör þeirra hnigu öll mjög í sömu átt, sem sé, að viðurkenning á 50 sjóm. landhelgi islands hefði hlotið að fá góðan hljómgrunn með þjóðum þeirra. i öðru lagi, að óvirðing íslenzkra stjórnarvalda á Alþjóðadómstólnum væri óverj- andi og hörmuleg. í þriðja lagi, að hefðu islendingar rekið málið fyrir Alþjóðadómstólnum, eins og vera bar, þá hefðu þeir verið öruggir um sigur þar. Það væri freistandi að telja upp alla þá lögfræðinga, sem ég ræddi við, en er ástæðulaust. Þó vil ég nefna varaforseta Hæstaréttar Indlands, A. N. Magirisvami, rektor Nehru-háskólans dr. G. Parthasarathy, þjóðréttarfræð- ingana dr. Dinstein og dr. Fein- berg f ísrael og dr. Hamid Sultan við Kairo-háskóla. PÓLITlSKAR ASTÆÐUR Þannig má segja, að þessi ferð mfn hafi að sínu leyti sannað, hvílfk afglöp það voru hjá ríkis- stjórninni að hunsa Alþjóðadóm- stólinn, þar sem mál islendinga hlaut að vinnast, ef rétt var á haldið, og við hefðum átt áfram samúð heimsins og velvild og aukið virðingu okkar af rekstri málsins. í stað þess að reka málið lét ríkisstjórnin bersýnilega póli- tíska skammsýni ráða mestu um, að málið var ekki rekið. Greinilegt er, að ein ástæðan til þessa var landhelgissamningur- inn frá 1961, sem gerði ráð fyrir málsskoti til Alþjóðadómstólsins vegna frekari útfærslu landhelg- innar. Það mátti ekki verða, að Islendingar ynnu mál, sem rekið væri á grundvelli samnings gerð- um af Alþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki. Slfkt var augljóslega „goðgá“ í augum þessara manna, sem settu ofar þjóðarhag þann möguleika að geta notað land- helgissamninginn sem sviðu á þessa flokka. Þannig gerðu þeir sér vonir um áframhaldandi valdastöðu; sem sagt heiður íslenzku þjóðarinnar varð að víkja fyrir þessari pólitfsku talf- stöðu. SKAMMSVNI sérfræðings- INS Eins og fyrr getur taldi Einar Ágústsson utanríkisráðherra á fundinum í nóv. 1971, að eðlilegt væri, að utanríkisráðuneytið ynni að kynningu landhelgismálsins og aflaði stuðnings annarra þjóða við málstað islendinga. Slíkt hefði auðvitað stutt rekstur landhelgis- málsins fyrir Alþjóðadómstóln- um. En eins og bent hefur verið á og kunnugt er, var hlutur utan- ríkisráðuneytisins lítill sem eng- inn og málið ekki rekið fyrir Alþjóðadómstólnum. Nú er það svo, að ráðherrar styðjast við ráð embættismanna og sérfræðinga. 1 landhelgismál- inu hefur Einar Ágústsson líkt og fyrirrennarar hans sótt ráð til Hans G. Andersen ambassadors og þau hafa án efa valdið nokkru um atstöðu Einars Agústssonar og rfkisstjórnarinnar. Þau rök, sem ambassadorinn hefur fært fram fyrir málstað Islendinga hafa verið veik og úrelt oft á tíðum, og það er miklu meira en hugsan- legt, að Einar Ágústsson og ríkis- stjórnin hafi undir áhrifum þessa ráðgjafa að einhverju leyti eflzt í pólitískri skammsýni sinni. Einmitt þess vegna er óhjákvæmilegt að fara örfáum orðum um störf og kenningar Hans G. Andersen. Því er ekki að neita, að meðferð landhelgismálsins hefur verið klúðursleg f höndum allra ríkis- stjórna, og þar finnst á hand- bragði þess manns, sem verið hefur sem fyrr segir ráðgjafi allra ríkis'tjórna í málinu frá því á árinu 1946. Þrátt fyrir öll mistök okkar, tel ég málstað íslands svo sterkan, að með rækilegu og skipulögðu starfi megi vinna sig- ur, hvort heldur varðandi 50 sjó- mflna útfærslu eða 200. Varðandi klúðrun málsins skal á það bent, að í fræðiriti eftir ambassadorinn, sem gefið var út sem trúnaðarmál 1948, væntanlega af utanríkisráðuneyt- inu: „Greinargerð um landhelgis- málið“, er reynt að bendla land- helgi íslands við hina svokölluðu 4ra sjóm. skandinavísku-reglu. Nú sér hver heilvita maður, hvílfk fjarstæða þetta hefur verið. 1 framhaldi af því voru fyrstu að- gerðir okkar í landhelgismálum miðaðar við 4ra sjóm. «!;andi- navfsku-regluna án neins fyrir- vara um frekari rétt okkur til handa. Þegar landhelgin var svo færð út f 12 sjómílur árið 1958, réði þessi sami ráðgjafi mestu um það, að landhelgin var ekki færð lengra út, en það var skoðun hans, að sú víðátta væri alþjóðalög varð- andi fiskveiðilandheígi, sem var og er misskilningur. Ábending um 50 sjóm. var þá af ambassa- dornum talin spilla málstað is- lendinga, slik var framsýni hans! I marz 1970 var gefið út sem trúnaðarmál „Fiskveiðilögsaga tslands Greinargerð“. Höfundur þessa verks var Hans G. Andersen ambassador. I verkinu eru marg- ar furðulegar staðhæfingar og skal aðeins bent á örfáar. Á bls. 65: „Einhliða útfærsla fiskveiði- takmarkanna umfram 12 mflur mundi ekki vera f samræmi við alþjóðalög." Á bls. 61: „Hámark fiskveiðilögsögu, þar sem strand- rfki megi útiloka erlenda menn frá fiskveiðum, er nú talið 12 sjómflur. Einhliða útfærsla umfram þau takmörk — mundi ekki vera f samræmi við þjóða- rétt.“ Þá taldi ambassadorinn helztu úrræði islands vera kvóta- kerfi. Farast honum mörg orð um þá hugmynd og skal hér aðeins vikið að örfáum dæmum. A bls. 45: „Áthuga þarf árlegan hámarksafla allra þjóða á ts- landsmiðum og hvernig hann skiptist milli þjóða og meta þarfir Islands á forgangsgrund- velli.“ Á bls. 45: „Rætt hefur verið um, að kvóti Islands yrði 60% og tslendingar gætu keppt við aðrar þjóðir um hin 40%.“ Á bls. 46 segir: „Auðvitað er það ýmsum annmörkum bundið að koma á kvótakerfí, ekki sfzt, þegar semja á við önnur rfki, sem sjálf vilja halda í þann skerf, sem þau áður hafa aflað. Áð vfsu mundi gerðardómur eða nefnd verða að skera úr ágreiningi.“ Á bls. 56: „Mætti þannig spyrja, hvort „kvóti“ tslands ætti að mið- ast við allt svæðið upp f land- steina og afla allra fslenzkra skipa.“ Fróðlegt hefði verið að birta fleira úr ritinu, sem er 115 vél- ritaðar sfður og var sent sem trúnaðarmál til allra alþingis- manna. Það skal tekið fram, að trúnaðarútgáfur þær, er áður greinir, hafa vafalaust verið gefnar út af utanríkisráðuneyt- inu, enda þótt það ljái þeim ekki nafn sitt. Það má vissulega segja við- reinsarstjórninni til verðugs lofs, að hún hafði vit fyrir ambassa- dornum, þvf hvorki birti hún hug- myndir hans opinberlega né gerði þær að sínum, enda þótt útgáfa þessi hafi hlotið að vekja tor- tryggni hjá þeim, sem sáu hana og einnig að rugla þáverandi ríkis- stjórn í rfminu varðandi frekari aðgerðir af íslands hálfu f land- helgismálum. Þann 30. nóv. 1970 hélt ambassador Hans G. Andersen ræðu í hófi stúdenta, þar sem hann áréttaði sumt af því, sem hann hafði sett fram í nefndu trúnaðarriti. Umrætt erindi gerði ég að umtalsefni í Morgunblaðinu 6. jan. 1971 undir fyrirsögn „Uppgjöf í landhelgismálinu". Daginn eftir barst mér nefnt trúnaðarrit frá manni, sem var í stjórnarandstöðuflokki, með þeim orðum, að ég mætti þá fyrst vitna til þess, er hann átti ekki aftur- kvæmt á Alþingi. Á þetta er aðeins bent til að hið sanna megi koma fram f málinu. Trúnaðarritið um „kvótana“ varð til þess, að undirritaður tók upp fyrri hátt og gerði fyrirspurnir í miðstjórn Alþýðuflokksins um frekari aðgerðir af Islands hálfu í landhelgismálum, en án þess að málið fengist tekið á dagsskrá og fyrirspurn jafnvel ekki færð til bókar. Ötti minn við, að svo gæti farið, að kvótaúrræðið yrði helzta lausn ríkisstjórnar þeirrar, sem Alþýðuflokkurinn átti aðild að var meginástæðan til þess að ég sagði mig úr Alþýðuflokknum 1971. LOKAORÐ Menn kynnu að segja, að okkur sé ekki vandara um en Frökkum, þeir hafi óvirt Alþjóðadómstólinn eins og við með því að neita að hlíta lögsögu hans. Hér gegnir þó öðru máli. Norðurlandaþjóðirnar börðust á sínum tíma fyrir stofn- un Alþjóðadómstólsins og sáu í honum vörn fyrir smáþjóðir, og því voru skyldur okkar meiri. Frakkar eru auk þess með gjör- tapað mál og því er einasta, sem þeir geta gert, að sýna stórbokka- hátt. Málstaður okkar er gull- vægur og málið hefði skýlaust unnizt, ef við hefðum rekið það eins og okkur bar skylda til, en þá skyldu vanvirti utanríkisráðherra af pólitískum ástæðum. Því mun fslenzka þjóðin bera merki þeirrar alþjóðahneisu, sem í hunsun Alþjóðadómstólsins fólst, um aldur og ævi. VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef átt við alvarlega taugabilun að stríða f mörg ár. Ég reyni að lifa samkvæmt boðorðunum og ver að minnsta kosti háiftíma á degi hverjum til bæna. En til þessa hafa bænir mfnar ekki verið heyrðar. Hvers vegna? Auðvitaó þykist ég ekki vita ástæður Guðs fyrir sjúkleika yöar. Samt eru gild rök fyrir því, að bænir yðar hafa ekki verið heyrðar. Öll afskipti Guðs af okkur mótast af kærleika hans. Sum börn Guðs eru kölluð til þess að þjást, og þau líta á þrengingarnar sem tækifæri til þess að sýna, að náð Guðs nægi í öllum aðstæðum lífsins. Páli Postula var t.d. gefinn „fleinn í holdið“. Ég hygg, að það hafi verið einhvers konar líkamlegur sjúkdómur. Hann sagði: ,,Um hann hef ég þrisvar beðið Drottinn þess, að hann færi frá mér. Og hann hefur svarað mér: Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika. Því vil ég mjög gjarna því framar hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað hjá mér ... því að þegar ég er veikur, þá er ég máttugur.“ (2. Kor. 12,1—10). Trúin á Krist er ekki það að komast hjá sérhverjum bresti og veikleika í lífinu, heldur fremur hitt að öðlast náð til að bera þessar þrengingar eins og kristinn maður. Ég er ekki að segja, að margir geti ekki hlotið lækningu, en Biblían kennir greinilega, að ef viö biðjum um lækningu á líkamanum og hljótum ekki bænheyrslu, þá muni náð Guðs veita okkur styrk til þess að bera þjáningarnar, til vitnisburðar um kraft Krists.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.