Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 10
ÞRÝSTINGUR Sovétríkjanna hér á
tslandi hefur aukizt stórlega á hart-
naer þremur valdaárum núverandi
rfkisstjórnar. Rússneskir sendirá5s
menn voru t.d. samkvæmt skýrslu
utanrfkisráðuneytisins. sem lét
kanna fjölda starfsmannanna, 32
talsins. en ef fjölskyldur eru taldar
meSerfjöldi rússneskra ríkisborgara
í tengslum viS sendiráðiS samtals
67. Á sama tíma eru starfsmenn
fslenzka sendiráðsins í Moskvu
aðeins þrfr, sendiherra, sendiráðu-
nautur og ritari. Það er því ekki að
undra, aS f stefnuyfirlýsingu Sjálf-
stæðísflokksins um utanrfkismál sé
aS finna eftirfarandi málsgrein:
„Öryggisgæzla beinist ekki
einungis aS þvi, sem gerist utan
landamæra fslenzka rfkisins. Einnig
verSur aS tryggja, að erlendir aðilar,
sem stofna kunna öryggi rfkisins f
voSa, hreiðri ekki um sig innanlands.
Sérstaklega ber að gæta þess f
stjórnarmálasambandi íslands við
önnur rfki, að þar fylgi gagnkvæmni,
eins og frekast er kostur. Settar
skulu reglur um fasteignakaup
sendiráða á fslenzku landi."
Óheyrilegur fjöldi
sendiráðsmanna
MeS tilliti til hins mikla fjölda
sovézkra starfsmanna sendiráðsins í
Reykjavfk verður vart séð, að venju-
leg sendiráðsstörf krefjist svo mikils
mannafla. í sömu skýrslu utanríkis-
ráðuneytisins er þess getið, að
bandarískir sendiráðsstarfsmenn séu
aðeins 16 talsins. en séu fjölskyldur
þeirra meðtaldar eru bandarfskir
þegnar alls 36. Mætti þó ætla. að
Bandarfkin hefðu ærið meiri umsvif
og starf sendiráðsmanna þeirra væri
fjölþættara, þar sem að sjálfsögðu
þerf að sinna ýmsum málum, er
varða vamarliðið á Keflavíkurflug-
velli. Brezkir sendiráðsstarfsmenn
eru aðeins 7 að tölu og brezkir
þegnar á vegum sendiráðsins
samtals 21.
f sambandi við hinn aukna
þrýsting Sovétrfkjanna á íslandi má
minna á gffurlega aukin umsvif
sovézka flotans f nágrenni við
landið, stóraukin umsvif sendiráðs-
ins f Reykjavfk, en Sovétríkin eiga
nú stórhýsi víðs vegar um borgina og
hafa á leigu aðstöðu annars staðar. I
eigu Sovétrfkjanna eru Garðastræti
33, Garðastræti 35, Túngata 9 og
Túngata 24, en að auki leigja Sovét-
rfkin húsnæði á Seljavegi og APN-
Novosti-fréttastofan hefur á leigu
stórt húsnæði á Laufásvegi. Frekja
sendiráðsins hefur verið gegndarlaus
og lýsir sér bezt í því, að Rússar hafa
alls kostar ófeimnir sent Land-
mælingum íslands pöntun á loft-
myndum af íslandi. Og það, sem
meira er, fslenzk stjórnvöld sáu
ekkert athugavert við þessa pöntun
og var hún afgreidd. Forstjóri Land-
mælinganna neítaði þó að afhenda
Rússum þessar myndir nema hann
fengi um það skriflega skipun.
Myndirnar. sem Rússar vildu fá,
voru 800 talsins.
Tengdasonur
Grechkos skip-
aður sendiherra
Nýr sendiherra var um mitt ár
1973 sendur til íslands. Nafn hans
er Júrfi Alexéévitsj Kritsjenko og er
hann valdameiri en aðrir sendiherrar
og fyrirrennarar hans. Hann er
tengdasonur Andrej Grechkos hers-
höfðingja, varnarmálaráðherra
Sovétrfkjanna og yfirmanns alls
herafla Varsjárbandalagsins, sem
innrásina gerði i Tékkóslóvakíu á
sfnum tfma. Það er þvf Ijóst, að
sovétstjórnin telur ísland með mikil-
vægari löndum. sem þau eiga stjórn-
málaviðskipti við, og mikla nauðsyn
bera til, að þar ráði rfkjum í sendi-
ráðinu maður tengdur æðstu yfir-
stjóm Sovétrfkjanna.
Kröfur um skert
málfrelsi íslenzkra
ráðherra
Annað áberandi dæmi um yfirgang
Sovétmanna á íslandi nú sfðustu
misseri eru kvartanir sendiráðsins
yfir ummælum eins af ráðherrum
rfkisstjórnarinnar — hinnar sömu og
afhenti 800 Ijósmyndir af íslandi og
þvf var ekki að undra, að þeir teldu
ríkisstjórnina sér mjög vinveitta.
Ráðherrann sagði f sjónvarpsþætti,
að athyglisvert væri, að I raun hefði
sovézka leynilögreglan, KGB, átt
frumkvæði að þvf, að bókin um Eyja-
klasann Gulag hefði verið gefin út á
Vesturlöndum. Fyrir löngu hefði
verið vitað, að Nóbelsskáldið hefði
skrifað þetta verk og KGB hefði
handtekið og yfirheyrt konu f Lenin
grad, sem vfsað hefði á handrit.
bókarinnar. Fyrirsjáanlegt hefði
verið, að viðbrögð Solzhenitsyns
yrðu sú að gefa bókina út á Vestur-
löndum. Um bókina sagði ráðherr-
ann, að rithöfundurinn vægi hart að
ógnarstjórninni eins og hún hefði
verið grimmust á dögum Stalfns og
einnig að rótum þess kerfis, þar sem
ekki rfkti lögbundin stjórn, heldur
geðþóttastjórn.
Þessi ummæli og fleiri, sem ráð-
herrann viðhafði f sjónvarpsþættin-
um snemma á þessu ári, þoldi
sovézka sendiráðið ekki og fulltrúi
þess f Reykjavík mótmælti og vildi
að utanrfkisráðuneytið sæi um, að
þau yrðu ekki endurtekin. Á Alþingi
kom þessi atburður til umræðu og
kom þar m.a. fram f umræðum, að
nauðsynlegt væri að gera sendi-
ráðinu Ijóst, að þýðingarlaust væri
að bjóða islendingum upp á slfka
afskiptasemi af frjálsum skoðana-
skiptum á Islandi. Ekkert hefur
komið fram um, hvort utanrfkisráðu-
neytið hefur gert slfkt.
Sovézkar risa-
flugvélar á Kefla-
víkurflugvelli
1 desember sfðastliðnum gerðist
það, að rfkisstjórnin heimilaði 22
lendingar sovézkra risaflugvéla af
gerðinni AN-22. Höfðu flugvélar
þessar nokkra klukkustunda viðdvöl
á Keflavfkurflugvelli, en nokkrar
þeirra biluðu þó og urðu að vera hér í
nokkra daga. Flugvélar þessar voru
að selflytja ýmsan varning til Kúbu.
en þangað ætlaði Brezhnev aðalritari
sovézka kommúnistaflokksins. Á
þessum tfma stóð olfukreppan f
heiminum yfir, en samt fengu flug-
vélarnar um 900 þúsund lítra af
flugvélabensfni og svipað magn,
þegar þær fengu .aftur leyfi f
marzmánuði 1974 til þess að flytja
varning sinn aftur til Sovétríkjanna.
Er ein flugvélin bilaði og varð að
vera hér f nokkra daga. kom önnur
frá Moskvu til þess að sækja
varninginn, sem f henni var. Kom þá
f Ijós, að f flugvélunum voru þrfr
stórir bflar á stærð við strætisvagna.
yfirbyggðir og lokaðir og leit helzt út
fyrir, að þetta væru einhvers konar
upptökubflar. Er blaðaljósmyndari
ætlaði að mynda flugvélarnar og
varninginn á flugvellinum, gerðu
Rússar athugasemd við nærveru
hans og óskuðu eftir því við fslenzku
lögregluna, að Ijósmyndurum yrði
ekki hleypt nálægt flugvélunum.
Flugvélar þessar voru merktar
sovézka flugfélaginu Aeroflot. Flug
vélabensfnið, sem vélarnar fengu
hér, er ekki keypt af Rússum heldur
Hollendingum.
Stóraukin umsvif
sovézkra herja
við ísland
Sovétrfkin líta á línuna milli Græn-
lands, Islands. Færeyja og Noregs
tðrauKin ábrif
Sovétríklanna á
vaidatfma vlnstri
stiórnar
SOVÉZKA ELDFLAUGA-
SKIPIÐ, SEM VAR VIÐ
SUÐURSTRÖNDINA I
SEPTEMBER SlÐAST-
LIÐNUM. ÞAÐ ER AF
NÝJUSTU GERÐ, SEM
NEFNIST KIRVAC.
BANDARÍSK EFTIRLITSÞOTA KANNAR SOVÉZKA
SPRENGIFLUGVÉL AF GERÐINNI „BJÖRNINN".
EFTIRLITSÞOTAN ER FRÁ KEFLAVÍKURFLUG-
VELLI OG ER MYNDIN TEKIN 1 NÁND VIÐ ÍSLAND.
sem eins konar varnarlmu. Þegar er
Ijóst, að sovézkar sprengiflugvélar,
sem hafa aðsetur á Kolaskaga, fara f
reglulegar ferðir til íslands. Hafa
þessar ferðir staðið f mörg ár og
hefur varnarliðið á Keflavíkurflug
velli ávallt fylgzt með flugvélunum.
Þessar ferðir sovézku flugvélanna
jukust skyndilega fyrir um þremur
árum — hver svo sem ástæða þess
er.
Sovézki flotinn hefur einnig stór-
aukið ferðir sfnar upp að ströndum
íslands. Sovézkir kafbátar eru á
reglulegum ferðum við landið og á
svæðinu milli þess og Færeyja. Á
sfðastliðnu hausti sást t.d. til
sovézks eldflaugaskips úti fyrir
suðurströndinni. Skip þetta, sem er
af nýjustu og fullkomustu gerð, var
aðeins 8 sjómflur frá landi. í fylgd
með því var sovézkt birgðaskip, sem
skömmu áður hafði legið úti fyrir
Reykjanesi f 5 daga. Er talið vfst, að
það hafi þar verið að þjóna sovézk-
um kafbátum Nokkrum mánuðum
áður en þessi skip sáust við suður-
ströndina hafði orðið vart mikils
flota sovézkra herskipa og sprengi-
flugvéla norðvestur af íslandi. Voru
skip þessi innan við 50 mílna fisk-
veiðimörkin. Næst var þessi
rússneska flotadeild 35 mílur frá
landi og hélt þar til f um hálfan
mánuð. Var nærvera þessa flota
mörgum ráðgáta.
r
Island tæki
Rússa í hráefna-
ásælni þeirra
í Afríku
En Sovétrfkin hafa á margan hátt
annan en hernaðartegan getaS haft
gott af vinstri stjórn á íslandi. Á
sfSastliðnu hausti urðu íslendingar
og Gambfumenn ásáttir um viljayfir-
lýsingu, sem undirrituð var f Vfnar-
borg 22. október um, að þjóðirnar
reistu f sameign tftanbræðslu á
fslandi. sem framleiða skyldi tftan og
járn. Brezkt blað upplýsti illu heilli
fyrir vinstri stjórnina, að með þess-
um samningi væri sovétstjórnin að
nota fslendinga til þess að ná undir
sig ákveðnum hráefnum f Afríku og
væri þetta gert með hliðsjón af orku-
og hráefnaskorti f heiminum. Þau
lönd, sem brezka blaðið segir, að
Sovétrfkin hafi sérstakan augastað á
f þessu sambandi, eru Malagalýð-
veldið. -Senegal og Gambfa — og
þótt undarlegt megi virðast, ísland.
Beiti Sovétrfkin fyrir sig íslandi og
geri ráð fyrir þrfhliða samningi milli
Sovétríkjanna, fslands og einhverra
Afrfkuríkjanna, myndi þetta sam-
komulag veita Rússum — og fslandi
að einhverju leyti, tftan og hugsan-
lega fleiri málma.