Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974 5 Vemdum þingrœði Ragnhildur Helgadóttir: og lýðrœði FYRIR mörgum öldum gerðist það f sögu okkar, að Alþingi glataði lög- gjafarvaldi sfnu. Og svo IftiII var vegur þess orð- inn einni öld sfðar, að það var formlega lagt niður árið 1800 „enda næsta gagnslftil sam- koma“, eins og sagði f greinargerð fyrir tillögu um það. Þetta var dapurleg þröun. En vegur Alþing- is og sjálfstæðrar fs- ienzkrar þjóðar hafa jafnan farið saman. Þeg- ar niðurlæging þjóðar- innar var mest var vald Alþingis minnst. Þetta er rifjað upp til að minna á, að það er engan veg- inn óhagganlegt lögmál, að á Islandi sé Alþingi með fullu löggjafarvaldi. Sú þjóðlega reisn, sem í því er fólgin, gæti glatazt fyrir sljó- leika. Það er þvf mikil nauðsyn, að þess sé jafnan gætt, að á Alþingi séu reglur þingræðis og lýðræðis virtar. Ta^jast hefur farið fram hjá neinum, sem leggur í það að lesa ritstjórnargreinar Tímans, sú barnslega hrifning, sem þar birtist á „einbeitni", „stjórn- vizku“ og „traustri forystu" Ólafs Jóhannessonar. Hinn hrifni höfundur framsóknar- leiðaranna telur þessa glæsi- kosti ráðherrans hafa risið hæst, er hann virti Alþingi minnst. Forsætisráðherra hunz- aði meiri hluta Alþingis eftir að stjórn hans hafði hunzað meiri hluta þjóðarinnar. Þegar forsætisráðherra rauf þingið í vor, hafði hann vitan- lega til þess stjórnskipulega heimild. En honum bar um leið að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Aðrir, sem voru samhuga og djarfhuga, hefðu þurft að taka við. Kjarni málsins var, að rfkis- stjórnin var rúin trausti. Meiri- hluti Alþingis vantreysti vinstri stjórninni til að hafa forystu um lausn vandamál- anna. Fyrir sameinuðu þingi lá til- laga um vantraust á ríkisstjórn- ina. Fljótt sást, að vinstri stjórnin hugðist víkja sér undan umræðum um vantraust- ið. Eftir þingsköpum hafa 9 þingmenn I sameinuðu þingi rétt til að krefjast þess á fundi, að mál sé tekið fyrir á næsta fundi á eftir. Meirihluti allra þingmanna undirritaði skriflega áskorun til þingforseta um að láta van- trauststillöguna koma til um- ræðu, en forseti sameinaðs þings, framsóknarmaðurinn Eysteinn Jónsson, synjaði um kröfuna. Ljóst var, að vantraustið yrði samþykkt og þá yrði rfkis- stjórnin að fara frá samstundis. Ljóst var lfka, að engan flokk fýsti að taka boði Ólafs Jóhannessonar um að setjast með honum í nýja ríkisstjórn þá eftir allt, sem á undan var gengið. En Ólafur Jóhannesson vildi sitja lengur í rikisstjórn. Það vildu vinir hans og skjólstæð- ingar, kommúnistarnir, líka. Eina leiðin til að geta setið lengur í stjórnarstólnum var að senda þingið heim ög beita ftrustu bókstafstúlkun laga til að sitja kyrr. Vinstri stjórnin kaus að sitja kyrr, hvað sem öllu lýðræði leið. Við þessum athöfnum veita kjósendur verðugt svar á morgun Kjósendur ætlast til, að vilji meirihluta þeirra og umboðs- manna þeirra á Alþingi sé virt- ur. Með skynsemi sinni skera kjósendur úr um það á morgun, hvaða flokki sé bezt trúandi til að virða þingræði og lýðræði. Þeir kjósa hinn trausta flokk lýðræðis, þingræðis og frelsis, Sjálfstæðisflokkinn. Siglfirðingar stækka Skeiðf oss virk j un IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur 1 skyldu tjóni, sem verða kann veitt Siglufjarðarkaupstað heim- vegna virkjunarframkvæmda. ild til að hefja nú þegar fram- Ennfremur er kaupstaðurinn kvæmd og annast rekstur raf- skuldbundinn til að setja trygg- orkuvers í Fljótá í Skagafjarðar- ingu fyrir greiðslu skaðabóta- sýslu allt að 1600 kw, til viðbótar krafna ef þær koma fram eins og raforkuveri þvf, sem þar var reist þær verða þá metnar af þar til fyrir mörgum árum og er ávallt kvöddum aðilum. kallað Skeiðfossvirkjun. ------------- Leyfið er veitt með þeim skil- yrðum, að Siglufjarðarkaupstað- Votn nnnn i/PíTíT ur beri fébótarábyrgð á öllu bóta- " dlll gCgil VCgg” D-listinn í Vatns- leysustrandarhreppi t GÆR var birtur framboðslisti Sjálfstæðisflokksins f Vatnsleysu- strandarhreppi við sveitar- stjórnarkosningarnar, sem þar fara fram á sunnudaginn, en niður féll eitt nafn á listanum og er hann því birtur hér aftur f heild. Sæmundur Þórðarson, Stóru- Vatnsleysu Jón Þorkelsson, Aragerði 8 Hörður Rafnsson, Kirkjugerði 3 Jón G. Guðnason, Landakoti Jón M. Guðmundsson, Aragerði 17 Jón G. Benediktsson, Suðurgötu 7 Skúli Magnússon, Hólabraut 6 Símon Rafnsson, Kirkjugerði 15 Ásta B. Marteinsdóttir, Heiðar- gerði 30 Símon Sigurðsson, Hafnargötu 24. Galitsj til Vínar Osló, 26. júnf NTB SOVÉZKA skáldið Aleksander Galitsj kom í gærkveldi til Vfnar- borgar ásamt eiginkonu sinni, Angelinu Chrechroth, en þau munu sfðar halda til Noregs og hyggjast setjast þar að. Fulltrúi frá norska sendiráðinu tók á móti þeim á flugvellinum í Vín og höfðust þau við í sendiráðinu í nótt. Galitsj sem hefur á seinni árum átt við heilsubrest að stríða, fékk fyrir skömmu leyfi sovézkra yfirvalda til að fara úr landi, en hann er einn þeirra skálda í Sovétríkjunum, sem haldið hafa uppi gagnrýni á stjórnvöld þar. spjöldum Peking, 27. júní —NTB. YFIRVÖLD í Peking hafa beitt vatnsslöngum og lögreglu til að rífa niður hluta þeirra vegg- spjalda, sem gagnrýna stjórn borgarinnar, að þvf er segir á nýjum veggspjöldum, sem límd voru upp á fimmtudag. Segir enn- fremur á spjöldunum, að upp- skera þeirra, sem rífa niður spjöldin, sé aðeins harðari mót- staða þeirra, sem líma þau upp. Hin nýja veggspjaldaherferð hefur nú staðið á þriðju viku og fréttamenn segja, að hún taki æ meira á sig mynd baráttu þeirra minnimáttar gegn yfirvöldum, en sé ekki beint pólitfsk herferð. Kemur fólk oft langt að til að láta í ljós óánægju sfna á þennan hátt. Fréttamenn telja ekki ástæðu til að leggja of mikla áherzlu á mikilvægi og hugsanlegan árangur þessarar herferðar, en segja, að hún bendi til mikillar óánægju, sérstaklega með lög- regluna. SÝNING! VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN VIÐ S Y N U M ENSK CAVALIER HJOLHÝSI ÞÝZK KNAUS HJÓLHÝSI HOLLENZK CASITA FELLIHÝSI HOLLENZKA CASITA TJALDVAGNA AMERÍSKA STEURY TJALDVAGNA Sýningin er á bílastæði Sundaborgar við Kleppsveg. Sýningin verður laugardag og sunnudag 29. og 30. júní kl. 1 3 — 22. GÍSLI JÓNSSON & CO HF., SUNDABORGUM — KLETTAGARÐAR 1 1 ., SÍMI 86644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.