Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 41 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 43 15. kafli Mér fannst gólfið ganga í bylgjum undir fótunum á mér og þegar ég skynjaði fyrir alvöru hvað hér hafði gerzt, fannst mér ísköld krumla grípa um hjarta mitt. — Þetta. . . þetta er mér að kenna, sagði ég miður mín af hryggð. — Þið hljótið að skilja, að þetta er mér að kenna? Það hefur verið ráðist á hann, meðan ég stóð úti á götu og beið eftir ykkur. Hefði ég bara verið svo skynsöm að vera hjá honum, þá væri hann öruggur og á lífi nú og þá.... Christer greip ákveðinn fram í fyrir mér. — Hvernig átti þér að geta dottið slíkt í hug? Hvernig hefði nokkru okkar dottið í hug að við værum að fást við svona harð- soðinn morðingja. . . sem meira að segja leggur til atlögu öðru sinni og ... það hér... Hann setti skörunginn aftur á sinn stað. — Ég er nokkurn veginn viss um, að á honum eru engin fingra- för. Hann hefur sjálfsagt verið með hanzka eða vafið dulu um skörunginn. Ég sá að Christer var að brjóta heilann um eitthvað, og svo virtist sem Einar læsi hugsanir hans, því að hann sagði: Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Áróðursmynd í barnatíma sjónvarpsins „Kunnugur" skrifar: „Sl. sunnudag lét íslenzka ríkis- sjónvarpið sér sæma að sýna póli- tíska áróðursmynd í barnatíman- um. Börnin okkar, sem höfðu ver- ið að horfa á „Skippi", fengu i eftirrétt mynd, sem sænskir sjón- varpsmenn höfðu tekið fyrir all- nokkru, en þeir eru illræmdir í heimalandi sínu fyrir Bandarfkja- hatur og vinstra ofstæki. Auk ósanninda og kommúnistisks áróðurs, var myndin yfirleitt svo leiðinleg, að hvorki börn né fullorðnir gátu haft gagn eða gaman af henni. Þetta er ekki ný bóla á þeim bæ, eins og almenningur hefur orðið var við, siðan vinstri pólitíkusarn- ir tóku völdin i útvarpsráði. ® Njörður P. Njarð- vík er orðinn þriðji dagskrár- sjóri sjónvarpsins hatrið Þeir menn, sem mynda vinstri meirihluta útvarpsráðs, eru allir á kafi í pólitík og hafa notað að- stöðu sina til hins ýtrasta, eins og þeirra var von og vísa, sbr. Ólaf Ragnar Grímsson og Njörð P. Njarðvík. Hinn sfðarnendi gengur með þjóðfrelsunarkomplex, og væri kannski lítið við því að segja, væri hann ekki með leiðinlegustu frelsurum, sem uppi hafa verið, og frekur sósialisti i áhrifastöðu í þokkabót. Sú óhugnaniega staðreynd hef- ur ekki verið á allra vitorði, að sjálfur formaður útvarpsráðs, Nj. R. Nj., velur sæg af sjónvarps- myndum til flutnings hér I sjón- varpinu. Fullyrt er, að hann velji um þriðjung erlendra mynda, en hinir raunverulegu dagskrárstjór- ar, sem eru tveir, hina tvo þriðjungana. Fer þá að verða skiljanlegt, hve frámunalega leiðinlegar myndir hafa oft valizt til flutnings, þannig að formaður útvarpsráðs hefur hrint miklum -- Ég er viss um þú ættir að kalla á meira lið, þú getur ekki ímyndað þér, hvað hér eru margir afkimar, þar sem hægt er að fela eitt lfk. — Hárrétt og ég ætla að biðja þig að kalla saman fólkið, sem hér er. Það er óhugsandi að nokkur hafi komizt burtu. Sendu þau inn til mín f þeirri röð, sem þú hefur upp á þeim. . . . En fyrst langar mig að tala við Puck. Hann leiddi mig í innra her- bergið og lét mig setjast á sama stóiinn og i fyrra skiptið, er hann hafði yfirheyrt fólkið á þessum stað. Christer stóð í sömu sporum, og það gaf mér vfsbendingu um, að hanrf væri alls ekki jafn rólegur og hann vildi vera láta. — Þú hefur náttúrlega ekki hugboð um, . . . hver. . . hver hefur gert þetta? spurði ég alveg ringluð af hryggð og skelfingu. Hann renndi fingrum þreytu- lega um hárið. — Nei, því miður. í dag vorum við Einar að ræða kenningu, sem virðist sæmilega trúleg, en ég er langt frá viss í minni sök, eftir það, sem nú hefur gerzt. En við vitum, að við erum ekki aðeins að eltast við djarfan og slunginn morðingja, heldur er hann ófyrir- leitinn og hættulegur umhverfi sínu. Og þó svo það verði hið síðasta, sem mér tekst, skal ég ekki unna mér hvíldar, fyrr en ég hef sett hann bak við lás og slá og hluta þjóðarinnar f fang Kefla- ^ vfkursjónvarpsins á undanförn- um árum. en nú ætiar hann að loka fyrir það með aðstoð hollvin- ar sins og samframbjóðanda, Magnúsar Torfa Ólafssonar! Þá verða menn að horfa á sænsku, finnsku, pólsku, austur-þýzku og sovézku myndirnar hans Njarðar, ætli þeir að nýta viðtæki sín. 0 Kristindóms- hatrið Ahríf kommúnista i útvarpi og sjónvarpi hafa aukizt svo á allra siðustu árum, að þeir eru sjálfir steinhissa. Þægilegt hefur verið fyrir þá að láta formann útvarps- ráðs vinna allt fyrir þá og hljóta skammirnar fyrir. Það er ekki nóg, að fólk hafi orðið að banna börnum sinum að hlusta á sögurn- ar i útvarpinu; nú verður það lika að slökkva á sjónvarpinu. Þannig missir þessi ríkisstofnun traust almennings, sbr. og fréttaflutning vissra starfsmanna. Formaðurinn stendur i einkastríði við kristin- dóminn með aðstoð Ólafs Ragnars Grimssonar, sbr. þegar kristlegt efni mátti ekki vera i sjónvarpinu á föstudaginn langa, en þess i stað birtist andlit formanns á skermin- um um kvöldið! Nefna má Iíka baráttuna við prestana með bænarorðin, krossinn á sjónvarps- skerminum á sunnudagskvöldum og niðurskurð alls kristilegs efnis á stórhátiðum, jólum, páskum og hvitasunnu. Venja var t.d. að hafa menningarlega dagskrá laugar- dagskvöldið fyrir páska, en for- maður lét ryðja henni út og setti danslög i staðinn, ekki af því að hann ætlaði að dansa um kvöldið, heldur bara til þess að ögra og storka þeim, sem er þessi hátíð kær, sýna, hver hefði nú náð völd- um, og til þess að gera öll laugar- dagskvöld ársins nákvæmlega eins í dagskránni, —gera allt að einni flatneskju. Það er alverlegt mál, þegar svona menn ná völdum í jafn mikilvægri stofnun sem útvarpið er; — þegar Njörður er farinn að velja ungum og öldnum efni eftir eigin áróðurssmekk. Nú hafa þeir Ólafur Ragnar Grimsson, Magnús Torfi Ólafsson og Nj. P. Njarðvik hrakizt saman i einn flokk, svo að hægt er að veita þeim sameigin- lega og verðuga afgreiðslu 30. júnf“. það skal gerast, áður en hann hefur drýgt fleiri glæpi. Það var svo mikill þungi i orðum Christers, að ég þóttist vita, að hann vissi meira en hann vildi vera láta. En hann dró úr ákefðinni, þegar hann sá ég leit spyrjandi á hann og sagði hugsandi og rólega eins og honum var oftast lagið: — Mig langar að þú segir mér aftur nákvæmlega, hvernig allt gekk fyrir sig hér f kvöld. Reyndu að muna eftir öllu, þó svo þér sýnist það smávægiæegt. Ég sagði honum frá þvi, að ég hefði verið orðin þreytt á lestri og siðan hefði ég rekizt á Ingimar Granstedt í ganginum. Ég reyndi að endurtaka orðrétt það sem hann sagði um, að nú vissi hann loksins, hvað hefði ekki komið heim og saman og að hann hefði verið áfjáður í, að við næðum sem allra fyrst og tafarlaust i Christer. — Og þú getur alls ekki gert þér f hugarlund, hvað hefur gerzt? Ætli hann hafi setið og brotið heilann einsamall . . . og hafði hann loksins dottið niður á réttu lausnina heima hjá sér, eða ætli hann hafi séð eitthvað eða talað við einhvern sem beindi honum á sporið. — Ég veit það ekki. Hann minntist ekkert á það, en ég fékk það á tilfinninguna, að eitthvað hefði gerzt. . . eitthvað áþreifan- legt, en ég veit ekki hvað það var. ÍJtvarpsráð ritskoöar hug- vekjur prestanna Bryndís Bjarnadóttir skrifar: „í april sl. gerðist það, að sr. Sigurður Haukur Guðjónsson var skyndilega látinn hætta að flytja morgunhugvekjur i útvarp. Þessa ákvörðun mun útvarpsráð, undir forystu Njarðar P. Njarðvikur hafa tekið, og var ástæðan sögð sú, að sr. Sigurður Haukur hefði ekki haldið sig eingöngu við guðs orð, heldur einnig rætt frá eigin brjósti um vandamál hins daglega lifs. Þetta mál vakti ekki þá at- hygli sem skyldi, enda stóð yfir prentaraverkfall, og engin blöð komu út. En ég vil alls ekki, að málið falli i gleymsku, og þvi sting ég niður penna. Ég spyr: Hafa íslenzkir útvarps- hlustendur gert sér Ijóst, hvað formaður útvarpsráðs og hans fylgismenn I þvi háttvirta ráði kalla lýðræði í verki? Morgunhug- vekja hefur verið flutt í útvarpi í áratugi, og þar hafa prestarnir okkar flutt guðs orð og fyrirbæn- ir, og þeir hafa vakið okkur til umhugsunar um margt i sam- skiptum fólks, sem betur mætti fara, og beint og óbeint stuðlað að betra mannlifi. Einn þessara presta er sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, sem hefur flutt okk- ur stórsnjallar og áhrifaríkar hug- vekjur ásamt fyrirbænum. Allir, sem ég þekki, og hlustað hafa á þennan prest, hafa verið á einu máli um, að þessar hugvekjur hafi verið svo merkar, að þeir hafi ekki viljað missa af þeim. En ráðamenn útvarpsins vildu ekki fá meira að heyra. Og því spyr ég aftur: Er ekki málfrelsi hér á Islandi? Hvað fáum við að heyra i framtiðinni í ríkisútvarpinu, þegar menn eins og Njörður P. Njarðvík, Ólafur Ragnar Grimsson og Stefán Karls- son og aðrir álika einræðisherrar fara að skammta okkur útvarps- efni? Svo leng. sem ég man, hafa hlustendur sjálfir fengið að loka fy.rir það efni, sem þeir vilja ekki hlusta á. Það er ekki fyrr en i tið núverandi útvarpsráðs, að nokkr- ir sjálfumglaðir menn þykjast vita, hvað okkur almenningi sé fyrir beztu. Þeir berjast fyrir lok- un Keflavikursjónvarps og út- — Var einhver í innra herberg- inu, þegar við töluðum saman? — Ég treysti mér ekki til að segja um það. En ég hafði séð Staffan ganga framhjá nokkru síðar og sömuleiðis Görel. — Og síðan hringdir þú sem sagt til okkar? Hvað var klukkan þá? — Hana vantaði tíu mínútur i tíu, sagði ég án þess að hika. — Þegar ég kom upp stóðum við saman við stigann og vorum að tala saman, þangað til klukkan sló tíu. Þá. . þá gekk Ingimar frá mér og eftir það sá ég hann ekki. Christer gaf mér sem betur fer ekki tima til að hugsa um látna manninn, sem nú lá falinn ein- hvers staðar f skúmaskoti i húsinu. — Ég geri ráð fyrir því, sagði hann seinmæltur, að allir, sem hér eru hefðu getað heyrt það, sem þið töluðuð um, án þess að þið tækjuð eftir þvi? — Ja, ég býst við þvf. Sérstak- lega þar sem ég hef aldrei vitað Ingimar svona æstan og háværan fyrr. En kannski einhver hafi legið á hleri og ég hafi orðið hrædd, án þess ég gerði mér grein fyrir þvi. Mér fannst einhvern veginn, að eitthvað væri öðruvisi en það ætti að vera. En samt. Ég vildi svo mikið óska, að ég hefði ekki orðið hrædd. Bara að ég hefði ekki hlaupið niður stigann og skilið hann eftir. varps, — hvenær banna þeir fólki að hlusta á erlendar útvarpsstöðv- ar? Þeir eru þegar búnir að banna islenzkum prestum að tala frá eig- in brjösti í morgunbænum. Hvernig verður islenzkt útvarp og sjónvarp i framtíðinni, ef þessir svokölluðu félagshyggjumenn verða áfram við völd? Hvilíkt öfugmæli! Ég vona, að ísland fái að vera frjálst ríki i framtíðinni og fólk fái aftur rétt til að velja og hafna. Það verður aðeins gert á einn veg, með því að kjósa ekki slíka menn. Bryndfs Bjarnadóttir". 0 Hver ætlar að bæta almenningi skaðann Kristín Magnúsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Það er vitað, að fullkomin óvin- átta hefur verið milli mennta- málaráðherra, Magnúsar Torfa Ólafssonar, og formanns útvarps- ráðs, Njarðar P. Njarðvikur, um nokkurra ára skeið. Frumrót þessarar óvildar var, að formaður- inn vildi taka sér vald til að loka Keflavikursjónvarpinu, en ráð- herrann vildi slá öllu á frest, enda hafa bæði hann og utanríkisráð- herra sagt, að eðlilegt væri, að lokun þess yrði sjálfkrafa um leið og varnarliðið yrði rekið burt, en þess yrði ekki langt að biða. Nú hafa ráðherrann og formaðurinn slegið sér saman i heilan stjórn- málaflokk ásamt Ólafi Ragnari Grfmssyni. Helzta sameiningar- málið var að meina okkur að horfa áfram á það, sem okkur lystir í Keflavikursjónvarpinu, og framkvæmdir eru þegar hafnar. Nú er vitað, að almenningur hefur fjárfest milljónir i útbúnaði til þess að ná Keflavfkursjónvarp- inu, enda er þar oft sýnt fróðlegt, menningarlegt og skemmtilegt efni, sem gott er að hafa til vara, þegar leiðindin i islenzka sjón- varpinu ætla mann alveg að sliga. Að ekki sé talað um hina heims- frægu barnatíma, „Sesame Street", sem allar Evrópuþjóðir sýna nú eða stæla. Þvi er mér spurn: Verði þessi útbúnaður, sem nú er næstum þvi að hverju húsi um mikinn hluta landsins, gerður óvirkur, hver á þá að bæta okkur skaðann? Ráð- herrann og formaðurinn? Eða við hverja eigum við að fara í mál?“ Lúðrasveit- armenn vilia tollfrjáls hljóðfæri ÁRSÞING Sambands Isl. lúðra- sveita var haldið að Hótel Loft- leiðum laugardaginn 22. júní. Innan vébanda landssambands- ins eru 18 starfandi lúðrasveitir víðsvegar um landið og eru þær yfirleitt snar þáttur f tónlistar- og félagslífi sinna byggðarlaga. Á þinginu var stjórn sambands- ins falið að leita til Alþingis um möguleika á niðurfellingu tolla af hljóðfærum og ræddir voru sér- stakir gjaldtaxtar fyrir lúðraveit- ir. Formaður sambandsins var kjörinn Halldór Sigurðsson. Messa á morgun Kirkja óháða safnaðarins. Messa kl. 2. Séra Emil Björnsson. Grigorenko heim af geð- sjúkrahúsinu Moskvu, 26. júnf. NTB. SOVÉZKA strfðshetjan, hers- höfðinginn Pjotr Grigorenko.sem verið hefur fanginn I geðsjúkra- húsi I Sovétrfkjunum sfðustu fimm ár, var skyndilega látinn laus f dag og fékk að fara heim til sfn. Kom þetta bæði honum og vinum hans mjög á óvart. „En ég er afskaplega glaður og vildi gjarnan fá tækifæri til að þakka þvf fólki á Vesturlöndum, sem hefur veitt mér stuðning," sagði hann f samtali við blaðamenn frá Vesturlöndum úti fyrir heimiii sfnu. Grigorenko er 67 ára að aldri. Hann missti stöðu sfna í hernum árið 1964, að talið var vegna að- ildar að hreyfingu þeirra, sem beittu sér fyrir auknum borgara- réttindum í Sovétríkjunum. Árið 1969 var hann handtekinn eftir að hafa tekið þátt í andófsaðgerðum í Tashkent. Nokkru seinna lýsti sovézkur dómstóll hann geðveik- an, en í síðasta mánuði komst læknanefnd að þeirri niðurstöðu, að hann væri nú svo heill heilsu, að unnt væri að láta hann lausan og var það nokkru siðar staðfest með dómsúrskurði. — Markmið Framhald af bls. 20 að i mörgum tilfellum eru þetta fjölskyldufyrirtæki og hugsun eigendanna fyrst og fremst sú að hafa af því lífsviðurværi. Þannig hafa þeir oft ekki gert aðra kröfu til ávöxtunarinnar, en að fyrir- tækið veiti þeim vinnu og gæti með sæmilegu móti staðið undir viðunandi launum þeirra. En þetta breytist. Eftir aðra, og ég tala nú ekki um þriðju, kynslóð er fjöldi eigendanna væntanlega orðinn sá, að svona hugsunarhátt- ur gengur ekki. Þá verður að gefa gaum að arðseminni, sú krafa rfs þá, að fjármagn það, sem bundið er í fyrirtækinu skili eðlilegum arði. Ef um er að ræða fyrirtæki, sem ekki eru f eigu fárra eða fjölskyldu, heldur einhvers fjölda, þá er útilokað að hugsa sér að fá fjármagn i fyrirtækin, nema það geti gefið af sér venjulega vexti og þar að auki áhættuþókn- un, sem ég nefndi áðan. Annars er mér ekki gjarnt á að tala um gróða á meðan fjármagnið er notað til uppbyggingar fyrir- tækjanna. Mér finnst munur á því og þegar eigendur taka það út úr rekstrinum og nota það í sína þágu. Dæmi um eiginlegan gróða er, þegar eitthvað hækkar í verði umfram eðlilegt mark og umfram verðbólgu án þess að eigandinn hafi nokkuð til unnið. Ég á við, þegar hraðbraut er lögð um land og landssvæðið í kring stór- hækkar f verði eða þegar afréttir, sem ekkert gefa af sér, verða allt í einu virkjunarstæði og land- eigendur vilja fá stórfé fyrir að láta aðstöðuna af hendi. VELVAKAINIDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.