Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 15
MÓRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974
15
Það gerðist á Alþingi, að frum-
varpið um veitingu prestakalla
var flutt öðru sinni af mennta-
málanefnd efri deildar, eða svo
átti að heita. Sama nefnd flutti
málið i fyrra að beiðni ráðherra.
Var þá komið að þinglokum en
nefndinni vannst þó elja til þess
að senda frv. út um land til um-
sagnar. Ekki fékkst það samt flutt
að nýju nema með nokkrum eftir-
gangsmunum. Lyktir urðu þær að
þessu sinni, að nefndin fékk
málinu vísað til ríkisstjórnar-
innar.
Meðferð hinnar háttvirtu
nefndar á þessu máli og af-
greiðsla hennar er nokkur við-
burður. Forsaga málsins er al-
kunn. Frv. var rækilega undir-
búið f hendur ráðherra og Al-
þingis, margsamþykkt á Kirkju
þingi, þrátt og títt og eindregið
stutt af prestum og kirkjulegum
fundum. Ég leyfi mér að stað-
hæfa, að það séu ekki nokkur lög í
gildi hér á landi, sem hafi sætt
slíkri gagnrýni og óánægju af
hálfu þeirra, sem við eiga að búa
sem hin hálfrar aldar gömlu
prestskosningalög. Þetta lætur
hið háa Alþingi og hæstvirt rfkis-
stjórn sig engu skipta. Þingnefnd-
in, sem fengin er til þess að flytja
málið lokar augum algerlega fyrir
allri forsögu þess og gefur sér
hitt, að þeir aðilar, sem um það
hafa fjallað árum saman, hafi
ekki verið í sambandi við fólkið í
landinu. Út á þá forsendu eða
fyrirslátt tekur hún sér fyrir
hendur að fara að bera frv. undir
einskonar þjóðaratkvæði. Það,
sem fyrir vakti, var að sjálfsögðu
það, að út úr þessu fengi nefndin
frambærilega átyllu til þess að
gera það, sem hún ætlað sér: Að
eyða málinu, ónýta það.
Hefur staðreyndir
að engu
En hver varð árangurinn af
þessari könnun? Samkvæmt því,
sem greint er í minnisverðu áliti
nefndarinnar, eru áhöld um,
hvort sú andstaða, sem fram kem-
ur, vegur meir en meðmælin. En
hitt er athyglisverðara, að lang-
mestur hluti þeirra, sem leitað
var til um álit, virðir nefndina
ekki svars. Auðvitað vegna þess,
að menn vissu, að málið var þaul-
rætt og útrætt, það var búið að
hlusta almenning um þetta og
verkleysa að vera nú að þvæla því
undir atkvæðagreiðslu. Mönnum
hafði sannarlega gefizt kostur á
að íhuga það og láta til sfn taka
um það. Kjósendur til kirkju-
þings höfðu látið sína eigin
Fyrsta skipið
Norska skemmtiferðaskipið
Sagafjord kom til Reykjavíkur á
fimmtudag, fullsetið amerískum
ferðamönnum. Skipið, sem er um
24 þúsund brúttólestir, kemur
hingað á vegum Ferðaskrifstof-
unnar Úrvals.
Ferðum skemmtiferðaskipa til
landsins fækkar mjög í sumar og
koma mun færri en í fyrra. Þann-
ig á nú Ferðaskrifstofa Zoega
aðeins von á 7 skipum.
Ástæðurnar eru aðallega
rekstrarerfiðleikar þessara skipa
ekki sízt vegna olíukreppunnar,
en einnig veldur hið háa verðlag
hér einhverju.
„A ð eyða málinu,
ónúta það
Ur erindi biskups á prestastefnunni
í synoduserindi sínu ræddi biskup, dr. Sigurbjörn
Einarsson, m.a. um frumvarpið um veitingu presta-
kalla og afdrif þess á alþingi. Fer sá kafli erindisins hér
á eftir:
í milli síðar. Kirkjan og samtíðin
er víðfeðma umræðuefni og til
margra átta að líta. Ver munum
vart frámar komast að þessu sinni
en að fhuga saman lftillega
fáeinar, nærtækar spurningar. Ég
hef sagt hér nokkur alvöruorð. En
enginri skal ætla, að prestar séu
hér saman komnir til þess að
rekja harmatölur yfir samtíðinni
og gagnrýna misgengi og misindi
kjörnu fulltrúa samþykkja þetta
frv. þrívegis og kosningar til
þingsins farið fram f milli. Menn
litu því á þessi umsvif nefndar-
innar eins og hverja aðra mark-
lausa tilburði. En þingnefndin
hefur þær staðreyndir að engu,
sem við henni blasa, þegar svörin
liggja fyrir. Hún er eftir sem áður
föst í sinni eigin forsendu. Hún
viðurkennir þó, að gildandi lög
séu gölluð en engar tillögur gerir
hún, heldur vísar málinu til rfkis-
stjórnarinnar i þvf sæmilega rök-
studda trausti, að þar með sé
Alþingi laust við þennan vanda.
Alþingismenn mættu
gæta sfn gjör.
Ég leyfi mér að rifja það upp,
að það frv., sem hér ræðir um og
Alþingi vísaði frá sér með greind-
um, miður frægilegum hætti, fel-
ur ekki í sé það að svipta söfnuði
íhlutun um val presta. Kjarninn
er sá, að í stað almennra kosninga
I koma óbeinar, kjörnir og ábyrgir
I fulltrúar safnaðanna eru kvaddir
til aðildar og geta haft úrslitin f
hendi sér, ef samstaða er nægileg.
Það gleymist á Alþingi, að um-
ræddu frv. fylgi annað, frv. til
breytinga á lögum um sóknar-
nefndir, þar sem hliðsjón er höfð
af þeirri breytingu á verksviði,
sem verða myndi, ef lög yrðu sett
í þá veru, sem Kirkjuþing hefur
lagt til, og skipað sér nær einhuga
um.
Ég nefni þetta af þvf, að hið
eina, sem hönd verður á fest í áliti
háttv. menntamálanefndar er
það, að hún telur varhugavert að
um.taka upp óbeinar kosningar í
þessu tilviki. En spyrja má: Kýs
ekki Alþingi sjálft ýmsar nefndir
og ráð, sem hafa talsverð áhrif og
völd? Ég nefni aðeins útvarpsráð.
Slíkar nefndir og ráð hverra tala
er legio, hafa stórum meiri völd í
þjóðfélaginu en sóknarnefndir
myndu fá með því að eiga þá
íhlutun um val presta, sem frv.
Kirkjuþings gerir ráð fyrir.
Hverjir hafa verið spurðir þegar
Alþingi hefur hrifsað í greipar
pólitfsku flokkanna völd og áhrif
af þessu tagi? Það er tómahljóð í
orðum vorra háttvirtu löggjafa,
þegar þeir tala um lýðréttindi í
þessu sambandi. Til þess að það
tal væri sannfærandi, þýrfti
Alþingi endranær að hlusta al-
menning betur. Háttvirtir
alþingismenn mættu þá t.d. gæta
sín gjör, þegar þeir skammta
sjálfum sér og flokkum sfnum og
blöðum, sfnum aðstöðu og fjárráð
á almannakostnað. Ekki varleitað
eftir áliti eins eða neins utan
valdakerfisins, þegar það var
ákveðið, að tilteknir söfnuðir
skyldu sviptir rétti til þess að geta
búið prestum sínum sæmilega að-
stöðu hvað húsnæði snertir, svo
eitt sé nefnt af mörgu og margvís-
legu.
Kristilegir sjórnmála-
flokkar
Það mál, sem hér var vikið að,
er ekki fyrirferðarmikið á þjóð-
máladagskrá, sízt að aðsteðjandi
kosningum. I nágrannalöndum
vorum hafa kristnir menn á
síðustu árum farið að hafa miklu
meiri bein afskipti af stjórn-
málum en áður. Það er víð-
tækt mál, sem ég fer ekki út í
að ræða hér. En stofnun kristi
legra flokka hefur þótt ill
nauðsyn. Undirrótin er
óánægja og margföíd vonbrigði
kristins fólks yfir áhugaleysi og
sofandahætti stjórnmálamanna
og flokka gagnvart kristnum við-
horfum og sinnuleysi þeirra, sem
þó teljast vera kirkju og kristni
hliðhollir, gagnvart ágengni og
frekju niðurrifsafla. Af þessum
sökum hafa kristnir menn ekki
séð sér annað fært en að fylkja
liði á stjórnmálasviðinu. Það
hefur tekizt á athyglisverðan hátt
í Noregi og nú síðar í Danmörku.
Með þvf hefur skapazt aðhald.
Pólitísk samtök, sem hafa kristin
viðhorf á oddi alls kostar valda
því, að aðrir flokkar taka meira
tillit til kristinna flokksmanna —
en kristnir menn eru til í nær
öllum flokkum. Þess vegna er það
ill nauðsyn, eins og ég sagði áðan,
að setja kristið merki á einn sér-
stakan flokk. En það getur orðið
tímabær og óhjákvæmileg nauð-
syn allt um það. Kristilegu
flokkarnir nýju berjast gegn póli-
tísku ofríki á menningarsviðinu,
gegn sjálfræði flokka og valda-
manna, þeir hamla gegn svefn-
göngu blaða- og stjórnmálamanna
í siðgæðisefnum, þar sem stefnt
er til upplausnar fyrst og
einræðis sfðan, þegar svo verður
komið, að öll alþýða er uppgefin á
máttlausri síbylju atkvæðabiðla,
uppgefin á agaleysi, upplausn,
öryggisleysi, svo að henni þykir
nær hver kostur skárri en það
lýræði, sem hefur étið sjálft sig
upp inn að hjartarótum.
Kirkjan hefur
jákvæðan boðskap að færa.
Þessi mál mun bera á góma vor
líðandi tfðar. Kirkjan gengur ekki
götu sína með súrum
hneykslunarsvip. Hún hefur boð-
skap að færa, jákvæðan, gleðiboð-
skap. Onnur hlið þess boðskapar
er dómur þess lögmáls, sem Guð
sannleikans og kærleikans hefur
opinberað lífsins vegna, mannsins
vegna. Hin hliðin og sú, sem yfir-
skyggir, er náð þess fagnaðar-
erindis, sem sami, sanni, eini
eilífi Guð hefur opinberað synd-
urum til virðreisnar, glötuðum til-
frelsunar. Með þetta orð er
kirkjan send. Og það er hið eina
fullkomlega jákvæða orð, þvi það
hefur að baki hug og vilja, hjarta
og anda skaparans, endur-
lausnarans, sem hefur játast
föllnum heimi, játast þér í kær-
leika.
VOLKSWAGEN
kemur yður ætíð á leiðarenda.
Hvert, sem þér farið, þá er
VOLKSWAGEN
traustasti og eftirsóttasti bíllinn.
Ferðist í Volkswagen
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Simi 21240.