Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1974 Rekstrarferð Smásaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur Systir mín fór allt í einu að hlæja upp úr þurru. „Fyrst ætla ég að kaupa munnhörpu og þú skalt fá aðra. Ég ætla líka að kaupa vasabók, ekki eins og þær sem fást hjá Einari snuðara, heldur þessa með litla blýantinum og speglinum og þú skalt fá áðra.“ Þarna voru hlutir, sem mig hafði lengi langað í. Svona skýjaborgir þoldi ég ekki beint framan í mig. Ólund- in gufaði upp og sannleikurinn fór sömu leið, en í stað þeirra kom ilmurinn úr búðinni. Ég fann hann alveg greinilega, og mínar óskir áttu sér aldrei nein takmörk. Bráðlega varð ég áfjáðari en systir mín. Kaupmaðurinn varð að rífa niður úr hillunum, þvf nú vorum við hvorki hrædd né feimin. Þeir stóðu í efstu hillunni, rauðu og bláu karlarnir, sem gátu hreyft hausana. Þá keyptum við; bjölluna sem hringdi, þegar einhver kom inn keyptum við líka. Hún átti að vera handa Dimmu gömlu, af þvf við tvímenntum stundum á henni þegar enginn sá til. Alltaf færðum við okkur meir og meir upp á skaftið og vorum fyrir löngu komin út fyrir búðina, þegar veruleikinn þrengdi sér í gegnum skraut og lysti- semdir. Vörðunum hafði fjölgað. í stað lyngmóans var komið grjót og mosi. Stórar hellur risu til hálfs upp úr jörðinni og það sást niður í djúpar holur og gjótur. Þarna gátu verið heimkynni alls konar reim- leika, eða þá tófugreni og mosinn var ótryggur undir fæti. Systir mín horfði stóreygð á vörðurnar og hvítskellótt grjótið. „Heldurðu að við séum á réttri leið?“ spurði hún, eins og hún tryði því ekki, að ævintýraheimur okkar væri horfinn. Ég reyndi að vera öruggur. „Já, já, vertu viss um, að það sézt til bæja ofan af hæðinni þarna.“ En hæðin var ekki annað en mosadyngja, gráu og eyðilegu landinu hallaði enn á fótinn. Kindurnar röltu í þéttum hóp á undan okkur. Líklega þekktu þær sig, nema gimbr- arnar tvær. Þær þrengdu sér alltaf annað slagið inn í hópinn og hristu dindlana eins og þær væru að leita að júgrum mæðra sinna. Fjárgöturnar sveigðu dálít- ið í áttina að stórri vörðu sem bar við himin. Hún líktist mest tröllskessu til að sjá. Það stóðu út úr henni steinar eins og handleggir og það var meira að segja greinilega haus á henni. Þegar við nálguðumst hana, hvarf reksturinn eins og jörðin hefði gleypt hann. Stelpan ætlar á grímudansleik. — Hún hefur um þrjár leiðir að velja, sem allar virðast liggja að danstjaldinu, — en aðeins ein liggur alla leið þangað og þá leið áttu að finna fyrir hana. ctyJönni ogcTVfanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „HefSi ég vitað þetta '. svaraði Manni, „þá skyldi ég þó liafa farið úr rauðu peysunni minni“. ,.Þegar ég kom lengra niður eftir fjallinu“, liélt Haraldur áfram, „þá rna-tti ég tveimur smalamönnum frá Möðruvöllum. Foreldrar ykkar höfðu sent þá að leita að ykkur. En ég sagði þeim, að þið væruð fundnir og yrðuð sendir heim í fyrramálið. A Möðruvöllum voru allir háttaðir nema móðir ykkar og systir“. ..Og hvað sögðu þær?“ spurði Manni. „Þær voru ákaflega hræddar um ykkur. Og þær urðu alls liugar fegnar, þegar þær heyrðu, að þið væruð óhultir hérna heima hjá mér“. „Var ekki mamma reið \ ið okkur?“ spurðum við báðir í einu. ..Nei, ég sagði henni, að þið gætuð ekkert að þessu gert, hesturinn hefði fadzt hjá ykkur og nautið ætlað í ykkur. Móðir ykkar gaf mér svo að borða og bað mig fyrir þetta til ykkar. sem þið eruð að borða“. „Þá fáum við ekki illt fyrir, þegar við komum heim“, sagði Manni. Haraldur brosti og sagði, að ekki þyrftum við að kvíða því. Síðan bað hann okkur að búast til heim- ferðar. Við þökkuðum honum hjartanlega fyrir góðar við- tökur. Síðan fylgdi hann okkur út um dimmu göngin og til hestanna, og var síðan lagt af stað. Manni reið nú hjá Haraldi, af því að miklu erfiðara var að sitja á hestinum niður brekkuna en upp. Hestarnir voru viljugir. Og okkur þótti gaman að láta spretta úr spori. Veðrið var líka ágætt, sólbjartur sumarmorgunn. Þegar við komum niður á sléttuna, þar sem við átt- um í mestu stríðinu við nautið, mættum við því þar aftur. Manni fór nú að ókyrrast. Við námum staðar og fórum af baki. Haraldur sagði Manna að fara úr rauðu peysunm. ílk6iner9unkoífiiiu POLIUX — Voruð það ekki þér, sem báðuð um sérlega létt vfn??? — Það er engin ástæða til að fara svona varlega... — Hvfí. .Ifk heppni, að við náðum f sfðasta strætó...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.