Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 27 Sendi- bíla- stöðin 25ára UM ÞESSAR mundir eru liðin 25 ár frá þvf að Sendibflastöðin hf. var stofnuð. Kristján Fr. Guð- mundsson hóf fyrstur rekstur sendibfla árið 1948 með tvo smá- bfla. Starfsemi þessi varð fljót- lega vinsæl og 29. júnf 1949 stofn- aði Kristján Sendibflastöðina með 18 bflstjórum og var hlutaféð kr. fjögur þúsund. Fyrstu stjórn Félagsins skipuðu Jón Jónsson, Valur Sigurðsson og Skarphéðinn Pálsson. Stöðin var rekin í Ingólfsstræti, fyrstu árin í leiguhúsnæði. Árið 1957 var starf- semin hins vegar flutt í Borgar- tún 21 og hefur verið þar sfðan. Árið 1968 var byggt nýtt stöðvar- hús í Borgartúni og eldri bygg- ingarnar rifnar. Starfsemi stöðv- arinnar hefur vaxið ört þessi ár, að því er segir í fre'ttatilkynningu frá fyrirtækinu í tilefni afmælis- ins, og er það þakkað duglegum bílstjórum og góðum bílum. Fyrstu árin var vinnan mjög árs- tfðabundin og fóru það sumir bfl- Á myndunum sést hver bifreiðakostur Sendibíla- stöðvarinnar var árið 1949 og svo hver hann er nú. stjóranna á vertíð daufustu mán- uðina. Nú er vinnan mun jafnari, enda stór þáttur f rekstrinum akstur á vörum fyrir ýmis fyrir- tæki. 1 fréttatilkynningunni segir einnig, að á seinni árum hafi for- ráðamenn fyrirtækja gert sér ljóst, að mun ódýrara sé að vera með bíl frá sendibflastöðinni en að reka eigin bíl og að mörg bezt reknu fyrirtæki á Reykjavfkur- svæðinu hafi stöðugt í vinnu bíla frá stöðinni. Þá segir, að akstur sendibíla sé ekki nema fyrir dug- lega menn, þar sem engar hömlur séu á fjölda sendibfla f borginni, eins og hjá leigubfla- og vörubfl- stjórum. Aðeins lengist liprir og duglegir menn í starfinu og þar sem oft sé um mikla erfiðisvinnu að ræða sé starfsaldur bflstjóra á stöðinni stuttur. Aðeins einn bílstjóri hefur ekið hjá stöðinni frá upphafi, Hilmar Bjarnason, sem hóf akstur 18 ára að aldri og hefur starfað óslitið þar sfðan. Hilmar hefur verið brautryðjandi nýrra flutnings- hátta hjá sendibflstjórum og má þar nefna bandflutninga á þunga- vöru, svo sem pfanóum, peninga- skápum og fleiru. Bílum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú um 120 f akstri hjá stöðinni. Núver- andi formaður Sendibflastöðvar- innar hf. er Einar Guðmundsson, en framkvæmdastjóri Kristinn Arason. Timburstafli skemmdi bíla á leið til landsins SEX bflar af Mercury Comet-gerð skemmdust á leiðinni til tslands fyrir nokkru. Voru bflarnir um borð f bflaflutningaskipi á leið frá Montreal f Kanada á vegum Sveins Egilssonar h.f. þegar timburstafli hrundi yfir þá og skemmdi mikið. Hafa skemmd- irnar verið metnar um 85% af verði bflanna. Mbl. hafði samband við Þóri Jónsson hjá Sveini Egilssyni og sagði hann, að frá þvf í haust hefði fyrirtækið flutt inn 5—600 bíla af þessari gerð og væru þess- ir sex þeir einu, sem eitthvað hefðu skemmzt á leiðinni. Væri nú verið að ákveða hvað gert verður við bílana, en rætt hefur verið um að nota þá að einhverju leyti í varahluti. Sveinn Egilsson hf. hefur flutt mjög mikið inn af bflum frá áramótum og verður eitt þúsundasti bfllinn, sem af- greiddur er frá áramótum, af- hentur á föstudag. Húsbyggjendur Runtal-ofninn er ódýrastur miðað við gæði og afköst. Runtal-ofninn má tengjast beint við hitaveit- una. Afgreiðslutími er 6 — 8 vikur. Leitið tilboða. Runtal-ofnar H/F. Góðir greiðsluskilmálar. Síðumúla 27 Sími 84244. ÖFLÆFI KVERKFJÖLL — SPRENGISANDUR 13 daga tjaldferðalög, 10.—22. júlí og 24. júlí — 5. ágúst. Ekið um Suðurland í Skaftafell — Höfn í Hornafirði — Austfirði — Hallormsstaðarskóg — Kverkfjöll — Mývatn — Sprengisand. VERÐ KR. 26.700.00 Fæði og tjaldgisting innifalin í verðinu. Enn- fremur 12 daga hálendisferðir, Askja — Sprengisandur, brottför alla sunnudaga í júlí og ágúst. Leitið nánari upplýsinga. GUÐMUNDUR JÓNASSON HF. Borgartúni 34 — Reykjavik simi 35215.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.