Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 Gera má stórgóða höfn fyrir 40 millj. VOGAR á Vatnsleysuströnd er vaxandi byggðarlag. Þar hitti blaðamaður Mbl að máli þá Sæmund Þórðarson oddvita og Guðmund Hauksson sveitar- stjðra. tbúar í Vatnsleysu- strandarhreppi eru um 400, og fer þeim stöðugt f jölgandi. Nú eru 32 hús f smfðum eða f teikningu, en fyrir eru um 70 hús, svo nærri lætur að aukningin sé um 50%, sem hlýtur að teljast harla fátftt. Eins og að lfkum lætur eru mörg aðkallandi verkefni sem bfða f byggðarlagi með svo öra fjölgun, og eru hafnarmálin þeirra lang- brýnust. Þeir félagarnir viku að þeim f byrjun viðtalsins. „Hafnarstæði í Vogum er frá náttúrunnar hendi mjög gott, og telja sérfræðingar, að fyrir 40 milljónir megi gera hér stórgóða höfn. I ár hefur verið varið 8—9 milljónum til hafnarinnar, og fyr- ir þá fjárhæð hefur verið gerður varanfegur brimbrjótur og bryggja löguð. Næst þyrfti að dýpka í höfninni og laga viðlegu. Það er frumskilyrði fyrir plássið, að höfnin komist í iag, enda má segja að léleg hafnarskilyrði hafi verið dragbítur á útgerð hér.“ — Hafa bátar ykkar kannski orðið að landa annars staðar? „Já, allt fram að þessu hafa þeir orðið að landa í Keflavík, Njarð- vík eða Grindavík, og þaðan hefur aflanum verið ekið á bílum. Þegar höfnin hefur verið löguð, geta bátarnir verið hér I hvaða veðri sem er, og einnig má nefna, að þegar höfnin hefur verið löguð, fara hafnargjöld að skila sér í kassann. Það má gjarna koma fram, að við teljum að gerð brim- brjótarins hafi heppnast mjög vel, og þar eigi Guðmundur Hjartarson verkstjóri hrós skil- ið“. — Hver eru helztu atvinnutæki staðarins? „Hér er sjávarútvegur undir- Rætt við Sæmund Þórðarson og Guðmund Hauksson á Vatnsleysuströnd ing barnaskólahúss brýnasta verkefnið. Skólinn er núna á teikniborðinu, en byrjað verður á honum í sumar. Fullbyggður verður hann um 800 fermetrar, en f fyrsta áfanga verða byggðir 500 fermetrar. Vonir standa til, að hægt verði að taka skólann í notk- un haustið 1976. Þá hefur verið unnið að því að undirbyggja varanleg götustæði. Holræsa- og vatnsveitukerfið var stórbætt í fyrra, og eru þær fram- kvæmdir á lokastigi. Boruð var ný vatnshola og sett við hana ný dæla. Þá eru framundan miklar framkvæmdir vegna væntanlegr- ar hitaveitu frá Svartsengi, en hún á samkvæmt áætlun að koma 1977. Lögð verður aðalleiðsla frá Njarðvík og dreifikerfi um byggð- arlagið. Ekki verður hægt að hefja lagningu varanlegs slitlags á götur fyrr en því verki er lokíð. Hitaveitan verður gífurlegt fram- faramál fyrir byggðarlagið eins og nærri má geta og því brýnt, að hægt verði að afla nægilegs fjár- magns. í því máli treystum við á Alþingi og aðra aðila, þvl það er afar mikilvægt að við drögumst ekki aftur úr. Ef við fáum t.d. ekki hitaveituna nú, þá erum við hreinlega úr leik.“ — Hvernig eruð þið settir I samgöngumálum? „I því efni erum við ver settir % Guðmundur Hauksson (t.v.) og Sæmundur Þórðarson á bryggjunni f Vogum. Á milli þeirra stendur sonur Sæmundar. staðan. Héðan eru gerðir út 4 stór- ir bátar og frystihús á staðnum eru 4, Vogur hf, Valdimar hf. Fiskverkun Guðlaugs Aðalsteins- sonar og Flugfiskur. A vetrum hefur verið skortur hér á vinnu- afli. Atvinna hefur verið næg, og einnig er töluvert um það, að fólk héðan sæki vinnu á höfuðborgar- svæðið og til Keflavíkur. Auk sjávarútvegs er hér rekið stærsta svínabú landsins, f eigu Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fiski, hænsnabú, nokkur fjárbú með samtals 1700—1800 fjár og Stein- steypa Suðurnesja hf, sem Gunn- ar Jónsson rekur." — Það er mikil gróska f fbúða- byggingum hér? „Já, nýlega úthlutaði hreppur- inn 40 einbýlishúsalóðum, og fengu færri lóðir en vildu. Okkur telst OI, að nú séu 32 hús í bygg- ingu eða i undirbúningi. Það er athyglisvert, að fólk af höfuð- borgarsvæðinu hefur sótt fast að flytja hingað, það er eins og það vilji losna úr þrengslunum. Enda er skotvegur héðan til Reykjavík- ur. Hreppurinn hefur úthlutað öllum lóðum sem hann hefur yfir að ráða, og næsta skrefið verður að semja við landeigendur um kaup á viðbótarlandi." — Hvaða framkvæmdir aðrar eru á döfinni? „Næst á eftir höfninni er bygg- en nágrannasveitarfélögin, sem flest eru með gott vegakerfi með varanlegu slitlagi. Við þurfum nauðsynlega að fá veg úr varan- legu slitlagi frá Reykjanesbraut- inni og niður f Voga. Þá langar okkur að minna á annað brýnt hagsmunamál. Hér áður fyrr, þeg- ar Reykjanesbrautin lá hér í gegnum byggðarlagið, vorum við mjög vel settir með samgöngur, en það breyttist með nýju Reykja- nesbrautinni. I nokkur ár höfðum við skólabíl, sem einnig gekk að sumrinu til, en eitt af fyrstu verk- um vinstri stjórnarinnar var að taka þennan bfl af okkur á sumr- in. Það er mikil nauðsyn á að hingað gangi áætlunarbíll allt árið". — Og að lokum, nú eru tvennar kosningar framundan hjá ykkur. Hvernig leggjast þær i ykkur? „Já, það er rétt. Á sunnudaginn kjósum við bæði til hreppsnefnd- ar og Alþingis. I fyrsta skipti í langan tfma er ekki sjálfkjörið hér í hreppnum, og tveir listar f kjöri, D-listi sjálfstæðismanna og H-listi utan flokka. Við erum bjartsýnir á að úrslitin hér verði ekki síður hagstæð fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og þau voru víða í kjördæminu 26. maf s.l. Annars eru úrslitin mjög tvísýn að okkar dómi, bæði f kosningunum til hreppsnefndar og Alþingis." sæmilega nema það hefur aðeins viljað bera á því, að menn hættu hér búskap allra síðustu árin.“ — Þið eruð þá lítt hrifnir af því að sjá á eftir jörðunum hér undir sumarbústaði handa borgar- búum? „Við viljum alltént reyna að nýta landið hér til landbúnaðar, eins og framast er kostur. Kjósin er eina sveitin hér f nágrenni Reykjavíkur, þar sem íbúarnir hafa lífsviðurværi sitt eingöngu af landbúnaði." — En nú þegar stórfelldar niðurgreiðslur eru í gildi á helztu framleiðsluvörum ykkar í þéttbýl- inu er þá ekki hagkvæmara fyrir ykkur að kaupa þessar sömu vörur frá Reykjavík en að leggja þær sjálfir til heimilasins? „Jú, ég veit til þess, að það er mikið gert af slfku hér um slóðir — að selja framleiðsluna og kaupa hana síðan aftur, því að það er töluverður ávinningur fyrir okkur. Hins vegar held ég, að ekki sé heppilegt, að það sé hægt að leika sér svona með verð- lag landbúnaðarvara. Það er ekki trútt um að menn fyllist einhverri ótrú á því að framleiða þessar vörur, þegar þessar sffelldu verð- breytingar eru f gangi.“ — En sex-manna nefndin hefur þó verið ykkur bændum veruleg- ur bakhjarl hvað snertir kjör ykk- ar? „Já, það fer ekki á milli mála. búskap til sveita — með því vinnuafli, sem við bændur höfum yfir að ráða og það rekur að því fyrr en síðar, að Kjósarbændur taki að sérhæfa búskap sinn. Auð- vitað útheimtir það vissar fram- kvæmdir en ég held að allar greinar landbúnaðar komi hér til álita — mjólkurframleiðsla, sauð- fjárrækt og alifuglabúskapur.“ — En eru þá bændur verst sett- ir hvað snertir hinn langa vinnu- tíma og hversu bundnir þeir eru yfir búskapnum? „Já, það, sem er erfiðast við að vera bóndi um þessar mundir, er tvfmælalaust vinnutfminn og það að geta aldrei litið upp frá bústörfum. Og um orlof til bænda er ekki að tala.“ — Já, vel á minnzt — er engin hreyfing í orlofsmálum ykkar? „Nei, ekki svo heitið getur. Að vfsu hafa verið kynntar fyrir okk- ur aðgerðir Norðmanna í þessum efnum. Þeir leysa mál sín einkum með tvennu móti — fengnir eru sérstakir menn til að leysa bónd- ann af meðan hann tekur sér frí eða að nágrannarnir hlaupa undir bagga. Það má vel vera, að eitt- hvað þessu líkt geti hentað hér en ég held, að þessi mál séu hin brýnustu, sem bændastéttin þarf að leysa f næstu framtfð." — En hvernig er háttað láns- fjármálum bænda um þessar mundir. Eru þau viðunandi? „Vinstri stjórnin hafði nú heit- Reynum að halda öll- um jörðunum í ábúð Helgi Jónsson, bóndi að Felli í Kjós, er fæddur og uppalinn f Kjósinni en byrjaði búskap að Felli fyrir 10 árum. Þá stóð þar aðeins ibúðarhús, sem bróðir hans hafði reist, en sfðan hefur Helgi ræktað allmikið tún allt f kring. Við spyrjum Helga fyrst hvernig sé að stunda búskap f næsta nágrenni Reykjavíkur. „Þar er vissulega við ákveðin vandamál að stríða,“ svarar hann, „ekki hvað sízt eftir að ríkis- stjórnin lögfesti styttingu vinnu- vikunnar. Það er auðsætt, að við það myndast sú hætta, að menn kjósa heldur að fara til höfuð- borgarinnar eða nágrannabæj- anna og stunda þar vinnu með þessum frítíma í stað þess að vera bundnir við bústörf frá morgni til kvölds. En það hefur verið stefna okkar bænda hér um slóðir að halda öllum jörðum I ábúð. Ég held, að okkur hafi tekizt það Rætt við Helga Jónsson, bónda á Felli í Kjós En við skulum ekki gleyma því, að ríkisstjórnin var með ráðagerð á prjónunum um að breyta þessu fyrirkomulagi, þannig að ríkis- stjórnin tæki upp beinar samn- ingaviðræður við bændur um verðlagningu landbúnaðarfram- leiðslunnar. Bændasamtökin töldu hins vegar, að slfkt myndi ekki verða til bóta. Rfkisstjórn- inni var nú ekki treyst betur en svo.“ — Hvers konar búskap stundar þú hér á Felli? „Ég er hér með blandaðan búskap, eins og flestir bændur í sveitinni. Hins vegar er ljóst að f framtíðinni verður um mun meiri sérhæfingu að ræða f búskapnum. Það er eiginlega að verða útilokað að vera lengur með blandaðan ið þvf að koma þeim málum í betra horf, bæði með því að lengja lánstfmann og koma á hagstæðari vöxtum þeirra vegna. En það hefur orðið minna um efndir, og nú er svo komið, að bóndi, sem t.d. kaupir tæki fyrir 400 þúsund krónur verður að lána ríkissjóði 100 þúsund krónur f 90 daga, einmitt á þeim tfma þegar bændur þurfa mest á þeim að halda að getá leyst út vélar sínar og önnur tæki, sem að búskap lúta.“ Aftur á móti lét Helgi vel yfir árferðinu. Vorið var eitt hið hag- stæðasta, sem komið hefur, spretta yfirleitt góð og sláttur er nú hafinn á stöku bæ í Kjósinni, þar sem tún voru varin fyrir beit í vor. Yfirleitt var skepnunum hleypt snemma út en sauðburður kom aftur á móti í veg fyrir, að hægt væri að sleppa fénu út úr girðingum fyrr en honum var lok- ið. Langvarandi túnbeit seinkar því víða slætti f Kjósinni en þó má búast við, að hann fari að hefjast fyrir alvöru áður en langt um líður. Niðurgreiðslurnar skrípa- leikur, sem hlegið er að Kristinn Guðmundsson t Keflavfk leit blaðamaður Mbl. við f málningavöruverzluninni Dropanum og hitti þar fyrir eig- andann, Kristinn Guðmundsson málarameistara. Keflavfkurbær er, eins og önnur þéttbýlissvæði á Reykjanesskaganum, f örum vexti og talið barst fyrst að at- vinnu- og viðskiptalffinu f bænum. — Atvinnuástand hefur verið gott hér f bænum að undanförnu og á það við í flestum greinum atvinnulffsins. Bærinn byggir að vfsu afkomu sfna að miklu leyti á útgerð og sjávarútvegi, en með sjávarútveginum hefur myndazt hér allstór þéttbýliskjarni, sem krefst aukinnar þjónustustarf- semi og viðskipta þannig að af- koma bæjarbúa teygir nú anga — rætt við Kristin Guðmundsson í Keflavík sína yfir flest svið atvinnulffsins. Hér hefur orðið töluverð breyting á hin síðari ár og sem dæmi get ég nefnt, að sú tilhneiging manna, sem áður var mjög algeng, að kaupa allar meiri háttar vörur inni í Reykjavík, hefur minnkað verulega. Fólk er farið að átta sig á, að það getur fengið þessa þjón- ustu hérna á síaðnum. Ég hef t.d.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.