Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 19 Til lítils að byggja togara og frysti- hús ef fyrirtækin f á ekki að lif a JÓHANN Antoníusson skipar 6. sæti D-listans í Austur- landskjördæmi. Jóhann býr á Fáskrúðsfirði, en þar gerir hann út Hilmir SU, sem nú stundar síldveiðar í Norður- sjó. — Við sem gerum út héðan þurfum að sækja alla viðgerðarþjónustu til Nes- — Uppbyggingin hefur ein- göngu átt sér stað á togarasvið- inu, á þessum árum höfum við ekki fengið eitt einasta nýtt nótaskip nema 3, sem keypt voru gömul til landsins. Þetta eru skip sem Norðmenn voru að losa sig við vegna endurnýj- unnar. — Hvernig telur þú að bæta mætti hag útgerðarinnar? — Það er sjálfsagt hægt að fara margar leiðir. En sem dæmi get ég nefnt, að ég var með Hilmi i slipp í Færeyjum í vor. Þá keyptu frystihúsin í Færeyjum þorskkílóið á 50—55 kr. íslenzkar upp úr bát. Þessi sami fiskur er unnin af vinnuafli, sem er 15—20% dýrara en vinnuafl á íslandi. Síðan er þessi fiskur seldur af íslenzkum aðilum á markaði í Bandaríkjunum fyrir sama verð og íslendingar fá fyrir sinn fisk þar. Þeir eru vafalaust margir, sem trúa þessu ekki, en sá er munurinn, að i Færeyjum Rætt við Jóhann Antoníus- son á Fáskrúðsfirði kaupstaðar, Færeyja eða Reykjavíkur, sagði Jóhann þegar við spurðum, hvernig væri að vera útgerðarmaður á Fáskrúðsfirði. — Til Færeyja höfum við farið í auknum mæli, enda er betra að fara þangað en t.d. til Reykjavíkur, bæði er það styttra og yfirleitt gengur allt betur þar. Nú eru aðeins tveir stórir bátar eftir á Fáskrúðsfirði, Hilmir og Hoffell, hinir hafa verið seldir, en í stað þeirra kom skuttogari, Ljósafell. Út- gerð hans hefur gengið mjög vel, ef tekið er mið af útkomu skuttogaranna almennt. En ef litið er á rekstrarútkomuna á þessu skipi, þá mun það stöðv- ast á næstu mánuðum eins og aðrir skuttogarar, því að það er sama, hvað togararnir fiska mikið, rekstrargrundvöllur er ekki fyrir hendi. — Nú er vitað, að útgerð á íslandi stendur mjög höllum fæti. Gæti gengislækkun bjarg- að miklu? — í þessum málum er ég á öndverðum meiði við marga. Ég tel að gengislækkun muni ekki bjarga sjálfri útgerðinni, en hinsvegar getur hún bjargað hraðfrystiiðnaðinum. Við gengislækkun hækkar allur út- gerðarkostnaður. — Hvernig finnst þér hafa verið staðið að uppbyggingu íslenzka fiskiskipaflotans á vinstri stjórnar árunum? þekkjast ekki útflutningsgjöld og sjóðir eins og Verðjöfnunar- sjóður og Aflatryggingarsjóður eru ekki til. — Hvað er svo að frétta af byggðarmálum ykkar? — Undanfarið hefur verið þó nokkuð byggt. Fram- kvæmdir eru að hefjast við barnaskóla og sex íbúða blokk á vegum Byggingafélags verkamanna. Þá eru þó nokkur einbýlishús í smíðum. Á þessu ári er fyrirhugað að hefja upp- settningu á dráttarbraut og gert er ráð fyrir, að hægt verði að taka hér upp 200 rúmlesta skip. Þá stendur fyrir dyrum að halda áfram með varanlega gatnagerð, en staðfestingu á lánsfé vantar enn. Og því mið- ur er svo á mörgum sviðum, ríkisstjórnin er búin með alla sjóði í óðaverðbólgunni. — Eitthvað að lokum? — Ég vil aðeins segja, að það er til lítils að vera að reyna að byggja hér upp skuttogara- flota og nýtízku hraðfrystiiðn- að, ef fyrirtækin eiga að stöðv- ast, um leið og þau eru tilbúin til notkunar. MEÐ AVOLUM „BANA“ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRISTÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yður fleiri kosti fyrir sama verð. V" Sölustaðir: Reykjavík: Hekla h.f., Laugaveg 1 70—1 72 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Gíslasonar, Laugaveg 171. Keflavík: Gúmmiviðgerðin, Hafnargötu 89. Hveragerði: Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelamörk. Akranes: Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður- götu 41. Akureyri: Hjólbarðaverkstæði Arthurs Benediktssonar, Hafnarstræti 7. Baugur h.f: bifreiðaverkstæði Norðurgötu 62. Stykkishólmur: Bilaver h.f. v/Ásklif. Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan, Strandgötu 54. HEKLAhf Laugaveg. 170—172 — Sim. 21240 Þessi bátur er til sölu Lengd 5.15 m, m/105 haVolvoPentaAquamatic vél. Ganghraði ca 38 sjóm. Báturinn verður til sýnis i dag og á morgun sunnudag við Hafnarbúðir milli kl. 1 —4 e.h. Uppl. i síma 91-71160 um helgar. iesiii Hringferð um landið Fimm 11-daga hringferöir um landiö 5/7 - 17/7 15/7 - 27/7 29/7 10/8 8/8 20/8 Gist í tjöldum, matur úr sérstökum eldhúsbíl, ekið: Reykjavík — Gullfoss — Geysir — Þingvellir — Kaldidalur — Húsafell, kringum Snæfells- nes í Stykkishólm, um Laxárdalsheiði í Varma- hlíð, kringum Ólafsfjarðarmúla til Dalvíkur — Akureyri — Mývatn — Húsavík — Tjörnes — Hljóðaklettur — Ásbyrgi — Dettifoss — Hallormsstaðarskógur — Höfn í Hornafirði — Suðursveit — Öræfasveit — Skaftafell — Kirkjubæjarklaustur — Reykjavík. í næstu hringferð 5 — 1 5 júlí verðum við stödd á Skeiðarársandi við opnum hringveginn. Ulfar Jacobsen, feröaskrifstofa hf., Austurstræti 9. Símar 13491 og 13499. LOKAÐ A LAUGARDOGUM Samkvæmt síðustu kjarasamningum undirritaðra aðila, verða verzlanir lokaðar á laugardögum frá og með 20. júní. Kaupmannasamtök Islands, Vinnuveitendasamband íslands, Vinnumálasamband Samvinnufélaga, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, Verzlunarmannafélag Reykjavikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.