Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 8
8 . MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 Wilson og D’Estaing hittast í París BrOssel, 26. júnf AP-NTB. HAFT er eftir áreiðanlegurr. heimildum í BrOssel í dag, að þeir Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, og Valery Giscard d’Estaing, forseti Frakklands, muni hittast að máli í París í næstu viku. Verður þetta fyrsti fundur þeirra. í dag ræddust þeir Wilson og Jaques Chirac, for- sætisráðherra Frakklands, við i tæpa klukkustund og lét Chirac þar í ljós óánægju frönsku stjórn- arinnar yfir gagnrýni brezku stjórnarinnar vegna kjarnorkutil- rauna Frakka á dögunum. Hafði Chirac sagt Wilson, að hann furð- aði sig á orðalagi mótmæla Breta, ekki sízt þar sem Wilson hefði nú viðurkennt, að Bretar hefðu látið fara fram neðanjarðartilraunir með kjarnorkuvopn í Bandaríkj- unum á síðustu vikum. Gistiheimili á Blönduósi 1 SUMAR verður starfrækt gist- heimili f Kvennaskólanum á Blönduósi. Er þetta fimmta sumarið f röð, sem skólinn er nýttur á þennan hátt. Sigurlaug Eggertsdóttir, húsmæðrakennari veitir gistiheimilinu forstöðu en hún hefur haft umsjón með þvf frá upphafi. Gistiheimilið, sem tók til starfa 25. júnf sl., verður opið fram í september og auk venjulegs gisti- rýmis verða bornar fram margvís- legar veitingar fyrir þá, sem þess óska. Þá er ferðafólki, sem er með eigin útbúnað, gefinn kostur á að nýta hann og hópferðafólk getur fengið máltíðir, ef pantað er með fyrirvara svo og gistiaðstöðu. Hraðtíðindi koma út NÝTT blað kemur út f Reykjavík í gær (föstudag). Nefnist það Hraðtíðindi og er ætlað að koma út vikulega og flytja fréttir um helztu viðburði í þjóðlífinu. Hrað- tíðindi binda sig ekki við flokka- pólitík, en einsetur sér að vera ábyrgt rit með samvizkusamlega unnum fréttum. Ritstjórar Hrað- tíðinda eru Gunnar Finnsson og Jóhannes Lúðvfksson og eru þeir jafnframt eigendur. Blaðið er 8 bls. að stærð, sett í Prentverki Kópavogs og prentað hjá Prent- smíði. Verð í lausasölu er 75 kr. 2*U>V0unWaíut> MARGFALDAR JUt>v0imí)íabit> MARGFALDAR iliKÍll " Keflavík skrifstofa sjálfstæðisflokksins, í Sjálfstæðishúsinu er opin daglega frá kl. 14 — 18 og20 — 22, síminn er 2021. Stuðningsfólk hafi samband við skrifstofuna símleiðis, eða komið í sjálfstæðishúsið. D-listann í Kópavogi vantar sjálfboðaliða og bila á kjördag, látið skrá ykkur í síma 40708 og 43725. Sjálfstæðisfélag Miðneshrepps heldur félagsfund í Leikvallarhúsinu í Sandgerði laugardaginn 29. júní kl. 14. Oddur Ólafsson og Ólafur G. Einarsson, fyrrv. alþingism. mæta á fundinn. Stuðningsmenn D-listans fjölmennið. Stjórnin. D-listinn Reykjaneskjördæmi Upplýsingasímar á kjördag: Garða og Bessastaðahreppur: 42739. Gerðahreppur: 92-71 24. Grindavíkurhreppur: 92-8148. Hafnarfjörður: bílasimar 50228 og 53727, kosningastjórn 53725, kjörskrá og starfsfólk 53726. Hafnarhreppur: Jósep Borgarson 92-6907 Keflavík: bilasimi 92-3050, upplýsingasimi 92-3051. Kjalarneshreppur: Jón Ólafsson Brautarholti. Kjósahreppur: Oddur Andrésson Neðra Hálsi. Kópavogur: bilasimar 40708 og 43725. Miðneshreppur: Óskar Guðjónsson 92-7557. Mosfellshreppur: 91-66401. Njarðvíkurhreppur: 92-3025. Seltjarnarnes: 28187. Vatnsleysustrandarhreppur: 92-6560. Kosningastjórn kjördæmisins 52576. \ Vestfjarðakjördæmi Hólmavík D-listinn efnir til almenns stjórnmálafundar i félagsheimilinu Hólmavik laugardaginn 29. júní n.k. kl. 4 e.h. Ræður og stutt ávörp flytja Matthías Bjarnason fyrrv. alþingismaður, Þorvaldur Garðar Krístjánsson fyrrv. alþíngismaður, Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri Reykhólum, Jóhanna Helgadóttir húsfrú Prestbakka, Sveinn Guðmundsson bóndi Miðhúsum, Reykhólasveit, Öjöfn Ásbjörnsdóttir kennari Hólmavik, Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi (safirði. Fundarstjóri verður Kristján Jónsson simstjóri Hólmavik. Fjölmennið á fundinn og eflið sókn sjálfstæðismanna til sigurs. Til sölu Chervolet Pickup árgerð 1972 sjálfskiptur V-8 — 350 cu power stýri, útvarp — lengri gerð af palli (3m). Upplýsingar á bílasölu Garðars við Borgartún 1, i dag. Staðgreiðslutilboð. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 2 júlí kl. 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sa/a Varnar/iðseigna. Skrifstofa Félags einstæðra foreldra verður lokuð frá 1. júlí til 1. september, vegna sumarleyfa. Gröfumaður Óskum eftir að ráða gröfumann á Hy-Mac Beltagröfu. Uppl. í síma 66195. Varmabyggð h. f. Mótatimbur. Notað mótatimbur „1x6" til sölu. Uppl. í síma 32320 frá kl. 1 2 — 1 og 6 — 9. Síldveiðibátar í Norðursjó Sjávarútvegsráðuneytið vill vekja athygli eig- enda fiskiskipa, sem ætla að láta skip sín stunda veiðar í Norðursjó eftir 1. júlí n.k., að vegna væntanlegra takmarkana á síldveiðum í Norðursjó, er nauðsynlegt að þeir sæki um leyfi til þeirra veiða til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 1. júlí n.k. Þær umsóknir sem berast eftir þann tíma, verða ekki teknartil greina. Sjávarútvegsráðuneytið, 27. júní 1974. Útgerðarmenn eigum til afgreiðslu nú þegar General Motors bátavélar af eftirfarandi gerðum: 12V — 71 .....340 hö 8V — 71 .... 230 hö 6—71 ....... 174 hö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.