Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974 Valdinu sé dreift út um byggðir landsins AXEL Jónsson skipar nú fjórða sætið á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Axel er 52ja ára að aldri, fæddur í Vesturbænum í Reykjavík en fluttist ungur með móður sinni að Hvftanesi f Kjós. Þar hóf Axel að stunda fþróttir og varð brátt í fremstu röð íþróttamanna, jafnframt sem hann hóf þá afskipti af félagsmálum fyrir alvöru. Hann varð formaður Ungmennafélagsins Drengs þegar Félagsgarður f Kjós var byggður, var um árabii formaður UMSK og átti f fjölda ára sæti í UMSÍ og ÍSÍ. Þá var hann annar formaður Æsku- lýðssambands tslands. Axel bjó að Hvítanesi þar til brezki herinn hernam landið en Axel varð þá túlkur brezka sjóliðsins þar. Árum saman var Axel mjólkurbílstjóri í Kjósinni, síðar forstjóri Sund- lauga Reykjavfkur, starfsmaður á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, fulltrúi Almannavarna rfkisins og er nú framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi. Axel fluttist íKópavoginn árið 1953, var kjörinn þar f bæjarstjórn 1962 og hefur átt sæti f bæjarstjórn og bæjarráði allt síðan. Þá hefur hann verið varaþingmaður Reykjaneskjördæmis frá 1963 og varð aðalmaður við fráfall Ólafs Thors og Péturs Benediktssonar. — Axel, nú ert þú búinn að starfa lengi að stjðrnmálum hér f Reykjaneskjördæmi. Hvernig er að starfa fyrir svona mannmargt kjördæmi? —Já, ég hef verið vara- og aðal- þingmaður Reyknesinga sl. þrjú kjörtímabil og er nú á ný í fjórða sæti. Allan þann tima, sem ég hef verið viðriðinn Alþingi höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins hér á Reykjanesi leitazt við að fylgja fram hagsmunamálum Reyknesinga i samvinnu við alla þingmenn kjördæmisins. Við gerum okkur grein fyrir því, að það kann að vera erfitt fyrir hin’i almenna kjósanda í landinu að átta sig á því hvers vegna þetta hérað skuli þurfa svo mikla fiár- muni til að standa undir skóla- byggingum og félagslegri upp- byggingu hér um slóðir. Við virð- um og höfum alltaf virt sjónarmið þeirra, sem vilja viðhalda sem jafnastri byggð í landi okkar, en hitt má ljóst vera, að á herðum okkar Reyknesinga hefur það hvílt á undanförnum árum að taka við og sjá farborða megin- kjarna fólksfjölgunarinnar í land- inu.“ — Þinn aðalvettvangur hefur þó alla tíð verið Kópavogur og málefni hans. „Já, allar götur frá 1962 hef ég setið í bæjarstjórn og bæjarráði hér I Kópavogi. Ég hef haft mikla ánægju af þvi að taka þátt í því gífurlega uppbyggingarstarfi, sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum. Að vísu var ég tvö fyrstu kjörtímabilin í stjórnarandstöðu, ef svo má segja, en reyndi þá engu að síður að beina stjórn bæjarins inn á far- sælli brautir en þá var ekki á mig hlustað. Árið 1970 komst Sjálf- stæðisflokkurinn í fyrsta sinn í meirihlutaaðstöðu um stjórn bæjarmála Kópavogs, og ég er sannfærður um, að það sé sam- dóma álit manna hér, að þá hafi orðið straumhvörf hér í bæ. Verk- legar framkvæmdir, svo sem gatnagerð og skólabyggingar, stórjukust — að ógleymdum samningnum við Reykjavíkur- borg um hitaveitu í Kópavog, sem er tvímælalaust stærsta hags- munamál Kópavogs fyrr og síðar. Vió Kópavogsbúar eigum enn mörg óleyst vandamál, en ég fagna þvf, að okkur sjálfstæðis- mönnum skuli hafa verið falið að eiga hlut í að leysa þessi mál, nú f samvinnu við ágæta menn, þá Magnús Bjarnfreðsson og Jóhann Á. Jónsson, fulltrúa Framsóknar- flokksins í Bæjarstjórn hér. Umfram allt tel ég það þó mestu varða fyrir Kópavog, að Björgvin Sæmundsson skuli verða bæjar- stjóri Kópavogs næsta kjörtíma- bil. Þar er réttur maður á réttum stað.“ — Nú ert þú framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Reykja- nesi. Hver er verkahringur þess- ara samtaka? „Þessi samtök okkar verða 10 ára á hausti komanda, en þau eru þó langelzt allra samtaka, sem stofnuð hafa verið í þessum anda, þ.e., að öll sveitarfélög sama kjördæmis séu saman komin innan einna vébanda. Áður fyrr voru fjórðungssamtökin, en þau störfuðu á þrengri grundvelli en samtök okkar, SASÍR, gera. Meginviðleitni okkar er fólgin í því að mynda öflug samtök allra þeirra sveitarfélaga, sem liggja í næsta nágrenni Reykjavíkur, ekki gegn Reykjavík heldur til að þar sé aðili, sem getur rætt við eða samið við þennan sterka bróður — Reykjavík — á jafn- réttisgrundvelli svo að segja. Við viljum aukið vald út til landshlut- anna. Við eigum að vísu hægast með að reka okkar erindi í höfuð- borginni vegna nálægðarinnar en leggjum þó ríka áherzlu á að vald- inu sé sem mest dreift út um byggðir landsins. Þar stöndum við einhuga með bræðrasamtökunum úti á landsbyggðinni." — En hverju hafa SASlR komið til leiðar á þessum ára- tugi? „í fljótu bragði kann það að virðast smávægilegt, en ég vil þó minna á, að eftir lagasetninguna um tekjustofna sveitarfélaganna var haldin ráðstefna á veg- um samtakanna um að sveitar- félögin á Reykjanesi leituðust eftir því að hafa samráð og sam- ræmi í álagningum gjalda, þar á ég við útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskatta. Og ekkert kjör- dæmi utan Reykjavíkur mun vera komið nær því að samræma sínar álögur í þessu efni. I annan stað vil ég nefna, að samtökin beita sér fyrir könnun á sviði skólamála miðað við gildandi lög og benda á hvar úrbóta sé helzt þörf. Þá má einnig benda á, að samtökin starfa nú að athugun á málefnum aldraðra og hvaða leiðir séu væn- legastar til útlausnar á því sviði. Eins reynum við innan SASIR að samræma eins og kleift er kjara- samninga við launþega okkar, auglýsingar okkar um opinber gjöld og fleira og fleira. Takmark okkar er því ekki hvað sízt hag- kvæmni í allri stjórnsýslu innan þessa fjölmenna en að mörgu lejti ólíka kjördæmi hvað at- vinnuhætti snertir." — Við höfum nú staldrað lengi við málefni Reykjaness og því ráð að snúa sér að landsmálunum. Hvernig Ifzt þér á viðskilnað vinstri stjórnarinnar I efnahags- málunum? „Það er sammerkt með fyrrver- andi vinstri stjórn og þessari, að báðar gefast þær upp í bezta góð- æri, sem yfir Iandið hefur gengið. Vegna hvers? Jú, vegna þess, að hvorki innan þáverandi ríkis- stjórnar eða núverandi var um að ræða neinar úrlausnir á efnahags- vandanum. Talsmönnum núver- andi ríkisstjórnar hefur orðið ákaflega tíðrætt um kreppuárin Rætt við Axel Jóns- son, fjórða mann á lista Sjálfstæðis- flokksins 1968—70 og hæla sér af því, að nú sé þó ástandið allt annað. En verum þess minnug, að árið 1968 varð verðfall á útflutningsafurð- um okkar svo mikið, að þorsk- blokkin varð aðeins 1/4 af því, sem hún er I dag; þar að auki brugðust síldveiðar okkar, sem verið höfðu fast að 50% af út- flutningsafurðum okkar og enn má bæta því við, að á þessu tíma- bili lokuðust skreiðarmarkaðirnir í Nígeríu. Hvert einstakt þessara atriða var nóg til þess að valda verulegri röskun í efnahagslífi þjóðarinnar en öll til samans hlutu þau að valda hreinni efna- hagskreppu. Og það er við þetta ástand, sem núverandi stjórnar- flokkar vilja bera sig saman við — í einu mesta góðæri, sem yfir landið hefur gengið! Það varð þjóðinni til happs, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði forustu um stjórn landsins á þessum erfið- leikatímum. Sjálfstæðismenn gengu óhikað til verks um að treysta og tryggja atvinnuvegi landsins og því fór sem fór. Is- lenzkur atvinnurekstur til lands og sjávar rétti fljótlega við og skilaði aftur möguleikum til enn frekari uppbyggingar og það var glæst bú, sem vinstri stjórnin nú- verandi tók við sumarið 1971.“ — Og lokaorð? „Já, ég vildi þá kannski fá að beina orðum mínum sérstaklega til Kópavogsbúa: Fyrir nákvæm- lega fimm vikum óskaði ég eftir stuðningi ykkar við stefnu Sjálf- stæðisflokksins í bæjarmálum Kópavogs. Ég þakka hinn mikla stuðning og einhug, sem þið veittuð flokki minum þá. Ég heiti því, að við munum ekki bregðast því trausti. Nú leita ég aftur eftir stuðningi ykkar við að koma á traustri stjórn í landsmálum, þar sem hentistefna og glundroði verða látin víkja. Og í annan stað heitum við sjálfstæðismenn ykkur kjósendum því, að við munum beita öllu afli okkar til að sjá til þess, að öryggi Islands verði áfram tryggt með aðild Islands að NATO og áfram haldið samvinnu við þær þjóðir, sem skyldastar okkur eru að menningu og stjórnarháttum. Þið Kópavogsbúar, sem viljið f raun trausta forustu í innanlands- málum og öryggi í utanrikismál- um, hljótið því að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn nú.“ — Frystihúsin Framhald af bls. 2.'l stofnunin hefur haft með að gera, eins og Byggingasjóði, hafa Suðurnesin engan aðgang að vegna reglugerðar, sem hið háa Alþingi setti. Er sérstaklega hart til þess að vita, að svona skuli vera búið að Suðurnesjum, sem leggja þjóðinni til um 20—30% af öllum sjávarafla Iandsins. Hins vegar blöskraði mönnum svo ó- sanngirnin varðandi lánsfjársvelt Suðurnesjanna, að þegar enginn beiðni barst þaðan vegna skut- togarakaupanna voru fundnar leiðir til að fara í kringum reglu- gerðir í því skyni að gera Suður- nesjunum kleift að eignast slíkt tæki.“ — Hvað um horfur f öðrum atvinnugreinum? „Já, þá ber þess að geta, að Keflavíkurflugvöllur hefur verið stór vinnuveitandi á Suðurnesj- um. Hins vegar gerðist það eftir að stjórnarsáttmáii vinstri stjórnarinnar nú kom fram, þar sem kveðið var á um brottför hersins, að allar framkvæmdir drógust saman og þar sem áður sköpuðust milljarðar í gjaldeyri er nú hvorki orðið fugl né fiskur. Og hundruðum manna hefur ver- ið sagt upp vinnu. Nú, byggingariðnaðurinn á Suðurnesjum hefur einnig dreg- izt saman af þessum sömu sökum og vegna getuleysis húsnæðis- málastjórnar til að standa við gef- in lánsfjárloforð. Hefur það vald- ið gífurlegum samarætti í bygg- ingarframkvæmdum öllum. Og þó að horft hafi verið björt- um augum til komu skuttogar- anna í byggðarlagið er framtíð þeirra síður en svo glæsileg. Sam- kvæmt endurskoðun á spá um rekstrarafkomu skuttogaranna er talið, að tapið á minni togurunum nemi um 13.5 milljónum á hvern þeirra á þessu ári og um 17 milljónum á þá stærri. Einnig liggur það nú fyrir, að það mun þurfa á annan milljarð króna til að rétta við rekstrargrundvöll frystihúsanna. Að þessu framan- greindu er fyrirsjáanlegt, að al- varlegt atvinnuleysi blasir við, ef ekki verður brugðið hastarlega við með leiðréttingu á rekstrar- grundvelli fyrirtækjanna. Ég hef orðið áþreifanlega var við það á liðnum árum, að þegar kreppa skellur á á Suðurnesjunum og samdráttur verður i atvinnulíf- inu, byrjar þessara áhrifa ekki að gæta fyrr en um 8 mánuðum síðar á höfuðborgarsvæðinu, þ.e.a.s. svo lengi sem það tekur gjald- eyrisvarasjóðinn að tæmast." — Nú átt þú Ingvar sæti I stjórn Landssambands iðnaðar- manna og hefur verið fulltrúi þess í Utflutningsmiðstöð iðnaðarins — hvernig eru horfurnar þar? „Mjög slæmar. Þó svo að gengið hafi almennt fallið um 13.5% frá áramótum, þá veit hver maður innan viðskiptalífsins, að gengis- skráningin gagnvart útflutnings- atvinnuvegunum í heild er röng, sem nemur að minnsta kosti um 20%. Það er þvi óhjákvæmilegt, að eitt fyrsta verkefni, sem bíður næstu stjórnar, verður að leið- rétta gegnisskráninguna sem þessu nemur. Máli mínu til stuðn- ings má taka til viðmiðunar niður- greiðsluloforð sjávar- og við- skiptaráðherra varðandi samning á sölu niðurlagningar-, ullar- og skinnavara til Rússlands." — En hver mundir þú telja brýnustu framfaramálin á Suður- nesjum? „Þar er tvímælalaust hitaveitan stærsta málið, sem nú er orðið tveimur árum á eftir áætlun, því að fjármunir þeir, sem lagðir voru fram á fjárlögum, þegar rannsóknir áttu að hefjast á Svartsengi, voru notaðir til bora- kaupa fyrir jarðboranir ríkisins — sennilega vegna þess hugar- fars ráðamanna, að Suðurnesin megi alltaf bíða. Einnig má nefna hafnarmálin. Þó að vel hafi verið gert í Grindavfk vegna atburð- anna í Vestmannaeyjum væri fróðlegt fyrir almenning í land- inu að fá að kynnast hvernig landshöfnin í Njarðvíkum og Keflavík hefur verið algjörlega fjársvelt og yfirleitt allar hafnir þar syðra á undanförnum árum, þótt að það séu um 5% þjóðarinn- ar, sem búi sunnar Hafnarfjarðar, og afli nærfellt fjórðungs þess gjaldeyris, sem skapast af sjávar- útvegi. Og það hlutfall væri marg- falt hærra, ef tekið væri tillit til þeirra milljarða, sem inn koma vegna varnarliðsframkvæmda og af alþjóðaflugi um Keflavfkur- flugvöll. Og enn vil ég nefna eitt atriði — símavandræði á Suður- nesjurh eru orðin svo alvarleg, að menn kjósa nú í stórum stll frem- ur að aka til borgarinnar en sitja 2—3 klukkustundir við símann til að ná sambandi til borgarinnar." — Að lokum, Ingvar — hvernig lýst þér stjórnmálalegt andrúms- loft á Suðurnesjum fyrir kosning- arnar á sunnudag? „Ég tel, að nú sé það efst í hugum kjósenda, að vinstri stjórn hefur verið gefið tækifæri og hún hefur brugðizt i veigamestu mál- um þjóðarinnar — f öryggismál- unum hefur hún þannig snúið baki við vinum okkar og frændum með ótímabærum ráðstöfunum, og í efnahagsmálunum hefur stjórnin gert íslenzku þjóðina að athlægi í nágrannalöndunum, þannig að þar er vitnað til ástandsins hér sem dæmis um al- gjört stjórnleysi f þeim málum. Ég er sannfærður um, að hver hugsandi maður telur þessum þremur árum vinstri stjórnarinn- ar þó ekki illa varið, þar eð nú hafi þjóðin öðlazt endanlegan skilning á þvf hversu grátt vinstri stjórnin getur leikið okkar. I dag segi ég ekki við neinn tslending: Ég bið þig um að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, ég beinlfnis krefst þess, að þeir geri það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.