Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974
Hljóta heiðurs-
doktorsnafnbót
AFHENDING prófskfrteina til
kandídata fer fram við athöfn f
Háskólabfói f dag og hefst at-
höfnin kl. 14. Rektor Háskóla
tslands, prófessor Guðlaugur
Þorvaldsson, flytur ávarp en
sfðan afhenda deildarforsetar
prófskírteini.
Þá verður lýst doktorskjöri
og afhent doktorsbréf. Forseti
heimspekideildar, prófessor
Sigurjón Björnsson, lýsir kjöri
Gunnars Gunnarssonar, Peters
Hallberg og Þórbergs Þórðar-
sonar, sem sæmdir voru heið-
ursdoktorsnafnbót fyrr á þessu
ári. Forseti verkfræði- og raun-
vísindadeildar, prófessor
Guðmundur Björnsson, lýsir
doktorskjöri Steingríms Jóns-
sonar, fyrrverandi rafmagns-
stjóra, er sæmdur var heiðurs-
doktorsnafnbót hinn 18. þ.m.
Tónlist verður flutt undir
stjórn Þorvalds Steingrfmsson-
ar en öllum er heimill aðgangur
að athöfn þessari.
Rithöfundasambandið
tekur ekki afstöðu
RITHÖFUNDASAMBAND Is-
lands er ópólitískt stéttarfélag
rithöfunda og tekur ekki af-
stöðu til pólitískra deilumála,
sbr. 3. grein sambandslaganna,
en þar segir m.a.: „Sambandið
tekur ekki þátt f baráttu stjórn-
málaflokka né hlutast til um
listastefnur, stjórnmálaskoðan-
ir eða trúarbrögð." Hins vegar
er eitt af verkefnum Rit-
höfundasambandsins sam-
kvæmt gildandi lögum „að
standa gegn hvers kyns ofsókn-
um á hendur rithöfundum".
Vegna meiðyrðamáls, sem 12
nafngreindir menn hafa höfðað
gegn Einari Braga rithöfundi,
hefur hann farið þess á leit við
stjórn Rithöfundasambands Is-
lands, að hún tilnefni „12 rit-
höfunda í nefnd, sem falið
verði að leggja mat á, hvort
kærumál og fjárheimtur af
þessu tagi séu árás á tjáningar-
frelsi manna eða ekki“.
Stjórn Rithöfundasambands
Islands tekur enga afstöðu til
þeirra mála, sem erindi Einars
Braga er sprottið af, en getur
eftir atvikum fallist á að fela
tólf rithöfundum að taka málið
til meðferðar með þeim hætti,
sem hann biður um.
fullgerður
GJABAKKAVEGURINN nýi á
Þingvallaleið er nú fullgerður
og opinn fyrir almenna umferð.
Vegagerðarmennirnir mættust
á stað, sem er um 4,4 kflómetra
frá Gjábakka og 3,9 kflómetra
frá vegamótum Leiruvegar. Að
sjálfsögðu kalla vegagcrðar-
menn staðinn „Gólanhæðir" —
til að vera f takt við heims-
fréttirnar.
Efri myndin er tekin frá Gjá-
bakkaveginum og sést þar yfir
hluta Þingvallavatns. Eins og
sjá má opnar þessi nýi vegur
nýjan heim náttúrunnar, því
að frá þessum stað er víða mjög
fallegt útsýni yfir þjóðgarðinn
og næsta nágrenni. Á neðri
myndinni sést svo Indriði G.
Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Þjóðhátíðarnefndar,
ásamt starfsmönnum vega-
gerðarinnar, þeim Þórði Tyrf-
ingssyni, tæknifræðingi, Stein-
grími Ingvarssyni, verkfræð-
ingi, og Jóni Birgi Jónssyni,
deildarverkfræðingi.
Gjábakkavegur
Sjóorrusta undan
strönd S-Kóreu
Seoul 28. júní AP-NTB.
VARNARMALARAÐUNEYTI s-
Kóreu skýrði frá þvl 1 dag, að
n-kóreanskur fallbyssubátur
hefði skotið 1 kaf varðskip frá
S-Kóreu, sem gætti s-kóreanskra
fiskiskipa undan austurströnd S-
Kóreu. Sagði 1 tilkynningu
varnarmálaráðuneytisins, að
varðskipið hefði verið innan land-
helgi S-Kóreu, er þrír fallbyssu-
bátar frá N-Kóreu hefðu ráðizt að
þvf og skotið það f kaf. Ekki var
sagt hve margir voru í áhöfn varð-
skipsins.
Bæði löndin sendu flugvélar á
loft eftir að atburðurinn gerðist
og flugu þær hættulega nálægt
hver annarri, en ekki kom til loft-
bardaga. Varnarmálaráðuneyti N-
Kóreu sagði, að varðskipið hefði
verið skotið f kaf, þar sem það
hefði rofið landhelgi N-Kóreu.
Heimildir f Seoul hermdu, að
Phantomþotur S-Kóreu hefðu
haft fyrirskipun um að varpa
sprengjum á fallbyssubátana, en
að þær hefðu ekki fundið þá sök-
um þoku og þvf hefðu þær orðið
að snúa aftur til stöðva sinna.
Fulltrúi S-Kóreu í bænum
Panmunjon á landamærum land-
anna mótmælti þessu atviki harð-
lega við fulltrúa stjórnar N-
Kóreu og sagði það alvarlega
hernaðarlega ögrun.
meðferð í sovézkum fangelsum
yrði bætt og að komið yrði upp
alþjóðlegu eftirliti með sovézkum
fangelsum.
Útvarpsfréttir í
nágrannalöndum
á kosninganótt
A KOSNINGANÖTTINA verð-
ur útvarpað kosningafréttum á
7675 khz (kílórið) og á 12175
khz, eins og venjulega er gert í
hádeginu, en talsvert mun
vera hlustað á þessar útsend-
ingar f nágrannalöndunum.
Hefjast þessar sendingar kl.
22.
Hlustendum í Norður-
Evrópu skal bent á það, að þeir
munu hugsanlega geta hlust-
að beint á langbylgjuna í
Reykjavík, en hún útvarpar á
1435 metrum. Þá verða kosn-
ingafréttir . lesnar á klukku-
stundarfresti í Nesradíói á
venjulegri vinnutíðni stöðvar-
innar, 1640 khz, og eru þær
sendingar ætlaðar Norður-
sjávarflotanum.
Lagðist
saman
HÖRKUAREKSTUR varð á
Reykjanesbraut, rétt vestan
við BP bensfnstöðina f Breið-
holti um kl. eitt f gærdag. Þar
óku saman Mustangfólksbif-
reið og Ffat 600. Ffat-bifreiðin
gjöreyðilagðist og mun öku-
maður hennar hafa brotnað á
upphandlegg og mjaðmar-
grind, en meiðsli hans voru
ekki fullkönnuð sfðast þegar
Mbl. vissi.
Nánari málsatvik eru þau, að
Fíat-bifreiðin var á leið norður
Reykjanesbrautina og hugðist
ökumaðurinn fara fram úr bif-
reið en gætti þess ekki, að á
móti kom Mustang-bifreið.
Skipti það engum togum, að
bílarnir skullu saman með
þeim afleiðingum, að Fíatinn
lagðist saman og valt út fyrir
veg en vinstra framhjólið rifn-
aði af Mustangnum. Mikil um-
ferð var þegar atvikið átti sér
stað og kvaðst ökumaður Fíat-
bilsins ekki hafa séð bílinn,
sem á móti kom, er hann
reyndi framúraksturinn. Hann
var þegar fluttur á slysadeild
Borgarspítalans og við fyrstu
athugun kom i ljós, að hann
hafði mjaðmargrindarbrotnað
og brotnað á upphandlegg.
ökumann Mustangbifreiðar-
innar sakaði hins vegar ekki.
Sakharov í
hungurverkfall
Moskvu 28. júní AP.
SOVÉZKI vísindamaðurinn
Andrei Sakarov tilkynnti á fundi
með vestrænum fréttamönnum í
Moskvu í dag, að hann myndi á
miðnætti hefja hungurverkfall
„til að mótmæla stjórnmála-
kúgunum í Sovétríkjunum" og
leggja áherzlu á áskorun sína til
Nixons og Brezhnev, um að þeir
ræði mannréttindi á toppfundi
sínum, sem nú stendur yfir í
Moskvu.
Sakarov sagði fréttamönnum,
að hann hefði ritað leiðtogunum
tveimur bréf, þar sem hann hefði
krafizt þess, að vísindamaðurinn
Vladimir Bukovsky, sem nú
afplánar 12 ára fangelsisdóm
fyrir andsovézkar aðgerðir, verði
þegar látinn laus. Sakarov sagði:
„Nafn Bukovskys er orðið tákn
fórnarbaráttu fyrir mannréttind-
um í landi okkar.“ Þá krafðist
Sakarov þess einnig, að aðbúð og
Kennedy yngri
í sjúkrahús
Dublin 28. júní AP—NTB
EDWARD Kennedy yngrif
sonur Kennedys öldunga-
deildarþingmanns, var
lagður í sjúkrahús í Dublin
í morgun, eftir að hann
veiktist hastarlega um
borð í skemmtisiglingar-
báti á Shannon-fljóti.
Kennedy er á mánaðar-
ferðalagi með nokkrum
skólafélögum sínum um Ir-
land.
Talsmaður Edwards Kennedys í
Washington sagði, að Kennedy
myndi heimsækja son sinn eftir
helgina. Talsmaðurinn sagði, að
Kennedy yngri hefði verið lagður
Levich fær
fararleyfi
Moskva 28. júní, AP,NTB.
SOVÉZK stjórnvöld hafa tilkynnt
vísindamanninum dr. Benjamin
Levich, sem er af Gyðingaættum,
að hann fái leyfi til að flytjast
búferlum til Israels. Skýrðu vinir
Levich frá þessu í dag, en bættu
því við, að sennilega myndi hann
ekki geta farið frá Sovétríkjunum
fyrr en á næsta ári, vegna ótal
formsatriða og skriffinnsku, sem
blandast inn í málið.
Levich sótti um þetta leyfi fyrir
tveimur árum. Skömmu síðar var
hann rekinn úr starfi sfnu sem
prófessor við Moskvuháskóla.
Levich á sæti í sovézku akademí-
unni og hundruð vfsindamanna f
Bretlandi, Bandarfkjunum og
fjölmörgum öðrum löndum hafa
sent stjórnvöldum í Moskvu
margar áskoranir um að verða við
beiðni hans.
Tveir synir dr. Levich, sem hafa
einnig sótt um að fá að flytjast til
ísraels,hafa einnig fengið það, og
munu þeir geta haldið frá
Sovétríkjunum sfðar á þessu ári.
í sjúkrahúsið vegna auka-
verkana af meðferð, sem hann er
undir til að koma í veg fyrir, að
beinkrabbi, sem olli því, að taka
varð af honum hægri fót fyrir
ofan kné 17. nóvember sl., taki sig
up á ný. Kennedy hefur verið
rannsóknum á nokkurra vikna
fresti frá því f nóvember og sagði
talsmaðurinn, að ekki hefði orðið
vart við, að sjúkdómurinn hefði
tekið sig upp á ný.
Leiðrétting
VEGNA rangra upplýsinga, sem
Mbl. fékk, slæddist sú villa í frétt
blaðsins á föstúdag, að sóknar-
gjöld væri krónur 350. Það rétta
er, að þau eru 750 krónur, en
hrökkva þó engan veginn fyrir
þörfum safnaðanna. Ríkisvaldið
hefur veitt hækkanir á undan-
förnum árum, en þó ekki eins
miklar og söfnuðurnir óskuðu eft-
Traust á
Rumorstjórn
Rómaborg 28. júnf NTB.
SAMSTEYPUSTJÓRN Mariano
Rumors fékk í dag traust þingsins
er samþykkt var með um eitt
hundrað atkvæða meirihluta
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
víðtækar sparnaðaraðgerðir, sem
eiga að koma efnahag landsins á
traustan grundvöll. Er ætlunin að
spara um 400 milljarða króna á
næsta ári og ríkisstjórnin hefur
gefið í skyn, að tekjuskattur verði
hækkaður og hækkaðir verði
skattar á lúxusvarningi.
I maímánuði reyndi stjórnin að
koma efnahagsráðstöfunum sfn-
um fram, en tókst ekki. Baðst þá
Rumor lausnar, en Leone Italfu-
forseti neitaði að taka lausnar-
beiðnina til greina.