Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974 29 IÞROTTAFRETTIR MORGUNBIAflSINS Iþróttafréttir eru einnig á bls. 42 En eftir þessa hressilegu byrj- un var leikurinn heldur daufleg- ur. Ónákvæm spörk voru allsráð- andi, og aðeins sárasjaldan voru mörkin í hættu. Víkingar voru greinilega ákveðnari en Vals- menn og fljótari á knöttinn, en skipulagi í leik þeirra var ekki fyrir að fara — yfirleitt höfnuðu sendingar þeirra hjá Valsmönn- um. Mjög lítið var gert til þess að dreifa spilinu og allt gekk upp vallarmiðjuna hjá báðum liðum, þar sem varnarmenn voru jafnan í þéttum hnapp. A 40. mínútu virtist ekki geta farið öðru vfsi en Víkingar skor- uðu. Knötturinn kom fyrir mark- ið, þar sem Valsvörnin var algjör- lega úti að aka, þeir Kári Kaaber og Jóhannes Bárðarsson voru báð- ir í dauðafæri og áttu að hafa nógan tíma. En Kári var of fljótur á sér og skallaði knöttinn beint í fangið á Sigurði Haraldssyni Valsmarkverði. Á næstu mínútu skoruðu svo Valsmenn fyrra mark sitt. Knött- urinn hafði þvælzt upp að víta- teigi Víkings þar sem Alexander náði til hans og renndi honum framhjá varnarmanni Vfkings og Diðrik markverði, sem hlaupið hafði úr markinu. Var þetta frem- ur ódýrt mark. I seinni hálfleik var þófið jafn- vel ennþá meira en í fyrri hálf- leik. Til undantekninga heyrði ef knötturinn gekk oftar en tvisvar á milli samherja og sem fyrr var vallarmiðjan vettvangur slagsins. Á 15. mínútu hálfleiksins greiddist þó einu sinni örlítið úr þvögunni. Kári Kaaber átti þá sendingu fyrir Valsmarkið frá vinstri, Jón Gíslason hafði verið of seinn í stöðu sína, þannig að Jó- hannes Bárðarsson var óvaldaður og tókst honum að kasta sér fram og skafla knöttinn f markið hjá Val. Þetta var laglega gert hjá Jóhannesi, en Valsvörnin hefði átt að geta komið í veg fyrir mark- ið með svolftið meiri hreyfingu. Flestir vallargestir höfðu sætt sig við eitt jafnteflið enn, þar sem tfminn var búinn samkvæmt vallarklukkunni, en svo gerðist það mjög svo óvænt, að Ingi Björn Diðrik Ólafsson gripur knöttinn af höfði Alex- anders, en hann skoraði fyrra mark Valsmanna. AFSLATTARFERÐIR A SKAGANN — GUÐNI MEÐ ÍBK GEGN ÍBV fyrir mikla hreyfingu sumra leik- mannanna voru þeir alltaf ofan í andstæðingum sfnum. Víkingslió- ið er skipað svo góðum leikmönn- um, að það ætti hiklaust að geta ógnað meira í sóknarleik sínum með því að reyna að dreifa meira spilinu og fá andstæðingana frá markinu. Sömu höfuðgallar voru á Vals- liðinu í þessum leik og að undan- förnu. Einstakir leikmenn þess eru alltof staðir og virðast stund- um áhugalitlir. Það voru helzt „útlendingarnir" í liðinu: Dýri Guðmundsson og Þór Hreiðars- son, sem börðust vel í leiknum ásamt með Sigurði Haraldssyni markverði, sem sýndi skemmtileg tilþrif þá sjaldan hann þurfti á því að halda. Nýliðinn Atli Eðvaldsson gerði marga hluti lag- lega, en greinilegt er, að hann skortir líkamsburði til þess að geta staðið sig sem skyldi í hinum harða slag sem 1. deildar keppnin býður nú upp á. 1 STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 27. júnf. íslandsmótið 1. deild: Urslit: Valur — Vfkingur 2:1 (1:0), TVEIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmótsins f knattspyrnu f dag. Keflvík- ingar leika í Vestmanna- eyjum gegn ÍBV og á Skaganum leika heima- menn gegn KR-ljónunum. 1 2. deild fara fram 2 Ieikir og f þeirri þriðju verða 10 leikir í dag. Guðni Kjartansson verður að nýju með félögum sfnum í ÍBK-lið inu í dag og þarf ekki að efast um, að endurkoma fyrirliðans mun verka eins og vítamínssprauta á ÍBK-liðið. Guðni hefur átt við að stríða meiðsli á handlegg og ekk- ert leikið í Islandsmótinu. Síðast- liðinn hálfan mánuð hefur hann æft af krafti og er að sögn kominn í ágæta æfingu. Félagi Guðna, Einar Gunnarsson, er hins vegar enn á sjúkralista og verður þar að likindum mestan hluta sumars- ins. Einar liggur nú á sjúkrahúsi og er að jafna sig eftir uppskurð, en brjósk var fjarlægt úr hné. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni leikur Gfsli Torfason ekki með IBK-Iiðinu f dag. Eigi að síður var hugur í Keflvíkingum, er við ræddum við þá í gær og þeir ætluðu sér stóra hluti í Eyjutn í dag. Síðast þegar Keflvíkingar léku í Vestmannaeyjum töpuðu þeir 1:6, árið 1972. Hæpið er, að sömu tölur verði uppi á teningnum f dag, þó svo að Vestmannaeyingar muni leggja höfuðáherzluna á sóknar- leikinn. Árangur Vestmanna- eyinga á heimavelli er ekki sér- lega góður í ár, þeir hafa hlotið þar 3 stig af 6 mögulegum, en með sigri í dag myndu þeir bæta um betur. Ekki er vitað um neinar breytingar á liði ÍBV frá því í síðustu leikjum, en þó má reikna með því, að Kristján Sigurgeirs- son og Snorri Rútsson standi orðið nálægt liðinu. Þeir hófu báðir æfingar seint, þar sem þeir voru í skólum á fastalandinu, en voru báðir fastamenn f liðinu í fyrra. Á Akranesi mætast í dag klukkan 16, lið ÍA og KR — þau tvö lið, sem efst er f 1. deildinni um þessar mundir. Skagamenn ættu að standa betur að vígi, þar sem þeir leika á heimavelli og sigri þeir í dag hafa þeir örygga forystu í 1. deild að fyrri umferð- inni lokinni. Akraborgin nýja verður í ferðum fyrir knatt- spyrnumenn f dag í sambandi við leikinn og verða veitt sérstök af- sláttarfargjöld fyrir þá, sem fara upp á Skaga til að sjá leikinn. Teitur Þórðarson leikur ekki með Skagamönnum í dag vegna meiðsla, sem hann hlaut í leikn- um við Víking. Eins og það er slæmt fyrir Skagamenn að missa þennan hættulega leikmann, þakka KR-ingar örugglega að sama skapi fyrir að Teitur skuli verða fjarverandi. I 2. deild leika í Kópavogi f dag klukkan 16, Breiðablik og Völs- ungur og á Isafirði mætast klukkan 15 IBÍ og FH. Ættu toppliðin FH og UBK að vera örugg með sigur í þessum leikj- um. í 3. deild fara eftirtaldir leikir fram: Varmárvöllur kl. 16: Afturelding — Vfðir Sandgerði kl. 16: Reynir — Þór Háskólavöllur kl. 14: ÍR — Grótta Grindavík kl. 16: Grindavfk — Stjarnan Árbæjarvöllur kl. 14: Fylkir — Leiknir Þingeyri kl. 16: HVÍ — Bolungarvík Seyðisf jörður kl. 16: Huginn — Einherji Eskifjörður kl. 16: Austri — Höttur Fáskrúðsfjörður kl. 16: Leiknir — Sindri Reyðarfjörður kl. 16: Valur — Þróttur. Bezt fyrir alla aðila, að ég dragi mig í hlé segir Gísli Torfason, sem ekki leikur með IBK á nœstunni — ÞAÐ þýðir ekkert að vera f þessu hafi maður ekki áhuga á fþróttinni, sagði Gfsli Torfason, einn af snjöllustu leikmönnum lsiandsmeistara tBK, er við ræddum við hann f gær. Gfsli hefur ákveðið að draga sig f hlé frá knattspyrnuiðkunum um sinn að minnsta kosti og ástæð- an er áhugaleysi að þvf er hann segir sjálfur. — Það má engin halda, að ég sé óánægður með þjálfarann, félaga mfna f liðinu eða knatt spyrnuforystuna hér f Kefla- vfk, sagði Gfsli. Það er alls eng- in óána'gja á ferðinni. Ástæð- an fyrir þvf að ég dreg mig f hlé er einfaldlega sú, að ég er orðinn þreyttur og leiður og hef ekki gaman af knattspyrnunni lengur. Mig langar ekki lengur á æfingar og þegar ég mæti geri ég það af skyidu. Þegar málum er svo komið tel ég betra fyrir alla aðila, að ég hætti, þvf að áhugaleysí eins leikmanns get- ur komið niður á öllu liðinu. Ekki er loku fyrir það skotið, að áhuginn vakni aftur og um leið og mig fer að langa mæti ég fyrstur manna á æfingar, sagði Gfsli að lokum. Fyrsti sigur Valsmanna MARK, SEM Ingi Björn Alberts- son skoraði eftir að venjulegum leiktfma var lokið, færði Vals- mönnum fyrsta sigurinn f 1. deildar keppni Islandsmótsins f knattspyrnu í sumar. Vfkingar voru sigraðir og f annað skiptið á tiltölulega skömmum tfma henti það þá að vera skárri aðilinn á vellinum, en tapa samt. Leikur- inn f fyrrakvöld var heldur slakur og þófkenndur. Einkenni hans var þóf á vallarmiðjunni og send- ingar milli mótherja. Fjárakorn- ið: Við þurfum ekki útlendinga til að kenna okkur þetta. Fyrstu þrjár mfnútur leiksins gáfu fyrirheit um skemmtilegan leik, en þá komust bæði mörkin 1 mikla hættu, sérstaklega þó mark Víkinga, er Atli Eðvaldsson, sem greinilega er mikið knattspyrnu- mannsefni, gaf vel fyrir til Inga Björns, sem skallaði að markinu. Náði Diðrik með naumindum að verja f horn og upp úr horninu, sem Atli tók, var enn mikil hætta við Víkingsmarkið. Albertsson fékk stungusendingu inn fyrir Víkingsvörnina og aldrei þessu vant spretti hann vel úr spori, tók-st að losa sig við varnarmennina, sem veittu hon- um eftitför, og skora framhjá Dið- rik, sem hlaupið hafði út úr mark- inu. Þar með var fyrsti Valssigur- inn í mótinu í sumar í höfn. Sem fyrr greinir voru Víkingar allan tímann betri aðilinn í leikn- um — ákveðnari og fljótari, en þessa eiginleika sfna tókst þeim illa að nýta, hvorki til þess að skora mörk né skapa sér tækifæri. Liðið leikur alltof þröngt og þrátt Texti: Steinar J. Lúðvfksson. Myndir: Ragnar Axelsson. Mörk Vals: Alexander Jóhannes- son á 43. mín. og Ingi Björn Albertsson á 91. mfn. Mark Vfkings: Jóhannes Bárðar- son á 60. mfnútu. Áminning: Óskari Tómassyni, Víkingi, var sýnt gula spjaldið. Ahorfendur: 1046. Dómari: Guðmundur Guðmunds- son og dæmdi hann sæmilega. LIÐ VALS: Sigurður Haraldsson 2, Jón Gfslason 1, Grfmur Sæmundsen 2, Þór Hreiðarsson 3, Dýri Guðmundsson 3, Jóhannes Eðvaldsson 2, Atli Eðvaldsson 2, Hörður Hilmarsson 2, Kristinn Björnsson 2, Ingi Björn Albertsson 1, Alexander Jóhannesson 1. LIÐ VlKINGS: Diðrik Ólafsson 1, Eirfkur Þorsteinsson 2, Magnús Þorvaldsson 2, Jón Ólafsson 2, Þórhallur Jónasson 2, Jóhannes Bárðarson 2, Gunnar örn Kristjánsson 2, Kári Kaaber 1, Páll Björgvinsson 3, Óskar Tómasson 1, Bjarni Gunnarsson 1, Gunnlaugur Kristfinnsson (varamaður) 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.