Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 Enn eitt ríkisfvrirtæki í fi árhagserfiðleikum: Rafmagnsveitur ins tapa millión ríkis- á dag í sólskininu undanfarió hefur verið margt um manninn f sundlaugun- um. Hér sjáum vid tvo unga unn- endur sundíþróttarinnar busla í vatninu. (Ljósm. ÓI.K.M.) ' » rk '-i»'3C 1 ■’ > ^ | g§^ Loðnusióð- ur tómur: Stöðvast olíu- sala til bátaflotans? Samkvæmt upplýsing- um, sem Morgunblaðið hef- ur aflað sér, eiga Raf- magnsveitur ríkisins nú við mikla fjárhagserfið- leika að etja eins og fjöl- mörg önnur ríkisfyrirtæki undir vinstri stjórn. Talið er, að rekstrarhalli Raf- magnsveitnanna sé um það bil ein milljón króna á degi hverjum. Skuldir Raf- magnsveitna ríkisins við Landsvirkjun nema um 115 milljónum króna. Meginhluti þeirrar skuldar hefur safnazt saman á 89 hvalir veiddir t GÆR voru komnir á land 89 hvalir I hvalstöðinni í Hvalfirði. Mest hefur veiðzt af langreyði eða 59 talsins, 28 búrhvalir og 2 sand- reyðar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðzt 76 hvalir eða nokkru minna en nú. Góð veiði hefur verið und- anfarið og horfur á að svo verði áfram. síðastliðnum 12 mánuðum. Rakstrarhalli Rafmagns- veitna ríkisins mun vera um það bil 350 til 400 milljónir króna á ársgrund- velli. í byrjun maímánaðar fengu héraðsrafveitur heimild ríkisstjórnarinnar til þess að hækka raforku- verð um 20,8% og Raf- magnsveitur ríkisins fengu heimild til þess að hækka raforkuverðið um 30%. Þessar hækkanir hafa ekki nægt til þess að ná endum saman. Sést það glöggt á þeirri gífurlegu skuld, sem Rafmagnsveiturnar standa nú í við Landsvirkjun, sem nemur 115 milljónum króna. Rekstrarhalli Rafmagns- veitna ríkisins miðað við Framhald á bls. 43 OLÍUFÉLÖGIN hafa tilkynnt rfkisstjórn og Seðlabanka, að þau áskilja sér rétt til að stöðva af- greiðslu á olfu til bátaflotans fái þau ekki greiðslu úr loðnusjóði fyrir 1. júlf. Ástæðan er sú, að Seðlabankinn tilkynnti þeim sl. mánudag, að þau mundu ekki fá greiddar 85 milljónir króna úr loðnusjóði, sem er mismunur á almennu útsöluverði gasolfu og niðurgreiddu verði á olfu til báta- flotans, þar sem engir peningar væru til f sjóðnum. Eins og menn muna var ákveðið um sl. áramót að greiða niður olíu til bátaflotans og nota til þess ákveðinn hluta af útflutnings- verðmæti loðnuaflans, sem leggjast skyldi í sérstakan sjóð f því skyni. Sett var reglugerð um þetta efni og samkvæmt henni átti Seðlabankinn að greiða olíu- félögunum mismuninn á almennu útsöluverði olíu og því verði, sem bátaflotinn hefur fengið olfu keypta á. Þessi mismunur naoi fyrir 'maí- mánuð 85 millj. kr. sem fyrr segir, en er Seðlabankinn hafði til- kynnt, að engir peningar væru til Framhald á hls. 43 NÝTT VERÐFALL Á L0ÐNUMJÖLI Atkvæði greitt Alþýðuflokknum — atkvæði greitt nýrri vinstri stjórn? I FORYSTUGREIN Mbl. f fyrradag var sú fyrirspurn bor- in fram til forystumanna Al- þýðuflokksins, hvort þeir væru reiðubúnir að lýsa því yfir fyrir kosningar, að þeir mundu ekki taka þátt f myndun vinstri stjórnar að kosningum loknum. Þessari fyrirspurn hefur ekki verið svarað og segir það sfna sögu um þá staðreynd, að svo virðist sem umtalsverður hljómgrunnur sé fyrir þvf inn- an Alþýðuflokksins að taka þátt f myndun nýrrar vinstri st jórnar að kosningum loknum. Frambjóðandi Alþýðuflokks- ins á Austurlandi hefur lýst því ótvfrætt yfir, að það sé afstaða sín, að Alþýðuflokkurinn eigi að taka þátt í myndun vinstri stjórnar að kosningum loknum. Pétur Pétursson, frambjóðandi Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra, hefur lýst því yfir, að Alþýðuflokkurinn væri tilbúinn til þátttöku f vinstri stjórn, en hann hefur að vfsu ekki útilokað aðra möguleika. I sjónvarpskynningu fyrir nokkru fjallaði Benedikt Gröndal, varaformaður Alþýðu- flokksins, um hugsanlega stjórnarmyndun. Eini mögu- leikinn, sem hann útilokaði, var sá, að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks að kosningum loknum. Aðra möguleika, þar á meðal myndun vinstri stjórnar með þátttöku Alþýðuflokksins, úti- lokaði hann ekki. Þessi afstaða þriggja fram- bjóðenda Alþýðuflokksins, þar af tveggja, sem möguleika hafa á þingmennsku, sýnir, að innan Alþýðuflokksins er nú sterk til- hneiging til þess að taka þátt í vinstri stjórn. En að auki er eftirtektarvert, að Alþýðu- flokkurinn hefur mjög víða hallazt á þá sveifina eftir sveit- arstjórnarkosningarnar að taka þátt í myndun vinstri meiri- hluta f bæjarstjórnum víðs veg- ar um landið. 1 þvf sambandi má nefna þátttöku Alþýðu- flokksins í vinstra samstarfi á Akureyri, í Vestmannaeyjum, á Sauðárkróki og nú síðast í Grindavík. Allt sýnir þetta vaxandi til- hneigingu Alþýðuflokksins til vinstra samstarfs. Þetta eru staðreyndir, sem þeir kjós- endur, sem kunna að hafa í huga að veita Alþýðuflokknum fylgi sitt, þurfa að gera sér grein fyrir. Svo kann að vera, að atkvæði greitt Alþýðu- flokknum á kjördag sé atkvæði greitt nýrri vinstri stjórn. Mbl. hefur fregnað, að norska einkasalan á fiskimjöli, Norsild- mel, hafi 25. júnf sl. selt 20.000 tonn af loðnumjöli til Bretlands á 1,70 sterlingspund fyrir eggja- hvftueininguna f tonni og á af- hending á þessu magni að fara fram f sumar og haust. Þetta verð svarar til um fjögurra Banda- rfkjadala fyrir eggjahvftueining- una f tonni, en eins og Mbl. hefur áður skýrt frá, hafa Danir að und- anförnu selt sfldarmjöl á 4,20 Bandarfkjadali eggjahvftuein- ingu. Hér er um að ræða 60% verðfall frá því í desember 1973 og miðað við 68 eggjahvítueiningar í tonni hefur brúttóverð fallið úr um 680 Bandaríkjadölum í 272 dali hvert tonn. Nú eru til í landinu um 20.000 tonn af loðnumjöli, sem óseld eru frá síðustu vertíð og nemur verðfallið á núverandi gengi um 772 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.