Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974 43 — Atvinna fyrir alla Framhald af bls. 2 tveggja ára tímabili af 12 ára valdasetu Viðreisnarstjórnarinnar, sem um nokkurt atvinnuleysi var að ræða vegna þeirra sérstöku aðstæðna, að þjóðin missti 50% af útflutningstekjunum á 2 árum. Það er þess vegna hrein fjarstæða að tala um það, að menn kjósi yfir sig atvinnuleysi, ef vinstri stjórnin verði felld og áhrif sjálfstæðismanna verði aukin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf kappkostað að tryggja atvinnu fyrir alla, að borga launþegum það kaup, sem atvinnuvegirnir frekast þola, að auka kaupmátt launa með þvi að hafa jafnvægi i þjóðarbúskapnum og sem stöðugast verðlag." Skemmtiefni í kosningas j ónvarpinu HJÖÐVARP og sjónvarp munu að vanda hafa sérstakan viðbúnað við talningu atkvæða f þessum kosningum. Verður fylgzt með talningunni f öllum kjördæmum landsins og tölur birtar jafnóðum og þær berast. Báðir fjölmiðlarn- ir verða með tölvu sér til aðstoð- ar, sem spá mun um úrslit kosn- inganna eftir þvf sem tölur ber- ast. Tengdir hafa verið beinir sfmar á þá staði, þar sem talið verður, til að fréttir af talning- unni geti borizt sem skjótast. 1 hljóðvarpinu verður útvarpað tölum með svipuðum hætti og venja er til, en vonazt til, að tölur geti nú borizt örar en t.d. við sveitarstjórnakosningarnar í maí, enda er nú talið á færri stöðum. Á milli kosningatalna verða leikin létt lög. Útvarpið verður þar til öll úrslit liggja fyrir. Kosningasjónvarpið hefst kl. 11, eða þegar kjörstöðum hefur verið lokað, og verður sjónvarpað fram eftir nóttu a.m.k. til kl. 4. Dagskráin verður nokkuð einföld- uð frá þvf sem var 30. maí, t.d. verða nú ekki sýndir þættir frá hinum ýmsu byggðarlögum, þar sem kosið er. Milli kl. 11 og 12 koma nokkrir þekktir borgarar úr öllum fokkum í sjónvarpssal til að ræða málin og spá um horfur, en gert er ráð fyrir , að efstu menn á listum fimm stóru flokkanna í Reykjavík komi í sjónvarpið, þeg- ar línur eru teknar að skýrast, — Nixon Framhald af bls. 1 vísindastöðvarinnar Svosdni Gorodok, þar sem bandarískir og sovézkir geimfarar eru við æf- ingar. Ákveðið hefur verið að hætta við þessa ferð til að þeir Brezhnev geti einbeitt sér að þeim málum, sem á dagskrá fundarins eru. Flogið hefur fyrir, að Sovét- menn ætli að skjóta mönnuðu geimfari á loft, meðan Nixon dvelst þar f landi, en það hefur ekki verið staðfest. BREZHNEVGAGNRYNDI STRIÐSÆSINGAMENN I ræðu, sem Brezhnev hélt á fimmtudagskvöldið gagnrýndi hann allharkalega ýmsa banda- ríska stjórnmálamenn, sem hann sagði, að virtust vilja hverfa aftur til kalda stríðs tímaskeiðsins og ynnu gegn þvf, að dregið yrði úr spennu í heiminum. Að loknum fundi þeirra í fyrra- málið munu þeir síðan fara flug- leiðis til sumarbústaðs Brezhnevs á Krímskaga og verða þar yfir helgina, ásamt nánustu aðstoðar- mönnum sínum. VIÐRÆÐUM MIÐAR VEL öllum þeim fréttamönnum, sem fylgjast með heimsókn Nixons, ber saman um, að allt virðist þar í góðu gengi, gott vinfengi hafi ber- sýnilega tekizt með þeim Brezhn- ev og Bandaríkjaforseta sfðustu árin og Nixon sé mjög ánægður með þær móttökur, sem hann hefur fengið. Blaðamaður nokkur spurði Brezhnev hvaða mál yrðu efst á baugi í viðræðunum. Brezhnev hló við, breiddi út handleggina og sagði: „Svona langan lista erum við með...“ Búizt er við, að á morgun verði mjög á dagskrá viðskiptamál landanna, en það telja Sovétmenn mikið hagsmunamál, þá verður sennilega gengið frá fleiri samn- ingum. e.t.v. kl. 2—2.30, og segi álit sitt á þeim úrslitum, sem þá liggja fyrir. A milli kosningatalna og þessa spjalls verður sýnt „niður- soðið skemmtiefni", sem unnið hefur verið upp úr ýmsum göml- um skemmtiþáttum. Brugðið verður upp tölvuspá fyrir landið allt jafnharðan og tölur berast og hefur Helgi Sigvaldason verk- fræðingur unnið að því undanfar- ið að mata tölvuna á ýmsum upp- lýsingum. Stjórnandi kosninga- sjónvarpsins er Rúnar Gunnars- son. Eins og Mbl. skýrði frá í gær hefst talning í kjördæmunum ekki alls staðar á sama tíma. I Reykjavfk hefst talningin kl. 19, en víðast hvar annars staðar ekki fyrr en kjörfundi er lokið. Uti á landi veltur mikið á því, hvort flugveður verður, hvenær hægt er að byrja að telja. 1 Austur- lands- og Vestfjarðakjördæmi get- ur dregizt fram undir morgun að talning hefjist ef aka verður með alla atkvæðakassa til Seyðisfjarð- ar og tsafjarðar og einhverjar taf- ir geta orðið af sömu orsökum á Norðurlandi. Ef allt gengur eins og bezt verður á kosiðmá gera ráð fyrir, að úrslit í öllum kjördæm- um liggi fyrir í morgunsárið á mánudag. • • Oldungakeppnin verður síðar I Vísi var á fimmtudaginn birt frétt um opið golfmót ofan í annað opið mót, en þar er um ranghermi að ræða. Þau mistök urðu hjá nefnd þeirri á vegum Golfsambands íslands, sem rað- ar niður opnum mótum, að þar féll niður að gera ráð fyrir Toyotakeppninni, sem aðeins öldungar hafa rétt til að taka þátt í og haldin hefur verið á Hvaleyri um tveggja ára skeið. Nú um helgina fer fram opin keppni I Grafarholti, hin árlega Coca-Cola keppni, og stendur alls ekki til að halda öldunga- keppnina á sama tfma, enda þótt Keilir óskaði eftir því að sínum tíma við nefndina að fá að halda hana um þetta leyti. En þar sem svona hrapallega vildi til, að Toyotakeppnin féll niður á skrá Golfsambandsins, verður henni að sjálfsögðu frestað fram eftir sumrinu og henni fundinn hentugur tfmi, sem ekki stangast á við önnur mót. — Rafmagns- veitur Framhald af bls. 44 ársgrundvöll er um 350 til 400 milljónir. Þannig, að hallinn er um það bil ein milljón króna á hverjum degi. Stefna Magnúsar Kjart- anssonar í orkuöflunar- málum hefur leitt til óhag- kvæmrar fjármagnsnýt- ingar. Þannig var til að mynda varið 150 til 200 milljónum króna til þess að tengja saman orkuskort í Skagafirði og Eyjafirði með því að leggja línu þar á milli áður en rafmagnið erfyrir hendi. Frumvarp Jóns Árnasonar: Tryggingastofnunin greiði rannsóknir sérfræðinga TílM A rnocnn f 1 ntti ó n’Anpt n A 1 lnnro rormcnlrn o n rr o AnnrAo h i ó JÓN Árnason flutti á síðasta Al- þingi ásamt Steinþóri Gestssyni frumvarp til laga um breytingar á almannatryggingarlögum. Frum- varpið gerði ráð fyrir þremur meginbreytingum: I fyrsta lagi var lagt til, að fólk fengi greiddan að fullu kostnað við nauðsynlegar rannsóknir svo sem röntgen- myndir og aðgerðir hjá sérfræð- ingum á sama hátt og þeir, sem njóta sömu þjónustu á sjúkrahús- um. Lagt var til, að nauðsynleg lyf elli- og örorkulffeyrisþega yrðu greidd að fullu. Loks var lagt til, að Tryggingastofnunin skyldi greiða elli- og örorkulífeyrisþeg- um, sem dveljast á sjúkrahúsum eða stofnunum, 25% lágmarks- bætur. I greinargerð með frumvarpinu sagði: „Svo sem kunnugt er skortir enn allmikið á, að nægjan- legt sjúkrarými sé fyrir hendi f landinu. Af því leiðir, að fjöldi sjúklinga, sem þarfnast nauðsyn- legra rannsókna og aðgerða hjá sérfræðingum, eiga þess ekki kost að njóta sjúkrahúsvistar og verða því að ganga á milli þeirra sér- fræðinga og sjúkrahúsa, sem hafa nauðsynleg rannsóknartæki til hvers konar sjúkdómsgreininga. Samkvæmt gildandi lögum fær sá sjúklingur, sem lagður er inn á sjúkrahús, alla þjónustu, sem sjúkrahúsið veitir án endurgjalds auk fæðiskostnaðar. Dvelji sjúkl ingur hins vegar ekki á sjúkra húsi, verður hann að greiða viss an hluta rannsóknar- og lyfja kostnaðar. Hér er því um misrétt að ræða, sem þarf að leiðrétta Frá sjónarmiði þjóðfélagsins má líta á þá staðreynd, að sjúklingar, sem ekki njóta sjúkrahúsvistar spara veruleg fjárútlát hins opin bera, þegar það er haft f huga, að dagvistunarkostnaður t.d. á Land- spítalanum og Borgarspítalanum mun nú vera kominn nokkuð yfir sex þúsund krónur á dag.“ Jón Arnason Verðlaunasögur eftir V estur-Islending Lýst eftir ljósmyndavél ÁHUGASAMUR ljósmyndari kom að máli við Morgunblaðið og bað það að lýsa eftir Minolta Alf. myndavél f svartri tösku, sem tek- in var úr bíl hans við Lyngbrekku 8 á föstudag fyrir viku. Mestan áhuga hefur þó maðurinn á að fá filmuna, sem var í vélinni, til baka, þar sem hún hefur að geyma myndir, er ekki verða aft- ur teknar en manninum er annt — Lánasjóður Framhald af bls.44 f sjóðnum til að greiða þennan mismun, tóku olíufélögin ofan- greinda ákvörðun og hafa til- kynnt hana rfkisstjórn og Seðla- banka. Kann því svo að fara, að bátaflotinn stöðvist fljótlega eftir helgi af þessum sökum. — Lagarfljóts- virkjun Framhald af bls. 2 unum, Noregi og Svíþjóð. Hag- kvæmustu tilboð þessara aðila voru um það bil 10 milljónum króna hærri en tilboð Tékka, en tilboð þeirra hljóðaði upp á 84,7 milljónir króna. Lætur nærri, að það sé um 115 milljónir króna á núverandi gengi. Tilboð Tékka var miðað við, að afgreiðslutíminn yrði 31 mán- uður. Tilboð vestrænu fyrirtækj- anna miðuðu hins vegar við 15 til 18 mánaða afgreiðslutíma. Eftir að tilboðin voru ópnuð, var Tékkum veitt heimild til þess að breyta tilboði sínu. Buðust þeir þá til þess að stytta afgreiðslutim- ann úr 31 mánuði í 26. Nú er hins vegar komið á daginn, að þessi styttri afgreiðslutími stenzt ekki. Framkvæmdum verður fyrst lokið um næstu áramót. Ef tilboðum vestrænu verktaka- fyrirtækjanna hefði verið tekið, hefði mátt taka virkjunina í notk- un 12 mánuðum fyrr en raun verður á. Kostnaður við að fram- leiða raforku með díeselstöðvum á þessu timabili nemur um 90 milljónum króna miðað við núver- andi verðlag. Tilboð Tékka var því sem næst 115 milljónir króna miðað við núverandi gengi. Sam- anlagt er hér um að ræða 205 milljónir króna. Tilboð vestrænna verktakafyrirtækja námu 130 milljónum króna, reiknað á nú- verandi gengi, og verkinu hefði verið lokið um síðustu áramót. Mismunurinn er þvf 75 milljónir króna. Til viðbótar verður síðan að taka tillit til 44% verðbólgu á þessu ári. Þannig að mismunur- inn er a.m.k. 100 milljónir kröna. RITHÖFUNDURINN W. D. Valgarðson, sem er Vesturíslend- ingur, hefur vakið mikla athygli vestan hafs fyrir stuttar skáldsög- ur, sem hann hefur skrifað. Hann er fæddur í Winnipeg í Kanada 1939 og ólst upp á Gimli. Eftir að bók hans „Bloodflowers" kom út, var hann skipaður prófessor f skapandi bókmenntum við Victoriu háskóla f British Columbíu. Smásögur Valgarðsons hafa hlotið mjög góðar viðtökur. Titil- saga bókarinnar „Bloodflowers" var valin besta smásaga, sem skrifuð var í Kanada á árinu 1971 og hlaut þá verðlaunin, sem nefnd eru President’s Medal. HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar lagði á sfðasta ári fram rúmar 12 milljónir króna til aðstoðar Vest- manneyingum, að þvf er fram kemur í skýrslu stofnunarinnar, sem lögð var fyrir prestastefnuna nýlega. Var þetta hæsta framlag, sem stofnunin veitti til einnar söfnunar, en alls voru lagðar fram um 14 milljónir til safnana innan- lands, en tæpar tvær milljónir til hjálpar erlendis, þar af 810 þús- und til Eþíópíusöfnunar. Til heimsóknar írsku barnanna í fyrra var varið 560 þúsund krón- um en til söfnunar í Managua 495 þúsundum. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur nú starfað í fjögur og hálft ár. I skýrslu sinni til Prestastefnunnar segir Páll Bragi Kristjónsson, sem nú lætur af störfum sem fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, m.a.: „Ekki er vafi á því, að starf- semin hefur fyllilega sannað rétt- mæti sitt og uppfyllt, a.m.k. að nokkru, þær vonir, sem við hana boru bundnar. Þýðingarmest að svo komnu máli er, að fólk sýnir stofnuninni traust og felur henni til ráðstöfunar fé, sem gefið er af frjálsum vilja, glöðu hjarta og kristilegum kærleik. Hitt er svo jafnvíst, að mikið starf er fram- undan við skipulag á starfshátt- um stofnunarinnar. Setja þarf starfinu fastara form og skorður." Við starfi Páls Braga hjá Sagan var einnig valin „bezta smásagan í Bandaríkjunum 1971“, sem táknar, að hún var talin ein af 20 beztu smásögunum, sem skrifaðar voru í Norður- Ameríku á árinu, sem hún kom fyrst út. Önnur saga, „Dominion Day“, var skráð í heiðurssæti á lista yfir „beztu bandarísku smásögurnar 1972“ og einnig tekin sama ár i úrvalið „Sögur frá Vestur- Kanada". Og sagan „The Job“ var lesin í Úrvali i CBC útvarpinu. CBC hefur einnig nýlega keypt „Bloodflowers” til kvikmyndunar í sjónvarpi. Allar smásögurnar eftir W. D. Valgarðson hafa, utan tvær, verið fyrst birtar í háskólatimaritum. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur nú tekið Ingi Karl Jóhannesson. Bandarískur land- búnaðarsérfræðingur ræðir við áhugafólk HÉR á landi er nú staddur dr. Roos B. Talbott, bandarískur sér- fræðingur um landbúnaðarmál og verður hann hér fram til 2. júlí nk. á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna. I stað þess að halda formlegan fyrirlestur á veg- um stofnunarinnar mun hann ræða við áhugafólk um landbún- aðarmál, sem vill hitta hann milli kl. 15.30 og 17.30 á mánudag. Tal- bott er prófessor I stjórnmála- fræðum og deildarforseti þeirrar deildar við ríkisháskólann i Iowa. — Hafréttar- ráðstefnan Framhald af bls. 1 þeirri mynd, sem komi til greina, þegar samið verði við þær tvær þjóðir, Norðmenn og íslendinga, sem veiði mest í Norðaustur- atlantshafi og á Norðursjó. Sú spurning kynni að vakna hvort Bretar velji þá leið að hafna al- gerlega fiskveiðistefnu Efnahags- bandalags Evrópu. Tæpar 16 milljónir til hjálparstarfs Nýr framkvæmdastjóri hjá Hjálparstofnun kirkjunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.