Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974 23 Betri hafnaraðstaða er okkar stærsta áhugamál A HEIMILI Margrétar Pálsdóttur f Sandgerði beið mikið og fagurt lið blaðamanns Mbl. Þangað voru komnir helztu forvfgismenn Sjálfstæðisflokksins á staðnum, og veittu góðfúslega þær upplýs- ingar, sem blaðamaðurinn óskaði eftir. Þetta voru þau Jón Júlfus- son, Björgvin Pálsson, Rósa Jóns- dóttir, Kári Sæbjörnsson, Óskar Staldrað við í Sandgerði Höfnin f Sandgerði. Guðjónsson, Sigurður Jóhanns- son og svo að sjálfsögðu húsmóð- irin, Margrét Pálsdóttir. Fyrst voru þau spurð um það hve margir fbúar væru f Sandgerði. „Hér í Sandgerði eru íbúar um 1100. Þeim hefur heldur fjölgað upp á síðkastið. Nýlega var út- hlutað 50 lóðum, og er byrjað að byggja á sumum þeirra. Þá voru reist hér 10 Viðlagasjóðshús á sín- um tíma, og eru 8 þeirra seld. Hér hefur verið tilfinnanlegur skort- ur á íbúðarhúsnæði. Þá má einnig geta þess, að hafin er bygging nýs verzlunarhúss, svo og bygging björgunar- og slökkvistöðvar“. 'lZSr-' — Nú er Sandgerði mikill út- gerðarbær? „Já, hér er sjávarútvegurinn undirstaðan. Á vetrarvertíð róa héðan um 40 bátar, og enn fleiri leggja hér upp afla. Fjögur frysti- hús eru á staðnum, Miðnes hf., Rafn hf., Atli hf. og Jón Erlings- son hf. Þá eru væntanlegir hingað tveir skuttogarar, en þeir koma báðir um næstu áramót. Því er orðin mikil nauðsyn á hafnarbót- um hér.“ — Hvernig er ástandið í hafnar- málum? „Það er vægast sagt slæmt, og brýn nauðsyn orðin á því að gera endurbætur sem allra fyrst. Höfn- in er okkar stærsta mál f dag. Eins og er geta bátar ekki verið hér í vondum veðrum, þá verða þeir að leita annað. Þá hefur það komið fyrir, að þeir hafi lokazt inni í höfninni í aftakaveðrum, innsiglingin hefur orðið öfær. I fyrra sukku hér bátar í höfninni þegar vonda veðrið gerði í september. Það mun kosta hundruð milljóna króna að gera höfnina góða, þ.e. að gera nýja garða og dýpka. Við höfum fengið 40 milljóna fjárveitingu frá Alþingi, en peningarnir hafa ekki enn fengizt, og því eru framkvæmdir ekki hafnar, en fyrst verður ráð- izt í gerð suðurgarðs." — Hvaða framkvæmdir aðrar eru helztar á döfinni? „I því sambandi má t.d. nefna hltaveitumálið, sem er brýnt hagsmunamál fyrir Sandgerð- inga. Samkvæmt áætlun á að koma hingað hitaveita frá Svarts engi 1976, og við vonum að sú áætlun standist. Það verður geysi- legur sparnaður að fá hitaveitu hingað. I fyrra var lögð olíumöl á veg- inn frá Keflavík, og var það mikið framfaraspor. Þá hefur verið lögð olíumöl á götur í bænum, og því verki verður haldið áfram í sumar og olíumöl lögð á nokkrar nýjar götur. Enn vantar olíumöl á veg- inn norðanmegin við plássið, og einnig vantar veg frá Stafnesi yf- ir f Hafnir, en með slfkum vegi fengjum við hringveg. Þá er einn- ig nauðsyniegt að bæta veginn héðan út á Stafnes, en það er einhver hættulegasti staður, sem íslenzkur sjómaður getur lent í f strandi, og því mikið i húfi að hafa góðan veg þangað. Þá má nefna, að i sumar verður unnið að endurbótum á íþrótta- vellinum hér, sem blöð hafa kall- að sandkassann. Þegar er byrjað að mala efni í nýtt slitlag. Ennþá vantar hér aðstöðu, til frjálsra íþrótta. — Hvernig er ástand í skóla- málum? „Hér eru rúmlega 200 börn í skóla, og er aðstaða þeirra engan veginn góð. Til dæmis vantar alveg íþróttahús, sundlaug, skóla- bókasafn og alla aðstöðu til sér- kennslu. Þá vantar einnig félags- lega aðstöðu. Þetta er mál, sem þarfnast skjótrar afgreiðslu.“ Frystihúsin að stöðv- ast á Suðurnesjum Ingvar Jóhannsson er sjötti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, fæddur Reykvfkingur er hefur búið I Njarðvíkunum sl. 19 ár, þar sem hann er fram- kvæmdastjóri fyrir Kefla- víkurverktaka. Afskipti Ingvars af stjórnmálum hófust er hann var kjörinn í hreppsnefnd Njarðvíkur árið 1966, hann var sfðan varamaður þar f hrepps- nefnd frá 1970, en var nú aftur kjörinn í hrepps- nefndina og er oddviti hreppsins. Þá var hann annar varamaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi á árunum 1970—74 og átti sæti á Al- þingi árið 1971. — Hvernig eru horfur f at- vinnumálum Suðurnesja þessa stundina, Ingvar? „Engan veginn góðar og fara versnandi. Frystihúsin sum hver orðið áþreifanlega var við þetta 1 sambandi við málningarvörur. — En svo við snúum okkur að þínum viðskiptum. Hvernig er að reka fyrirtæki sem þetta hér 1 Keflavík? — Reksturinn hefur gengið vel og það hefur verið mikið að gera hérna hjá okkur að undanförnu enda full þörf fyrir þjónustu sem þessa hér í Keflavík. Það eina, sem ef til vill háir okkar rekstri eitthvað, er, að við þekkjum marga viðskiptavinina, sem hing- að koma, þannig að lánsviðskipti eru kannski örlítið meiri en góðu hófi gegnir, en það hefur ekki komið að sök, a.m.k. ekki ennþá. — Hvernig eru Keflvfkingar staddir f húsnæðismálum? — Eftir að Vestmannaeyingar fóru að hverfa heim og viðlaga- sjóðshúsin losnuðu til kaups hefur orðið mikil og góð hreyfing f sambandi við húsnæðismálin. Þá hefur verið hér töluvert um smfði einbýlishúsa eftir að Keflavíkur- bær gerði landakaupin hér norð- vestur af bænum. En í þessu sam- bandi vil ég bæta því við, að nokk- ur byggingarfélög, sem staðið hafa að smiði raðhúsa og fjölbýlis- húsa, hafa, einhverra hluta vegna, ekki fengið þá fyrir- greiðslu hjá lánastofnunum, sem nauðsynleg er, en hér er að sjálf- sögðu um mikið hagsmunamál að ræða, sem ráða þarf bót á. — Hvaða hagsmunamál og framfaramál ber hæst hjá Kefl- víkingum um þessar mundir, að þínum dómi? — Um þessar mundir einblfna bæjarbúar á hitaveitumálið enda er hitaveitan brýnasta hagsmuna- málið fyrir fbúana hér. Þá þarf að gera átak hér í hafnarmálunum og að mínum dómi er mjög aðkall- andi að við Suðurnesjamenn knýjum fram menntaskóla hér suður frá. Það er staðreynd, að við sjáum árlega á eftir miklum fjölda fólks til Reykjavíkur af þessum sökum, bæði foreldrum unglinga á menntaskólaaldri og svo þeim sjálfum. Og það, sem verra er, menntafólkið skilar sér ekki aftur. Hér suðurfrá er t.d. enginn verkfræðingur, enginn viðskiptafræðingur eða arkitekt en það er augljóst að í þessu vax- andi bæjarfélagi þurfum við á fólki að halda með þessa menntun og á fleiri sviðum. En þar sem við erum farnir að tala um hags- munamál vil ég bæta því við, og mér er -engin launung á því, að það, sem við þurfum hér á Suður nesjum er nýtt kjördæmi fyrir okkur, en ég tel, að eins og nú er, séum við afskiptir hvað þing- mennina varðar. Hagsmunir okkar fara ekki saman með hags- munum Hafnfirðinga og byggð- unum þar 1 kring. Ég lít þannig á, að við séum á mörgum sviðum í samkeppni við þá eins og t.d. í skólamálum og hafnarmálum svo að eitthvað sé nefnt. Við þurftum t.a.m. að beita hörðu til að fá iðnskóla hingað, — hann átti að vera f Hafnarfirði og svo rekast hagsmunir okkar á í sambandi við fyrirhugaða sjóefnavinnslu. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum. Kjördæmamálið hefur verið tölu- Hópurinn á tröppunum hjá Margréti. — Nú hefur mér skilizt, að símamálin séu höfuðverkur hér? „Já, sfmamál okkar Sandgerð- inga eru í algjörum ólestri. Við þurfum að sitja við símann klukkustundum saman til að ná sambandi við Reykjavík, og sam- bandið er auk þess oft slæmt þeg- ar það næst á endanum. Það er talað um að þetta stafi af miklu álagi á símanum, en það er hæpið, þvf þess eru dæmi, að það taki menn þrjú kortér að ná sambandi við Reykjavik um miðja nótt. Þá teljum við það mikið óréttlæti að þurfa að borga yfirgjald, jafnvel þótt ekki sé hringt lengra en til Keflavíkur. Þarna sitjum við ekki við sama borð og aðrir.“ — Og að lokum, hvernig leggj- ast kosningarnar f ykkur? „Hér f Sandgerði náði Sjálf- stæðisflokkurinn 100% atkvæða- aukningu f hreppsnefndarkosn- ingunum 26. maí s.l. og því getum við ekki annað en verið bjartsýn á úrslit alþingiskosninganna. Ef við stöndum okkur eins vel í kosning- unum nú, fer að lækka risið á þessum stjórnarherrum. Við sjálf- stæðismenn stefnum að því að koma þremur kjördæmakosnum á þing. En það má einnig geta þess í leiðinni, að við hér á Reykjanesi teljum brýna þörf á að breyta kjördæmaskipuninni, því hún er orðin mjög óréttlát, og bitnar það harðast á okkur.“ Rætt við Ingvar Jóhannsson, sjötta mann á lista Sjálf- stæðisflokksins eru á uppboði, önnur hafa stöðvað rekstur sinn og þau, sem enn eru i gangi, eru rekin með tapi. Og hag- ur bátaútgerðarinnar er það vert rætt manna á meðal hér suðurfrá og þótt það fari ekki hátt enn sem komið er verður það stór- mál áður en langt um líður. Hvað segirðu um viðhorf í stjórnmálum hér á Suðurnesjum, svona rétt fyrir kosningar? — Eins og alþjóð er kunnugt vann Sjálfstæðisflokkurinn mikinn sigur í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum og hvað viðvíkur fylgisaukningunni hér f Keflavík vil ég nefna tvær ástæð- ur: I fyrsta lagi tvfskinningur og ábyrgðarleysi núverandi stjórn- valda í varnarmálum og f öðru lagi fádæma klúður þessara sömu herra í efnahagsmálum. Fólk hefur aldrei haft eins mikið fé milli handa og einmitt nú en um leið hafa menn aldrei verið sér eíns vel meðvitandi að lifað er um efni fram. Þetta sést bezt á því, að fólk gerir almennt grin að niður- greiðslum landbúnaðarvaranna. Hvernig er lfka annað hægt en að hlægja að þessum skrípaleik. slæmur, að fjöldinn allur af bát- um er ekki gerður út. Þjónustu- iðnaðurinn er síðan lamaður vegna greiðslugetuleysis sjávar- útvegsins. Ég get nefnt sem dæmi, að ég var fyrir fáeinum dögum staddur í skipasmíðastöð Njarðvíkur. Þá voru þar 18 bátar uppi í slipp, þar af 9 á söluskrá, 4 dæmdir ónýtir en 5 voru þar af eðlilegum ástæð- um. Þessi fjöldi báta er annars skiljanlegur, þegar haft er í huga, að meðalaldur báta á Suðurnesj- um er um 14 ár en í kjördæmi sjávarútvegsráðherra, Lúðvíks Jósepssonar er hann um 4 ár. I öðrum hlutum landsins mun meðalaldur bátanna vera á bilinu frá 5—7 ár.“ — Hvað veldur þessum háa meðalaldri báta á Suðurnesjum? „Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær, að Suðurnesjabúar sitja ekki við sama borð og aðrir landshlutar í lánamálum og þeim sjóðum, sem Framkvæmda- Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.