Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1974
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Hér í Mbl. hefur því
verið slegið föstu á
undanförnum vikum, að
farsæl framvinda lands-
mála á næstu árum byggist
á því, að Sjálfstæðisflokk-
urinn verði stórefldur f
þingkosningunum, sem
fram fara á morgun og að
ekki verði unnt að mynda
ríkisstjórn án aðildar hans.
En spyrja má: Hver eru
rökin fyrir þessari stað-
hæfingu? Þau eru þessi:
Sjálfstæðisflokkurinn
einn allra flokka hefur
markað hiklausa og ein-
arða stefnu í utanríkis- og
öryggismálum þjóðarinn-
ar. Aðild Sjálfstæðisflokks-
ins að ríkisstjórn tryggir í
fyrsta lagi, að varnir verði
í landinu, í öðru lagi, að
sterkt samband verði milli
Islands og annarra vest-
rænna lýðræðisrfkja
beggja vegna Atlantshafs-
ins, í þriðja lagi, að spornað
verði við sívaxandi þrýst-
ingi af hálfu Sovétríkjanna
og annarra AusturEvrópu-
ríkja og í fjórða lagi, að
rekin verði ábyrg og víðsýn
utanríkisstefna, sem trygg-
ir þessari litlu þjóð frið og
áreitnislaust samstarf við
aðrar þjóðir.
Aðild Sjálfstæðisflokks-
ins að ríkisstjórn eftir
kosningar mundi einnig
hafa í för með sér, að tekið
yrði á efnahagsmálum og
atvinnumálum þjóðarinnar
af festu, ábyrgð og öryggi.
Landsmenn hafa reynslu
af Sjálfstæðisflokknum í
þessum efnum. Eftir fall
fyrri vinstri stjórnar tók
Sjálfstæðisflokkurinn við
stjórnarforystu og beitti
sér fyrir efnahagsaðgerð-
um, sem tryggðu mesta
blómaskeið í sögu lýðveld-
isins, viðreisnarárin.
Á erfiðleikaárunum
1967—’69 sýndi Sjálf-
stæðisflokkurinn, að hann
er fær um að bregðast af
manndómi við áföllum, og
á árinu 1970 hafði sú festa,
sem Sjálfstæðisflokkurinn
sýndi á kreppuárunum,
borið ótvíræðan ávöxt.
Nú stendur þjóðin enn
einu sinni frammi fyrir
því, að vinstri stjórn hefur
leikið efnahagslíf og at-
vinnulíf landsmanna grátt.
Opinberir sjóðir og ríkis-
fyrirtæki eru komin I
greiðsluþrot atvinnuvegirn
ir eru að stöðvast, hallinn I
viðskiptum við útlönd er
ískyggilegur og þannig
mætti lengi upp telja þau
sjúkdómseinkenni I efna-
hagslífi okkar, sem alls
staðar blasa við. Vinstri
flokkarnir eru ófærir um
að ráða við þennan vanda.
Þeir tóku við blómlegu búi.
Þeir hafa búið við einstakt
árferði. Samt hefur þeim
tekizt aö koma efnahag
þjóðarinnar I kaldakol.
Slíkir menn eru ekki færir
um að reisa við það, sem
þeir hafa lagt I rúst. Þar
verða aðrir að koma til sög-
unnar. Reynslan sýnir, að
Sjálfstæðisflokkurinn er
fær um að takast á við
þennan mikla vanda.
Aðild Sjálfstæðisflokks-
ins að ríkisstjórn mun
einnig þýða, að nýr áfangi
verður háfinn I baráttu ís-
lenzku þjóðarinnar fyrir
helgun alls landgrunnsins
með útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar I 200 sjómílur.
Vinstri flokkarnir hafa
sýnt því máli lítinn áhuga.
Þess vegna er ljóst, að und-
ir þeirra forystu yrði um
stöðnun að ræða í landhelg-
ismálum íslendinga.
Aðild Sjálfstæðisflokks-
ins að ríkisstjórn kemur
einnig I veg fyrir, að haldið
verði áfram á þeirri braut
til sósíalisma og aukins
miðstjórnarvalds, en
minnkandi frjálsræðis ein-
staklinga, sem sett hefur
mark sitt á stjórnarstefnu
vinstri stjórnarinnar.
Menn muna enn skattpín-
inguna, sem einkenndi
fyrstu ár vinstri stjórnar-
innar. Þungi almennings-
álitsins knúði vinstri
stjórnina til þess að gera
nokkrar breytingar á
skattalöggjöfinni, en meira
þarf til að koma. Sá grund-
vallarmunur er á afstöðu
vinstri flokkanna og Sjálf-
stæðisflokksins, að vinstri
flokkarnir vilja taka sem
allra mest fé í hendur hins
opinbera og ráðskast með
það, en Sjálfstæðisflokkur-
inn vill, að einstaklingarn-
ir hafi ráðstöfunarrétt yfir
SÓKN SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
- SIGUR ÞJÓÐARINNAR
sem mestum hluta af eigin
aflafé og að hið opinbera
hafi sem minnst afskipti af
því, hvernig því er varið.
I fyrradag efndi Sjálf-
stæðisflokkurinn til geysi-
fjölmenns og glæsilegs úti-
fundar á Lækjartorgi I
Reykjavík. I stuttri ræðu á
þessum fundi sagði Geir
Hallgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins m.a.:
„Sundruð og sundurlaus
vinstri öfl ráða ekki við
lausn vandans. Reykvík-
ingar skildu það og sýndu I
borgarstjórnakosningun-
um. I alþingiskosningun-
um munu Reykvíkingar
ekki síður ganga á undan
öðrum landsmönnum með
góðu fordæmi og efla Sjálf-
stæðisflokkinn. Trúir
þeirri arfleifð, sem feður
Reykjavíkur hafa skilað
borgarbúum og lands-
mönnum öllum I hendur til
varðveizlu og ávöxtunar,
munu Reykvíkingar fylkja
liði og eiga samleið á
sunnudaginn kemur til að
tryggja sjálfstæði lands-
ins, frelsi einstaklinganna
og lýðræðið I landinu.
Fram til sóknar og sigurs,
Reykvíkingar."
Þessi hvatningarorð for-
manns Sjálfstæðisflokks-
ins voru mælt á kosninga-
fundi I Reykjavík, en þau
eiga við um allt land. Gæfa
íslenzku þjóðarinnar er
undir því komin, að sókn
Sjálfstæðisflokksins I þess-
ari kosningabaráttu leiði
til sigurs íslenzku þjóðar-
innar á morgun.
Gunnar J. Friðriksson:
„Markmið fyrirtækja að vera
góður vinnustaður og leggja sitt af
mörkum til að halda uppi samfélaginu”
Gunnar J. Friðriksson, 10. mað-
ur á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, hefur stundað at-
vinnurekstur í meira en tvo ára-
tugi. Þá hefur hann verið í
forystu samtaka atvinnuveganna,
í stjórn Félags íslenzkra iðn-
rekenda um fjölda ára og í fram-
kvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambands Islands.
Við ræddum við Gunnar um
skilyrði og grundvöll rekstrar at-
vinnuveganna, ekki sízt f ljósi
þess áróðurs, sem rekinn er gegn
atvinnurekendum. Kemur hann
fram í ýmsu formi, allt frá barna-
tímum til yfirlýsinga ráðherra í
fjölmiðlum.
Hver eru markmið fyrirtækja?
Ég lít á fyrirtæki sem sjálf-
stæðan, lífrænan hlut, sem að
gegnir mjög þýðingarmiklu hlut-
verki f þjóðfélaginu. Það gegnir
því hlutverki að vera vinnustaður
fyrir fólk, það gegnir þvf hlut-
verki að veita þjónustu, ýmist í
formi beinnar þjónustu eða með
þvf að framleiða vörur og skapa
aukin verðmæti. Markmiðið hlýt-
ur að vera góður vinnustaður,
sem leggur sitt af mörkum til að
halda uppi samfélaginu. Þess
vegna hlýtur það að vera mikil-
vægt, að fyrirtækin séu þess
megnug að gegna þessu hlutverki,
en það geta þau ekki nema þau fái
að þroskast eðlilega — alveg eins
og búpeningur. Ef ekki er búið
vel að búpeningi, þá gefur hann
mikið minna af sér. Nákvæmlega
sama máli gegnir um fyrirtækið.
Það er mikilvægt að stjórnendur
fyrirtækja hafi þetta í huga. Það
má líta á þá sem hverja aðra ráðs-
menn, sem hafa þær skyldur við
fyrirtækið að stýra því af öryggi
og ná sem beztum árangri út frá
þeim markmiðum, sem ég nefndi
áður.
Telur þú æskilegt að al-
menningur taki þátt f atvinnu-
rekstri með eignaraðild að fyrir-
tækjum?
Meðan við búum í týðfrjálsu
landi, þar sem þegnunum er
heimilt að ráðstafa því fé, sem
þeir hafa afgangs, þá verða þeir
að hafa möguleika á að ávaxta
þetta fé eftir geðþótta og þá er
það mjög æskilegt, að þeir taki
þátt f atvinnulífinu með þvf að
veita þessu fé þangað. Ef fyrir-
tækin hins vegar mega aldrei
hafa neinn afgang, þá annað
hvort veslast þau upp eða verða
að vera algjörlega háð lána-
stofnunum. Og þá er ákaflega
stutt í, að þetta séu þjóðnýtt fyrir-
tæki í raun og veru!
Hvernig er afkoma fyrirtækja á
lslandi?
Því miður er afkoma íslenzkra
fyrirtækja ekki nógu góð. Ég
þekki ekki til í útgerð, en leyfi
mér að fullyrða, að það er engin
tilviljun, að frystiiðnaðurinn er
ekki betur settur en það, að um
leið, og gerðar eru nýjar heil-
birgðiskröfur í Bandaríkjunum,
skuli eiginlega þurfa að endur-
byggja öll frystihús á landinu. Ég
hef enga ástæðu til að ætla, að
eigendur fyrirtækjanna hafi tekið
of mikið út úr þeim og þar með
kippt undan þeim fótunum.
Þarna tfðkast öll rekstrarform,
bæjarútgerðir og samvinnu-
rekstur samhliða hlutafélögum og
einkafyrirtækjum manna, sem
hafa haft fullan hug á að byggja
þau upp, en samt standa fyrirtæk-
in svona illa að vfgi.
Það er full ástæða til að taka
eftir því, sem iðnaðarráðherra
Svíþjóðar, Rune Johansson, sagði
f viðtali í Islenzkum iðnaði. Hann
benti á, að veik fyrirtæki geta
aldrei keppt á alþjóðlegum
mörkuðum, þar sem allir verða að
selja sínar vörur nú á tímum. En
hann benti einnig á, að það er
nauðsynlegt fyrir verkafólk að
hafa sterk fyrirtæki, því að þau
ein geta staðið undir varanlegum
kjarabótum og veitt örugga at-
vinnu.
Eru fslenzk fyrirtæki undir það
búin að takast á við hina auknu
samkeppni erlendis frá eins og að
þeim er búið núna?
Varðandi iðnaðinn vil ég leggja
áherzlu á það, að ég tel það mjög
varhugavert, að afkoma hans
skuli ekki hafa verið betri að
undanförnu. Eg segi ekki, að hún
hafi verið mjög léleg, en alltof
léleg miðað við það, að iðnaðinum
er ætlað að nota þessi ár til þess
að búa sig undir samkeppni á
algerlega óvernduðum og opnum
markaði. Iðnaðurinn hefur notið
nokkurrar verndar, tollverndar,
en á móti hefur komið opinber
verðíhlutun, sem hefur gert
stjórnendum fyrirtækjanna svo
erfitt fyrir, að beztu stjórnendur
hafa ekki haft nokkur tök á því að
verja fyrirtæki sín áfölium eða að
skila þeim árangri, sem talizt get-
ur eðlilegur. Þegar á heildina er
litið, álít ég engan vafa á því, að
afkoma fyrirtækja þyrfti að vera
mun betri en hún er.
Eru verðlagsákvæði nauðsynleg
eða réttlætanleg við okkar að-
stæður?
Ég álít verðlagseftirlit fullkom-
lega réttlætanlegt, en verð-
lagsákvarðanir eins og þær eru
framkvæmdar hér eru alveg
fáránlegar, því að tekin er póli-
tísk afstaða til beiðna um verð-
breytingar, gjörsamlega án tillits
til þarfa fyrirtækjanna. Það er
litið á það, hver varan eða
þjónustan er þungvæg eða létt-
væng í vísitkölunni og út frá því
eru svo ákvarðanir teknar. I
mörgum tilfellum er þarna ekki
um annað að ræða, en það að
verið er að ganga á varasjóði
fyrirtækjanna, þegar þau eru
þvinguð til að selja vöru á
kostnaðarverði eða undir
kostnaðarverði. Það hlýtur að
hefna sín í minni afköstum og
óhagkvæmri framleiðslu, þegar á
allt er litið, þannig að á endanum
verður það þjóðfélaginu dýrara
og óhagstæðara. Það má ekki gera
lítið úr þeim áhrifum, sem tilvera
íslenzkra iðnfyrirtækja hefur á
verðlag innfluttrar vöru. Það er
staðreynd, að erlend fyrirtæki
laga sig eftir þeim markaði, sem
þau eru að selja á, ef þau á annað
borð vilja komast inn á hann. Þá
er fyrst spurt um verðið á þeim
vörum, sem fyrir eru á markaðn-
um. Þannig að tilvist íslenzkra
iðnfyrirtækja hefur haft mjög
mikil áhrif I þá átt að lækka verð
á innfluttum vörum. Sláandi
dæmi þarna eru veiðarfærin, eins
nauðsynleg og þau eru. Ef full-
komin veiðarfæraverksmiðja
væri ekki fyrir í landinu, leikur
enginn vafi á, að verð innfluttra
veiðarfæra væri miklu hærra, ef
þetta aðhald væri ekki fyrir hendi
hér. Þetta var bara eitt dæmi, en
svona er þetta á mörgum sviðum.
Meðal annars þess vegna verður
að teljast mjög óskynsamlegt að
sauma svona að íslenzkum iðn-
fyrirtækjum.
Það er oft talað um gróða fyrir-
tækja og menn mikla hann mjög
fyrir sér. Telur þú, að fyrirtæki
eigi að græða að ráði?
Ég álft, að gera verði þá kröfu
til fjármagns, sem lagt er f fyrir-
tæki, að það beri að mihnsta kosti
bankavexti, þannig að fjárfesting
í atvinnurekstri verði a.m.k. jafn
arðvænleg og sparisjóðsinni-
stæða. En allur rekstur er áhættu-
samur. Þess vegna verður Ifka að
gera ráð fyrir ákveðinni þóknun
fyrir áhættuna. Þannig álít ég, að
ekki sé hægt að tala um eigin-
legan gróða, fyrr en komið er upp
fyrir þetta mark. Annars virðist
mér, að fyrirtæki hér á landi hafi
til þessa ekki hugsað svo mikið
um arðsemina. Stafar það af því,
Framhald á bls. 41