Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNl 1974
31
Sverrir Runólfsson:
Hvers vegna styð ég
Sjálfstœðisflokkinn ?
ÉG ER í þjóðmálahreyfingunni
Valfrelsi, sem er hugsjónahreyf-
ing áhugafólks um fslenzk þjóð-
mál. I Valfrelsi er fólk úr öllum
flokkum, en þó er flest óflokks-
bundið. Ég hef ákveðið að styðja
Sjálfstæðisflokkinn við komandi
alþingiskosningar sérstaklega
vegna þess, að bæði yngri og eldri
lykilmenn flokksins hafa tryggt
mér, að þeir munu vinna að
áhugamálum mínum, sem fyrst og
fremst eru þjóðaratkvæða-
greiðslu- og byggðamálefnakosn-
ingalöggjöf, staðgreiðslukerfi
skatta, og vitaskuld að vegakerfi
landsins verði hafið upp úr þvf
ófremdar ástandi, sem það er í.
Ég mun aðallega vinna innan
launþegasamtaka flokksins og því
til stuðnings eru ályktanir, sem
voru samþykktar samhljóða á síð-
ustu verkalýðsráðstefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Ég treysti Sjálf-
stæðisflokknum bezt til að hrinda
þessum málurn í framkvæmd og
vildi ég helzt að hann fengi hrein-
an meirihluta, svo hann þyrfti
ekki lengur að gera hrossakaup
við aðra flokka. Ég mun vinna að
bættum tryggingamálum og þá
aðallega lffeyrissjóða, að hag aldr-
aðra, svo og almennri kauphöll.
Þá getur alþýðan tekið þátt í
ágóða þjóðarveltunnar, því allir
verða að græða en ekki aðeins
sumir.
Ég hef verið bendlaður við
stjórnmálaflokka. Jú, að það er
alveg satt, ég hef rætt við forystu
allra flokka um baráttumál Val-
frelsis en aðeins sem fulltrúi Val-
frelsis. Einnig höfum við rætt við
sjálfan forsetann, sem tók okkur
vel. Það'eru skiptar skoðanir um
vald forsetans, en það er önnur
löng saga. Það er lítið hægt að
gera við því að flokkar tileinki sér
menn og málefni, en f mínu til-
felli hefur það verið byggt á ósk-
hyggju fremur en raunsæi. Þessi
misskilningur er þreytandi, leið
réttingar fara á mis við marga.
Um varnarmálin langar mig til að
segja: Já, ég hef áhyggjur út af
Islandi í því sambandi, þvf að ég
vil ekki sjá ísland fara úr varnar-
kerfi vestrænna þjóða, en ég er
sannfærður um, að ef þessi mál
verða lögð fyrir dóm kjósenda, þá
mundu þeir koma með beztu svör-
in, og ég mundi sætta mig við
þann úrskurð. Ég hef mínar koð-
anir um breytingar á samningn-
um, sem margir eru mér sammála
um. Litlar sem engar áhyggjur
hef ég út af Bandarfkjunum, því
að þeir munu ekki láta koma að
sér að óvörum með svikum eins og
gert var 7. des. 1941 í Pearl Har-
bor af Japönum, hvort sem Island
er í vamarkeðjunni eða ekki. Ef
Island fer úr varnarkerfinu, er
illmögulegt fyrir vinaþjóðir að
koma til hjálpar, ef á okkur yrði
ráðizt. Það er staðreynd, að sterk-
ar varnir og hernaðarjafnvægi er
öruggasta leiðin til friðar. Ekki
þarf annað en að líta á þá stað-
reynd, að óvinir Bandarfkjanna
komust aldrei nálægt þeim í sfð-
ustu heimsstyrjöld. Danskur rit-
höfundur sagði eitthvað á þá leið,
að Bandaríkjamenn væru bað
góðhjartaðir og barnalegir, að
þeir héldu að þeir ættu engan
óvín tií, féllu þannig f gildrur eins
og Pearl Harbor, Vietnam, Suður
Ameríku o.fl. Hverjir eru þeirra
beztu vinir? Það eru næstu ná-
grannar þeirra Kanadamenn og
Mexikanar.
Það er ódýrara að reka eftirlits-
og varnarstöð frá Keflavík en frá
flugvélamóðurskipum, og þess
vegna spyr ég: Eigum við ekki að
sýna manndóm okkar og reyna að
spara þeirri vinaþjóð útgjöld, sem
viðskiptahagnaður okkar hefur
verið mestur við, sfðan á kreppu-
árunum. Ég á vi Bandaríkin. Um
Keflavikursjónvarpið vil ég segja
þetta: Persónulega er mér svo ná
kvæmlega sama, hvort ég hef það
eða ekki, samt veit ég, að það er
auðveldara að halda unglingun-
um heima á kvöldin, ef þeir fá að
horfa á það og það er mikils virði.
I mínu tilviki vil ég bara ekki láta
banna mér að horfa á það, því
frelsið er fyrir öllu.
Að endingu vil ég skora á allt
lýðræðissinnað fólk, sérstaklega
svo kallað „vinstrisinnað" fólk,
sem áítur, að athafnafrelsi og ein-
staklingsins eigi að fá að njóta
sfn, að kjósa Sjálfsæðisflokkinn.
Ég skal lof því persónulega, að
fylgjast vel með stuðningi Val-
frelsis, að við fáum okkar skerf af
þjóðarkökunni með bættri skatta-
löggjöf o.m.fl.
Ég hef fhugað þessi mál lengi,
mjög gaumgæfilega, og þetta varð
ákvörðun mín.
BEST IN THE WEST
FESTI GRINDAVÍK
Það er hljómsveitin
Ýr frá ísafirði
sem leikur í kvöld frá 10-
Marx og Mao
Framhald af bls. 25
ástríðumögnuðu og stórkostlegu
verk eins og „Sólin kemur upp“, í
ógleymanlegri hrifningarleiðslu
vegsamar kórinn Mao formann,
hina rauðu sól sem brennur í
hjörtum kínversku þjóðarinnar
og kallar fram hugsjónir um
frelsi allra undirokaðra og kúg-
aðra. Engin borgaraleg tónlist
kæmist nokkru sinni í hálfkvisti
við þá gleði, sem kemur fram hjá
kórnum þegar „Sólin kemur upp“
er flutt"
Eftir að höfundur hefur sfðan
mörgum orðum talað um „rugl“
Chou Yang, sem leyfði sér að stað-
hæfa, að mál tónlistarinnar væri
alþjóðlegt og lofað síðan Interna-
sjónalinn, sem hafi verið öreiga-
stéttinni ótæmandi uppspretta, er
jafnan hafi í mátt sækja styrk og
þrotlausan kjark til frekari bar-
áttu og Lin Piao hefur fengið sín-
ar kveðjur, allkuldalegar:
Til eru þeir sem tala um hina
klassisku tónlist borgarastéttar-
innar með mikilli hrifningu og
varpa sér f duftið fyrir henni.
Dýrkun þeirra á þvf sem útlent er
sýnir um leið dýrkun þeirra á
borgarastéttinni. Ef þessi hugsun-
arháttur, sem felst í því að hefja
til vegs og virðingar allt, sem út-
lent er, og draga niður það sem
kínverskt er, fær hljómgrunn
mun öreigastéttin ekki eiga þess
neinn kost að þróa sína menn-
ingu, bókmenntir og listir, og
byltingarstefna Mao formanns
fellur um sjálfa sig.
Við lokum þó ekki augunum
fyrir öllu, sem útlent er. Við eig-
um hins vegar að kynna okkur
eftir beztu samvizku þær kenn-
ingar, sem þróaðar eru af Marx,
Engels, Lenin og Stalin. Við eig-
um að draga lærdóm af þeirri
reynslu, sem þjóðir í öðrum lönd-
um hafa aflað sér og tileinka okk-
ur þá háþróuðu þekkingu og
tækni, sem okkur getur komið til
góða. Við eigum á þann hátt — en
gagnrýnin og gætin — að meðtaka
það, sem okkur kemur til góða af
því, sem hið kapítalíska kerfi gæti
kennt okkur. En við megum ekki
gleypa þetta allt hrátt, né heldur
varpa okkur himinlifandi að fót-
um þeirra, sem dásama snilld og
menningarafrek borgarastéttar-
innar. Við eigum að halda þeirri
meginreglu skilyrðislaust í heiðri
að „láta fortfðina koma samtíð-
inni til góða og láta framandi at-
riði koma Kína til góða. „Við eig-
um að læra af reynslunni og
leggja megináherzlu á boðskap
þann, sem felst í orðum spakra
menna á borð við Marx og Lenin.
Við verðum að kanna skjölinfrá
Tíunda flokksþinginu og færa
þann anda, sem þar ríkti út til
þjóðarinnar og við eigum að færa
út gagnrýnina, réttmæta og sjálf-
sagða á svikara á borð við Lin
Piao. Við eigum að halda áfram á
þeirri braut byltingarstefnunnar,
sem Mao formaður hefur rutt
okkur og við megum aldrei horfa
um öxl. Við verðum að vera á
verði og leggjast gegn hverri til-
raun til afturhvarfs þess, sem
endurskoðunarsinnar og svikarar
hafa boðað. Við verðum að standa
vörð um arfleifð hinnar miklu
menningarbyltingar og þá dýrð-
legu ávexti, sem hún hefur fært
kínversku þjóðinni.
Laxveiði
Miðfjarðará
Nokkur veiöileyfi í Miöfjaröará eru til sölu í
SPORTVAL
v/Hlemmtorg, sími 14390
Þessi bátur er til sölu
Báturinn er ca 6 metrar að lengd og með 130 hestafla
Volvo Penta vél, ganghraði ca 30 mílur, svefnpláss
fyrir4, eldunaraðstaða, rúðuþurkur o.fl.
Allar nánari upplýsingar í síma 30834.
Sætaferðir frá BSI. Félagsheimilið Festi Grindavik.
Ungó Ungó
HLJÓMAR LEIKA
á síðasta dansleik sumarsins.
Sætaferðir frá BSÍ kl. 9.30.
Flúðir Flúðir
Dansleikur í Félagheimilinu á Flúðum í kvöld
Brimkló leikur
Munið sætaferðirnar
Ungmennafélag Hrunamanna.