Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNÍ 1974 H t' ® 22 022- RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*25555 BlLALEIGA CAR RENTAL CAR RENTAL 3*24460 í HVERJUM BÍL PIONŒGJn ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI Ferðabílar Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bilstjór- um). SKODA EYÐIR MINNA. Shodh IfíGM AUÐBREKKU 44-46. SfMI 42600. EIHBflNGU VÖRUBÍLAR VINNUVÉLAI /jfÐS/OÐ SlMAR 81518 - 85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAVlK SIG. S. GUNNARSSON Orlagadagur þjóðarinnar Á morgun ákveðum við, hvernig stjðrna á fslenzka þjðð- félaginu næstu fjögur árin, — og f raun miklu lengur. Þvf að á morgun, 30. júnf, er f fyrsta skipti kosið um það, hvar Is- lendingar vilja skipa sér f sam- féiagi þjóðanna. Aldrei fyrr hefur það verið borið beint undir þjóðina, hvort við viljum vera f sveit og samfylkingu vestrænna þjóða með kostum þeirra og göllum, eða ekki. Hvort við viljum ánetjast ein- ræðisskipulagi austrænna sósfalistarfkja eða halda áfram að búa f vestrænu lýðræðisrfki. Framsóknar- flokknum er ekki treystandi Það er sorglegt að þurfa að skrifa millifyrirsögnina hér næst fyrir ofan. Sú var tfðin, að fólk þurfti ekki að hafa áhyggj- ur af stefnu Framsóknarflokks- ins f þessum efnum. En dapur- leg reynsla af núverandi vinstri stjórn hefur sýnt og sannað, að stefna kommúnista verður ofan á, þegar Framsóknarflokkur- inn þykist knúinn til þess að mynda rfkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu. Þegar um setu f ráðherrastólum er að ræða er undanlátssemi framsóknar- manna við kommúnista næst- um takmarkalaus. Vitað er, að núverandi rfkisstjórn væri löngu sprungin f agnir, hefðu framsóknarráðherrarnir ekki hneigt höfuð sfn til samþykkis við tillögur kommúnístaráð- herranna f öryggismálum fs- lenzka lýðveldisins. Setan f ráð- herrastólnum þótti dýrmætari en sjálfsögð varðstaða um til- vist vestræns lýðræðisrfkis á ts- landi. 1 hvert skipti þótti nokkurra mánaða valdaaðstaða meira virði en framtfð Islands sem sjálfstæðs rfkis. Já eða nei Á morgun er um það kosið, hvort Islendingar segja já eða nei við þeim tillögum um varn- arlaust Island, sem kommúnist- ar sömdu handa Einari Ágústs- syni f veganesti, þegar hann fór vestur um haf. Það er stað- reynd, að afstaða kommúnista varð ofan á með samþykki for- sætisráðherra, þegar rfkis- stjórnin var að pakka niður f töskur utanrfkisráðherra. — Átakanleg staðreynd, en stað- reynd samt. Hvorki þá nénú skiptir máli, hvort forystumenn Framsókn- arflokksins vilja kalla þessar tillögur úrslitakosti eða „um- ræðugrundvöll". Bæði forsætis- ráðherra og utanrfkisráðherra hafa leyft sér að segja hvort tveggja, eftir þvf hvernig á hef- ur staðið á málfundum. Þeir hafa þegar skrifað undir og orð- að þessa hugsun kommúnista f nafni fslands. Það eitt skiptir máli nú. Þeir eiga að fá sfna ráðningu f þetta skipti. Við skulum hafa það f minni, að æðstu menn bæði framsókn- ar og kommúnista hafa lýst yfir þvf, að ný vinstri stjórn sé markmiðið eftir kosningarnar. Ritari Framsóknarflokksins, Steingrfmur Hermannsson, hefur skýrt frá þvf opinber- lega, að hugsanleg sé tveggja flokka stjórn kommúnista og framsóknar. Það þýðir, að varn- arliðið verður látið fara innan skamms tfma. Vilja Islending- ar slfka rfkisstjórn? Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Öskar J. Þorláksson dómprófastur. Laugarneskirkja Messa kl. 11.00. Séra Garðar Svavarsson. Bústaðaprestakall Helgistund í Bústaðakirkju kl. 11.00. Séra Ólafur Skúlason. Ásprestakall Messa í Laugarneskirkju kl. 2.00. Séra Grímur Grímsson. Grensásprestakall Guðsþjónusta f Safnaðarheimil- inu kl. 11.00. Séra Halldór S. Gröndal. Kapella St. Jósepsspftala Landa- koti Lágmessa kl. 8.00 f .h. Hámessa kl. 10.30 f .h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Háteigskirkja Lágmessa kl. 10.00. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 11.00 (ath. breyttan messutíma). Séra Jón Þorvarðsson. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00 f.h. Séra Jóhann S. Hlíðar. Frfkirkjan Reykjavfk Messa kl. 11.00 f.h. Séra Þor- steinn Björnsson. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Gunnar Björnsson sóknarprestur f Bolungarvfk messar. Séra Þor- bergur Kristjánsson. Keflavfkurkirkja Messa kl. 10.30. Björn Jónsson. Garðakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Bragi Friðriksson. Orka | STAKSTEIIMAR Merkjasala Hvítabandsins Á NÆSTA ári á Hvftabandið átt- ræðisafmæli, en það var stofnað 17. febrúar 1895 og er þvf eitt af elztu kvenfélögum landsins. Á þessum langa starfsferli sfnum hefur félagið unnið að fjölmörg- um lfknar- og menningarmálum. Stærsta átak þess var bygging Sjúkrahúss Hvftabandsins við Skólavörðustfg á árunum 1932—1934, en það var sfðan rekið sem sjálfseignarstofnun f nfu ár, þar til eignin var afhent Reykjavfkurborg að gjöf. Ekki er ætlunin að rekja hár sögu Hvítabandsins eða telja upp þau verkefni, sem það hefur iátið til sín taka. Það hefir æði oft verið í fararbroddi með þeim hætti að leggja þeim nauðsynja- málum lið, sem ekki var á þvf stigi veitt nægileg forsjá af hálfu opin- berra aðilja. Þótt þjóðfélagsum- bætur hafi oft á tíðum gert af- skipti Hvítabandsins af slíkum málum ónauðsynleg, þegar fram lióu stundir, hefir þennan félags- skap aldrei skort framsýni til að finna f samtímanum verkefni, sem svipað var ástatt um og þörfnuðust hjálpandi handar. Eitt slfkt mál er stofnun með- ferðar- og skólaheimilis fyrir taugaveikluð börn í Reykjavík. Hvítabandið beitir sér einmitt nú fyrir því í samvinnu við stjórn Heimilissjóðs taugaveiklaðra barna, að á vegum fræðsluráðs Reykjavfkur geti slik stofnun tekið til starfa á komandi hausti. Hvítabandskonur munu sunnu- daginn 30. júní afla fjár í þessu skyni með merkjasölu og leggja með þeim hætti sitt lóð á voga- skálina tii að hrinda þessu nauð- synjamáli í framkvæmd. Lífshættir okkar tíma og þau vandamál, sem eru . fylgifiskar vaxandi þéttbýlis, leggja byrðar streitu og ofvaxinna viðfangsefna á herðar margra einstaklinga, stundum þyngri en þeir fá borið. Ekki sízt séu það ungar herðar og veikbyggðar. Þarfirnar fyrir hjálp þeim til handa, sem undir þessum byróum bogna fer því miður vaxandi. Hver sem kaupir merki Hvíta- bandsins á sunnudaginn leggur fram ofurlítinn skerf til þess að þau börn sem verða skjólstæð- ingar meðferðar- og skóla- heimilisins megi þar njóta hjálpar og handleiðslu til að sigr- ast á erfiðleikum og komast til heilsu og þroska. Kristján J. Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.