Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974 KIRKJAN OG SAMTlÐIN Rætt við nokkra presta á Prestastefnunni 1974 Prestastefna tslands 1974 var haldin f Reykjavfk f vikunni. Aðalutnræðuefni stefnunnar var „Kirkjan og samtfðin“, og var fjallað um stöðu kirkjunnar al- mennt í þjððfélagi samtfmans. Fjölmenni sótti Presta- stefnuna, sem nú var f fyrsta skipti haldin í samkomu- sal f suðurálmu Hallgrfmskirkju. Á sfðasta degi stefn- unnar fóru blaðamenn Morgunblaðsins f Hallgrfms- kirkju til að ræða við nokkra presta um Prestastefn- una og leita frétta af safnaðarstarfi f heimabyggðum þeirra. Trúarleg ræktun í tengslum við félagslíf VIÐ hittum fyrst fyrir ungan prest, sem ðtskrifaðist úr guð- fræðideild Háskðla tsiands sl. haust og er nú starfandi prestur á Siglufirði, sr. Birgi Ásgeirsson. Sr. Birgir er 29 ára Reykvfkingur, stundaði menntaskðlanám á Akureyri en hefur nú setzt að úti á landsbyggðinni. Það Iá beint við að spyrja hvernig hann kynni við að búa úti á landi. kirkjuréttinn og starfsemi kirkj- unnar. Hér kemur m.a. til skjal- anna viðhorf almennings og stjórnmálamanna til kirkjunnar, fjárhagur hennar og fleiri atriði. Það er kannski auðvelt að koma auga á sundurlyndi innan kirkjunnar, því að starfsemi hennar er e.t.v ekki eins sam- ræmd og æskilegt væri. Helgisiði þarf t.d. að samræma og önnur atriði, sem snerta ytra form kirkjulegrar starfsemi, og þetta Sr. Birgir Asgeirsson tel ég vera eitt brýnasta verkefnið framundan. Hér á prestastefn- unni hefur engu að síður ríkt mikill bræðrahugur og full eining er um að hafa vakandi auga með þróuninni I þessum efnum. — Mér hefur þótt mjög ánægju- legt að geta tekið þátt I þeirri nýju uppbyggingu sem unnið hef- ur verið að á Siglufirði. Bærinn var lengi i lægð, en nú vonast allir til þcss að erfiðleikarnir séu að baki. Fyrir mig er þetta nýtt um- hverfi, ég hef ekki áður búið á jafnlitlum stað og mér finnst fólk- ið á Siglufirði mjög elskulegt og hef átt auðvelt með að kynnast því. Starfið þar hefur verið mjög skemmtilegt. — Hefur þú brotið upp á nýj- ungum í safnaðarstarfinu? — Við höfum þreifað fyrir okk- ur i vetur og reynt að koma á reglulegu starfi og höfum ýmsar hugmyndir á prjónunum í sam- bandi við áframhaldandi starf. Trúarlífið er einn þáttur mann- legs lífs, sem sinna verður eins og öðrum. Þess vegna viljum við leggja áherzlu á trúarlega ræktun í beinum tengslum við annað félagslíf í bænum. Við höfum fengið ungt fólk til starfa og efnt til sérstakra helgistunda, þar sem það hefur átt beinan þátt í helgi- haidinu og fundið að kristin trú á erindi til þeirra. Þá langar okkur til að koma á sérstöku starfi fyrir eldra fólkið og gera það virkt í bæjarlífinu sjálfu sér til ánægju og hinum yngri til gagns. Skilyrði til að fá fólk til þátttöku f kristi- legu starfi á Siglufirði eru mjög góð vegna legu staðarins og vissr- ar einangrunar og vegna eðlis fólksins sjálfs, og því er engu að kvíða í framtíðinní. — Hvemig er húsnæðisaðstaða fyrir safnaðarstarfsemi? — Hún er góð, því kirkjubygg- ingin er mjög stór. Góð aðstaða er á kirkjuloftinu, en þar var gagn- fræðaskólinn einu sinni til húsa. Nú er verið að gera miklar endur- bætur á kirkjunni m.a. verða settir steindir gluggar í alla hliðarglugga hennar. — Þetta er fyrsta prestastefnan sem þú situr. Hvað viltu segja um umræðurnar hér? — Umræðuefnið hér er mjög umfangsmikið og því verða ekki gerð endanleg skil á þriggja daga ráðstefnu. En staða kirkjunnar í þjóðfélaginu er mjög tímabært viðfangsefni og verður áreiðan- lega skoðað ofan i kjölinn, því endurskoða þarf að vissu marki Tími breytinga í vændum ^ EINN af yngstu prestum kirkj- unnar er sr. Jakob Hjálmarsson á Seyðisfirði. Hann vfgðist þangað s.I. haust, sama dag og sr. Birgir Ásgeirsson, sem einnig er rætt við hér á sfðunni. Þetta er fyrsta Prestastefnan, sem sr. Jakob sit- ur, og við inntum hann fyrst eftir þvf, hvað honum þætti merkast á stefnunni. „1 fyrsta lagi langar mig að nefna yfirlitsræðu biskups, sem að mfnu viti var afar merk og tjáði mjög skýrt stöðu íslenzku kirkjunnar f dag. Þá höfðum við góðan gest, sem var Niðarós- biskup. Hann flutti tvö erindi á stefnunni, og það er alltaf upp- byggjandi og lærdómsríkt að heyra raddir nágrannaþjóða og annarra kirkna heims." — Nú hefur væntanlega verið mest rætt um ,,þema“ stefnunnar, Kirkjuna og samtímann? „Það voru flutt tvö framsöguer- indi um þetta efni, og síðan var um það rætt í umræðuhópum. Þeir munu skila álitum á eftir, og verður ákaflega forvitnilegt að heyra niðurstöður og álitsgerðir umræðuhópanna. Þetta er mál sem er stærra en svo, að það verði afgreitt á þriggja daga ráðstefnu. Þetta er spurning, sem kirkjan verður alltaf að fást við, en hins vegar hef ég það á tilfinningunni, að nú liggi eitthvað sérstakt í loft- inu. Það er eins og tími mikils- háttar skipulagsbreytinga og breytinga á vinnubrögðum sé f vændum. Það er hins vegar ekki gott að segja, hvaða stefnu þessar miklu breytingar taka, en áreið- anlega hlýtur að felast í þeim viðurkenning á vissum grund- vallaratriðum, sem eru í för iðn- og tæknibyltingar 20. aldar. Þessi grundvallarlögmál eru undirrót þróunar, sem ekki er hægt að snúa við þannig, að kirkjan getur ekki skjilyrðislaust gerzt talsmað- ur óbreytts ástands, t.d. hvað varðar fjölskylduform, lífsstíl all- Sr. Jakob Hjálmarsson an og mat á efnahagslegum gæð- um. Hún verður að finna boðskap sínum þá rödd, sem hljómar í tæknivæddu 20. aldar þjóðfélagi." — Ef við snúum okkur að öðru, hvað er að segja almennt um safn- aðarlíf á Austurlandi? „Ég tel, að almennt sé að vakna safnaðarvitund í þá veru, að söfn- uðurinn skilji sig sem samfélag, sem þarf að tjá trú sína f verki, þ.e. leikmannastarf er að færast mjög I vöxt, og það er mjög ánægjulegt. Fólkið er ákaflega opið fyrir umræðum um trúmál, en það er eins og heilshugaraf- staða sé enn fjarri. Ég vildi óska þess, að fólk væri heilshugar I afstöðu sinni, héldi ekki aðeins því af kenningum og athöfnum kirkjunnar, sem fellur því í geð, heldur viðurkenndi stöðu sína sem kristinn einstaklingur f kirkju Krists." Sr. (Jlfar Guðmundsson Kirkjunnar rödd heyrist oftar VIÐ TÓKUM tali ungan prest Ólafsfirðinga, sr. (Jlfar Guð- mundsson, sem þjónað hefur á Olafsfirði sl. tvö og hálft ár. En (Jlfar er fæddur og uppalinn Reykvfkingur eins og kollegi hans á Siglufirði og við beindum til hans sömu spurningu: Hvernig er fyrir ungan prest úr Reykjavfk að setjast að úti á landi? — Það er að ýmsu leyti gott, sagði sr. Uiíar, það er viðráðan- legra fyrir prest að vera í bæ af þessari stærð en í stórum söfnuði í Reykjavfk, þar sem sambandið getur aldrei orðið eins persónu- legt og úti á Iandi. Prestar hafa mun meira persónulegt samneyti við fólkið úti á landi en í Reykja- vík og það gerir starfið auðveld- ara. — Er safnaðarheimili á Ólafs- firði? — Nei, en við fáum inni í skól- anum fyrir safnaðarstarfið. og það bætir úr skák. Kirkjan á staðnum er frá árinu 1915 og hef- ur á þeim tfma rúmað alla fbúana, en hún er nú orðin of lítil. Við erum að láta laga og mála kirkj- una núna og nýtt orgel f hana er komið til landsins þannig, að við stöndum í ýmsum framkvæmd- um. Síðar vonumst við til þess að ný kirkja muni leysa þessa af hólmi. — Hvaða hlutverki gegna prestastefnurnar? — í fyrsta lagi gefst þeim, sem starfa úti á landi kostur á að hitt- ast árlega og bera saman bækur sínar sem er mjög mikilsvert. Þá eru hér að sjálfsögðu tekin fyrir ýmis mál og rædd hverju sinni. Nú er verið að ræða um Kirkjuna okkar og stöðu hennar í þjóðfélag- inu, hvernig við ættum að laga okkur að breyttum þjóðfélags- háttum og hvernig kirkjan getur betur nýtt þá starfskrafta og það fjármagn, sem hún þó hefur yfir að ráða. I framhaldi af þessu er fjallað um hugsanlega endur- skipulagningu kirkjunnar inn á við, samskipti ríkis og kirkju og stöðu þjóðkirkjunnar út á við. Niðurstöður koma vart á þessari ráðstefnu um þetta viðamikla mál, en vonandi verður hægt að skipa nefnd til að fjalla um það nánar. — Hvað viljið þið lagfæra í sam- bandi við það, sem þú minntist á? — Það er nú ýmislegt sem við viljum lagfæra bæði hjá okkur sjálfum og í afstöðu hins opinbera til kirkjunnar og almennra mála í landinu. Við viljum, að kristið lífsviðhorf móti I enn ríkari mæli en nú er þjóðlffið á sem flestum sviðum. Islenzkir prestar hafa lát- ið til sín taka um ýmis mál að undanförnu, t.d. grunnskólafrum- varpið og fóstureyðingafrumvarp- ið og við viljum að kirkjunnar rödd heyrist oftar um hin ýmsu mál f þjóðlffinu. — Hvað viltu segja um afdrif frumvarpsins um prestskosning- ar? — Við erum mjög óánægðir með, að það frumvarp skuli hafa verið svæft á Alþingi eftir að hafa samhljóða meðmæli kirkjuráðs, kirkjuþings og prestastefnunnar. Þingið hefur haft frumvarpið til meðferðar í einni eða annarri mynd í um áratug og hefur auk þess lýst yfir því, að breytinga sé þörf á núverandi fyrirkomulagi, en ekki treyst sér til að komast að niðurstöðu. Ekki þarf því að undra, þótt erfiðlega gangi að fá niðurstöðu í þeim málum, sem veigameiri eru og erfiðari við- fangs. Margir söfnuðir algerlega févana SÉRA Ingólfur Guðmundsson er lektor við Kennaraháskólann, en hann situr auk þess f tveimur nefndum kirkjunnar, æskulýðs- og menntamálanefnd. Hann starf- ar á biskupsstofu í sumar. Við ræddum við hann á Prestastefn- unni, sérstaklega um fjárhags- stöðu kirkjunnar. „Mig langar í upphafi að geta þess, að skipulag kirkjunnar þarf endurskoðunar við að mínu mati. Við getum tekið Reykjavlk sem dæmi. Þar eru langstærstu söfnuðurnir, en þeir eru einnig vanþróaðastir kirkjulega, og þar er kirkjuleg þjónusta lélegust. Gleggsta dæmið er Breiðholt þar búa að ég held 15—20 þúsund manns. Einn prestur þjónar öllu þessu fólki, og hefur ekki einu sinni frumstöðustustarfsaðstöðu frá kirkjustjórninni, enga skrif- stofu í hverfinu, ekkert aðstoðar- fólk. Hvaða vit er í þessu? Ég gerði á sínum tíma áætlun um safnaðarstarf í Breiðholti, þar sem ég taldi 5 manna starfslið lágmark fyrir 5000 manna söfnuð þ.e. prest, fræðslufulltrúa, félags- málafulltrúa, æskulýðsfulltrúa og skrifstofumann, auk söngstjóra og kirkjuvarðar. Og svo hefur kannski 300—500 manna söfnuð- ur úti á Iandi prest og alla að- stöðu. Ég tel, að Reykjavik sé afskipt I þessum efnum.“ — Hefur kirkjan ekki fengið þann stuðning sem skyldi? „Nei, síður en svo. Samkvæmt stjórnarskránni ber ríkisvaldinu að styðja við bakið á kirkjunni, en stuðningurinn er mjög ófullnægj- andi. Ríkisvaldið hefur æ ofan í æ neitað söfnuðunum um hækkun á sóknargjöldum með þeim afleið- ingum, að söfnuðir eru í dag al- gjörlega févana. Það er að mínu mati óréttlátt, að söfnuðurnir skuli einir hinna frjálsu félaga þurfa að láta rfkið skammta sér félagsgjöld. Fólkið er í söfnuðun- um af frjálsum vilja og því fær ekki kirkjan að leggja þau félags- gjöld á meðlimi sína, sem þeir telja sig geta borið? I stað þess að styðja við bakið á kirkjunni hefur ríkisvaldið sett hana í spennu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.