Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JUNI 1974 7 THE OBSEHVER Eftir Roland Huntford THE OBSERVER Olof Palme forsætisráðherra Dr. Henry Kissinger á einnig sinn þátt i bættri sambúð Svíar vingast við Bandaríkin Sænskir fjölmiðlar hafa sýnt at- hyglisverða samstöðu í þvi að hætta skyndilega við alla þá óvin- semd í garð Bandarikjanna, sem svo mjög hefur gætt í frétta- flutningi þeirra um margra ára skeið. Samskonar stefnubreyting hefur einnig orðið hjá rikisstjórn- inni, og erfitt er að forðast þá hugsun, að þarna sé á ferðinni kór, sem hlýðinn fylgir fyrirmæl- um söngstjórans. Bandariska sendiráðið í Stokk- hólmi vildi sennilega þakka þessa stefnubreytingu þvi, að þangað er nú loks kominn nýr sendiherra, Robert Strausz-Hupé, og með komu hans lauk löngu sambands leysi ríkjanna. Frá lokum ársins 1972 hafði hvorugt ríkjanna sendiherra hjá hinu. Var það samkvæmt kröfu yfirvalda i Washington, vegna hrokafullra og ítrekaðra árása opinberra aðila i Svíþjóð á stefnu Bandaríkjanna í Indókina. Það vakti talsverða gremju i utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna, að land, sem teljast átti hlutlaust, sýndi svo áberandi hlutdrægni. Upp úr sauð um jólin 1972 þegar Olof Palme forsætisráðherra Sviþjóðar líkti Bandarikjunum við Þýzkaland nasismans í útvarpsummælum sinum um loftárásirnar á Hanoi. Eftir þetta rauf Bandaríkjastjórn öll tengsl við Sviþjóð, og það er ekki fyrr en nú, að ríkin hafa á ný skipzt á sendiherrum. Á meðan þetta ástand rikti héldu bæði sænska stjórnin og fjölmiðlarnir uppi stefnu fjandsamlegri Banda- ríkjum. Voru Bandaríkin Í raun sögð verst allra ríkja heimsvalda- stefnunnar. Sumir bentu á, að þessi afstaða væri Svium hagstæð i innanrikis- málum. Mótmælaöldur vinstri- sinna á árunum upp úr 1960 lægði seinna i Svíþjóð en annars- staðar. En undir niðri var Palme orðinn áhyggjufullur. Trúlega hafa sambandsslitin við Washington orðið til þess að hann missti meiri- hluta á þingi í kosningunum i fyrra. Palme varð að endurskoða af- stöðu sina. Leiðtogar kaupsýslu- manna (sem eru mjög virtir í Svíþjóð þrátt fyrir ríkjandi sósialisma) voru mjög uggandi vegna samdráttar i útflutningi, og lögðu hart að forsætisráðherran- um að vinna að bættum samskipt- um við Bandaríkin. Var sú stefna upp tekin, og brátt fór að draga úr kuldanum i sambúðinni. Þegar Strausz-Hupé sendiherra gekk fyrst á fund Palme forsætis- ráðherra drógust viðræðurnar á langinn langt fram yfir það, sem venja er, og Palme lagði sig fram um að vera vingjarnlegur. Sænsku fjölmiðlarnir taka yfir- leitt visbendingum frá yfirvöldum um stefnumörkun, og leiðir það stundum til kúvendinga, sem koma vestrænum fréttamönnum mjög á óvart. Kom þetta greini- lega i Ijós þegar viðtöl við Strausz- Hupé deildu forsíðum blaðanna með úrslitum í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu og frásögnum af brúðkaupi Christinu prinsessu, en það hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Enn athyglisverðara var, að langflest viðtölin voru mjög vin- samleg Bandaríska sendiráðið vildi þakka hæfni Strausz Hupé þennan árangur. Vist er, að hann er hæfileikamaður. Hann hefur ritað margar mikilsmetnar bækur um utanríkismál, og gegnt prófessorsembættum við virta háskóla í Bandaríkjunum. í landi, sem ekki er laust við menntadekur, hefur þetta mikil áhrif. Nógu mikil til að vega upp á móti þeirri staðreynd, að Strausz- Hupé er íhaldsmaður. Sviar hafa það á tilfinningunni, að ihalds- menn séu ekki færir um að hugsa rökrétt. í augum Svía er það mót- sögn að tala um íhaldssinnaðan menntamann. Nýi sendiherrann hefur yfirstigið þessa hindrun á örfáum vikum. Svo allir fái að njóta sannmælis, er rétt að taka það fram, að dr. Henry Kissinger á sínar þakkir fyrir árangurinn. Andúð Svía náði hámarki einmitt þegar álit Banda- ríkjanna erlendis var i lágmarki. En eftir að dr. Kissinger kom til sögunnar hefur frumkvæðið f utanríkismálum verið hjá Banda- rikjunum og álit þeirra farið ört vaxandi. Þetta er áhrifarikt í hlut- lausu landi. Svíum er vel við þá, sem eru sigurstranglegir — og það er bandaríski utanrikisráð- herrann bersýnilega — ennþá. Sandgerði Til sölu nýleg ibúð á efri hæð, 4 svefnherb., samliggjandi stofur. Ræktuð lóð. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 og 2890. Til sölu Volga '73 ekinn 30 000 km og Fiat 1500. Upplýsingar i simum 92-8303. Dráttarvél MX 35 óskast keypt í varahluti. Eldri gerð. Sími 92-6501. Nýkomið 80x130 kr. 1250, einnig úrval af grófum púðum með fjölbreyttum saum. Hannyrðabúðin Linnetstig 6 Hafnarfirði, sími 51314. 120 fm íbúð til sölu í Vestmannaeyjum. Laus strax. Ibúðin er ný standsett. Skipti á eign á Reykjavíkursvæðinu æski- leg. Uppl. í síma 52537 eða í Holts- búð 8, Garðahr. Meðeigandi óskast að 8—10 tonna bát. Tilboð merkt: Ný vél 1 456, sendist Mbl. Sköfum og hreinsum hurðir Sími 85043 frá kl. 6—8 e.h. Tapað hross Ijósgrá hryssa 5 vetra úr girðingu á Mosfelli. Mark: biti framan hægra, og sneitt framan og fjöður aftan vinstra. Símar 38500 eða 38572. Til sölu er mjög vel útlitandi Kawasaki mótorhjól 350 44 ha. árg. '73. Ekið 1 600 km. Uppl. i sima 96-51221 eftir kl. 20 á kvöldin. Hjón með 2 börn óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð á leigu i Hafnarfirði, i 6—9 mánuði. Uppl. i sima 51 1 02. íbúð óskast íbúð óskast til kaups. Má þarfnast viðgerðar. Útborgun 1,5—1,7 millj. Upplýsingar í síma 32078. Peugeot 304 '72. Fallegur einkabill til sölu. Má borgast með 2ja — 3ja ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Sími 16289. Til sölu amerísk Ford vörubifreið, sturtu- laus. Verð 1 1 0 þús. Sími 1 6290 og 1 1 590. Bátur til sölu Til sölu er 2,8 tonna opinn bátur með 8 —10 ha dieselvél. I bátn- um er línuspil. Upplýsingar gefur Jón Stefáns- son, Fáskrúðsfirði. Arinhleðsla! Flísalagnir! Skrautveggir! Fagvinna. Magnús og Þórir. Simar 42618 og 73694 eftir kl. 18. Plötur á grafreiti ásamt uppistöðum, til sölu á Rauð- arárstíg 26,simi 10217. Nýjar vörur frá Nordiska. Konur. Hafið handavinnu með í sumarleyfið. Úrvalið er mikið. ís- landsmyndirnar eftirspurðu komn- ar aftur. Nálin simi 18640, Barónsstig 29. JHfrpnbkMti l^mnRCFniDRR 7f mnRKRDVORR SVFR Vegna forfalla eru eftirfarandi veiðileyfi laus í Grímsá: 1 stöng 7 — 9 júlí. 2 stengur 6—1 2 júlí. Stangaveiðifélag Reykjavíkur, simi 86050. HOLBERG — SÝNING Danski Leikflokkurinn SMEDJEN frá Bagsværd Amatör Scene sýnir, á vegum Dansk-íslenzka Félagsins og Leifélags Seltjarnarness, tvo ein- þáttunga eftir Ludvig Holberg, í Félagsheimili Seltjarnarness. Sýnt verður „Den pantsatte bondedreng'' og „Mester Gert Westphaler eller den meget talende barber". Sýningin verður sunnudagskvöld 30. júní kl. 20.30. Miðar seldir við innganginn frá kl. 18,00. Sími 22676. SMEDJEN mun ennfremur hafa sýningar 2. og 3. júlí nk. á Húsavík á vegum Leikfélags Húavíkur. DANS-ÍSLENZKA FÉLAGIÐ LE/KFÉLAG SEL TJARNARNESS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.